Dagur - 24.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. nóvember 1987 224. tölublað Hlíð og Skjaldarvík: Mikill hallarekstur dvalarheimilanna - fjöldi hjúkrunarsjúklinga á almennum deildum Fjöldi hjúkrunarsjúklinga á almennum deildum dvalar- heimilanna á Akureyri ásamt launahækkun valda þeim mikla halla sem þegar er orðinn á rekstri Hlíðar og Skjaldarvík- ur, samkvæmt niðurstöðum Cecils Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra öldrunarmála. Hallarekstur dvalarheimilanna verður um 27 milljónir króna á þessu ári. Cecil Haraldsson sagði að ýmislegt gerði það að verkum að hallinn væri svo mikill sem raun ber vitni. Fyrst bæri að telja launaliðinn. Launahækkun ófag- lærðra starfsmanna er milli 35 og 40%, sjúkraliða um 23% og hjúkrunarfræðinga liðlega 50%, miðað við septembermánuð í fyrra. Launahækkun umfram áætlun nemur ein og sér milljón- um króna. Vegna of fárra starfsmanna verða öll forföll dvalarheimilun- um dýrkeypt. Ef starfsmaður for- fallast og kalla verður annan út í hans stað kemur mikið álag á laun viðkomandi. Talsvert er um forföll í þessum störfum sem rekja má beint og óbeint til mikillar hjúkrunarþyngdar, en margt af því fólki sem nú dvelst á dvalarheimilunum á þar í raun ekki heima heldur á sjúkradeild- um. Á dvalarheimilinu Hlíð eru 19 manns á sjúkradeildinni en 18 til viðbótar hafa mjög háa hjúkrun- arþyngd, þ.e. þarfnast mikillar umönnunar, sem búa við óviðun- andi aðstæður. í Skjaldarvík eru 17 sjúklingar, sem svipað er ástatt um, á almennum herbergj- um, en þar er ekki starfrækt hjúkrunardeild. í Seli I og II er pláss fyrir 35 manns en í raun þyrfti rými fyrir mun fleiri. Cecil sagði að lokunt að skekkjumörk fjárhagsáætlunar hefðu þurft að vera rýmri en þau atriði sem að ofan greinir vegi langþyngst í hallarekstrinum. EHB Starfsfólk frystihúss ÚA teygir vcl á í upphafi vinnudags. Mynd: TLV Útflutningur á kartöflum: Samiö um tilrauna- sendingu til Noregs Fyrir helgina voru forsvars- menn Landssambands kartöflu- framleiðenda í Noregi í þeim erindagjörðum að ræða við Norðmenn um hugsanlega sölu á kartöflum frá íslandi til Noregs. Samið var um að 12 tonna tilraunasending fari út nú á næstunni en ef kaupandi verður ánægður með vörunum er hann tilbúinn til að kaupa alla umframframleiðsluna sem er um 3000-4000 tonn. Páll Guðbrandsson formaður Landssambands kartöfluframleið- Starfsmaður KEA með kartöflur af Eyj afj arðars væðin u. enda segir að í þessari sendingu verði 5 tonn af gullauga, 5 tonn af rauðum kartöflum og 2 tonn af premíer kartöflum. Sendingin fer fljótlega til Noregs þar sem kaup- andinn mun kynna vöruna fyrir sínum viðskiptavinum. Um það verð sem fæst fyrir kartöflurnar í Noregi sagði Páll að það væri of lágt. „Við nánast getum þetta ekki hjálparlaust. Þetta verð er það lágt að við þurf- um að gera þetta sameiginlega og með hjálp frá landsmönnum," sagði Páll. Páll sagði að kaupandinn ræddi um mismunandi verð eftir því hvort vörunni verði pakkað hér heima. Norðmenn tala um að greiða 8-9 krónur fyrir kílóið með pökkun en það er rúmlega sú upphæð sem kostar að pakka kartöflunum hér heima þannig að ljóst er að þennan útflutning verður að styrkja að verulegu leyti. I framhaldi af þessari sendingu verður viðræðum haldið áfram en ef um semst bæði innanlands og erlendis gætu kartöflurnar verið fluttar út upp úr næstu ára- mótum. JÓH Hefur þú kynnt þér fjármálaráðgjöf Kaupþings Norðurlands? éélKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 - Akureyri • Sími 96-24700 Óhapp við byggingu fiskvinnsluhúss á