Dagur - 18.11.1987, Síða 7

Dagur - 18.11.1987, Síða 7
: t/V'k i9vmiv«vpi .íj i íiyMíí» vJ_ yJ 18. nóvember 1987 - DAGUR - 7 Óskar Húnfjörð. - Er mikið um að sama fólkið komi aftur og aftur? „Já, það er einmitt fólkið sem lætur sjá sig oftar en einu sinni sem hvetur mann til að gera enn betur. Við erum með okkar föstu viðskiptavini það er alveg á hreinu." - Höfðuð þið ekki einhver leynivopn í handraðanum þegar þið fóruð af stað? „Jú, það má kannski segja það. Ef málið er skoðað í kjölinn þá var ekki fært að búa bara til fal- legar innréttingar, það varð að koma verulega meira til það var okkur fullljóst strax. Því er það að við fáum til okkar í byrjun verðlaunabakara, til að tryggja að farið verði af stað með vöru sem stæðist samanburð við það besta sem var að gerast á megin- landi Evrópu. Þessi bakari hafði þetta sama ár og hann kom til okkar verið kosinn efnilegasti ungi bakarinn í Danmörku og var hann hjá okkur á annað ár. Það verður að segjast eins og er að þessi danski bakari á ríkan þátt í því að þetta tókst ailt saman jafn vel og raun ber vitni, það er á hreinu. Okkur hefur líkað mjög vel við Danina því að í dag eru þrír danskir bakarar starfandi hjá okkur.“ - Hver er aðdragandinn að því að þið opnið kökuhús í Skagfirð- ingabúð? „I sambandi við umsvif okkar á Sauðárkróki, þá var það þannig að Kaupfélag Skagfirðinga ákveður að stórbæta aðstöðuna hjá sér í Skagfirðingabúð, í sambandi við sölu á kökum og brauði. Þeir leituðu til okkar og það varð að samkomulagi milli okkar að við legðum Skagfirð- ingabúð til sams konar vöru og við erum með í okkar eigin köku- húsi. Það er rétt að það komi fram, að það er K.S. sem á og rekur þessa aðstöðu í Skagfirð- ingabúð. En sem sagt eins og áóur er sagt þá völdu þeir okkur til þess að koma með nýja vöru á hverjum einasta degi til Sauðár- króks, og það höfum við gert og ekki annað á undirtektum fólks að sjá en að því líki þjónusta okkar vel.“ - En nú eru fleiri bakarí á Sauðárkróki, er ekki að bera í bakkafullan lækinn að sækja á þau mið, eruð þið ekki hræddir við samkeppnina? „Nei, við samkeppni höfum við aldrei verið hræddir, álítum að hún sé af hinu góða, þ.e.a.s. ef heiðarlega er að henni staðið. Við höfum sýnt að samkeppnina getum við staðið af okkur og verðum áfram á Sauðárkróki og að sjálfsögðu stefnum við á að veita eins góða þjónustu og unnt er og helst aðeins betri en þá bestu.“ pbv Sjónvarpið: Guðni ráðinn varafréttastjóri Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á Fréttastofu Sjón- varpsins, og hefur Guðni Bragason verið ráðinn vara- fréttastjóri - erlendar fréttir. Guðni Bragason er fæddur í Reykjavík 1957. Stúd. frá MR 1977. Hann stundaði nám í bók- menntum og fjölmiðlafræði við Ludwig Maximiliansháskólann í Munchen í Vestur-Þýskalandi 1977-’83, og tók M.A. próf í fjöl- miðlun frá New York University í Bandaríkjunum 1985. Síðan hefur hann verið fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Hann er kvæntur Hope Milling- ton blaðamanni. Skipurit yfirstj.órnar Nýja stjórnkerfið verður mun einfaldara og auðveldara fyrir bæjarstjóra að fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum bæjarins. an veitumálefna og hafa þeir gert grein fyrir afstöðu sinni til til- lagna stjórnkerfisnefndar. Lagt er til að veitustofnanirnar þrjár sameinist í eina stofnun en þó verði óbreytt skipulag fyrst um sinn. Forstöðumanni tæknisviðs verði fyrst um sinn falið hlutverk samræmingaraðila í málefnum veitustofnana. Einnig skal unnið að breyttu skipulagi með sam- runa verkþátta þessara stofnana. Skipulagning tæknisviðs og veitustofnana Að sögn bæjarstjóra, Sigfúsar Jónssonar, er aðalhöfuðverkur- inn skipulagning tæknisviðs. Þar er ekki endanlega ljóst hvernig skiptingin verður milli einstakra deilda tæknisviðs. Hvað veitu- stofnanir varðar komu fram ákveðnar efasemdir frá stjórn- kerfisnefnd og veitustjórum um ágæti þess að sameinast strax í eina stofnun. Karl Kristjánsson samdi ákveðna skýrslu um hag- ræðingu innan veitustofnana sem ekki hefur verið dreift annað en innan stjórnar veitustofnana. í þessari skýrslu er tekið á málefn- um einstakra starfsmanna og að hægt væri að ná fram gífurlegri rekstrarhagræðingu með samein- ingu en það væri þó bundið því að stofnanirnar væru allar í sama húsnæði. Tvennt ræður því að ekki er unnt að sameina veitustofnanir strax. í fyrsta lagi húsnæðisleysi og í öðru lagi mannlegi þátturinn en að sögn Sigfúsar vilja menn komast hjá uppsögnum. Fækkun- in hjá veitustofnunum verður því smám saman á þann hátt að ekki verða ráðnir nýir starfsmenn fyrir þá sem segja upp störfum auk þess sem einhverjir starfsmenn fara á eftirlaun vegna aldurs, t.d. vatnsveitustjóri. