Dagur - 21.10.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1987, Blaðsíða 5
21. október 1987 - DAGUR - 5 Jesendahornið. Omurlegt kvöld í Sjallanum Þannig er mál með vexti að við fórum í Sjallann laugardags- kvöldið 3. október. Ég hringdi í Sjallann og spurði hvort það væri hægt að taka frá borð þar sem við ætluðum að horfa á skemmti- atriðin. Það var sagt að engin borð væru tekin frá nema fyrir matargesti en ef við kæmum um leið og húsið væri opnað þá myndum við fá borð og það gerð- um við. Ég talaði við þjón á barn- um og hún vísaði okkur á tvö sex manna borð uppi á svölum. Þar vorum við búin að sitja í klukku- tíma þegar þjónn frá öðrum bar kom með gesti og rak okkur frá öðru borðinu og sagði það frátek- ið fyrir þá. Helmingurinn af okk- ar hópi þurfti þá að vera á göngu um húsið þar sem við komumst ekki fyrir á einu borði. Þetta eyðilagði kvöldið fyrir öllum hópnum og verður langt í það að við förum í Sjallann aftur. Okkur langar að spyrja for- ráðamenn Sjallans: Takið þið frá borð fyrir vini og vandamenn og getið þið leyft ykkur að reka fólk frá borðum sem enginn frátektar- miði er á? Við viljum taka það fram að gestirnir sem fengu borð- ið voru ekki matargestir. Vinahópur Vímulausir foreldrar - vímulaus æska Yfirleitt les ég blöðin ekki mjög vandlega en í dag, miðviku- daginn 7. október þegar ég er að taka blöðin úr rútunni og dreifa þeim til barnanna sem bera þau út sé ég fyrirsagnir: Blönduós verður bær. Blönduós sækir um kaupstaðarréttindi. Nú, var það ekki í Degi í gær sem ég sá fyrir- sögn um ölvun unglinga á dans- leikjum? Og þar var einhver ályktun frá æskulýðs- og íþrótta- nefnd um leiðir til að bæta ástandið og auka menningarbrag- inn á staðnum (að sjálfsögðu á ég við í bænum) og á landinu öllu. Þarna var vitnað í reynslu Húsvíkinga. Þetta var vel til fundið. Blönduós sem er að verða einn fallegasti og snyrtileg- asti staðurinn á landinu er ekki bara fallegur yfir að líta, heldur skyldi hér þróast mannlíf sem væri til fyrirmyndar. Hér skyldi vera alin upp vímulaus æska af vímulausum foreldrum. Það er annars best að ég lesi þessa grein í Degi. Ég fann blaðið og las. „Mér finnst skjóta skökku við að á almennum dansleikjum þar sem á að vera vínveitingabann geti nánast hver sem er haft með sér áfengi inn,“ sagði Sigfríður Angantýsdóttir, varaformaður Æskulýðs- og íþróttanefndar Blönduóss þegar Dagur hafði samband við hana vegna bókunar nefndarinnar frá 24. ágúst en þar komu félagsmál æskulýðs o.fl. til umræðu. Nú hlýnaði mér um hjartarætur, ég virkilega komst í vímu. Þessi greinda og glæsilega kona, kennari, móðir og hús- móðir í félagsheimilinu vildi fara að taka á málunum. í einhvers konar vímuástandi sá ég fyrir mér okkar fallega bæ. Börnin voru ekki lengur með lykla um hálsinn til að komast inn til að ná sér í eitthvert snarl úr ísskápn- um. Unglingarnir hímdu ekki lengur fyrir utan félagsheimilið af því þeir fengu ekki að komast inn og hugsuðu um hvað pabbi og mamma væru að gera þarna inni sem þeir mættu ekki sjá. Reynd- ar vissu unglingarnir hvað var að gerast og þeir áttu til ráð svo þeir gætu sjálfir gert eitthvað svipað. Það er einmitt stóra vandamálið sem allir landsmenn þekkja en flestir loka augunum fyrir. Sem betur fer er þetta nú allt breytt. Blönduós hefur tekið for- ystu með mæður og kennara í broddi fylkingar. Börnin koma heim úr skólanum heim á fallegu heimilin þar sem mamma bíður með heitan mat og strýkur hlýrri hendi um kaldan vanga, um leið og hún gefur barninu sínu holl ráð og fjölskyldan sest öll saman og borðar. Á kvöldin er kveikt á sjónvarpinu þegar sýndar eru fallegar og mannbæ'tandi myndir, því það er stundum, en slökkt þegar ljótu myndirnar eru. Þær eru bara fyrir Hrafnana. í skólanum segja kennararnir börnunum frá þessari fáránlegu drykkjutísku sem þjóðin var svo upptekin af. Þeir segja þeim frá dagvistarheimilunum og leik- skólunum sem voru til að ala börnin upp af því mömmurnar voru ekki heima. Kennararnir segja líka frá drykkjumanna- hælunum, upptökuheimilunum, kvennaathvarfi, barnaathvarfi og lögreglunni með stóran bílaflota til að passa að fólkið færi sér ekki að voða og kennararnir eru börn- unum sönn fyrirmynd. Nú er ekki lengur neitt aldurstakmark við félagsheimilið, því þar hefur eng- inn neitt að fela. Foreldrar og eldri systkini