Dagur


Dagur - 26.10.1987, Qupperneq 10

Dagur - 26.10.1987, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 2$. október ,1987 Jþróttic Enska knattspyrnan: David Pleat hættur hjá Spurs David Pleat sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Tottenham á föstudaginn eftir að bresku dagblöðin höfðu verið fuli af sögum um einkalíf hans. í stuttri yfirlýs- ingu frá félaginu voru honum þökkuð störf hans fyrir félagið síðan hann tók við í maí 1986. Jafnframt var aðstoðarmanni hans, Trevor Hartley falið að stjórna liðinu sem Pleat hafði þegar valið í leiknum gegn Nottingham For. á útivelli. Fullvíst er talið að Tottenham muni reyna að fá Terry Vena- bles sem nýlega var rekinn frá Barcelona til að taka við fram- - Vandræði hjá Tottenham - Toppliðin á sigurbraut arfi Liverpool hefur aldrei kunnað efni á að misnota í tveim næstu S> David Pleat tók pokann sinn og kvaddi eftir lestur föstudagsblað- anna. Tekst Tottenham að lokka Terry Venables úr sólinni á Florida, heim í þokuna í London? kvæmdastjórastöðunni, en hann er nú staddur I fríi á Florida þannig að einhver bið gæti orðið á svari frá honum. Tottenham steinlá í leik sínum gegn hinu léttleikandi liði Forest á laugardag. Franz Carr náði for- ystu í fyrri hálfleik, eftir að mark- vörður Tottenham Tony Parks missti frá sér boltann eftir auka- spyrnu Stuart Pearce sem átti stórleik með Forest. Bobby Rob- son landsliðsþjálfari Englands og Graeme Souness framkvæmda- stjóri Rangers í Skotlandi voru meðal áhorfenda að fylgjast með Pearce. í síðari hálfleik bættu Neil Webb og Nigel Clough við mörk- um fyrir Forest, en sigur liðsins var þó of stór miðað við gang leiksins. Osvaldo Ardiles tók að sér stjórn Tottenhamliðsins inná leikvellinum, leikurinn var lífleg- ur og skemmtilegur og Clive Allen óheppinn að skora ekki í leiknum. Nottingham liðið leikur mjög skemmtilega knattspyrnu, en óvíst hvernig hinir ungu og nettu leikmenn liðsins bregðast við þegar vellirnir fara að þyngj- ast þegar h'ður á veturinn. Liverpool vel við sig á gervigrasinu hjá Luton og því voru margir aðdá- enda liðsins hræddir um sína menn á laugardaginn. Það kom í ljós að ótti þeirra var ekki ástæðulaus, Luton var sterkari aðilinn í leiknum og tvívegis skall hurð nærri hælum við mark Liverpool, fyrst í fyrri hálfleik þegar Mick Harford átti skot í slá og síðan á síðustu mín. leiksins er sami leikmaður átti hörku- skalla í þverslá hjá Bruce Grobbelaar markverði Liver- pool. En það var hið leikreynda lið Liverpool sem hirti öll stigin úr leiknum, varnarmaðurinn Gary Gillespie skoraði eina mark leiksins á 72. mín. með skalla eft- ir hornspyrnu. Ray Houghton sem Liverpool keypti í vikunni frá Oxford fyrir £800.000 kom inn í liðið í stað Craig Johnston, en lítið bar á honum í leiknum. Q.P.R. lenti í kröppum dansi á heimavelli sínum gegn Ports- mouth og var heppið að fá ekki á sig mark strax í upphafi leiksins, en náði síðan forystu á 15. mín. þegar bakvörðurinn Warren Neill braust fram og átti fast skot að marki sem lenti í hné John Byrne og þaðan í netið. Ports- mouth hélt áfram að sækja í síð- ari hálfleik og jafnaði á 13. mín. þegar Ian Baird skallaði fyrirgjöf Vince Hilaire í mark. Heima- menn efldust við mótlætið og Martin Allen átti skot í stöng. Það virtist allt stefna í jafntefli þar til 5 mín. fyrir leikslok að Terry Fenwick tryggði Q.P.R. sigur með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Alan Ball