Dagur - 26.10.1987, Síða 13
skaðlausu hægt að grisja stofninn
verulega. Sumir þéttbýlisbúar
eiga fleiri hross en góðu hófi
gegnir en mikið af þeim fer í
hagagöngu út í sveitirnar.
Ný viðhorf
Horfur eru á að enn létti verulega
á afréttarlöndum ekki aðeins
vegna fækkunar heldur einnig
vegna styttingar á beitartíma.
Bændur eru hvattir til að flýta
göngum til að koma dilkum fyrr
til slátrunar og sjást nú þegar
merki slíkrar þróunar. Fækkun
fjár og fjárbænda leiðir trúlega til
þess að æ fleira sauðfé verði í
heimalöndum sumarlangt, en nú
gengur vart meira en helmingur
sauðfjár landsmanna í afréttum.
Ósennilegt er að stóðhrossabeit
aukist í afréttum. A nokkrum
gróðurvinjum í hálendinu er álag
vegna beitar ferðahesta of mikið,
sérstaklega þegar stórir hópar
fara um, og brýnt er fyrir hesta-
mönnum að taka með sér fóður í
slíkar ferðir og treysta ekki á
beitina. Hvað aðra beit varðar
ganga nautgripir að mestu á rækt-
uðu landi og ekki eru líkur á að
geitum fjölgi, en þær eru mjög
eru oftast viðkvæm mál og breyt-
ingar hægfara.
Að tvennu ætla ég að víkja sér-
staklega sem oft ber á góma þeg-
ar rætt er um bætta beitarhætti,
þ.e.a.s. beitarþolsmat og ítölu
annars vegar og girðingar og frið-
un hins vegar.
Mat á beitarþoli
ítala er þekkt frá fornu fari því
að um hana eru ákvæði í Grágás,
elstu lögbók íslendinga. Ákvarð-
aður er tiltekinn fjöldi beitar-
gripa á ákveðnu svæði í ákveðinn
tíma og er nú í gildi ítala á nokkr-
um stöðum á landinu samkvæmt
ákvæðum afréttarlaga. ítölu má
gera fyrir heimalönd jafnt sem
afrétti og skal leggja til grund-
vallar niðurstöður beitarþols-
rannsókna frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins eftir því sem við
verður komið. Mikið liggur fyrir
af gögnum frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins sem varðar beit-
arþol svo sem gróðurkort, mæl-
ingar á uppskeru gróðurlenda og
niðurstöðu víðtækra beitartil-
rauna. f>essi gögn nýtast þó ekki
sem skyldi, m.a. vegna þess að
sjálfu sér er misskilningur, en þar
sem þeir vildu stuðla að gróður-
bótum lögðu þeir sérstakt gjald á
afréttarféð og fóru út í upp-
græðsluframkvæmdir neðarlega í
afréttinum í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins. Sú framkvæmd
hefur tekist vel og hafa verið
græddir upp um 400 hektarar (4
ferkílómetrar) á ógirtu landi sem
gefa mikla beit. Árið 1980 hættu
þeir upprekstri hrossa, en þau
höfðu verið í girðingu í Hvítár-
nesi. Afréttarfénu hefur fækkað
stöðugt og í sumar fóru 2800
ærgildi í Biskupstungnaafrétt.
Bændurnir telja sig hafa verið
langt innan ítölumarka um árabil
og þeim finnst landið mun minna
bitið en það var fyrir 20 árum.
En þá víkur sögunni aftur til
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. Þaðan hefur komið það álit
síðustu árin, bæði í ræðu og riti,
að friða þurfi Biskupstungna-
afrétt fyrir beit. Petta álit var
undirstrikað í fréttaþætti í Ríkis-
útvarpinu skömmu eftir mold-
viðrið í sumar og höfðað til skyn-
semi bænda í Biskupstungum.
Sömu aðilar sem tilkynntu bænd-
um að afrétturinn hefði beitarþol
fyrir 9.000 ærgildi árin 1969 boða
nú alfriðun þegar beitarálagið er
komið niður í 2800 ærgildi.
Hvorki hafa beitarþolstölurnar
frá 1969 verið dregnar til baka né
þeim breytt. „Er þá reiknaða
beitarþolið einskis virði?“ spyrja
bændurnir. Lái þeim hver sem
vill.
Hér er því miður ekki um eins-
dæmi að ræða. Með bréfi til
stjórnar Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins dags. 16. júlí sl.
hefi ég farið fram á alhliða úttekt
og endurskoðun á aðferðum og
útreikningum á beitarþoli
úthaga. Eg el þá von í brjósti að
í framtíðinni verði unnt að
ákvarða beitarþol úthaga með
mun meiri nákvæmni en hingað
til og má í því sambandi minna á
ályktun 70. Búnaðarþings frá 15.
ágúst sl. um gerð jarðabókar o.fl.
Þá kemur betur í ljós hvar ítölu
Víða má í íslensku landslagi sjá miklar andstæður.
„Meðal bænda er töluverður áhugi á nytjaskógrækt, gjarnan í tengslum við
hefðbundinn búskap.“
fáar og ganga í heimalöndum.
