Dagur - 26.10.1987, Page 1

Dagur - 26.10.1987, Page 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 26. október 1987 202. tölublað All± ■fyrir' hterrsunst HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SÍMI 96-26708 . BOX 397 Húseiningar á Siglufirði: Gengiö frá kaupum i dag eða a morgun - drög að kaupsamningi við Konráð Baldvinsson liggja fyrir Á föstudaginn var gengið frá drögum að samningi um sölu á öllum eignum þrotabús Hús- eininga hf. á Siglufirði. Kaup- andinn er Konráð Baldvinsson byggingameistari á Siglufírði en hann rak áður tvær verslan- ir, trésmíðaverkstæði og steypustöð. A skiptafundi fyrir rúmum mánuði bárust tvö tilboð í þrota- búið, frá Konráð og Birgi Guð- laugssyni sem rekur trésmíða- verkstæðið Bút hf. Tilboð Birgis var eingöngu í fasteignir þrota- búsins en ekki vélar og tæki og þótti of lágt og var því hafnað. Viðræður hófust hins vegar við Féll 5 metra - niður í stórgrýtisfjöru Árangur af merkisdögum Slysavarnafélags íslands hefur sennilega hvergi verið jafn áþreifanlegur og í Hrísey á laugardaginn. Vegna þess að félagar björgun- arsveitarinnar voru á ferð, gengu björgunaraðgerðir þegar ungur Norðmaður hrapaði á suðaustur- hluta eyjarinnar, mjög hratt fyrir sig. Maðurinn var að klifra í klett- um og varð honum fótaskortur með þeim afleiðingum að hann féll um 5 metra niður í stórgrýtis- fjöru. Aðstæður á slysstað eru með þeim hætti að sækja þurfti mann- inn á bát. Maðurinn hlaut áverka á baki og höfði en líðan hans er góð eft- ir atvikum. ET Konráð og eins og áður segir var gengið frá drögum að kaupsamn- ingi fyrir helgina. Konráð Baldvinsson sagði í samtali við Dag í gær að fyrir lægi samkomulag við veðhafa í þrota- búinu en þeir eiga þó flestir eftir að skrifa undir. Um er að ræða ríkissjóð, Útvegsbanka íslands, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Byggðasjóð. Konráð gekk í síðustu viku frá sölu á byggingavöruverslun sinni og var kaupandinn Jón Sigurðs- son á Siglufirði. ísafold hf. keypti síðan húsnæðið þar sem tré- smíðaverkstæðið var til húsa og steypustöðina keypti vélaleigan Bás á Siglufirði. Konráð hyggst flytja tækin af trésmíðaverkstæðinu í húsnæði Húseininga og reka áfram inn- réttingasmíði samhliða eininga- framleiðslu þá sem Húseiningar ráku. Starfsmönnum fyrirtækis- ins mun eitthvað fjölga. Árni Pálsson bústjóri þrota- búsins sagðist í samtali við Dag telja víst að gengið yrði frá mál- inu í dag eða á morgun. ET Leikfélag Akureyrar frumsýndi Lokaæfingu sl. föstudagskvöld. Svava Jakobsdóttir var viðstödd og var henni vel fagnað í lokin, svo og leikurum og leikstjóra. Sjá leikdóm bls. 5. Mynd: tlv Útgerðarfélag Akureyrínga kaupir Dagstjömuna frá Keflavík Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur fest kaup á skuttogaran- um Dagstjörnunni KE 3 sem áður var í eigu útgerðarfyrir- - kaupverðið 180 milljónir tækisins Stjömunnar hf. í Kefla- vík. Kaupsamningur var undir- ritaður á stjórnarfundi félags- ins á laugardag og er kaupverð hins 743 lesta skips 180 millj- ónir. Skipið verður afhent fé- laginu 29. október og eru tog- arar félagsins þá orðnir sex. Stórglæsilegir vinningar í áskrifendagetraun Dags Dagur hefur ákveðið að efna til glæsilegrar áskrifenda- getraunar, sem hefst í byrjun nóvember. Óhætt er að full- yrða að sjaldan eða aldrei hef- ur dagblað hér á landi boðið áskrifendum sínum upp á jafn góða vinninga í áskrifenda- getraun. Verðlaun Dags eru hljómtækjasamstæða að verð- mæti um 