Dagur - 26.10.1987, Qupperneq 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson
26. október 1987 - DAGUR - 9
Körfubolti 1. deild:
- fyrir sunnan um helgina
Körfuknattleikslið Tindastóls
gerði góða ferð suður um helg-
ina en liðið lék þar tvo leiki í 1.
deildinni og vann þá báða. A
föstudagskvöld sigraði liðið
Skallagrím í Borgarnesi 79:64
en fór daginn eftir til Sand-
gerðis og lagði Reyni að velli
66:46.
Borgnesingar byrjuðu leikinn á
föstudagskvöld af miklum krafti
og náðu yfirhöndinni. Tindastóls-
menn voru nokkuð seinir í gang
en sóttu sig er á leikinn leið. í
hálfleik höfðu þeir náð yfirhönd-
inni og leiddu þá með 11 stigum,
33:22. Seinni hálfleikur var mjög
sveiflukenndur en Tindastóls-
menn höfðu þó alltaf yfirhöndina
og sigurinn var aldrei í hættu.
Mestur var munurinn 18 stig en
minnstur 6 stig. Þegar flautað var
til leiksloka höfðu norðanmenn
skorað 74 stig á móti 59 stigum
heimamanna.
Björn Sigtryggsson lék mjög
vel í þessum leik fyrir Tindastól
og skoraði 28 stig. Eyjólfur
Sverrisson skoraði 20, Sverrir
Sverrisson 11, Karl Jónsson 6 en
aðrir minna. Hafsteinn Þórisson
var stigahæstur Borgnesinga með
16 stig.
Handbolti 3. deild:
Völsungur lá
fyrir ÍS
Með örlítið meiri leikreynslu
og jafnvægi hefði Völsungur
átt að sigra í leiknum gegn IS.
Þegar rúmar fímm mínútur
voru eftir af leiknum var stað-
an 17:17 en taugarnar brugðust
hjá Húsvfldngunum og Stúdent-
arnir skoruðu fímm mörk gegn
einu Völsunga og leiknum lauk
því með sigri ÍS 22:18.
„Við getum ekki ætlast til að
vinna leik þar sem við gerum
svona mikið af vitleysum. Hins-
vegar er leikur liðsins á réttri
braut og Róm var ekki byggð á
einum degi,“ sagði Arnar Guð-
laugsson þjálfari Völsunga eftir
leikinn en Völsungar létu
markmann ÍS verja hvorki meira
né minna en fimm vítaskot frá sér
þannig að það er ekki von að
Arnar hafi verið ánægður.
Fyrri hálfleikur var jafn og
spennandi. IS var ætíð á undan
að skora en Völsungarnir hleyptu
þeim aldrei meira en tveimur
mörkum fram úr. Staðan í hálf-
leik var 9:8 ÍS í vil. Dómararnir
komu þó nokkuð mikið við sögu í
þessum leik og gáfu tveimur leik-
mönnum Völsunga rautt spjald,
Pálma Pálmasyni í fyrri hálfleik
og Sigmundi Hreiðarssyni í þeim
síðari. Báðir brottrekstrarnir
orkuðu mjög tvímælis og hafði
þetta að sjálfsögðu áhrif á leik
liðsins.
Seinni hálfleikur var ekki eins
vel leikinn og sá fyrri og var mik-
ið um mistök hjá báðum liðum.
Það sem réði úrslitum var léleg
vítanýting Völsunga og tauga-
óstyricur í lok leiksins. Bestu leik-
menn Völsungs í þessum leik
voru Skarphéðinn ívarsson sem
gerði 7 mörk í leiknum, Helgi
Helgason sem stjórnaði spili liðs-
ins eftir að Pálmi var rekinn út af
í fyrri hálfleik. Svo stóð Bjarni
Pétursson sig vel í markinu að
vanda og varði m.a. eitt vítakast.
Mörk Völsunga: Skarphéðinn
ívarsson 7, Haraldur Haraldsson
3, Helgi Helgason 3, Sigurður
Illugason 2, Pálmi Pálmason,
Gunnar Jóhannsson og Sigmund-
ur Hreiðarsson eitt hver.
Mörk ÍS: Atli Þorvaldsson 6,
Valdimar Björnsson 4, Sigurjón
Kristinsson 4, Stefán Guðmunds-
son 3, Einar Björnsson 3, Þórar-
inn Guðnason 2 AP
Helgi Helgason skorar eitt þriggja marka sinna í leiknum gegn ÍS á föstu-
dagskvöld. Mynd: AP
Reynir-UMFT
Sauðkrækingar byrjuðu leikinn
gegn Reyni mun betur en gegn
Skallagrími og voru fljótlega
komnir með 20 stiga forystu.
Heldur dofnaði yfir þeim þegar
leið á fyrri hálfleikinn og þegar
flautað var til leikhlés höfðu
Reynismenn minnkað muninn
niður í 9 stig, 35:26. Það var mun
meira jafnvægi í síðari hálfleik,
Tindastólsmenn höfðu þó ætíð
yfirhöndina og þeir juku muninn
jafnt og þétt. I lokin var hann
orðin 20 stig 66:46.
