Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 6
o - L/Muun - <íu. novemDer ieo/ Feðgarnir í Árteigi í Kinn: Ába tú^. í haust var tekin í notkun vatnsaflsstöð á Grænlandi. Túrbínan í stöðina var smíöuö á Vélaverkstæði Jóns Sigur- geirssonar, Arteigi í Kinn. Er þetta fyrsta túrbínan af 15-20 sem þar verða smíðaðar fyrir Grænlendinga á næstu árum. Eiður Jónsson rafvirki vinnur á verkstæðinu með föður sín- um og það var Eiður sem fór til Grænlands til að tengja stöð- ina. Jón í Árteigi hefur smíðað og sett upp rafstöðvar. víða um landið á undanförnum áratugum. - Er ekki flókin smíði á þess- um stöðvum Eiður? „Á sumum tegundum af Frans- isvélum getur verið töluvert flók- in smíði. Þessar stöðvar eru yfir- leitt miðaðar við heimilisnotkun og framleiða 10-20 kílóvött en til er að fleiri bæir sameinist um sömu stöðina og þá geta þær ver- ið 50-60 kílóvött. Við þessa túr- bínusmíði höfum við notið aðstoðar Árna Sveins Sigurðs- sonar, hann er í verkfræðinámi í Þýskalandi og hefur aðstoðað við útreikninga. Þórhallur Ragnars- son í Holtakoti hefur smíðað fyr- ir okkur hraðastýringar sem hann hefur hannað og eru settar á vél- arnar." - Nú eruð þið farnir að flytja þessar stöðvar út, hvernig kom það til? „Grænlendingar hafa haft sam- band við okkur á undanförnum áruin og það hafa komið þrír eða fjórir hópar þaðan til að skoða hjá okkur. Þetta hafa verið bæði Grænlendingar og Danir sem eru í Grænlandi á vegum bændasam- takanna þar. I fyrra kom Þór Þorbergsson, íslendingur sem starfar sem ráðunautur í Græn- landi, hann kom með nokkrum Grænlendingum til að kynna sér þetta og þar á meðal var bóndi úr Eiríksfirði sem ætlaði að virkja og það varð úr að hann pantaði túrbínuna um síðustu áramót. Útflutningsráð íslands kom inn í málið og gerður var sam- vinnusamningur milli okkar og verkstæðis sem er í Nassaq, það sér um að byggja undirstöður, hús og koma rörum fyrir á staðn- um til að undirbúa virkjunina. Það er reiknað með að byggðar verði 15-20 rafstöðvar á næstu fimm árum. Hingað til hefur raf- magn verið framleitt með dísil- stöðvum en nú er búið að setja upp tvær vatnsaflsstöðvar. Sú fyrsta var sett upp fyrir tveim til þrem árum og hún var óhemju dýr, kostaði tífalt á við stöðina sem við settum upp. Það er reiknað með að eftir áramót smíðum við tvær stöðvar sem settar verða upp næsta sumar.“ i” I w O - Þú fórst til Grænlands til að setja upp stöðina, hvernig gekk það fyrir sig? „Túrbínan var send í júlí með skipi frá Reykjavík, þaðan eru beinar skipaferðir til Grænlands annan hvern mánuð. Rörin voru keypt frá Reykjalundi og send um leið. Það var búið að setja stöðina upp um miðjan septem- ber, og þann 23. fór ég út til að tengja hana og hún var sett form- lega í gang 28. september, að vistöddu fjölmenni. Þarna voru 30-40 manns, m.a. Kaj Egede ráðherra og stjórnarmenn búnað- armála. Bændur sem eru að hugsa um að virkja voru þarna líka.