Dagur - 18.11.1987, Side 2

Dagur - 18.11.1987, Side 2
2- DAGUR - 18. nóvember 1987 Nægur ylur í Laugar- hvammi Fyrir nokkru var borað eftir heitu vatni í landi Laugar- hvamms í Lýtingsstaðahreppi. Borað var niður á 136 metra og fengust 4 1/sek. af 57,7 gráðu heitu vatni. Að sögn Sigurðar Friðriksson- ar á Bakkaflöt, sem er nýbýli í landi Laugarhvamms, er lengi búið að vera tæpt með heitt vatn úr uppsprettu í landu Laugarbóls næst fyrir norðan. í Laugar- hvammi er ylrækt stunduð í 3 gróðurhúsum og hefur í mestu frostum að vetrinum stundum þurft að skerpa á með rafmagns- kyndingu í gróðurhúsunum. Þá hefur íbúðahúsabyggingum verið að fjölga á jörðinni og fyrirsjáan- leg frekari fjölgun þeirra. í landi Laugarhvamms búa 4 fjölskyld- ur. Borinn Loki frá Jarðborunum ríkisins hefur undanfarið unnið að tilraunaborunum vegna fisk- eldisverkefnis Orkustofnunar á svæðum í Lýtingsstaða- og Akra- hreppi. Var hann notaður við borunina í Laugarhvammi, en þó var sú borun ekki inni í fiskeld- isverkefninu. Síðasta tilrauna- borholan í verkefninu var boruð nú á dögunum við Þorleifsstaði. Var þar á 70 metra dýpi komið niður á rúmlega 50 gráðu heitt vatn. -þá Jón B. Gunnarsson grásleppukarl á Húsavík: „Eg ætla að fara á grásleppu“ Jón Bergmann Gunnarsson hefur stundað grásleppuveið- ar frá Húsavík síðan 1965. En á þessum árstíma stendur bát- urinn hans Jóns uppi á landi, ásamt mörgum öðrum meðan Jón vinnur við beitningu fyrir stærri bát. Dagur hitti Jón að máli í beitningaskúrnum og spurði hvernig honum litist á fréttirnar af söluhorfum og verði á grásleppuhrognum á komandi vori. „Mér líst nú ekki nógu vel á þær, hitt er annað að ég tel útlit- ið ekki eins svart og margir vilja vera láta. í vor kom meira á land heldur en undanfarin ár, tuttugu þúsund tunnur í vor en tíu þúsund árið áður og þessar miklu veiðar Kanadamanna spila inn í.“ - Heldurðu að það veiðist jafn mikið næsta vor miðað við sömu sókn? „Það þarf að draga úr sókn- inni með því að takmarka neta- fjöldann." - Hvað ætlar þú að gera? „Ég ætla að fara á grásleppu áfram en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það þarf að minnka sóknina í þetta, það er betra heldur en að láta verðið hrapa niður. Núna er verið að ræða þessi mál vítt og breitt um landið og vonandi verður ein- hver samstaða um að gera eitthvað, í það minnsta um að takmarka netafjölda og ásókn.“ - Nú hefur þú stundað grá- sleppuveiðar í meira en tuttugu ár, hvernig hafa veiðarnar gengið? „Þær hafa gengið svona upp og ofan, verið nokkuð jafnar undanfarin ár en þó hafa menn fengið sama magn með auknum netafjölda. Netafjöldinn var gefinn alveg frjáls í vor og mér finnst að það þurfi að takmarka hann aftur. Það gengur ekki upp þegar þarf að takmarka veiðarnar að menn megi hafa eins mikið af netum og þeir vilja setja í sjóinn.“ - Finnst þér horfurnar vera verri núna en þær hafa verið áður? „Söluhorfurnar eru verri en veiðin hefur verið upp og ofan Jón B. beitir iínu. svo ekki er hægt að spá fyrir um hana. Núna eru til meiri birgðir en áður og söluhorfur slæmar en þær geta náttúrlega skánað. Það er vonlaust annað en ein- Mynd: IM hverjir stjórni veiðunum og það þarf að komast að samkomulagi og setja reglur aftur, og til þess horfi ég á félagsskap trillusjó- manna. IM í Innbænum á haustdegi. Mynd: TLV. Húsavík: 16 á biðlista hjá stjóm veríomannabústaða Hjá stjórn verkamannabú- staða á Húsavík eru 16 fjöl- skyldur og einstaklingar á bið- lista eftir húsnæði og er það lengsti biðlisti sem legið hefur fyrir hjá stjórninni. Stjórnin hefur gert áætlun um bygg- ingaframkvæmdir og/eða kaup á íbúðarhúsnæði næstu fjögur ár, 1988 til 1991. Miðast áætlunin við að byggja ekki færri en 8-10 íbúðir, á félagslegum grundvelli, til jafn- aðar á ári, á þessu tímabili. Stjórnin hefur gert tillögu til bæjarstjórnar um byggingu 32-40 íbúða á tímabilinu og að sótt verði um samþykki Húsnæðis- Ferðamálasamtök Norðurlands: Vilja ten Keflavík ti giflug lAkui um Aðalfundur