Engu skal spáð um gæsa- og
álftabeit en þær ganga sums stað-
ar nærri landi og reynslan sýnir
að þeir aðilar sem vinna að gróð-
urvernd eru mótfallnir því að
hreindýrin dreifist út fyrir Aust-
urland. Ýmiss konar gróður-
skemmdir af völdum hreindýra
eru þekktar þar, m.a. á lerki-
skógum og á fléttugróðri, og
verstu beitarskemmdir sem ég
hef séð í úthaga voru af völdum
vetrarbeitar hreindýra í Beru-
firði.
Raunhæfar úrbætur
Þótt víða megi greina úrbætur í
meðferð beitilanda má margt
betur fara. Jafnframt ber að meta
að verðleikum það sem vel er
gert. Áfram verður haldið á
þeirri braut og svigrúm er fyrir
frekari gróðurverndaraðgerðir á
komandi árum innan ramma nú-
gildandi laga. Æskilegt er að
opinber afskipti verði sem minnst
og reynslan sýnir að gróðurvernd
verður að byggjast á góðu sam-
starfi hlutaðeigandi stofnana,
gróðurverndarnefnda og bænda.
Það sem skiptir mestu máli er
að stilla fjölda beitarfénaðar í
hóf, að fækka þar sem land er
ofsetið. Þær breytingar sem nú
eru að verða á búskaparháttum
stuðla að þeirri þróun. Við skul-
um þó ætíð minnast þess að mál-
ið er ekki aðeins hagfræðilegt
heldur einnig félagslegt og varðar
búsetu í sveitum og eignar- og
afnotarétt á landi. í beitarmálum
eru engar einfaldar lausnir. Þetta
mikil skekkja virðist vera í mati á
útreiknuðu beitarþoli.
Tökum Biskupstungnaafrétt
sem dæmi en þar er mikill upp-
blástur á köflum. Árið 1969
fengu bændur í Biskupstungna-
hreppi í hendur frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins þær upp-
lýsingar að reiknað beitarþol væri
rúmlega 1,35 milljón nýtanlegar
fóðureiningar sem nemur um
9.000 ærgilda beit þann tíma sem
féð er í afréttinum. Þetta töldu
bændurnir jafngilda ítölu, sem í
er þörf og unnt verður að sam-
ræma beitina betur landkostum.
Þótt ég telji nokkuð skorta á
fræðilegan grundvöll ítölugerðar
stendur það vonandi til bóta og
ég álít ítölu færa leið.
Lausaganga minnkar
Girðingar og friðun eru lausnar-
orð sumra sem láta sig gróðurmál
varða. Hvað bændur áhrærir má
reikna með að þeir leggi fremur í
girðingaframkvæmdir í heima-
löndum en í afréttum. Girðingar
26. október 1987 - DAGUR - 13
eru dýrar, bæði uppsetning og
viðhald og vart er við því að
búast að bændur leggi út f stór-
felldar girðingaframkvæmdir á
næstu árum. Rafgirðingar eru að
vísu ódýrari en það skipti ekki
sköpum að mínum dómi. Nú
þegar eiga upprekstrarfélögin
fullt í fangi með að viðhalda af-
réttargirðingum sínum og hólfun
afrétta tel ég nær undantekning-
arlaust óarðbæra og jafnvel til
bölvunar. Sé um ofbeit að ræða
er raunhæfasta aðgerðin að draga
úr beitarálagi með því að stytta
beitartímann og fækka fénaði á
landinu. Við erum nú þegar á
þeirri braut eins og áður var vikið
að.
Þótt afgirt heimalönd verði
væntanlega nýtt í æ ríkari mæli
til beitar tel ég algerlega óraun-
hæft að reikna með því í fyrirsjá-
anlegri framtíð að bændur haldi
öllu búfé í girðingarhólfum.
Bann gegn lausagöngu kemur
helst til greina í þéttbýlum sveit-
um og í kaupstöðum og kauptún-
um og nágrenni þeirra. Til dæmis
hefur verið í gildi bann gegn
lausagöngu búfjár á Suðurnesj-
um í réttan áratug. Um þessar
mundir er slík skipan að festast í
sessi á öllu höfuðborgarsvæðinu,
þ.e.a.s. frá Hafnarfirði til Kjal-
arness neðan samfelldrar vörslu-
girðingar sem skilur á milli mest
allrar byggðar og ræktunarlands
annars vegar og fjalllendis og
heiða hins vegar. Þetta eru hinar
þarflegustu framkvæmdir. Nú
þegar er í gildi bann gegn lausa-
göngu hrossa í mörgum sveitum,
en sums staðar gengur þó illa að
framfylgja því einkum að vetrar-
lagi.
