Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. nóvember 1987 einhvers konar þriðja flokks listamenn því um þá er ekkert fjallað. Það er fjallað um lista- menn í Reykjavík, fjölmiðlarnir eru þar.“ - Segðu mér Guðmundur, eru myndlistarmenn á Akureyri frí- stundalistamenn? „Þeir eru neyddir til að vinna | fyrir sér á annan hátt en með sinni myndlist, það er ekkert um ann- að að ræða. Auðvitað setur þetta sitt mark á þeirra afköst og getu því miklu meiri líkur eru á að sá sem getur sinnt sinni list skili góðu verki. Hitt er annað mál að menn hafa skilað ótrúlega góðum verkum í hjáverkum. Mér finnst að Akureyrarbær eigi að stefna að því að koma hér á starfslaunum listamanna. Við þekkjum dæmi þess, t.d. í Reykja- vík og Kópavogi. Ég hef fengið listamannalaun frá ríkinu í 3 mánuði og þótt maður segi eftir á að þetta hafi verið of stuttur tími þá er það tvímælalaust til bóta.“ “Þá hefðum við aldrei eignast Kjarval“ - Víkjum aðeins að öðru Guð- mundur. Listamenn nota ýmsar leiðir til að koma list sinni á fram- færi. Þú hefur starfað innan „Akureyri getur líka eignast stórskáld á sviði myndlistar“ - segir Guðmundur Armann „Ég held að myndlistin standi á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. Nú eru ótrúlega margir myndlistarmenn að ljúka námi og ég gæti sjálfsagt talið upp eina 10 nýútskrifaða myndlistarmenn. úr mismunandi löngu námi. Sumir eru að ljúka námi við Myndlistar- skólann á Akurevri. aðrir koma úr málaradeild Myndlista- og handíðaskólans í Reykjavík og enn aðrir koma að utan. Þetta er allt annað ástand en fyrir 5-10 árum. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun í stéttinni." - Hver var staða myndlistar- innar hér fyrir t.d. 10 árum? „Ja, þegar ég kom hingað árið 1971 voru fáir sem búsettir voru hér og höfðu menntun í myndlist. Myndiistarlífið, sem var að sumu leyti nokkuð öflugt þá, snerist í kringum Myndlistarfélag Akur-, eyrar sem samanstóð af áhuga- mönnum og frístundamálurum. Félagið var reyndar lagt niður nokkru seinna. Myndhópurinn var stofnaður 1979 og var það til- raun til að stofna myndlistar- félag. Sú tilraun fór út um þúfur. Þó var nokkuð öflugt sýningar- starf á vegum Myndhópsins um tíma og nú um skeið hefur hópur- inn haldið úti páskasýningu. En eins og staðan er nú þá er fólk að skila sér sem byrjaði hér í skóla og má því vænta mikillar grósku í myndlist á næstu árum.“ „Þetta er ófremdarástand“ - Er bæjarfélagið í stakk búið til að mæta þessari aukningu? „Nei, nú stendur á bæjarfélag- inu að skapa aðstöðu fyrir þetta fólk, t.d. hvað snertir vinnustof- ur. Þetta er ófremdarástand og aðstöðuleysið háir mönnum mjög. Hvað varðar sýningarsali þá hefur ekki verið neinn sýning- arsalur sem slíkur á Akureyri síð- an Gallerí Háhóll var lagt niður. Gamli Lundur er vissulega fyrir hendi en þar er ekki um beinan rekstur að ræða. Glugginn bætir ástandið mjög. Ég hygg að nú verði ráðamenn að huga vel að þessum þáttum. Það þarf að fjárfesta í menning- unni. Ef það hefur eitthvert gildi fyrir bæjarfélagið að hafa starf- andi listamenn hér þá þarf að skapa þeim einhverja aðstöðu. Spurningin er, hvað ætlar Akur- eyri að lifa lengi á Matthíasi og Davíð? Það vantar að hlúa að driffjöðrinni í menningarmálun- um, hinum skapandi þáttum. Þar er um að ræða myndlistarmenn, rithöfunda og tónsmiði, fólkið sem býr verkin til. Það er ekki nóg að setja bara peninga í yfir- bygginguna.