Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 20.11.1987, Blaðsíða 9
V3Q r ledrnsvön .OS — RUOAG_S 20. nóvember 1987 - DAGUR - 9 Skipadeild Sambandsins veitir alhliða flutningaþjónustu hvaðan sem er og hvert sem er þ. á m.: vikulegar siglingar til ogfrá: HULL ANTWERPEN ROTTERDAM HAMBORG KAUPMANNAHÖFN AARHUS GAUTABORG LARVÍK aðra hvora viku til ogfrá: SVENDBORG VARBERG MOSS þriðju hverja viku til ogfrá: NEW YORK PORTSMOUTH GLOUCESTER HELSINKI LUEBECK FÆREYjAR Auk þessa vikulegir strandflutningar. SETTU TRAUST MTT Á OKKUR HAFÐU SAMBAND ## Skagaströnd: Orvar og Arnar inni um nelgina Báðir togarar Skagstrendings hf. verða inni um helgina. Sjó- menn ætla að gera sér glaðan dag og halda árshátíð sína. Orvar verður á veiðum til 12. desember, en Arnar á inni daga fram að jólum. I samtali við Svein Ingólfsson framkvæmdastjóra, fengum við þær upplýsingar að báðir togarar fyrirtækisins yrðu í höfn um næstu helgi. Tilefnið er árshátíð sjómanna á staðnum. Af gefnu tilefni vildi Sveinn að það kæmi fram að árshátíðin yrði haldin hér heima að þessu sinni, en heyrst hefur að sum fyrirtæki séu farin að taka upp á því að bjóða fólki til árshátíðahalds í útlönd- um. „Hvað verður gert seinna í þeim málum veit maður aldrei,“ 1 sagði Sveinn. „Bæði skipin eru á sóknar- marki og er Örvar búinn með sína daga 12. desember en Arnar á daga fram til jóla. Örvar fer í slipp að lokinni síðustu veiði- ferð ársins. Pað sem um ræðir að gera er bara venjulegt eftirlit og viðhald, en ekkert sem orð er á gerandi," sagði Sveinn í lokin. pbv Lifandi orð Ritningin segir: „Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða. “ Ekki er munur á Gyðingi og grískum manni, því að hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla þá sem ákalla hann; því að „hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða“. Róm. 10.11-13. Hann er „fullríkur fyrir alla“ og getur miðlað okkur ríkulega af andlegri auðlegð sinni. Nægta- brunnar Guðs verða ekki tæmdir og hjá honum þrýtur hvorki viska né máttur. Hjá honum fáum við það sem hjartað þráir innst inni. Hann megnar að mæta þörfum okkar og veita okkur af ríkdómi náðar sinnar. Hann er „Drottinn allra“ og getur því mætt þörfum allra manna, þrátt fyrir gjörólíkar aðstæður. Hann fer ekki í mann- greinarálit og hann spyr ekki um litarhátt eða menningu. Hann vill mæta þeim sem af heilum huga leita hans og treysta honum. Hjá Drottni eru engin takmörk; það erum við mennirnir sem tak- mörkum það streymi Guðs bless- unar, sem hann vill að flæði til okkar um farveg trúarinnar og hlýðninnar. Það er enginn svo fjarlægur eða vonlaus, að hann megi ekki ákalla Drottin. Enginn er útilokaður, allir geta fengið hjálp hjá honum, hvort heldur andlega, sálarlega eða líkam- lega. Allir eiga jafnan aðgang að þeim gnóttum miskunnar, sem Drottinn þráir að veita okkur. Hann er fullríkur að fyrirgefa og fullrfkur að bænheyra. (ritningunni er talað um nauð- syn þess að vera „ríkur í Guði“. „Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana." Orðskv.10.22. Andleg fátækt er ekki síður meðal þeirra sem hafa nóg af efnislegum gæðum. Hann einn getur bætt úr andlegri fátækt okkar og sérhverri þörf. „Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.“ Sá sem treystir Guði mun ekki verða von- svikinn né verða fyrir niðurlæg- ingu, þvert á móti, hið gagnstæða mun verða raunin. Biblían talar mikið um hjálp- ræði Guðs og að verða hólpinn. „Sá sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða.“ Með hjálp- ræði er átt við, að Guð vill frelsa okkur frá synd fyrir trúna á Drottin Jesú. Nafnið Jesús þýðir frelsari. Engill Drottins sagði við Jósef: „Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Matt.1.21. Seljum bæði nýja og sólaða hjólbarða, af öllum gerðum. Gott verð Nordlenskt fyrirtæki Gummivinnslan hf. Norðlensk gæði Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.