Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. nóvember 1987
Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar:
Samfara nýju leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar verða merkingar vagnanna
vonandi bættar en fólk hefur kvartað yfir hversu illa vagnarnir eru merktir.
Mynd: TLV.
Strætisvagnar Akureyrar:
Nýtt leiðakerfi í mótun
Nú er unnið að endurskipu-
lagningu á leiðakerfi Strætis-
vagna Akureyrar. Ekki er Ijóst
hvenær þessari endurskipu-
lagningu verður lokið en von-
ast er til að það verði innan
tíðar.
Ingi Þór Jóhannsson, formaður
stjórnar Strætisvagna Akureyrar
sagði að meðal þeirra atriða sem
í athugun væri, sé ný afgreiðsla
fyrir strætisvagnana í Miðbæn-
um. Éins og komið hefur fram er
fyrirhuguð bygging á þeirri lóð
sem strætisvagnarnir hafa nú
aðstöðu en Ingi sagði ekki enn
búið að finna nýjan stað fyrir
afgreiðslu vagnanna. Þá er enn-
fremur verið að athuga með nýj-
ar endastöðvar fyrir stætisvagn-
ana svo og breyttar ferðir.
„Þessar breytingár eiga að •
miða að því að þjónusta Strætis-
vagna Akureyrar við bæjarbúa
batni. Hér er kannski ekki verið
að tala beint um að fjölga ferðum
heldur kannski heldur tilfærslu
um tíðni ferða og annað slíkt,“
sagði Ingi Þór. JÓH
Hvammstangi:
Hálfgert „óstuð“
í útgerðinni
- tveir rækjubátar af fimm bilaðir
„Það hefur verið hálfgert óstuð
á þessu hjá okkur að undan-
förnu, en við gerum út tvo báta
sem hafa báðir verið stopp
vegna bilana,“ sagði Svanur
útgerðarstjóri hjá rækjuvinnsl-
unni Meleyri hf. á Hvamms-
tanga í samtali við Dag.
Að sögn Svans þá kom Sigurð-
ur Pálmason inn fyrir um það bil
viku með bilaða belgvindu, en
menn eru að gera sér vonir um að
skipið komist á veiðar á næstu
dögum, þá hefur skipið legið við
bryggju í um það bil viku. Glaður
hitt skip Meleyrar hf. hefur verið
í stoppi vegna vélarviðgerðar,
spilið í Glað er einnig bilað eða
jafnvel ónýtt og verður skipt um
það. Þessi skip hafa bæði verið
gerð út á úthafsrækju.
„Við gerum þessa tvo báta út
en vinnum einnig rækjuna af
tveimur bátum öðrum, Neistan-
um og Dagbjörtu sem eru á inn-
fjarðarrækju. Þeir hafa fiskað
ágætlega, það er að segja það
sem þeim hefur verið ætlað að
veiða. Enda engin ástæða til að
vera með nein læti í sambandi við
kvótann á innfjarðarrækjunni,
menn ná honum örugglega. Það
sem ég á einna helst við er að þeir
fiska eftir því hve mikið við fáum
af úthafsrækju hverju sinni til
vinnslu. Við reynúm að vinna
þetta á sem hagkvæmastan máta
og reynum að nýta vélarnar vel
og þá einnig mannskapinn, ann-
ars held ég að þetta fari allt að
koma og hjólin fari að snúast á
ný,“ sagði Svanur að lokum.
Ekki má gleyma yngsta aðilan-
um í útgerð á staðnum, Útgerð-
arfélagi Vestur-Húnvetninga, en
það gerir út einn bát Geisla sem
er á úthafsrækjuveiðum og er
nýkominn inn með um 9 tonn.
pbv
- Þórarinn E. Sveinsson
endurkjörinn formaður
Aðalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar var haldinn að
Hótel KEA laugardaginn 7.
nóv. sl. og var fundurinn fjöl-
mennur. Fundarstjóri var
Svavar Ottesen og fundarritari
Dóróthea Bergs.
Fráfarandi formaður, Þórarinn
E. Sveinsson, flutti skýrslu
stjórnar fyrir síðasta starfsár og í
máli hans kom fram að starf
félagsins var með miklum blóma,
en starfið snerist mest um undir-
búning alþingiskosninganna sl.
Ráðstefna
um öku-
kennslu
Á morgun, miðvikudag verður
sett ráðstefna um málefni öku-
kennslunnar á Holiday Inn
hótelinu í Reykjavík. Það eru
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið, Bifreiðaeftirlit ríkisins,
FararheiII ’87, Umferðarráð og
Ökukennarafélag íslands sem
efna til ráðstefnunnar.
Valgarð Briem formaður
Umferðarráðs mun setja ráð-
stefnuna en þar næst flytur Jón
Sigurðsson dómsmálaráðherra
ávarp.
Síðan verða haldnar framsögur
um stöðu ökukennslunnar í dag,
hvernig hún fer fram og hvernig
er að henni búið. Talað verður
um ökukennslu í strjálbýli, fræði-
lega ökukennslu, nýliða í akstri
og ménntun ökukennara.
Fleiri athyglisverð umræðuefni
og fyrirlestrar verða á ráðstefn-
unni sem er opin öllum áhuga-
mönnum meðan húsrúm leyfir.
VG
vor. Þá voru lagðir fram endur-
skoðaðir reikningar félagsins fyr-
ir síðasta starfsár og samþykktir
samhljóða.
