Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 17. nóvember 1987 219. tölublað
Kjólföt
Smokingfot
Iffi
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Alþjóðlegt
handknattleiksmót
Alþjóðlegt handknattleiksmót
fer fram á Akureyri og á Húsa-
vík dagana 20.-22. nóvember.
í mótinu taka þátt landslið
Islands, Póllands, ísraels og
Portúgals. Mótið er styrkt af
KEA og er nefnt: „KEA
fjögurra þjóöa mótið“. Leikið
verður á Akureyri á föstudeg-
inum og sunnudeginum, en á
Húsavík á laugardeginum.
Landsliðshópur íslands hefur
verið valinn fyrir þetta mót og
birtist listinn á íþróttasíðunni
inni í blaðinu. Fyrsti leikurinn
hefst á föstudagskvöldið kl. 20.00
og eru það landslið íslands og
ísraels sem munu leiða saman
hesta sfna. Strax þar á eftir mæt-
ast lið Póllands og Portúgals. Á
laugardeginum halda síðan liðin
til Húsavíkur og þar mætast
íslendingar og Portúgalar annars
vegar og Pólverjar og ísraelar
hins vegar. Mótinu lýkur síðan á
sunnudeginum á Akureyri með
leikjum Íslands-Póllands og
Portúgals og ísraels.
Liðin gista á Hótel KEA allan
þann tíma sem mótið stendur
yfir. Sjá nánar á íþróttasíðu. AP
Skoðanakönnun DV:
Fylgið hiynur af
Alþýðubandalagi
- Framsóknarflokkurinn í
verulegri uppsveiflu
Ef þingkosningar færu fram
núna myndi Framsóknarflokk-
urinn bæta við sig sex þing-
mönnum frá því sem nú er.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í skoðanakönnun DV
sem gerð var um helgina.
tapa. Alþýðubandalag tapar
mestu eða 3,1 prósentustigum.
Ef þingmönnum yrði skipt eftir
þesum niðurstöðum yrði skipt-
ingin þessi. Núverandi þing-
mannafjöldi innan sviga: A
7(10), B 19(13), D 22(18), G
4(8), S 3(7), V 8(6) og J 0(1). ET
Vanda þarf til niðursögunar á kjöti eins og til annarra þátta kjötvinnslunnar.
; Hér er Hreiðar Hreiðarsson að hluta niður fyrsta flokks dilkaskrokk í Kjör-
| markaði KEA við Hrísalund á Akureyri. Mynd: tlv.
Hækkun fasteignamats:
Mun meiri á
Akureyri en
annars staðar
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
borist bréf frá yfirfasteigna-
matsnefnd ríkisins þess efnis
að hækka skuli fasteignamat
eigna á Akureyri frá 1. desem-
ber 1986. íbúðarhúsnæði mun
hækka um 44% en lóðir um
29%. í kjölfar þessa munu
fasteignagjöld væntanlega
hækka samsvarandi.
Hjá Fasteignamati ríkisins
fengust þær upplýsingar að öll
sveitarfélög hafi fengið samsvar-
andi bréf. Akureyri hafi þó skor-
ið sig úr hvað hækkanirnar varð-
ar en til samanburðar hækkaði
fasteignamat íbúða á Stór-
Reykjavíkursvæðinu um 24%.
Ástæður þessa eru að sögn
fyrst og fremst þær, að verð fast-
eigna á Akureyri var orðið óeðli-
lega lágt miðað við sveitarfélag
eins og Akureyri og einnig hefur
framboð verið lítið. Enn er verð
fasteigna á Akureyri þó töluvert
undir fasteignaverði í Reykjavík.
Hækkun fasteignamatsins er
byggð á verðkönnunum og er
reiknað með að það eigi enn eftir
að hækka á Akureyri. Ályktun
þessi er dregin af þeim kaup-
samningum sem nú eru að berast
Fasteignamati ríkisins frá Akur-
eyri. VG
Ef aðeins eru teknir þeir sem
afstöðu tóku í könnuninni sögð-
ust 11,1% kjósa Alþýðuflokk,
29,1% Framsóknarflokk, 33,2%
Sjálfstæðisflokk, 7,3% Alþýðu-
bandalag, 0,8% Flokk mannsins,
5,5% Borgaraflokk, 12,3%
Kvennalista og 0,8% Þjóðar-
flokk. Bandalag jafnaðarmanna
og Samtök jafnréttis og félags-
hyggju komust ekki á blað í
könnuninni.