Beit og skógrækt
Nú þegar eru stór svæði friðuð
fyrir beit einkum á vegum Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar
ríkisins og Náttúruverndarráðs
og væntanlega munu slíkar fram-
kvæntdir halda áfram eftir því
sem þörf krefur og fjárveitingar
leyfa. Meðal bænda er töluverður
áhugi á nytjaskógrækt, gjarnan í
tengslum við hefðbundinn
búskap. Þar er um langtíma fjár-
festingu að ræða en ekki er til-
tækt nægilegt fjármagn til átaks á
þessu sviði. í ákveðnum tilvikum
kemur til greina að beita sauðfé
og öðru búfé í skóg að sumarlagi,
og ég tel það afskaplega slæman
og úreltan málflutning þegar
búfjárrækt og skógrækt er stillt
upp sem andstæðum. Breyting
frá hjarðbúskap til ræktunarbú-
skapar gerir það að verkum að
þessar tvær greinar landbúnaðar
geta dafnað hlið við hlið. Á
Bretlandseyjum er nú talað um
Agro-Forestry þegar bændur búa
áfram á jörðum sínum með búfé
eftir aðstæðum og rækta nytja-
skóg á völdum spildum í stað
þess að láta stórtæk skógræktar-
umsvif fækka byggðum býlum.
Á réttri leið
Ég tel ástæðu til bjartsýni í gróð-
urverndarmálum á komandi
árum. Framfarirnar munu ráðast
mjög af veðráttunni. Veðurfars-
fræðingar hafa bent á að hugsan-
lega hlýni loftslag samfara aukn-
ingu kolsýrulofts (CO;) á jörð-
inni. En við þurfum samt að vera
við öllu búin og gera ráð fyrir
áföllum af völdum harðinda svo
að ekki sé minnst á hættu á kóln-
andi veðri vegna áhrifa eldgosa
eða kjarnorkusprenginga. Við
getum þó treyst því að með bætt-
um beitarháttum batnar meðferð
landsins.
Við erum á réttri leið.
Ólafur R. Dýrmundsson,
ráðunautur.
Sykur og brauð
- Ný bók frá
Bókaútgáfunni Punktum
Bókaútgáfan Punktar sendir frá
sér nýja bók eftir Pétur Gunnars-
son, Sykur og brauð. Um er að
ræða sýnishorn þátta, greina,
pistla, erinda og hugvekja frá síð-
ustu fimmtán árum. Sumt er
óbirt, annað flutt á mannamótum
eða öldum ljósvakans og svo loks
efni úr blöðum og tímaritum.
Sykur og brauð er 167 bls. að
lengd og fæst bæði innbundin og í
kilju.
Bamasaga
- eftir Peter Handke
Út er komin hjá Bókaútgáfunni
Punktum Barnasaga, frásögn eft-
ir austurríska rithöfundinn Peter
Handke. Peter Handke er ekki
aðeins í hópi fremstu höfunda
hins þýskumælandi heims nú á
dögum, heldur hefur hann unnið
sér alþjóðlegt nafn sem einn
frumlegasti og mikilvægasti sam-
tímahöfundurinn. Bækur hans
hafa verið þýddar jafnóðum á
fjölda tungumála en á Islandi
hafa verið sýnd eftir hann leikrit-
in Kaspar og Svívirtir áhorfend-
ur.
Barnasaga er að hluta ævisögu-
leg frásögn. Ung hjón eignast
barn, slíta samvistum og faðirinn
annast barnið. Leikurinn berst til
útlanda þar sem faðir og barn
halda gangandi veröld sem þrátt
fyrir smæð sína speglar bæði
alheim og veraldarsögu.
í Barnasögu birtast helstu
höfundareinkenni Peter Handke:
Orðfæð, markhittni og klisjufælni
ásamt sjaldgæfum hæfileika til að
opinbera þann veruleika sem
enginn tekur eftir en allir gera
tilkall til þegar tekst að koma
orðum að honum.
Barnasaga er 88 bls. að lengd
og þýdd af Pétri Gunnarssyni.
Nýjasta bók
Heinesens
- komin út á íslensku
Pýdinga ú tgáfan og Forlagið hafa
í sameiningu sent frá sér nýjustu
bók sagnameistarans WiÚiams
Heinesen. Á dönsku heitir þessi
bók Laterna Magica en hefur
fengið nafnið Töfralampinn á
íslensku.
í Töfralampanum eru 10 sjálf-
stæðar frásagnir sem þó eru
margvíslega tengdar innbyrðis
þannig að heild bókarinnar verð-
ur meiri en tíðkanlegt er í vana-
legum smásagnasöfnum. Með
þessum hætti er sagnaþulurinn í
Þórshöfn að bæta enn nýjum
streng í frásagnarleikni sína og
feta ótroðnar slóðir, enda tæp-
lega orðinn hálfníræður þegar
hann lauk þessu verki.
Undirtitill bókarinnar er: Nýj-
ar minningasögur.
Þýðandi þessarar nýju bókar er
Þorgeir Þorgeirsson sem áður
hefur þýtt fjöldamargar bækur
Heinesens við einróma lof bæði
lesenda og gagnrýnenda.
Töfralampinn er 132 blaðsíður
að stærð. Bókin er prentuð og
bundin í Odda. Bókarkápa og
myndskreytingar eru verk höf-
undarins sjálfs sem lengi hefur
einnig talist með bestu
myndlistarmönnum Færeyinga.