Dagur - 26.10.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 26. október 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík,
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiöari.___________________________
Gallagripur
félagsmálaráðherra
í síðustu viku lagði Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra fram frumvarp um breytingu á lögum
um Húsnæðisstofnun ríkisins. Þegar er ljóst að
framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa ýmislegt
við frumvarpið að athuga. Sjálfstæðismenn telja að
með frumvarpinu sé verið að innleiða nýtt skömmt-
unarkerfi í húsnæðislánakerfið og fólk sé að vissu
leyti svipt lífeyrissjóðsréttindum sínum. Framsókn-
armenn munu einrng ganga óbundnir til umræðu um
frumvarpið og áskilja sér allan rétt til að leggja til
breytingar á því í meðförum þingsins. Þeim þykir
ákvæðið um breytilega vexti innan hvers lánaflokks
orka mjög tvímælis og vera illframkvæmanlegt
nema með gífurlegri aukningu á skriffinnsku innan
Húsnæðisstofnunar. Framsóknarmenn hafa rétti-
lega bent á að nær væri að nota skattakerfið til að
koma fram sanngjörnum og eðlilegum leiðrétting-
um á vaxtabyrðinni. Þeir hafa einnig gert fyrirvara
við frumvarpið á þeirri forsendu að það sé ekki í
samræmi við veigamikil atriði í samkomulagi aðila
vinnumarkaðarins, sem skuldabréfakaup lífeyris-
sjóðanna byggjast á. Félagsmálaráðherra hafði
ekkert samráð við aðila vinnumarkaðarins um
breytingar á fyrrverandi löggjöf, sem þó var samin
í nánu samráði við þessa aðila. Þá eru framsóknar-
menn ósáttir við greinargerð þá, sem fylgir frum-
varpinu og telja að í henni sé að finna villandi og
rangar staðhæfingar.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur
lýst því yfir að það muni leiða til alvarlegs þver-
brests í stjórnarsamstarfinu ef ráðherrar sam-
starfsflokkanna standi ekki við fyrirheit sín um
stuðning við húsnæðisfrumvarpið hennar. Þessi
yfirlýsing ráðherrans kemur nokkuð á óvart, enda
var honum kunnugt um að bæði þingmenn Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðu sterkan
fyrirvara á þessu frumvarpi eins og það var lagt
fram. Hvorugur flokkur hafði því heitið skilyrðis-
lausum stuðningi við frumvarpið í núverandi mynd.
Það hlýtur að teljast mjög undarlegt ef Alþýðu-
flokkurinn ætlar sér að leggja stjórnarsamstarfið að
veði í þessu máli og verður reyndar að teljast frá-
leitt.
Staðreyndin er sú að húsnæðisfrumvarp Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er að mörgu
leyti slæmt frumvarp. Vissulega hefur komið fram
talsverð gagnrýni á núverandi lánakerfi, t.d. í
sambandi við sjálfvirknina og að menn hafi jafnvel
fengið lán út á tvær íbúðir. Slíka agnúa ætti að vera
auðvelt að sníða af með einföldum leiðréttingum á
þeim reglum sem nú gilda.
Síst af öllu má flækja málið með því að setja nýjar
reglur sem auka enn á skriffinnskuna í húsnæðis-
lánakerfinu og skapa aukinn óróa og óvissu í sam-
bandi við lánamálin. En einmitt það boðar hús-
næðislánafrumvarp félagsmálaráðherra í núver-
andi mynd. BB.
-j/iðtal dagsins.
Þegar ekið er fram Sæmund-
arhlíð í Skagafirði og komið að
bænum Dæli framarlega í
Hlíðinni, er fyrir girðingarhlið
á veginum. Framan við girð-
inguna þrengist vegurinn og er
að sjá sem hann versni til
muna. Girðingin og útsýnið
fram Hlíðina, melhólar eins
langt og augað eygir, fær mann
til að halda að Dæli sé fremsta
byggða bólið í Hlíðinni, en svo
er ekki. Skammt þarna framan
við er býlið Skarðsá, þar sem
kona hátt á níræðisaldri býr í
torfbæ. Er það sá síðasti frá
tímum torfhúsabyggða hér á
landi, sem enn er búið í.
Blaðamaður Dags heimsótti
Pálínu Konráðsdóttur á
Skarðsá í síðustu viku.
Pálína Konráðsdóttir.
