Dagur - 18.11.1987, Page 6

Dagur - 18.11.1987, Page 6
o - UHuun — 10. navemoer iw/ viðtal dagsins Sögufélag Eyfirðinga: Tímaritið Súlur komið út á ný Tímaritið Súlur er komið út á nýjan leik eftir þriggja ára hlé. Það er Sögufélag Eyfirðinga sem sér um útgáfuna en rit- stjóri er Árni J. Haraldsson og aðrir í ritnefnd eru Angantýr H. Hjálmarsson og Bjartmar Kristjánsson. Stefnt er að því að Súlur komi út einu sinni á ári héðan í frá. Efni tímaritsins er bæði fjöl- breytt og fróðlegt. í 27. hefti sem nýkomið er út er m.a. ítarleg grein um fornleifarannsóknir að Gásum og víðar í Eyjafirði árið 1986, skrifuð af Margréti Her- mannsdóttur. Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði segir frá hestagöng- um og Hjalti Finnsson skrifar ágrip af sögu bílflutninga í Saur- bæjarhreppi. Þá eru í ritinu greinar um dulræna reynslu, kafl- ar úr gamansögum Jónasar Rafnar, stökur og margt fleira. Að sögn Árna J. Haraldssonar hóf tímaritið Súlur göngu sína árið 1971. Jóhannes Oli Sæ- mundsson hleypti Súlum af stokkunum og gaf sjálfur út fyrstu 10 heftin, en afhenti síðan Sögufélagi Eyfirðinga ritið. Þetta er norðlenskt tímarit fyrst og fremst þótt vissulega berist grein- ar annars staðar frá einnig. Árni sagði að nú þegar væri til efni í næsta hefti sem mun koma út með vorinu. Sögufélag Eyfirðinga var stofn- að árið 1971. Stjórn félagsins skipa nú Birgir Þórðarson for- maður, Þórgnýr Þórhailsson gjaldkeri, Hörður Jóhannsson ritari, Haraldur Hannesson og Jón Pétursson meðstjórnendur. Stjórnin leggur nú áherslu á að vel verði staðið að útgáfu Súlna og jafnframt hefur verið ákveðið að ljósprenta þau hefti sem upp- seld eru hjá féiaginu, þannig að ritið verði fáanlegt í heild. SS „Heiðarleg samkeppni er af hinu góða“ - segir Óskar Húnfjörð bakari og framkvæmdstjóri Krútt kökuhúss á Blönduósi Ein skemmtilegasta nýjungin í „Rekstur kökuhússins hefur hinni svokölluðu kaftihúsa- menningu mörlandans á allra síðustu árum, er hin bráð- skemmtilegu kökuhús eða „konditori“, sem eru nánast inni í bakaríunum sjálfum. Þarna fær fólk sér nýbakað meðlæti, heitt súkkulaði eða kaffi og lætur sér líða vel. Á Blönduósi var opnað kaffihús fyrir réttum tveimur árum og vakti athygli hve vel var til allra hluta vandað, bæði hvað viðkom innréttingum, umhverfi kaffíhússins og síðast en ekki síst framleiðslunnar sjálfrar, sem oft á tíðum líkist einna helst listaverkum, sem erfítt er fram hjá að ganga, að minnsta kosti fyrir sælkera. En hvernig hefur reksturinn svo gengið þessi tvö ár sem liðin eru frá opnun Kökuhússins Krútt? Við tókum tali Óskar Hún- fjörð bakara og framkvæmda- stjóra. gengið mjög vel eiginlega framar björtustu vonum. Mig langar svona til gamans fyrst þú spyrð mig hvernig gangi, að segja frá því að aukning á milli ára hjá okkur frá því við opnum Krútt kökuhús er um það bil 100%. Á því sést að við höfum enga ástæðu til að kvarta og erum að sjálf- sögðu mjög ánægðir með undir- tektir fólks.