eru þeim yngri for- dæmi um hvernig hægt er og á að skemmta sér allsgáður. Nú eru ekki lengur brotnar flöskur á planinu og það þarf enga lög- reglu. En hvernig var þetta annars. Var ég búinn að lesa bókunina frá Æskulýðs- og íþróttanefnd? Nei. í bókun nefndarinnar segir orðrétt: „Fram kom að nefndar- menn höfðu áhyggjur af því hve auðvelt er fyrir ungmenni sem ekki hafa aldur til að komast inn á dansleiki í héraðinu. Á þessum dansleikjum er víndrykkja oft úr hófi fram og þar reynist ungling- um allt of auðvelt að nálgast áfengi. Nefndin veltir þeirri spurningu upp hvort ekki sé hægt að sporna gegn þessari þróun hvað varðar Blönduós með því að fá vínveitingaleyfi fyrir félags- heimilið á Blönduósi. í því sambandi vill nefndin benda á reynslu Húsvíkinga og þeirra aðgerðir í hliðstæðu máli.“ Til- gangur með vínveitingu fyrir félagsheimilið væri að hækka aldurstakmarkið inn á almenna dansleiki. Jafnframt yrði að sögn Sigfríðar komið á fót aðstöðu fyrir yngra fólk til áfengislausra skemmtana á efri hæð félags- heimilisins þar sem verður æskulýðs- og félagsmiðstöð. Jæja. Það rann af mér víman, því nú fór að skjóta skökku við. Hvernig erum við á vegi stödd þessi litla þjóð sem getur gefið öðrum gott fordæmi. Hugsi nú hver fyrir sig og munum að ung- dómurinn er aðeins spegilmynd okkar fullorðna fólksins og spegillinn lýgur ekki. Blönduósi 7.10.1987 Snorri Bjarnason. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Landssamband ISnaðarmanna HaldurdZ. Iðn- þing íslendlnga á Akurayrl dagana 22.-24. októbar. Þlnglð varður haldlð í Alþýðu- húsinu Sklpa- götu 14. W \ ■ V. >ii v ■. FIMMTUDAQUR 2 2. OKT.: ki. ?0 30.:Setnlng: Ræða forseta Landssambands iðnaðarmanna, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða menntamálaráðherra, Birgis ísleifs Gunnarssonar. Gestafyrirlestur: NÝTÆKNIOG BYGGÐARÞRÓUN Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Kl. 12.00. .’Hádeglsverður í boðl bæjarstjórnar Akureyrar f veitinga- húslnu Sjallanum Kl. 13.30. /Þingstörf: Kosning forseta þingsins og þingnefnda. Skýrsla framkvæmdastjórnar. Önnur þingstörf samkvæmt lögum L.í. FÖSTUDAQUR 23. OKT.t Kl. 9.00.: Nýtæknl f IðnaAI - aukin framlelðnl Sstnlng: Haraldur Sumarliðason, forseti L.i. Hvað sr ný tsakni?: Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur L.í. Þróun nýrrartækni f samkoppnislöndunum og hórá landi: Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar (slands. Nýtækni f mannvlrkjagerð: Björn Marteinsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Raynsla fslsnskra fyrirtækja af nýrrl tæknl: Sigurður Sigurjónsson, stjórnarformaður Byggðaverks hf. Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Trósmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. Sigurður Danielsson, framkvæmdastjóri Landssmiðjunnar hf. Júlíus Snorrason, bakarameistari, Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. hf. Kl. 12.00.: Hádogisverðarhló Kl. í3.30.:Samspll markaðsmála og nýrrartækni: Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Fyrirtækið og markaðsstarflð: Torfi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Vélsm. Odda hf„ Akureyri. Nýtækni og verkmenntun: Aðalgeir Pálsson, rafmagnsverkfræðing- ur, kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. FJárhagslsgur stuðningur: Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbanka íslands hf. Almsnnar umræður - ályktun. Kl. 17.00.: Sf Adeglsboð IðnaSarráðhsrra kl. 8.30.: Þlngstörf Framhald almennra þingstarfa samkvæmt lögum L.i. Kl. 12.00.: Hádsglsvarðarhlá Kl. 13.30.: Þlngstörf Umræður og afgreiðsla mála. Kosning forseta, varaforseta og varamanna þeirra. Tilnefningar og kosningar í framkvæmdastjórn, sambandsstjórn og önnurtrúnaðarstörf. Önnur mál kl. íS.OO. Þlngsllt Kl. 15.15.: Hslmsókn f Vsrkmonntsskólsnn á Akuroyri. Kl. 19.00.: Lokahóf á hótel KEA. Gögn hafa þegar verifl send til kjörinna þingfulltrúa. Félagsmönnum i Landssambandi iflnaöarmanna á Noröurlandi ogöðrum áhuga- sömum um iðnaðarmál er velkomið aö sitja þingiö, enda tilkynniþeirþátttöku til skrifstofu Landssambandsins eigi siöaren miövikudaginn 21. október. Á meöan á þinginu stendur veröur skipulögð sérstök dagskrá fyrir maka Iönþings- fulltrua. JÚLÍUS SNORRASON ÞRÁINN ÞORVALDSSON BIRGIRÍSL. GUNNARSSON LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.