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagði að áætlað væri að fullkominn samruni veitustofn- ana væri verkefni sem tæki mörg ár. Sá rekstrarhagnaður sem fengist af sameiningunni væri fljótur að fara ef strax þyrfti að byggja yfir stofnanirnar. Tveir staðir kæmu til greina sem fram- tíðarsvæði, við Tryggvabraut eða á Rangárvöllum. Síðari kostur- inn virðist vera hagstæðari. Þá hafa farið fram miklar umræður um hvort framtíðar- skrifstofa veitustofnana eigi að vera í núverandi aðalskrifstofu bæjarins eða á sama stað og athafnasvæði veitustofnana verður. Um þetta eru skiptar skoðanir og engin ákvörðun hef- ur enn verið tekin í málinu. Að sögn bæjarstjóra verður að reisa nýja slökkvistöð á Akureyri og rýma jarðhæð hússins Geislagötu 9 og hugsanlega byggja við húsið að vestanverðu. Með því móti stækkaði skrifstofuhúsnæði bæjarins um 7-800 fermetra. Jón, Stefán og Valgarður Mikið hefur verið rætt unt hverjir verði yfirmenn sviðanna fjögurra sem starfsemi bæjarins skiptist á. Nú er talið nær öruggt að Jón Björnsson, félagsmálastjóri, verði yfirmaður félags- og fræðslusviðs, Valgarður Bald- vinsson, bæjarritari, verði yfir- maður fjármála- og stjórnsýslu- sviðs og Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur, Verði yfir- maður tæknisviðs. Vegna þess hversu sameining veitustofnana virðist eiga langt í land hefur eng- inn ákveðjnn aðili verið nefndur sem yfirmaður þess sviðs. Jóni Geir Ágústssyni, núver- andi byggingafulltrúa, er ætlað stærra hlutverk á sviði byggingar- mála í framtíðinni en hann hefur nú. Þegar bæjarstjóri var spurður þeirrar spurningar hvort væntan- legir yfirmenn deilda og sviða bæjarins yrðu æviráðnir svaraði hann því með því að benda á að þessir menn væru flestir æviráðn- ir hvort eð væri og því væri aðeins um að ræða breytingu á starfssviði þeirra. í framtíðinni yrði þó æviráðningum vonandi hætt. Bæjarstjóri tók frant að ekki væri um að ræða að nýtt skipurit fyrir stjórnkerfi bæjarins kæmi til framkvæmda ákveðinn dag. Forsendan væri sú að húsnæðis- mál yrðu kontin í lag og viðkom- andi stofnanir komnar undir eitt þak. Reiknað væri með að skrif- stofur Rafveitu Akureyrar yrðu rýmdar og tæknimál bæjarins kæmu þar inn. Þetta verður þó ekki fyrr en húsnæði hefur fund- ist fyrir Veitustofnun Akureyrar eða nýtt byggt. Að svo komnu máli virðist sem aðalvandamálið sé að skipuleggja undirdeildir tæknisviðs, en stjórnkerfisnefnd hefur ekki gert neinar ákveðnar tillögur um nákvæma skipan þeirra mála. Eitt af því sem ljóst er að verður viðkvæmt er hverjir verði skipað- ir yfirmenn deildanna. Bæjar- stjóri var sérstaklega spurður um framtíð húsameistaraembættisins og svaraði hann því að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um róttækar breytingar, t.d. að leggja það embætti niður. Af ýmsu virðist þó mega draga þá ályktun að húsameistari verði deildarstjóri innan tæknisviðs en hvort núverandi starfsmenn húsameistara verða áfram undir hans stjórn er ekki vitað. Bæjarstjóri sagði að lokum að ljóst væri að mikil endurskipu- lagning myndi eiga sér stað innan tæknisviðs og útilokað væri að finna lausn sem allir væru ánægð- ir með. Það skapaði vissulega óvissuástand meðal starfsmanna meðan ekki væri vitað hverjir yrðu yfirmenn einstakra deilda. Ástæðan fyrir því að svo mjög hefði dregist að komast að niður- stöðu um það efni lægi m.a. í því að nauðsynlegt hefði verið að gefa starfsmönnunum tækifæri á að segja hug sinn um þetta atriði og fleiri sem tengjast breytingun- um. Boðað hefði verið til fundar- ins í Borgarbíói í þessu skyni. Seinni umræða um stjórnkerfis- breytingarnar fer fram eftir mán- uð á fundi bæjarstjórnar 15. desember en þá vænta menn þess að nánari tillögur liggi fyrir um deildir innan sviðanna. EHB AKUREYRARBÆR .............i.,mm.... —;---:— —_____________ Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 19. nóvember 1987 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Heimir Ingimarsson til viðtals í fundarstofu bæjarráös í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. ★ Bankastarf ★ Við leitum að starfsmanni til starfa hjá sparisjóði við alhliða bankastörf. Verslunarmenntun og eða reynsla við sambærileg störf æskileg. Vinnutíminn er frá kl. 11 til 17 (81%) Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. IAV 1 FELL Hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri • slmi 25455

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.