Hauganesi: Nýsteypt loftplata hrundi niður í heilu lagi - heildartjón skiptir milljónum Á laugardagskvöld varð óhapp við byggingu fiskvinnsluhúss á Haugancsi á Árskógsströnd er nýsteypt loftplata hrundi niður í heilu lagi. Mesta mildi var að enginn maður var undir plöt- unni en menn höfðu klukku- stundu áður lokið við að ieggja niður steypu í plötuna og voru komnir frá húsinu. Ljóst er að þarna hefur orðið milljóna- tjón en svo virðist sem ein uppistaða í mótunum hafi gef- ið sig með þessum afleiðing- um. Um kl. 19 á laugardagskvöld var lokið við að steypa plötuna en þessi plata er um 400 fermetr- ar að stærð. Klukkustundu síðar gerðist óhappið og þá hrundi platan niður í heilu lagi. Steypu- magnið í plötu sem þessari er heldur ekkert smáræði því að í plötunni voru um 100 rúmmetrar af steypu sem eru á bilinu 250- 260 tonn. Krafturinn er platan hrundi var slíkur að tvær súlur í byggingunni brotnuðu. Verktaki við verkið er Aðal- geir Finnsson hf. á Akureyri. Órn Jóhannsson, verkstjóri sagði að fyrirtækið hefði orðið fyrir miklu tjóni í þessu óhappi því þarna eyðilögðust öll loftamót fyrirtækisins sem eru að verð- mæti um tvær milljónir. Auk þess má taka í reikninginn steypu, járn og vinnu við uppslátt og steypu þannig að í heild gæti tap fyrirtækisins verið um þrjár millj- ónir króna. Örn sagði að tæring virðist hafa orsakað að ein uppistaða í mótunum hafi gefið sig með þeim afleiðingum að öll platan hrundi niður. Orn sagði ekki ljóst hvort tryggingafélag fyrirtækisins bætti tjónið en þó bættu tryggingar skaða þann sem þriðji aðili hafi orðið fyrir, þ.e. eigendur fisk- vinnsluhússins. Einn sólarhring tók að hreinsa út úr bygginunni og verður senn hafist handa við að slá upp nýrri plötu. Þetta óhapp kemur til með að tefja bygginguna unt hálfan mánuð. JÓH Fiskverð: Samkomulag ekki náðst Tveir fundir voru í gær haldnir í yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins en það hefur frá 15. nóvember reynt að ná sam- komulagi um nýtt fiskverð. Síðari fundinum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun og fiskverð lá því ekki fyrir. Að sögn Sveins Hjartar Hjart- arsonar fulltrúa LÍU í yfirnefnd ber nokkuð í milli kaupenda og seljenda í nefndinni en hann vildi engu um það spá hvenær nýtt verð lægi fyrir. Aðspurður um það hvaða for- sendur nefndin notaði við verð- ákvörðun sagði Sveinn að meðal annars væri litið til þess sem sam- ið hefur verið um víða um land. ET Hvað verður í jólamatinn? Mikil eftirspurn eftir rjúpum Nú fara jóiin að nálgast og þar með verður að fara að huga að jólamatnum. Margir eru þeir sem hafa fyrir sið að borða rjúpur á jólum og virð- ist þeim lieldur fara tjöigandi sem taka upp þennan sið. En okkur lék forvitni á að vita hvort mikið framboð væri á rjúpum í versiunum í Ijósi þess að veiðin hefur ekki verið með besta móti i haust. „Við höfum fcngið talsvert af rjúpum í haust en ég held að það sé hægt að selja mun meira af rjúpum. Eftirspurnin er alltaf töluverð á þessum tíma og einnig virðist vera lítið af Öðru fuglakjöti á markaðnum þannig að rjúpurnar seljast örugglega,“ sagði Leifur Ægisson hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA en stöðin hef- ur tckið við rjúpurn fyrir mat- vöruverslanir KEA. Leifur sagðL að nú væri búið að selja nieira af rjúpu en í fyrra. Um 800 rjúpur seldust frá stöðinni í fyrra en Leifur bjóst við að nú færu um 1000 rjúpur f gegnum stöðina þar sem eftir- spurn færi nú vaxandi. Rjúpur kosta nálægt 300 kr. stk. út úr búð. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.