“ - Nú hefur fyrirtækið flutt og selt vörur sínar um langt skeið til allra landshluta með góðum árangri, hvers vegna setja upp kaffihús? „Við tókum þá ákvörðun að vel athuguðu máli, að nálgast markaðinn heima ef svo má að orði komast. Við seljum ennþá Krútt kringlur og tvíbökur um land allt, en í ljósi mjög svo harðnandi samkeppni og flutn- ingskostnaðar, þá tókum við sem sagt þá stóru ákvörðun að hætta framleiðslu fyrir landsmarkaðinn hvað viðkemur brauðunum, en einbeita okkur í staðinn að heimamarkaðinum af alefli. Við sem sagt ákveðum að snúa blað- inu við, láta gamlan draum rætast, og eins og sagt er á músík- máli þá langaði okkur til að spila svolítið af fingrum fram. Að okk- ar áliti er fyrirtæki sem selur sína vöru einungis í kjörbúðahillum afskaplega andlitslaúst, ef svo má að orði komast." - Er mikið um það að staðar- búar sæki kökuhúsið, detti inn og fái sér kaffi og með því? „Það hefur nú sýnt sig að aðsóknin er mest yfir sumartím- ann, og þá aðallega ferðafólk sem lítur inn, en við verðum líka vör við að ef fólk hér á staðnum og á stóru svæði allt um kring vill gera sér dagamun og eins ef það fær gesti í heimsókn, þá koma þeir í kökuhúsið. Þetta sýnir að mínu áliti að okkur hefur tekist það sem við ætluðum okkur í byrjun, en það er eins og ég kom inn á áðan að nálgast heima- markaðinn." Nýtt stjómkerfi Akureyrarbæjar Stjórnkerfísbreytingarnar, sem hafa verið lengi á döfínni hjá Akureyrarbæ, hafa nú litið dagsins Ijós. Þó eru mörg atriði óljós ennþá, einkum varðandi nánari útfærslu á ein- stökum sviðum bæjarmála, en í höfuatriðuin liggur fyrir hvernig stjórnkerfi bæjarins verður í framtíðinni. Megin- markmið breytinganna eru einföldun, að hluta til sparnað- ur, og hagkvæmni í rekstri þannig að yfírstjórn bæjarins, einkum bæjarstjóri, eigi hægara með yfirstjórn bæjar- stofnana. Umræðu um verulegar breyt- ingar á stjórnkerfi bæjarins má rekja allt aftur til ársins 1978 en verulegur skriður komst á málið á síðasta kjörtímabili. Þáverandi bæjarstjórnarmeirihluti einfald- aði nefndakerfi bæjarins. Sér- stakri stjórn veitustofnana var komið á, félagsmálaráði var falin umsjón með leikvöllum og vinnu- miðlun en skipulagsnefnd var fal- in meðferð umferðarmála. Umhverfismálaráð var stofnað, einnig öldrunarráð og menning- armálanefnd. Þá var sarnið og staðfest nýtt skipurit þar sem tveir embættis- menn fengu það verkefni að ann- ast samræmingu allra verkefna. Bæjarverkfræðingur annaðist tæknimál en bæjarritari önnur mál. Þó voru veitu- og hafnarmál látin heyra áfram beint undir bæjarstjóra. Embætti skóla- og menningarfulltrúa var stofnað ásamt embætti forstöðumanns öldrunarþjónustu. Oskipulögð valddreifíng? Þessar breytingar hafa allar kom- ist til framkvæmda að verulegu leyti en ekki verið alfarið fylgt eftir hvað varðar skipurit embætt- ismanna. Ókostir fyrra kerfis voru þeir helstir, samkv. nefndar- áliti stjórnkerfisnefndar, að formleg og óformleg tengsl milli einstakra deilda og stofnana bæjarins hafa verið takmörkuð, m.a. af því að starfsemin hefur verið dreifð um allan bæinn. Þá eru samskiptavandamál milli sumra deilda bæjarkerfisins (?), eins og stendur í nefndaráliti stjórnkerfisnefndar, einnig