„Hér er ég alltént ekki
fyrir neinum“
- segir Pálína Konráðsdóttir á Skarðsá
Pálína hefur frá sex ára aldri
átt heima á Skarðsá og frá árinu
1950 hefur hún búið þar ein. Pál-
ína hefur verið heilsuhraust um
ævina og sárasjaldan þurft að
leggjast á sjúkrahús, en þó hefur
það komið fyrir. Margir héldu að
þegar Pálína var komin á Sjúkra-
húsið á Sauðárkróki síðasta
vetur, væru dagar hennar á
Skarðsá taldir og hún færi ekki
fram eftir aftur. En Pálína var á
annarri skoðun og strax er vorið
gekk í garð tók Pálína pokann
sinn og hélt fram í Skarðsá að
nýju, og þar var hún í allt sumar.
„Hvaðan kemur þú,“ var það
fyrsta sem Pálína sagði er hún
hafði heilsað komumanni. „Það
er furðulegt að vera að ómaka sig
alla þessa leið,“ tuldraði hún fyrir
munni sér inn dimm göngin.
Undirrituðum var satt að segja
alveg hætt að lítast á blikuna þar
sem hann þreifaði sig í myrkrinu
inn göngin á eftir gömlu konunni,
sem virtist fara þetta eftir minni.
„Þeir höfðu göngin svona löng
til að auðveldara væri að halda
hita inni,“ sagði Pálína þegar við
vorum komin inn í baðstofuna.
Hundurinn hennar stökk geltandi
með moldugar loppurnar upp á
komumann. Og þegar hann fór
að dusta buxurnar, afsakaði Pál-
ína framkomu hundsins. „Seppi
segir að hann viti ekkert um að
hann hafi verið skítugur á fótun-
um. Þú hlýtur að geta hreinsað
þær, segir seppi. Honum finnst
gott að láta klóra sér og klappa
greyinu," segir Pálína, sem
greinilega metur félagsskap dýr-
anna mikils og framan við gamla
olíueldavél malar kötturinn í hin-
um mestu makindum. En þrátt
fyrir að olíuvélin sé þarna hefur
Pálína tekið rafmagn og síma í
sína þjónustu og inni í baðstof-
unni mátti sjá rafmagnseldavél,
ísskáp, frystikistu og útvarp. í
fyrstu innti blaðamaður Pálínu
eftir því hvað hún væri orðin
gömul?
„Heldurðu að ég muni það?“
sagði hún og hló. „Jú ég er orðin
87, svo ég hafi það eins og ég
man best.“
- Hvað það er bara dúndur
húmor í þér.
„Það þýðir ekkert annað en
vera dálítið léttlyndur. Það er
• Hvíhafa
konur heila?
Góð spurning og verðugt
rannsóknarefni, eins og hann
Hallfreður fjallar réttilega um
í Helgar-Degi. Glöggur mað-
ur Hallfreður og ekki fyrir alla
að fara í fötin hans. (Kannski
ekki allir eins feitir og illa
vaxnir.)
# ... fyrst
karlar haf’ ann
ekki?
En þetta er sennilega það
sem er kjarni málsins hjá
Hallfreði. Konurnar hafa
heila, en greinilega ekki karl-
arnir og það vekur að vonum
öfund i garð kvenna að þær
skuli vera svona miklu betur
úr garði gerðar.
# Eitthvað
fyrir jafnréttis-
nefnd?
Nú á þessum miklu jafnrétt-
istímum er þetta allsendis
ófært að kynjunum sé mis-
munað svona. Hvar eru nú
jafnréttiskvinnurnar í jafn-
réttisnefnd? Skyldu þær sak-
ir fjöl/cvenn/s hafa látið hjá
líða að láta þetta mál til sín
taka? Sjá þær ekki hve þetta
eru mikil forréttindi? Eða
gleyma þær að sjá þetta af
því að þetta eru forréttindi
kvenna? Hvar er nú ailt jafn-
réttistalið þeirra?
# Engin slys
Gramur bílstjóri í Hafnarfirði
vatt sér að lögregluþjóni sem
varð á vegi hans og sagði:
„Hvers vegna er ekki sett upp
skilti til að vara við þessari
stórhættulegu beygju
hérna?“
„Við höfðum svoleiðis skilti
hérna,“ svaraði lögreglu-
þjónninn. „En þar sem slysin
hættu að koma fyrir, tókum
við það niður...“
• Glöggur í
reikningi
Kennarinn: „Jæja, Pétur, get-
urðu sagt mér hvenær Þrjátíu
ára stríðið byrjaði?"
„Nei,“ svaraði Pétur galvask-
ur. „En ég veít vel hve lengi
það stóð yfir!“