Jóhann Karl Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Dags gerði á fund-
inum grein fyrir rekstri blaðsins
sl. ár, en árið 1986 var fyrsta
heila árið, sem blaðið var rekið
sem dagblað. f máli Jóhanns kom
fram að starfsmenn blaðsins eru
um 30. Áskrifendum fjölgaði
verulega á síðasta ári og mikil
aukning varð á auglýsingum.
Þá fór fram kosning stjórnar og
varastjórnar, en þrír fyrrverandi
stjórnarmenn báðust undan
endurkjöri, Jón Sigurðarson,
Árni V. Friðriksson og Björn
Snæbjörnsson. Stjórn félagsins er
nú þannig skipuð: Þórarinn E.
Sveinsson formaður, Svavar
Ottesen varaform., Kolbrún
Þormóðsdóttir ritari, Jakob
Björnsson gjaldkeri og Dóróthea
Bergs meðstjórnandi. Vara-
stjórn: Sigurlaug Gunnarsdóttir,
Guðmundur Stefánsson og Sigríð-
ur Þorsteinsdóttir.
í blaðstjórn Dags voru kjörnir:
Jón Sigurðarson og Hákon
Hákonarson. Til vara: Þóra
Hjaltadóttir og Jónas Karlesson.
Þá voru kjörnir fulltrúar á
kjördæmisþing K.F.N.E., sem
fram fór á Hrafnagili 13.-14. nóv.
sl. Síðan fór fram kosning í full-
trúaráð Framsóknarfélaganna á
Akureyri.
Formaður félagsins þakkaði í
lokin fráfarandi stjórnarmönnum
vel unnin störf á síðasta starfsári
og vænti þess að starf félagsins
yrði áfram þróttmikið eins og
verið hefði. Þá gat hann þess að
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir hefði
verið ráðinn starfsmaður á skrif-
stofu flokksins á Akureyri.
Björn Mikaelsson og Adólf Árnason að mæla hæð hindrananna á Hegrabraut.
Sauðárkrókur:
Mynd: -þá.
Gerðar hafa verið 2 bótakröfur
á hendur bæjarsjóði Sauðár-
króks vegna tjóna sem bifreiða-
eigendur hafa orðið fyrir og
segja að rekja megi til hraða-
hindrana sem komið var fyrir á
götum bæjarins í haust. Er
hindranirnar voru mældar á
dögunum reyndust þær vera of
háar.
Að sögn Björns Mikaelssonar
yfirlögregluþjóns hafa lögregl-
unni borist 4 kvartanir frá
bíleigendum sem orðið hafa fyrir
tjóni við það að bifreiðir þeirra
hafa tekið niðri á hindrununum.
Er um eina smurpönnu, tvo
hljóðkúta og einn bensíntank að
ræða. Vegna tveggja þessara til-
fella hafa verið gerðar bótakröfur
á bæjarsjóð. Fimm hraðahindr-
anir eru í bænum og var þrem
þeirra komið fyrir í haust. Það er
vegna þessa hindrana sem fólk
kvartar. Við mælingu lögreglunn-
ar reyndust þær vera að meðaltali
13 cm háar, en venjuleg hæð
hraðahindrana er 8-10 cm. Gömlu
hindranirnar eru að meðaltali 8,5
cm. Hallgrímur Ingólfsson bæjar-
tæknifræðingur sagði að talan 10
sæti í sér, þegar hann var spurður
hve hindranirnar hefðu átt að
vera háar. Ekki náðist í Snorra
Björn Sigurðsson bæjarstjóra,
þar sem hann var ekki í bænum.
En á fundi fyrir stuttu sagði hann
að þarna hefði ekki einhverju
ótilteknu magni að malbiki verið
jafnað út, eins og sumir virtust
halda. Heldur hefði verið miðað
við lögun hraðahindrana í
Reykjavík. -þá
Bæjarstarfsmenn að setja upp merki
fyrir hraðahindranir. Mynd: -þá.
Tvær bótakröfur á bæinn
vegna hraðahindrana
Kyrrstæðir bílar
skemmdir:
Enn er lýst
eftir vitnum
Sá ósómi ökumanna að forða
sér frá tjónum er þeir valda við
ákeyrslu á kyrrstæða bíla virð-
ist enn við lýði hér á Akureyri.
Þannig komu tveir bíleigendur
að bílum sínum skemmdum á
bílastæði síðastliðinn föstudag
án þess að tjónvaldur væri sjá-
anlegur.
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri vill vegna þessa Iýsa eftir
vitnum að þessum ákeyrslum.
Bæði atvikin urðu á bilinu frá
hádegi á föstudag til kl. 18.
í fyrra tilfellinu var ekið á
bifreiðina A-11945 á bílastæðinu
við Hagkaup. Bifreiðin er fólks-
bifreið, grá að lit.
Á svipuðum tíma var ekið á
bifreiðirta- A-12123 bílastæðinu
við Kaupang. Um er að ræða
hvíta BMW fólksbifreið.
Þeir sem orðið hafa vitni að
þessum tjónum eru beðnir að
hafa samband við lögregluna hið
fyrsta. Þá er vert að minna fólk á
að hegðun ökumanna sem þess-
ara er lítt til eftirbreytni og er
vonandi að þessi siður afleggist
sem fyrst, öllum til heilla. JÖH
Mikil gróska í starfi
félagsins á árinu