segir þar á þessa leið, orðrétt: „Þróast hefur óskipulögð vald- dreifing, þar sem deildir starfa mjög sjálfstætt án skilgreindrar stöðu í heildinni. Sumar stofnan- ir hafa jafnvel mjög takmarkaða tilfinningu fyrir því að þær séu hluti af einni heild er vinni að sameiginlegu markmiði." Framkvæmdavaldi bæjarins er skipt í þrjá málaflokka en þó er einum málaflokki bætt við; veitu- málum. Flokkarnir og hlutverk þeirra eru eftirfarandi: 1. Fjármála- og stjórnsýslusvið. Húsakynni þeirrar deildar verða í núverandi aðalskrifstofu. Ekki verða verulegar breytingar á núverandi skipan mála en fjár- hagslegur þáttur heilbrigðismála mun heyra undir þetta svið á meðan rekstur heilbrigðisstofn- ana skiptist milli ríkis- og sveitar- félaga. Þetta mun einnig gilda um önnur samstarfsverkefni ríkis og bæjar þar sem skörunin verður Sigfús Jónsson, bæjarstjóri. fyrst og fremst í fjármálum. 2. Félags- og fræðslusvið. Undir þennan málaflokk koma félags- mál, öldrunarmál, mennta- og menningarmál, æskulýðs- og íþróttamál og faglegur þáttur heilbrigðismála. 3. Tæknisvið. Öll tæknileg málefni nema veitustofnanir, t.d. skipulagsmál, byggingaeftirlit, fasteignaskráning, byggingamál, gatna- og holræsamál, önnur umhverfismál, strætisvagnar, sjökkvilið, heilbrigðiseftirlit, hafnarmál, tæknileg þjónusta við deildir og stofnanir bæjarins. 4. Veitusvið. Stofnuð verði Veitustofnun Akureyrar er taki til starfsemi Vatnsveitu Akureyr- ar, Hitaveitu Akureyrar og Raf- veitu Akureyrar. Það gefur auga- leið að náin samvinna verður að vera milli Veitustofnunar Akur- eyrar og tæknisviðs um allar verklegar framkvæmdir, en þær verða samræmdar og gagnkvæm þjónusta verður veitt eftir föngum. Atvinnumálin sér á báti Þetta voru sviðin fjögur en þá eru atvinnumálin eftir. I nefndarálit- inu segir að atvinnumálum sé ætl- uð sérstaða innan stjórnkerfisins í náinni framtíð vegna mikilvægis þess að tekið sé á atvinnumálum og sökum eignarhalds Akureyr- arbæjar á mikilvægum fyrirtækj- um er lagt til að þessi málaflokk- ur heyri beint undir bæjarstjóra. Hér er aðallega átt við aðgerðir til að efla atvinnulífið í bænum og stofna ný fyrirtæki, auk umsjónar Framkvæmdasjóðs og reksturs Krossanesverksmiðj- unnar. Félagslegur þáttur atvinnumála mun þó koma undir félags- og fræðslusvið, t.d. vinnu- miðlun. í bókun stjórnkerfisnefndar 11. nóvember segir að nefndin sé sammála þeim grundvallarhug- myndum sem koma fram í nefnd- arálitinu. Þó telur nefndin að ýmsar tillögur um breytingar á einstökum málaflokkum og innri málefnum hvers málefnasviðs þurfi meiri umfjöllun nefndarinn- ar og einstakra embættismanna bæjarins. Betur verði gerð grein fyrir útfærslu breytinganna áður en framtíðarskipan þeirra verður endanlega ákveðin. í bókun veitustjórnar frá 11. nóvember er fjallað um framtíð- arskipan veitumála á Akureyri með tilliti til nefndarálitsins. Forstöðumönnum veitustofnana hefur verið kynnt framtíðarskip- Núverandi stjórnkerfí bæjarins hefur vaxið með árunum og rarð sífellt flóknara.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.