Framsóknarflokkurinn bætir
mestu við sig frá síðustu könnun
DV sem fram fór í september,
eða 8,1 prósentustigum. Sjálf-
stæðisflokkur bætir við sig 2,9
prósentustigum og Flokkur
mannsins bætir lítillega við sig.
Aðrir flokkar standa í stað eða
Sala á aflakvótum:
Á formanna-
stjórnarfundi
Býður aðeins upp á mis-
rétti og gróðabrask
- segir í ályktun fundar formanna- og
sambandsstjórnar Sjómannasambands íslands
og sambands-
Sjómannasam-
bands tslands var samþykkt
ályktun um flskveiðistjórnun.
Heyflutningadeilan í Skagafirði:
Orðin langsótt með tilliti
til sjúkdómavarna
- segir Gísli Halldórsson dýralæknir
„Mér sýnist málið snúast um
það, að kindur geti fengið riðu
af því að bíta grasið sem vex
upp úr heystæðinu. Og út frá
sjúkdómavörnum fínnst mér
það vera orðið ansi langsótt,
að láta Svein fara með heyið af
þeim sökum,“ sagði Gísli Hall-
dórsson dýralæknir á Hofsósi.
Vegna fréttar í Degi á föstudag
um deilur sem upp hafa komið
í Skagafirði, milli Sveins
Guðmundssonar á Sauðár-
króki og hreppsnefndar Rípur-
hrepps um heyflutninga af
riðusvæði.
„Pað hefur verið mælst til þess
við okkur dýralæknana að við
héldum þessari leið opinni, að
hey af riðubæjum væri hægt að
selja til hestamanna og eins til
bænda sem eingöngu eru með
kýr. Enda verði þannig um hnút-
ana búið að heyið verði varið fyr-
ir ágangi sauðfjár.
Mér er fullkunnugt um að
Sveinn hefur boðist til að tvígirða
heyið af, þ.e. girða líka í kring-
um heyið sjálft og sótthreinsa svo
og brenna heystæðið í vor. Og
mér skilst að bændurnir á bæjun-
um tveim sem land eiga að hólfi
Sveins óttist ekkert að þeirra fé
komist í það, enda fé lítið á ferli
á þessum tíma árs.
Fram til þessa hafa riðunefndir
og hreppsnefndir leitað til okkar
dýralæknanna með umsögn, en í
þessu tilfelli er faglegt álit okkar
einskis metið. Þó er það víst svo,
að riðu- og hreppsnefndir hafa
samkvæmt lögunum úrslitaáhrif í
þessum málum. En ef menn
þurfa framvegis að fara þessa leið
í kerfinu til að fá leyfi fyrir hey-
flutningum, verður það meirihátt-
ar mál,“ sagði Gísli Halldórsson
dýralæknir. -þá
Þar er lagt til að við mótun
flskveiðistefnunnar til næstu
ára verði í meginatriðum
stuðst við núgildandi lög og
reglur um flskveiðistjórnun-
ina. Lagt er til að frumvarp til
laga um stjórn flskveiða verði
samþykkt með eftirfarandi
athugasemdum:
„Fundurinn áréttar þá skoðun
sína vegna umræðna í þjóðfélag-
inu að undanförnu um skiptingu
aflakvóta, að eðlilegast sé að
skipta aflanum á þau atvinnu-
tæki, sem ætlað er að að sækja
aflann.
Fundurinn mótmælir þeirri
ráðagerð, sem fram kemur í
frumvarpinu, um að afli sem
fluttur er óunninn á erlendan
markað skuli skerða aflakvóta
viðkomandi skips um 20%.
Fundurinn lýsir andstöðu við
þann hluta 12. greinar frum-
varpsins sem fjallar um sölu á
aflakvótum. Fundurinn telur að
sala á óveiddum afla eigi ekki að
viðgangast, þar sem slíkt bjóði
aðeins upp á misrétti og gróða-
brask með afla, sem ekki er vitað
hvort náð verður.
Hins vegar getur fundurinn
fallist á þann hluta greinarinnar
sem fjallar um tilfærslu á kvóta
milli skipa innan sömu útgerðar
og innan sama byggðarlags.“ SS
1
Húsavík:
Kolbeinsey
með bilað spil
Annað togspil Kolbeinseyjar
ÞH-10 bilaði er skipið var að
veiðum fyrir Austfjörðum á
laugardagskvöld.
Á sunnudagskvöld hélt skipið
til Akureyrar til viðgerðar í
Slippstöðinni og hófst hún í
gærmorgun. Ekki er enn vitað
um hve alvarlega bilun er að
ræða en í versta falli gæti tekið
hálfan mánuð að gera við
spilið. IM