Dagur - 26.10.1987, Síða 5
26. október 1987 - DAGUR - 5
Leikfélag Akureyrar:
Ahrifamikil Lokaæfing
Lilja kemur óvænt inn í einangraða tilveru Ara og Betu. Hún verður að vonum hissa á ástandi hjónanna, en ýmis-
Iegt hefur gengið á niðri í kjarnorkubyrginu. Mynd: Páii A. Páisson
Leikfélag Akurcyrar: Lokaæfing
Höfundur: Svava Jakobsdóttir
Leikstjóri: Pétur Einarsson
Leikmynd og búningar: Gylfi Gíslason
Lýsing: Ingvar Björnsson
Persónur og leikendur:
Ari: Theódór Júlíusson
Beta: Sunna Borg
Lilja: Erla Ruth Harðardóttir
Er raunveruleikinn fáránlegur
eða er fáránleikinn raunveru-
legur? Þessi spurning kemur
oft upp í huga minn við lestur
verka eftir Svövu Jakobsdótt-
ur. Sérstaklega er það í smá-
sögum hennar sem absúrdism-
inn ræður ríkjum eins og þegar
maður biður um hönd konu og
konan heggur höndina af sér
og gefur honum. í annarri sögu
fá hjartað ög heilinn svipaða
meðferð. En hér er ekki ætlun-
in að fjalla um smásögur Svövu
heldur leikritið Lokaæfingu.
Lokaæfing var frumsýnd hjá
Leikfélagi Akureyrar síðastliðið
föstudagskvöld og var uppselt á
sýninguna og stemmningin góð.
Þetta var í fyrsta skipti sem ný
leikgerð Lokaæfingar var sýnd
hérlendis en þessi leikgerð var
frumsýnd hjá Bátsleikhúsinu í
Kaupmannahöfn í september.
Svava Jakobsdóttir var viðstödd
frumsýningu L.A. og var henni
vel fagnað í lokin svo og leikur-
um og leikstjóra.
Lokaæfing er magnað verk
sem hreyfir við manni. Það er
raunsætt, fjallar um veruleika,
íslenskan veruleika, þótt sumum
finnist það kannski dálítið fjar-
stæðukennt á köflum. Manneskj-
an sjálf er í öndvegi og þetta verk
er dálítil sálfræðileg afhjúpun á
manneskjunni. Við sjáum Ara og
Betu breytast smátt og smátt,
gamanið verður að skelfingu,
æfingin að alvöru.
Hvorki er það ætlun mín að
hvekkja áhorfendur með því að
rekja söguþráð verksins né að
fella óhagganlegan dóm yfir sýn-
ingu Leikfélags Akureyrar. Ég
ætla hins vegar að viðra skoðanir
mínar, burtséð frá því hvernig
þær falla öðrum í geð, en hver
einstakur áhorfandi upplifir
leiksýningu á sinn persónulega
hátt.
Mér finnst þessi gerð Loka-
æfingar mjög heilsteypt. Að vísu
hef ég ekki séð fyrri gerð nema í
bókarformi en þar var nokkur
aðdragandi að flutningi Ara og
Betu niður í kjamorkubyrgið.
Hér ganga þau beint niður í byrg-
ið og þar fer leikritið fram. Þau
höfðu sagt ættingjum að þau
væru að fara til Kýpur, en í raun
ætla þau að dvelja í kjarnorku-
byrginu, í kjallaranum undir
kjallaranum, í heilan mánuð. Sú
dvöl verður örlagarík en Ara er
nauðsyn á því að gera allan
aðbúnað sem bestan og komast
fyrir mistök til að geta lifað af
þegar (ekki ef) til kjarnorkustyrj-
aldar kæmi. Þetta gerir hann með
aðstoð tölvu.
Leikritið skiptist í 5 þætti og
tíminn spannar á fjórðu viku.
Það er vor. Stígandi er í verkinu
allt til loka er það rís sem hæst og
endar í lausn, sem er kannski
dálítið óvænt. Leikritið er fyrst
og fremst afhjúpun á Ara og
Betu. Þau hafa ólíkan bakgrunn.
Beta hafði aldrei þurft að líða
skort og aldrei þurft að hugsa
mjög mikið. Enda er það ein-
kennandi fyrir konur í verkum
Svövu hvað þær eru „heilalaus-
ar“, a.m.k. á yfirborðinu. Ari
braust hins vegar úr fátækt með
miklum dugnaði sem gekk út í
öfgar, t.d. hafði hann enn ekki
fundið tíma til að eignast barn
með Betu eftir um 20 ára
sambúð.
Með þessa vitneskju til hlið-
sjónar er fróðlegt að fylgjast með
andlegum breytingum á Ara og
Betu í verkinu. Ari kemur
kannski ekki svo mjög á óvart en
öðru máli gegnir um Betu. Hún
virðist svo einföld í jarðbundinni
skynsemi sinni, en hvað kemur á
daginn? Ekki ætla ég að svara
því, en eitt lítið batterí er greini-
lega mikilvægara fyrir sálarlífið
en flestir hefðu haldið.