70 þúsund krónur, ferð fyrir tvo til Thailands að verðmæti um 160 þúsund krónur, ferð fyrir tvo til Kanarí- eyja að verðmæti allt að 115 þúsund krónur, húsgagnaút- tekt fyrir 100 þúsund krónur, sumarferð með Samvinnuferð- um/Landsýn að verðmæti allt að 100 þúsund krónur og síðast en ekki síst Opel Kadett fólks- bifreið að verðmæti rúmlega 500 þúsund krónur. Heildar- verðmæti vinninga er vel á aðra milljón króna. „Dagur hefur áöur efnt til áskrifendagetrauna en þessi er tvímælalaust sú glæsilegasta," sagði Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dags. Jóhann sagði ennfremur að dregið yrði um einn vinning á mánuði, næstu sex mánuði. Fyrst verður dregið þriðjudaginn 15. desember n.k., um hljómtækjasamstæðuna. Að sögn Jóhanns Karls geta einungis þeir áskrifendur, sem eru skuldlausir við blaðið, tekið þátt í getrauninni. Getrauna- seðill fyrir nóvembermánuð birt- ist í blaðinu um miðjan nóvember og verður tekið á móti innsend- um seðlum til mánaðamóta. Getraunaseðill fyrir desember birtist síðan um miðjan desember og verður dregið úr innsendum seðlum um miðjan janúar. Þann- ig gengur þetta koll af kolli þar til í vor, er dregið verður um bílinn. Til að auka á spenninginn, verða innsendir seðlar látnir liggja áfram í pottinum, eftir að dregið hefur verið hverju sinni. Því munu þeir áskrifendur, sem taka þátt í leiknum frá upphafi til loka, eiga sex seðla í pottinum þegar dregið verður um hvaða áskrifandi hljóti bílinn. Get- raunaseðill hvers mánaðar birtist aðeins einu sinni og leikurinn verður léttur. Spurningarnar verða tengdar efni blaðsins þann dag og áskrifendur þurfa ekki að gera annað en skrifa rétt svör á getraunaseðilinn, klippa hann út úr blaðinu og senda til Dags, ásamt nafni og heimilisfangi við- komandi. Það skal áréttað að áskrifendur þurfa að vera skuld- lausir við blaðið, til að vera gjald- gengir þátttakendur í getraun- inni. Dagur mun auglýsa áskrif- endagetraunina nánar næstu daga og eru lesendur hvattir til að kynna sér málið vandlega og taka þátt í leiknum frá upphafi. Þeir sem ekki eru áskrifendur að Degi geta bætt úr því snarlega með því að hafa samband við afgreiðsl- una. Hver vill ekki fá Dag reglu- lega inn um bréfalúguna og geta átt von á utanlandsferð, hljóm- tækjasamstæðu, húsgögnum eða nýjum Opel Kadett í kaupbæti? „Kaup á skipi hafa staðið til alveg síðan Sólbaki var lagt,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa í samtali við Dag í gær. Vilhelm vildi ekki gefa upp hversu mikil lán hvíla á skipinu en þau voru öll yfirtekin við kaupin. Vilhelm hélt til Reykja- víkur í dag til að ganga endan- lega frá kaupunum. Aðspurður staðfesti Vilhelm að með þessum kaupum væri í rauninni verið að kaupa kvóta fyrir skip sem Útgerðarfélagið lætur smíða fyrir sig síðar. Hvenær af því verður eða hvort nýtt skip verður smíðað innan- lands eða utan gat hann ekkert um sagt að svo stöddu. Dag- stjarnan er sóknarmarksskip með rúmlega 2000 tonna kvóta. Sem fyrr segir verður skipið afhent 29. október. Þá munu fara fram einhverjar endurbætur á því en að þeim loknum mun skipið fara á veiðar undir merki ÚA og með nýja áhöfn um borð. Hversu langur tími líður þangað til skipt verður upp í nýtt skip verður svo tíminn að leiða í ljós. Hitt er víst að salan á skipinu mun verða mál málanna á Suðurnesjum á næst- unni en þar var nýlega stofnað hlutafélag um kaup á skipi til byggðarlagsins. ET

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.