Ágúst Kárason var bestur
norðanmanna í þessum leik en
Eyjólfur Sverrisson var stiga-
hæstur með 24 stig. Björn Sig-
tryggsson skoraði 14, Sverrir
Sverrisson 11, Kári Marísson 8
og Kristinn Baldvinsson 6.
Magnús Brynjólfsson var stiga-
hæstur Reynismanna með 13 stig.
Björn Sigtryggsson átti góðan leik í
Borgarnesi.
Tveir sigrar Tindastóls
ttu við Þorvald Geirsson Valsara í leiknum á föstudagskvöld. Jón Már Héðinsson
lu búinn. Mynd: TLV
Úrvaisdeildin í körfubolta:
iveiklaðir Þórs-
lágu fyrir Val
öllinni á Akureyri á föstudagskvöld
í augnayndi. Leikmenn beggja liða
ín gerðu sig seka um fjölmörg
ns mistök og þá sérstaklega Þórsar-
ar ai\ Leikmenn Þórs virtust mjög
iti taugaveiklaðir og þeim gekk
ef flestum illa bæði í vörn og sókn.
la Þeir lentu að venju í villuvand-
« ræðum og var Eiríkur Sigurðsson
Jn kominn með 4 villur eftir 12 mín.
Hann fór þá útaf fram yfir leikhlé
,s. en fékk síðan sína 5. villu í upp-
’ hafi síðari hálfleiks. Þegar langt
(r_ var liðið á leikinn fór Björn
’ Sveinsson einnig af velli með 5
villur. Konráð Óskarsson var
, langbestur Þórsara en einnig átti
• i Bjarni Össurarson góða spretti í
1 seinni hálfleik.
im
an Valsmenn voru lítt sannfær-
;ja andi í þessum leik og þeir koma
lf- varla til með að blanda sér í topp-
21 baráttu með slíkri spilamennsku.
nn Einar Ólafsson var bestur Vals-
ist manna.
lt- Stig Vals: Einar Ólafsson 23,
ur Torfi Magnússon 18, Leifur
ls- Gústafsson 14, Tómas Holton 12,
>tu Svali Björgvinsson 10, Þorvaldur
Geirsson 9, Bárður Eyþórsson 8,
an Páll Arnar 6, Jóhann Bjarnason 4
'ar og Alfreð Tuliníus 2.
ar Stig Þórs: Konráð Óskarsson
ls- 23, Bjarni Össurason 17, Guð-
ði, mundur Björnsson 12, Jón
Héðinsson 9, Einar Karlsson 6,
tið Eiríkur Sigurðsson 6, Hrafnkell
Tuliníus 4, Jóhann Sigurðsson 3
og Ágúst Guðmundsson 2.
Jón Otti Ólafsson og Ómar
Scheving dæmdu leikinn þokka-
lega.
íslenska piltalandsliðið í hand-
knattleik varð í 1.-2. sæti á
fjögurra liða æfíngamóti sem
fram fór í V.-Þýskalandi og
lauk á laugardag. Liðið gerði
jafntefli við það v.-þýska í síð-
asta leiknum en áður höfðu
bæði liðin lagt Norðmenn og
Tékka að velli.
Fyrsti leikur íslendinga í mót-
inu var gegn Norðmönnum og
sigraði liðið í þeim leik 23:19. Á
sama tíma unnu Þjóðverjar
Tékka 23:16. Annar leikur
íslenska liðsins var gegn Tékkum
og sigraði liðið mjög örugglega í
þeim leik 28:21. Þjóðverjar unnu
Þjálfaramál KA:
Sævar til
viðræðna
Sævar Jónsson hefur ákveðið
að koma til viðræðna við
knattspyrnudeild KA um að
hann þjálfi 1. deildarlið félags-
ins næsta keppnistímabil.
Sævar hefur dvalið erlendis að
undanförnu, bæði í Belgíu og
Frakklandi, þar sem hann hef-
ur verið að reyna að komast í
atvinnumennsku á ný.
Nú er það nær öruggt að hann
fer ekki í atvinnumennsku og því
hafa líkurnar á því að hann þjálfi
og leiki með KA næsta sumar,
aukist verulega. Sævar er nú í
Sovétríkjunum með landsliðinu
en kemur heim um næstu helgi.
Ef hann semur við KA eru allar
líkur á því að Þorvaldur Þor-
valdsson verði honum til aðstoð-
ar. Þorvaldur hefur þjálfað
kvennalið félagsins undanfarin ár
með mjög góðum árangri.
Norðmenn 28:24 og voru því
með fullt hús eftir tvo leiki eins
og íslenska liðið og einnig voru
liðin með sömu markatölu,
51:40.
Leikur íslendinga og V-Þjóð-
verja var hnífjafn og spennandi
en heimamenn höfðu yfir í hálf-
leik 10:8. Þegar 5 mín. voru til
leiksloka var staðan jöfn 18:18.
íslendingar komast yfir 19:18
þegar 3 mín. voru til leiksloka en
Þjóðverjar jöfnuðu 19:19.
íslenska liðið bætti þá við 20.
markinu en þegar örfáar sek.
voru til leiksloka, náðu heima-
menn að jafna 20:20.
Handboltamót í Þýskalandi:
Góður árangur
íslenska liðsins
- Hafnaði í 1.-2. sæti