fram- kvæmdastjóri Portsmouth var heldur óhress á laugardaginn og sagði fréttamönnum að svo gæti farið að hann hætti hjá Ports- mouth vegna deilna við stjórnar- formann félagsins. Arsenal hefur gengið mjög vel að undanförnu og það virtist sem liðið ætlaði að bursta Derby í heimaleik sínum á Iaugardag, aðeins 54 sek. voru liðnar af leiknum þegar Arsenal hafði tek- ið forystu. Mike Thomas sendi fyrir mark Derby og Kevin Richardson sem lengi lék með Everton, en var keyptur til Arsenal í haust eftir stuttan stans hjá Watford fyrir £250.000, skor- aði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Á 10. mín. komst Arsenal í 2:0 með marki Mike Thomas úr víta- spyrnu eftir að Mark Wright hafði fengið boltann í hendi. En Derby gafst ekki upp og á 16. mín. skallaði Andy Garner bolt- ann í mark Arsenal. Þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna í síðari hálfleik urðu mörkin ekki fleiri, Peter Shilton varði vel frá David Rocasfle og Alan Smith og Paul Merson átti skalla í þverslá. Derby átti þó hættulegar skyndi- sóknir og undir lokin slapp Arsenal með skrekkinn er Nigel Callaghan átti hættulegt mark- tækifæri. Arsenal hefur nú sigrað í 9 leikjum í röð og virðist ætla að veita verðuga keppni um meist- aratitilinn í vetur. Meistarar Everton unnu öruggan sigur á heimavelli gegn Watford, en verða þó að leika betur ef þeim á að takast að verja titilinn. Adrian Heath skoraði fyrir Everton á 10. mín. og eftir 20 mín. leik í síðari hálfleik bætti Graeme Sharp við öðru marki Everton méð skalla eftir fyrirgjöf Gary Stevens. Everton hefði get- að bætt við mörkum, en leik- mönnum liðsins mistókst í góð- um færum, sem þeir hafa ekki leikjum sem eru báðir gegn Liverpool á Anfeild, fyrst í deild- arbikarnum í vikunni og síðan í deildinni á laugardag. Þar fær framkvæmdastjóri Everton Colin Harvey tækifæri til að meta stöðu liðs síns í hópi þeirra bestu. Bikarmeisturum Coventry gengur ekki sem best þessa dag- ana, töpuðu á heimavelli gegn Newcastle um helgina. Paul Goddard skoraði fyrst fyrir Newcastle, Cyrille Regis jafnaði, en Paul Gascoigne náði aftur for- ystu fyrir Newcastle í fyrri hálf- leik. Það var síðan Darren Jack- son sem gulltryggði sigur New- castle með eina markinu í síðari hálfleik. Charlton situr áfram á botnin- um í 1. deild. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Martin Foyle og Dean Saunders fyrir Oxford áður en Andy Jones lag- aði stöðuna fyrir Charlton með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Til þess að bæta gráu ofan á svart var Mark Reid rekinn út af hjá Charlton fyrir gróft brot. Sheffield Wed. náði þrem dýr- mætum stigum úr heimaleik sín- um gegn Norwich, Nigel Pearson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Southampton sigraði í sínum þriðja ieik í röð, er liðið lagði Chelsea á The Dell eftir marka- lausan fyrri hálfleik með þrem mörkum gegn engu. Graham Baker, Colin Clarke og Danny Terry Fenwick fyrirliði Q.P.R. skoraði sigurmark liðs síns á laugar- dag. Neil Webb skoraði eitt marka For- est gegn Tottenham á laugardag. Wallace skoruðu á sex mín. kafla um miðjan síðari hálfleik. Bradford er enn efst í 2. deild, John Hendrie kom Bradford yfir í fyrri hálfleik gegn Reading, en Colin Gordon jafnaði fyrir Read- ing í síðari hálfleik. Tony Morley skoraði þrjú mörk fyrir W.B.A. í 3:2 sigri liðs- ins gegn Huddersfield sem er langneðst í 2. deild og greinilega erfitt verk framundan fyrir