Dagur - 26.10.1987, Blaðsíða 16
Snyrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali
Vel heppnuðu
Iðnþingi lokið
- aukablað á morgun
42. Iðnþingi Islendinga lauk í
Alþýðuhúsinu á Akureyri á
laugardag. Þingið sátu um 150
fulltrúar frá aðildarfélögum
sambandsins auk gesta. í
tengslum við þingið má áætla
að um 300 manns hafí verið
gestkomandi í bænum og var
allt gistirými upptekið.
Þingið í heild þótti takast mjög
vel en það sem hvað mesta hrifn-
ingu vakti var ráðstefna sem
haldin var í tengslum við það á
föstudag undir yfirskriftinni Ný
tækni í iðnaði - aukin framleiðni.
Á þinginu kom fram sú tillaga
meirihluta löggjafar- og skipulags-
nefndar að nafni sambandsins
yrði breytt og eftir talsverðar
umræður var milliþinganefnd fal-
ið að gera tillögur um það og
innra skipulag sambandsins fyrir
aukaþing sem haldið verður að
ári liðnu.
Haraldur Sumarliðason var
endurkjörinn forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna.
Með Degi á morgun mun
fylgja fjögurra síðna aukablað
þar sem þinginu verða gerð nán-
ari skil í máli og myndum. ET
Fiskmarkaður Norðurlands:
Loksins uppboð
- ellefti aðilinn tengdur og ísfirðingar volgir
,Þetta er aðeins að fara af stað
aftur og ég er því feginn,“
sagði Sigurður P. Sigmundsson
í samtali við Dag en á föstu-
daginn fór loks fram annað
Breyta
farvegi
Svarfaðar-
dalsár!
„Áin veldur töluverðum
skemmdum með því að grafa
undan bökkunum og við
ákváðum að breyta farvegi
hennar til að forða frekari
röskun af hennar völdum,“
sagði Ingvi Baldvinsson, bóndi
á Bakka í Svarfaðardal, en
framkvæmdir eru nú hafnar
við nýjan árfarveg í landi jarð-
arinnar.
Að sögn Ingva liggur Svarf-
aðardalsá í mörgum hlykkjum
um Bakkaland en nýr árfarvegur
mun liggja í beinni línu. Vatns-
veita Dalvíkur á leiðslu meðfram
árbökkunum á þessum stað og
viss hætta er á skemmdum þegar
áin er í vexti og rífur af bökkun-
um. Kostnaðinn af framkvæmd-
unum greiðir Landbrotssjóður á
móti bændum í hlutfalli og er þá
miðað við ákveðna prósentutölu
kostnaðar.
„Það eru mörg ár síðan við
gerðum okkur grein fyrir því að
eitthvað þyrfti að gera í þessum
málum því mikið af landi hefur
skemmst af vatnavöxtum um
dagana og sumt af því er hrein-
lega að klárast. Á þessu verður
nú ráðin bót því ætlunin er að
setja ána í stokk út fyrir Grund-
arbakka þegar fram líða stundir.
Á þessu stigi er ætlunin að taka
eins kílómetra langan kafla og
ljúka því verki fyrir áramót,“
sagði Ingvi Baldvinsson á Bakka.
EHB
uppboðið á markaðinum.
Uppboðið gekk mjög vel fyrir
sig og virðast tæknilegir byrj-
unarörðugleikar nú að baki.
Fiskurinn sem var boðinn upp
var 5 tonn af óslægðum þorski úr
Sjöfn ÞH. Fiskinum var landað á
Grenivík en báturinn hefur til
þessa lagt allan afla sinn upp hjá
Kaldbaki hf. þar á staðnum.
Aflinn skiptist til helminga í
tvo flokka eftir stærð, undir og
yfir tveimur kílóum. Fyrir stærri
fiskinn fengust 36 krónur á kílóið
og 29,5 krónur á kílóið fyrir þann
minni. Kaupandinn að hvoru
tveggja var Birgir Þórhallsson á
Akureyri.
Fjórir aðilar buðu í aflann og
sá sem hvað harðast keppti við
Birgi var aðili á Kópaskeri. Hinir
voru Kaldbakur hf. og ÚKE
Grenivík.
Ellefti aðilinn tengdist mark-
aðinum fyrir skömmu og var þar
um að ræða fiskverkun Zophoní-
asar Cecilssonar á Grundarfirði.
