Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur í sútun. Mvnd TLV Bls.4 íþróttafélagið Eik í heimsókn hjá Vigdísi forseta Bls. 6 Feðgar á Árteigi smíða túrbínu fyrir Grænlendinga Bls. 7 Kardimommubærinn á Sauðárkróki Samningarnir: Verkamannasambandið slítur viðræðunum - Allar hugmyndir vinnuveitenda ganga í skerðingarátt, segir Guðmundur J. Guðmundsson Verkamannasamband íslands hefur ákveðið að siíta viðræð- um við Vinnuveitendasam- bandið og Vinnumálasamband samvinnuféiaganna. Ástæðuna segir framkvæmdastjórn VMSI vera óbilgirni vinnuveit- enda að ræða hækkun á laun- um þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Þetta kom fram á fundi sem framkvæmda- stjórnin hélt með blaðamönn- um í gær. Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ sagði að Verka- mannasambandið hefði lagt fram kröfur og óskir um að laun þeirra sem vinna eftir töxtum, t.d. fisk- verkunarfólks, yrðu leiðrétt þannig að þau yrðu í samræmi við launaskrið annarra stétta í landinu. Þetta hefðu vinnuveit- endur ekki viljað ræða um og teldi því framkvæmdastjórnin lít- ið vit í því að ræða við þá áfram. í fréttatilkynningu frá VMSÍ segir að; „vinnuveitendur hafa ekki mótmælt því, að ákveðinna leiðréttinga væri þörf, en drógu það mánuð eftir mánuð að ganga í þetta verk.. Þeir hafa ekki kom- ið til móts við VMSÍ að neinu leyti. Einu hugmyndir þeirra hafa verið til skerðingar og tak- mörkunar á gildandi samning- um.“ Karvel Pálmason varaformað- ur VMSÍ, kvaðst ekki vilja ræða til hvaða aðgerða verkamanna- sambandið hygðist grípa. Samn- ingar væru fastir til áramóta, en hann hvatti aðildarfélögin til að ræða þessi mál og sagði að félög- in yrðu sjálf að ákveða til hvaða aðgerða þau vildu grípa. Það var þungt í mönnum hljóðið og greinilegt að þjóð- hagsspá sú, sem birt var í fyrra- dag, hafði hleypt illu blóði í framkvæmdastjórn VMSÍ. Greinilegt er að mikið ber á milli aðila og ekki ólíklegt að stefni í hörð átök eftir áramót, er samn- ingar verða lausir. Ekki vildi framkvæmdstjórnin gefa neitt upp til hvaða aðgerða yrði gripið en Guðmundur J. Guðmundsson sagði að „ýmsar aðgerðir væru mögulegar.“ AP Bjarni kaupmaður í helgarviðtali Bls. 23 Bubbi Morthens í Poppþætti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.