“ - Hvernig halda Grænlending- ar upp á svona viðburði? „Bóndinn sem pantaði vélina var dáinn en synir hans teknir við búinu. Því var fyrst haldin minn- ingarathöfn um manninn. Ekkjan hleypti strauminum formlega á og síðan var haldin veisla þar sem mikið öl var drukkið." Eiður Jónsson frá Árteigi. - Hvernig var að vinna fyrir Grænlendinga? „Það var gott, þeir eru mjög almennilegir og þægilegir á allan hátt. Fyrstu tvær næturnar var ég á hóteli í Nassaq, það var svo hvasst að ekki var hægt að sigla yfir fjörðinn, en svo gisti ég á næsta bæ því það var svo lítið pláss á býlinu." - Hvernig eru búskaparhætt- ir? „Þeir eru frumstæðir miðað við hér á íslandi. Tún eru lítil, það er varla að maður sjái nokkurs stað- ar túnblett en þeir skrapa saman hey af þessu eins og þeir geta % með handsláttuvélum. Það eru engar hlöður við fjárhúsin en þeir beita fénu á fjörur eins og hægt er og svo er gefið kjarnfóður. Þarna er lítill jarðvegur og erfitt að rækta, mikið um klappir og grjót. Það er mjög gaman að ferðast um á Grænlandi, ég fór aðra ferð fyrr í sumar til að skoða staði þar sem til stendur að virkja.“ IM Frá vígsluathöfninni á rafstööinni. Rafallinn og túrbínan í stöövarhúsinu. Lífsreynsla - frásagnir af eftirminni- legri og sérstæðri reynslu Út er komin hjá Hörpuútgáf- unni ný bók sem ber nafnið „Lífsreynsla“. Bragi Þórðar- son tók saman. Fólk úr öllum landsfjórðungum segir frá eftirminnilegri og sérstæðri reynslu, sem það hefur upplif- að. Allar frásagnirnar eru skráðar sérstaklega vegna útkomu þessarar bókar. Höfundar eru: Hlynur Þór Magnússon, ísa- firði: Flugslysið í Ljósufjöllum. „Ég hélt að svona kæmi aldrei fyr- ir mig, það kæmi bara fyrir ein- hvern annan.“ Frásögn Kristjáns Jóns Guðmundssonar, Bolungar- vík. Bragi Þórðarson, Akranesi: Brottnám bílfcrjunnar. Þrír sjó- menn af Akranesi tóku að sér spennandi verkefni á Miðjarðar- hafi. Það hefði getað kostað þá lífið. Frásögn Erlings Þ. Pálsson- ar, Guðjóns Valgeirssonar og Valentínusar Ólasonar, Akra- nesi. Inga Rósa Þórðardóttir, Egils- stöðum: Snjóflóð í Neskaupstað. „Ég velti því fyrir mér þá og nú hvers vegna ég slapp lifandi. Mínu hlutverki var ekki lokið.“ Frásögn Árna Þorsteinssonar, Neskaupstað. Erlingur Davíðsson, Akureyri: Vélsleðaferð vorið 1986. „Sleð- inn flaug fram af brún hengiflugs. Ég rakst á klettanibbu og fann ólýsanlegan sársauka." Frásögn Vilhelms Ágústs Ágústssonar, Akureyri. Sr. Jón Kr. ísfeld: Þormóðs- slysið - Erfið frumraun ungs prests. „Ég hafði aldrei tilkynnt slys áður. Nú átti ég að tilkynna að látist hefðu tugir manna í einu slysi.“ Sveinbjörn Beinteinsson, Draghálsi: Villtur í snjó og þoku. „Allt var á kafi í snjó. Ég steypt- ist fram af klettastalli í myrkrínu. Þá sá ég ljós í hlíðinni á móti.“ Herdís Ólafsdóttir, Akranesi: Skammdegishríð. „Drengurinn var sendur daginn fyrir Þorláks- messu að sækja jólahangikjötið. ... Drungi ótta og óveðurs hvíldi yfir öllum á heimilinu." Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík: Óttuðumst alltaf Heklugos. „Allt húsið hristist. Ég stökk fram að glugganum, leit til Heklu og þá var kollurinn að springa af henni.“ Frásögn Ásólfs Pálssonar, Ásólfsstöðum. Erlingur Davíðsson, Akureyri: í kapphlaupi við dauðann. „Bensínmælirinn í flugvélinni var á núlli. Tækist okkur að komast til Eyja nógu snemma?“ Frásögn Ólafs Halldórssonar læknis, Akureyri. Óskar Þórðarson frá Haga: Björgunarafrek á Skorradals- vatni. „Bátnum hvolfdi skyndi- lega og mennirnir lentu í köldu vatninu. Annar þeirra hélt sér í bátinn, hinn hóf sund 300 metra leið til lands" Sr. Bernharður Guðmunds- son, Kópavogi: Margs konar göngulag. „Hver er kjarni málsins? Viltu náttstað eða ekki? Við erum menn. Við tölum saman.“ Lífsreynsla er 198 bls. Myndir fylgja frásögnunum. Hönnun kápu: Auglýsingastofa Ernst Backman. Prentun og bókband: Prentverk Akraness hf. NOTAR^S þo /t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.