hinn nýja framkvæmdastjóra liðsins Malcolm Macdonald að verjast falli. Crystal Palace sigraði Swindon á heimavelli 2:1, Bright og Gray skoruðu fyrir Palace, en Steve White fyrir Swindon sem lék í drullugum búningum af unglinga- liði sínu í leiknum, þar sem bún- ingar liðsins gleymdust heima. Enn leynist lífsmark með Leeds Utd. Bob Taylor, Peter Swan og David Rennie gáfu lið- inu þriggja marka forystu í fyrri hálfleik og það veitti ekki af, því í sfðari hálfleik skoruðu Hefferman og Richards fyrir Bournemouth. Þ.L.A. Jafntefli í sjón- varpsleiknum Sjónvarpsleikurinn á Englandi um helgina var viðureign West Ham og Manchester Utd. í London. Það eru 20 ár síðan Manchester Utd. vann síðast á Upton Park heimavelli West Ham og á sunnudag misstu þeir af góðu tækifæri til að binda enda á það lélega gengi. Liðið hóf leikinn mjög vel, en þeir Brian McClair og Gordon Strachan misnotuðu báðir góð tækifæri strax í byrjun. En Utd. náði þó forystu rétt fyrir leikhlé þegar Colin Gibson skoraði úr aukaspyrnu af um 25 metra færi, boltinn lenti í varnarvegg West Ham og þaðan í netið. Þrátt fyrir nokkra yfirburði Utd. í síðari hálfleik tókst West Ham að jafna um miðjan hálfleikinn, Paul McGrath felldi þá Mark Ward innan vítateigs og Ray Stewart skoraði úr vítaspyrnunni. Tony Cottee fékk síðan gott tækifæri fyrir West Ham stuttu síðar, en mistókst að skora. Mótlætið fór mjög í taugarnar á leikmönnum Manchester Utd. og fyrirliði þeirra, Bryan Robson var bókað- ur undir lok leiksins. Þ.L.A. Mark Colin Gibson af 25 metra færi dugði Utd. ekki til sigurs á West Ham. Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: 1. deild: Arsenai-Derby 2:1 Coventry-Newcastle 1:3 Everton-Watford 2:0 Luton-Liverpool 0:1 Nottm.Forest-Tottenham 3:0 Oxford-Charlton 2:1 Q.P.R.-Portsmouth 2:1 Sheff.Wed.-Norwich 1:0 Southampton-Chelsea 3:0 West Ham-Man.United 1:1 2. deild: Birmingham-Middlesbro 0:0 Blackburn-Plymouth 1:1 C.Palace-Swindon 2:1 Hull-Leicester 2:2 Ipswich-Sheff.Utd. 1:0 Leeds-Bornemouth 3:2 Man.City-Barnsley 1:1 Reading-Bradford 1:1 Shrewsbury-Oldham 2:3 Stoke-Aston Villa 0:0 W.B.A.-Huddersfield 3:2 Getraunaröðin er þessi: 121- 211-111-XX2 Staðan 1. deild Liverpool Q.P.R. Arsenal Nottm.Forest Man.United Everton Chelsea Tottenham Oxford Southampton Coventry Newcastle Derby Portsmouth Wimbledon West Ham Luton Norwich Sheff.Wed. Watford Charlton 10 9-1-0 12 9-1-2 12 8-2-2 12 8-2-2 13 6-6-1 13 6-4-3 13 7-1-5 13 6-2-5 12 5-2-5 12 4-4-4 12 5-1-6 11 3-4-4 12 3-4-5 12 3-4-5 11 3-3-5 12 2-6-4 12 3-3-6 13 3-1-9 13 2-3-8 11 2-2-7 12 1-2-9 29: 6 28 18:10 28 22: 7 26 22: 9 26 22:13 24 21: 9 22 22:20 22 16:13 20 17:19 17 18:19 16 14:19 16 15:18 13 9:14 13 13:25 13 12:1512 12:15 12 14:18 12 9:18 10 12:26 9 5:14 8 9:23 5 Staðan 2. deild Bradford IIull Middlesbro Aston Villa Ipswich C.Palace Swindon Millwall Birmingham Stoke Man.City Barnsley Leeds Leicester Blackburn Sheff.United Plymouth W.B.A Bornemouth Oldham Shrewsbury Reading Huddersileld 15 10-3-2 28:14 33 15 8-6-125:14 30 15 8-3-4 22:13 27 16 6-7-3 21:13 25 15 74-418:12 25 14 7-3-4 29:21 24 14 7-3-4 23:15 24 14 7-3-4 22:18 24 15 6-5-4 17:20 23 16 5-5-6 9:18 20 14 5-5-5 24:2119 15 5-4-6 17:1819 16 4-7-514:1919 15 5-3-7 23:21 18 15 4-6-518:1918 15 5-3-717:2018 16 4-5-7 26:28 17 16 5-2-9 20:28 17 15 4-4-719:2216 14 4-4-613:2116 14 2-7-5 11:1613 14 3-4-7 15:24 13 14 0-5-914:31 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.