“ - En hvað finnst þér um lista- verkakaup bæjarins sem hafa verið gagnrýnd mjög undanfarin ár? „Þau hafa verið ákaflega handahófskennd að mínu mati. Það er í raun og veru engin mörkuð stefna í innkaupum og menningarmálanefnd skortir fé til að kaupa reglulega. Ég hef líka orðið var við það að þeir hafa ekkert frumkvæði í þessum málum. Menn sækja um styrk til þeirra og það er kannski keypt af þeim eitt verk í staðinn. Ef Akur- eyrarbær á að eignast gott mynd- listasafn í framtíðinni þá verður að marka stefnu í innkaupum. Til dæmis finnst mér ákaflega lítið gert af því að kaupa verk af starf- andi listamönnum hérna.“ - Kaupir bærinn kannski frek- ar listaverk frá Reykjavík? „Jafnvel, en það er auðvitað ágætt að kaupa verk af lista- mönnum víðs vegar að en hins vegar spyr maður fyrst hægt er að kaupa verk af listamönnum frá Reykjavík fyrir milljón, hvers vegna er þá ekki hægt að kaupa verk fyrir milljón frá listamönn- um búsettum á Akureyri? Ég held að þetta sé hluti af því sem við getum kallað minnimáttar- kennd landsbyggðarinnar gagn- vart suðvesturhorninu. Ósjálfrátt er þá litið á listamenn hér sem Menningarsamtaka Norðlend- inga, MENOR, og samtökin hafa staðið fyrir myndlistarkynningum í samvinnu við Alþýðubankann. Segðu mér aðeins frá þessu. - Já, að mati okkar í MENOR fólst mikil viðurkenning í því að Alþýðubankinn bauð okkur aðstöðu í sínum húsakynnum, að hengja þar upp verk og viður- kenna að það sé þjónusta fyrir bankann með því að borga okkur fyrir það. Hér hefur það verið landlægt, og er enn, að menn fá ekkert fyrir að setja upp verk sín á slíkum stöðum nema þeir selji einhver verk. Þetta sjónarmið er í raun og veru dálítið fjandsam- legt frjálsri listsköpun að þeir Starfsemi Gluggans hófst fyrir skömmu með samsýningu átta listamanna. Einn þeirra var Guðmundur Ármann. Mynd: VG ( Glugginn er nýtt gallerí á Akureyri, það eina sinnar teg- undar í bænum. Það er til húsa að Glerárgötu 34 og er sýning- arsalurinn um 180 fermetrar. Nýtt fyrirtæki, Norðurglugg- inn, var stofnað í kringum þetta gallerí og eru hluthafar 13. Starfsmaður Gluggans er Jón Laxdal, myndlistarmaður. Glugginn bætir úr brýnni þörf, um það eru myndlistarmenn sam- mála og áhugafólk um myndlist einnig. Þarna er rekið listgallerí, sem er allt annar handleggur en sú sýningaraðstaða sem hefur verið fyrir hendi í bænum, því þar hefur ekki verið um eiginleg- Myndlist á Akureyri Guðmundur Ármann myndlistarmaður hefur verið áberandi í menningar- og listalífl á Akureyri undanfarin ár. Hann hefur starfað í Menningarsamtökum Norð- lendinga og tekið þátt í mörgum myndlistarsýningum. Þá rekur hann Teiknistofuna Stíl í samvinnu við Gunnar K. Jónasson. En hvað segir Guðmundur um stöðu myndlistar á Akureyri í dag? „Því blómlegra menningarlíf þeim mun öflugri einstaklingar, betra mannlíf og meiri gróska í öllu starfi,“ segir Guðmundur Ármann Sigurjónsson. Mynd: TLV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.