Einnig er að sögn Sigurðar líklegt
að aðilar á ísafirði tengist mark-
aðinum innan skamms. ET
Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni EA glaðbeittur á svip, kominn um
borð í skip sitt, sem á laugardagskvöld hélt loks á loðnuveiðar eftir langvar-
andi brælu á miðunum. Mynd: et
Húsavík:
Nýrúti-
bússtjóri
Lands-
bankans
Árni Sveinsson hefur verið
ráðinn útibússtjóri Lands-
banka íslands á Húsavík og
mun hann hefja störf þar eftir
næstu mánaðamót. Sigurður
Pétur Björnsson útibússtjóri
verður sjötugur um næstu
helgi og hættir því störfum við
bankann um áramót. Sigurður
hefur verið útibússtjóri síðan
Landsbankinn yfírtók Spari-
sjóð Húsavíkur en áður starf-
aði hann við sparisjóðinn frá
því um 1940.
Árni er fæddur á Akureyri
1933, sonur hjónanna Bjargar
Vigfúsdóttur og Sveins Bjarna-
sonar. Hann lauk prófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
og starfaði m.a. hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins og Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi.
Árni hóf störf fyrir Landsbank-
ann 1956, hann hefur starfað við
endurskoðunardeild, bókhald og
verið eftirlitsmaður útibúa en
síðan 1980 hefur hann gegnt
starfi útibússtjóra bankans á
Neskaupstað.
Merkisdagar SVFÍ:
„Fólk tók yfirieitt
brosandi á móti okkur“
„Þetta gekk mjög vel og fólk
tók yfírleitt brosandi á móti
okkur,“ sagði Svala Halldórs-
dóttir formaður Slysavarna-
deildar kvenna á Akureyri en
Slysavarnafélag íslands stóð
um helgina fyrir svokölluðum
„merkisdögum“ um allt land.
Svala gat ekki sagt til um það
hver hagnaður af sölunni um
helgina var en deildirnar fá helm-
ing af ágóða merkjasölunnar í
sinn hlut og allan ágóða umfram
1500 krónur fyrir sölu á vegg-
plöttum. Merkisdagarnir voru
einkum hugsaðir til að byggja
upp aðstöðu fyrir sjódeildir slysa-
varnafélagsins.
Það má svo fylgja með að ef
einhver hefur misst af sölufólkinu
“Free-style“ keppnin:
r
Mikil tilþrif í Sjallanum
Á laugardagskvöldið fór fram
í Sjallanum keppni í frjálsri
aðferð við hárgreiðslu, svo-
kölluð „frístælkeppni“.
Keppt var í tveimur flokkum.
í flokki hárskera voru keppend-
ur 15 talsins frá Akureyri og
Reykjavík og þar varð Sigur-
karl Aðalsteinsson Akureyri
hlutskarpastur. Akureyringar
voru einnig í þremur næstu sæt-
unum. í flokki hárgreiðslufólks
voru 10 keppendur frá Akur-
eyri, Reykjavík, Húsavík og
Sauðárkróki. Þar varð Málfríð-
ur Vilmundardóttir Reykjavík
hlutskörpust.
Nánar verður fjallað um
keppnina í máli og myndum
síðar í vikunni. ET
Málfríður Vilmundardóttir hampar verðlaunum sínum.
um helgina þá getur sá hinn sami
haft samband við Svölu í síma
22922 og keypt merki og platta.
ET
Stal bíl
og velti
Lögreglan á Akureyri hafði í
ýmsu að snúast um helgina.
Sex smávægilegir árekstrar
urðu og talsvert var um ölvun.
Þurftu nokkrir að sofa úr sér í
fangageymslum lögreglunnar.
Aðfaranótt föstudags var brot-
in upp hurð á vinnuskúr við
nýbyggingu DNG við Lónsbakka
en engu var stolið. Aðfaranótt
sunnudags var brotin rúða í hús-
gagnaverslun og náðist sá sem
það gerði.
Á föstudagsmorgun varð bíl-
velta norðarlega á Hlíðarbraut.
Ökumaðurinn var undir áhrifum
áfengis og hafði hann stolið bíln-
um af stæði við Geislagötu. Áður
en hann velti keyrði hann utan í
kyrrstæða bifreið í grenndinni.
Ökumaðurinn meiddist lítillega
og fékk aðhlynningu á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu áður en lög-
reglan tók hann í sína vörslu.
Þess má geta að lyklarnir voru í
bílnum sem stolið var og því hæg
heimatökin að taka ökutækið
ófrjálsri hendi.