Ferðamálasam- taka Norðurlands var haldinn á Dalvík sunnudaginn 15. nóvember. Meðal þess sem rætt var á fundinum var skipulag ferða- mála, horfur og stefnur í ferða- þjönustu, afkoma og möguleikar í ferðaþjónustu, samstarf þjón- ustuaðila, markaðsmál og upp- lýsingastarfsemi þeirra sem þar eiga hlut að máli. Þá kom fram á fundinum að fyrirhugað er að þeir sérleyfishafar sem aka til og frá Akureyri starfræki sameigin-. lega afgreiðslu á Akureyri sem yrði þeim fjölmörgu sem þessa þjónustu nýta tvímælalaust til hagsbóta. Á fundinum var samþykkt ályktun sem beinir því til stjórnar Flugleiða að nú þegar verði könnuð hagkvæmni þess að á sumaráætlun félagsins verði boð- ið tengiflug frá Reykjavík um Keflavík til Akureyrar. En eins og segir í ályktuninni er fjöldi ferðamanna erlendra sem inn- lendra sem á engin erindi að reka í Reykjavík en tekur þar gisti- Akureyrar rými sem myndi nýtast öðrum sem nú er úthýst á sama tíma og gistirými er til staðar á Norður- landi. Fráfarandi formaður Guð- mundur Sigurðsson, Akureyri var endurkjörinn en með honum í stjórn fyrir næsta starfsár voru kosin þau Jón Pétur Líndal, Mývatni, varaformaður, Þorleif- ur Þór Jónsson, Akureyri, Auður Gunnarsdóttir, Húsavík, Júlíus Snorrason, Dalvík, Guðmundur Sigvaldason, Skagaströnd og Viðar Ottesen, Siglufirði. málastjórnar ríkisins og Bygg- ingasjóðs verkamanna á þessari áætlun. Einnig óskaði stjórnin eftir að skipulagt yrði svæði við Grundar- garð sem mundi henta til bygg* ingar fyrir sambýlishús, en deili- skipulag fyrir slíka byggingu var ekki fyrir hendi. Bæjarráð brást fljótt og vel við þessari beiðni, verk þetta er þegar komið í gang og reiknað með að tillögur um skipulag liggi fyrir fljótlega. Snær Karlsson er formaður stjórnar verkamannabústaða Þegar Dagur ræddi við hann vegna þessa máls sagði Snær að þó að þessi langi biðlist lægi fyrir vissi stjórnin ekki nákvæmlega um þörfina fyrir húsnæði, þörfin gæti verið meiri en hún gæti einnig verið minni. Hugsanlega hefðu einhverjir á biðlistanum leyst sín húsnæðismál til bráða- birgða eða til lengri tíma. Aðspurður um orsökina fyrir hinum langa biðlista sagði Snær að hún væri trúlega sú að þeir sem á annað borð rúmuðust innan þessa kerfis, sæktu í aukn- um mæli eftir að leysa húsnæðis- mál sín á félagslegum grundvelli, Fólki virtist ekki þykja fýsilegt að fjárfesta í húsnæði á frjálsum markaði og þó eignarhluti í hús- næði á félagslegum grundvelli væri ekki stór, væru þeir pening- ar þó verðtryggðir meðan ákveð- ið happdrætti gæti verið við að selja eignir á frjálsum markaði. Húsavíkurkaupstaður hefur sótt um lán til byggingar eða kaups á sex verkamannabústóð- um og fimm leiguíbúðum en ekki er búið að afgreiða umsóknina. Snær sagði að Bæjarstjórn Húsa- víkur hefði alltaf haft mikinn og góðan skilning á þessum mála- flokki og átt mjög gott samstarf við stjórn verkamannabústaða. Áætlunin sem stjórnin hefður gert er byggð á biðlistanum og reynslu síðustu fjögurra ára í þess- um efnum. Snær sagði að svara þyrfti þessari húsnæðisþörf og auk þess væri trúlega þörf á að byggja eitthvað af leiguíbúðum, menn kæmu hér til að vita hvernig þeim litist á staðinn og atvinnulíf- ið áður en þeir væru tilbúnir til að fjárfesta í húsnæði. IM Kaupir Akureyr- arbær Gránu- félagsgötu 6? Á fundi bæjarráðs 5. nóvem- ber var lögð fram matsgerð vegna húseignarinnar Gránu- félagsgötu 6, Akureyri. Bæjar- lögmanni hefur verið falið að ganga til samninga við eigend- ur um kaup á eigninni á grund- velli matsgerðarinnar. Gránufélagsgata 6 er tvílyft steinhús, pússað að utan með skeljasandi. Húsið stendur við gatnamót Geislagötu og Gránu- félagsgötu, beint vestan við Sjallann. Fyrir nokkrum mánuð- um fóru eigendur eignarinnar þess á leit við Akureyrarbæ að bærinn keypti húsið. Að sögn bæjarlögmanns, Hreins Pálssonar, er ekkert því til fyrirstöðu ef samningar nást um verðið en niðurstöðutala matsnefndarinnar var kr 4.530.000.-. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.