Dagur - 21.10.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. október 1987
Slökkvilið Húsavíkur:
Fair bnuiar
síðastlidin
20 ár
U
segir Gunnar Bergmann Salómonsson slökkviliðsstjóri
Gunnar Bergmann Salónionsson, slökkviliðsstjóri.
Slökkvilið Húsavíkur hélt
æfíngu í síðustu viku er húsið
Ráðagerði að Ketilsbraut 9b
var fyllt af reyk og síðan
brennt, en hús þetta átti að
rífa. Slökkviliðsstjóri á Húsa-
vík er Gunnar Bergmann
Salómonsson, hann tók við
stöðunni um síðustu áramót af
Hauk Haraldssyni sem gegnt
hafði starfínu í fjölda ára en
Gunnar var áður annar af
tveim varaslökkviliðsstjórun-
um. Dagur ræddi við Gunnar
eftir æfínguna og spurði fyrst
hvort slökkviliðið væri oft með
slíkar æfíngar.
„f>að er fyrirskipað samkvæmt
reglugerð að æfingar skuli vera í
minnst tuttugu tíma á ári og þetta
er einn liðurinn í okkar starfi. Á
sumrin erum við með fastar helg-
arvaktir og þá æfum við oft. Við
mætum klukkan níu á laugar-
dagsmorgnum og erum að fram að
hádegi, þennan tíma notum við
til að æfa, gera við búnaðinn og
þrífa.
Þessar helgarvaktir eru um tíu
helgar yfir sumarmánuðina, hver
maður þarf að binda sig við þetta
um tvær helgar að meðaltali en
25 menn eru í slökkviliðinu. Til-
gangurinn með helgarvöktunum
er bæði að þjálfa liðið og eins
öryggis vegna, til að sjá til þess
að allir fari ekki úr bænum í
einu."
- Var æfingin í síðustu viku
ekki óvenju myndarleg?
„Við höfum alltaf notað tæki-
færiö til að vera með æfingar í hús-
um sem á að rífa þegar við höfum
fengið leyfi til þess. Ég er nokkuð
ánægður meö árangur af
þessari æfingu."
- Nú voruð þið að æfa reyk-
köfun, eru margir slökkviliðs-
menn hérna þjálfaðir til þeirra
liluta og er tækjabúnaður ykkar
góður?
„Við erum með góð tæki en
sum þeirra eru orðin gömul, þó
er reynt að endurnýja tækjabún-
aðinn eftir þörfum. Flestir
slökkviliðsmannanna hafa sett á
sig svona tæki og vita hvað þetta
er því reykköfun er það sem lögð
er mest áhersla á í flestum
slökkviliðum, hún er fyrst og
fremst ætluð til að bjarga manns-
lífum og það er númer eitt hjá
okkur en einnig er hún notuð við
slökkvistarf svo menn fái ekki
reykinn ofan í sig.“
- I hverju eru störf slökkvi-
liðsstjóra á Húsavík fólgin?
Æfing sem þessi getur komið sér vel.
„Við erum þrír sem gegnum
embætti slökkviliðsstjóra og í
ráðningarsamningi sem við skrif-
um undir er tíundað hvað við eig-
um að gera. Við berum ábyrgð á
slökkviliðinu, sjáum um að lög-
um og reglugerðum sé fylgt og
önnumst eldvarnaeftirlit.“
- Hvernig er búnaður Slökkvi-
liðs Húsavíkur?
„Hann er svona þokkalegur,
annars eru miklar framfarir á
þessu sviði en sum þessara tækja
eru mjög dýr, t.d. kostar einn
slökkvibíll 6-8 milljónir. Við
erum með slökkvibíl af gerðinni
Bedford árgerö 1952, hann er
keyrður 1600 mílur. Svo erum
við með vatnsbíl sem tekur rúm-
lega átta þúsund tonn af vatni og
einn lítinn tækjabíl sem á að vera
fljótari í förum, getur komið
fyrstur á staðinn og það er farið
fyrst á honum þegar við erum
kallaðir til aðstoðar utan bæjar-
ins. Við erum ekki með stigabíl
eða körfubíl en eigum lausa
stiga. Hér á Húsavík eru engin
hús hærri en fjórar hæðir en ef
hærri hús yrðu byggð þyrftum við
að fá stigabíl.“
- Þjónar slökkviliðið stóru
svæði?
„Við þjónum eingöngu Húsa-
vík, það er á ábyrgð hverrar
sveitarstjórnar að vera með
slökkviliðsþjónustu en þær geta
séu þeir skipaðir til þess. Þegar
okkur vantar nýja menn í
slökkviliðið förum við og tölum
við mennina, spyrjum hvort þeir
hafi áhuga og vilja á að starfa
með og ef svo er þá tökum við þá
inn. Bæjarráð fer með hlutverk
brunamálanefndar hér af því að
hún er ekki kosin sérstaklega og
því á bæjarráð að skipa menn í
slökkviliðið en það hefur falið
slökkviliðsstjóra það hlutverk.
Okkur hefur gengið ágætlega að
fá menn til starfa. Við leitum að
mönnum sem eru yfirleitt hér á
staðnum en eru ekki einhvers
staðar í burtu við vinnu sína, eins
og t.d. sjómenn eru, aftur á móti
eru margir iðnaðarmenn í
slökkviliðinu.“
- Sækja slökkviliðsmenn mörg
námskeið?
„Það eru haldin námskeið hér
heima og eins sækjum við nám-
skeið sem haldin eru af Bruna-
málastofnun ríkisins. Haldin eru
sérstök námskeið fyrir yfirmenn,
námskeið fyrir reykkafara og
námskeið fyrir eldvarnaeftirlits-
menn. Áður en menn fara á
námskeið í reykköfun þurfa þeir
að fá heilbrigðisvottorð frá
lækni.“
- Er það ekki í rauninni skelfi-
leg tilfinning að fara inn í hús þar
sem eldur er laus og allt er fullt af
reyk?
„Það er alls ekki fyrir alla,
að sjálfsögðu samið við aðrar
sveitarstjórnir um að sinna þess-
ari þjónustu. í Mývatnssveit er
slökkviliðsbíll alveg eins og sá
sem við erum með, í Aðaldal eru
til einhver tæki og eins í Reykja-
dal. Við höfum farið í næstu
sveitir t.d. Ljósavatnshrepp en
það lengsta sem við höfum farið
er í Öxarfjörð.“
- Hvernig gengur að fá menn
til starfa í slökkviliðinu?
„Samkvæmt lögum eru allir
skyldugir til að vera í slökkviliði
Slökkviliðsmaður ver trjágróður fyrir skemmdum.