Theódór Júlíusson leikur
verkfræðinginn Ara. Teddi hefur
vaxið mjög sem leikari síðustu ár
og er nú einn mikilhæfasti leikar-
inn í röðum Leikfélags Akureyr-
ar. Skapgerðarhlutverk henta
honum vel, sálarlífssveiflur virka
sem eldur á þá olíu sem rennur
um æðar hans og honum tekst því
að gera Ara einstaklega trúverð-
ugan. Hins vegar virkaði Theódór
ansi stressaður á frumsýningunni,
sérstaklega í byrjun, og framsögn
hans bar þess merki. Þegar á
heildina er litið var leikur
Theódórs stórbrotinn og það er
einmitt heildarútkoman sem
skiptir mestu máli.
Sunna Borg leikur Betu og er
þetta hennar stærsta hlutverk til
þessa. Hún túlkar þessa ofvernd-
uðu konu á sannfærandi hátt en
líkt og Teddi var hún dálítið
strekkt þetta kvöld, enda mikið í
húfi. Að mínu mati tókst henni
að leysa erfitt verkefni og á hrós
skilið. Bæði aðalhlutverkin eru
3á Skotveiðifélag
mBt Eyjafjarðar
Fundur verður haldinn að Norðurgötu 2a
(gamla útvarpshúsinu) í kvöld mánudaginn 26.
október kl. 20.30.
Félagar fjölmennið.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
sem strembið próf, með ýmsum
túlkunarmöguleikum. Báðir leik-
ararnir virðast hitta á réttu leið-
ina með aðstoð Péturs Einarsson-
ar leikstjóra og skapa áhrifamikla
sýningu.
Erla Ruth Harðardóttir er nýtt
andlit hjá L.A. og býð ég hana
velkomna til starfa, ekki síst eftir
að hafa séð óaðfinnanlega túlkun
hennar á Lilju. Lilja hefur verið í
píanótímum hjá Betu (er ekki
dóttir hennar eins og ranglega
var sagt í blaðinu fyrir skömmu)
og kemur óvænt við sögu í lokin.
Auk þess er Erla sýningarstjóri
leikritsins.
Lokaæfing er gullnáma fyrir
leikara, en hún er líka gullnáma
ein og sér. Texti Svövu er stór-
kostlegur, fyndinn, beinskeyttur
og fullur af vísunum. Alltaf virð-
ist hún hitta á réttu orðin. Leik-
mynd Gylfa Gíslasonar er líka
hrein snilld eins og væntanlegir
áhorfendur munu komast að
raun um. Lýsing Ingvars Björns-
sonar studdi leikmynd og leikara
vel og var raunar óaðfinnanleg.
Þrátt fyrir að sumir telji kjarn-
orkuvá fara minnkandi trúi ég
ekki öðru en að Lokaæfing muni
gera mikla lukku. Enda er kjarn-
orkuógnin aðeins umgjörð utan
um átök hjónanna. Hafi ég verið
á þeirri skoðun að mig langaði til
að eyða 30 dögum með konunni í
friði og ró, algerri einangrun, þá
er ég blessunalega laus við þær
langanir núna. SS
Leðurjakkar herra.
Stærðir 50-56. Verð kr. 9.965.-
Fóðraðir gallajakkar á fullorðna.
Stærðir M-L-XL. Verð kr. 2.725.-
Fóðraðir gallajakkar á bömin.
Stærðir 120-170. Verð kr. 2.497.-
Opið laugardaga 9-12.
JO l|i Éyfjörö
WWW. Hjaiteyrvgötu 4 simi 22275
Bifreiðaeigendur -
Bifreiðastjórar
Þokuluktir.
Viftureimar.
Þurrkublöð.
Öryggisbelti.
Barnastólar.
Öryggisbelti fyrir börn.
Startkaplar.
Hleðslustöðvar.
Sætaáklæði.
Og margt fleira.
Véladeild
Óseyri 2 - Símar 21400 og 22997.
SKJOTT SKIPAST
VEÐIIR í LOFTI
Nú ér vetur genginn í garð og viljum
við beina því til viðskiptavina okkar, að
ganga vel frá vörum sínum til flutnings
til að fyrirbyggja skemmdir.
Þótt hitastig í vörugeymslum okkar
fari ekki niður fyrir frostmark, eru oft
vörusendingar sem ekki þola mikla hita-
breytingu. Þess vegna er nauðsynlegtað
náigast þær sem fyrst eftir komu skips,
því sumar vörur eru geymdar úti og/eða
í gámum.
rrostlög skyldi að sjálfsögðu setja í
kælivatn véla og tækja sem geymd eru
SK/PADE/LD
SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A SIMI 698100/28200