Dagur - 24.11.1987, Page 2

Dagur - 24.11.1987, Page 2
2 - DAGUR - 24. nóvember 1987 Skefilsstaðahreppur: Þrjú böm skírð í Hvammskirkju - Bændur í hafnarbótum Þorbjargarstöðum 20.11. Skefilsstaðahreppi Á dögunum voru skírö í Hvammskirkju 3 börn og hefur "slík! ekki gerst í þessum fámenna hrepp í 21 ár. En hér er eins og víða til sveita unga fólkið í minnihluta, mikið orð- ið um fólk á miðjum aldri og endurnýjunar þörf. Að skírnarathöfn lokinni var haldin sameiginleg skírnarveisla í nýja féiagsheimilinu á Hvalnes- melum sem tekið var í notkun í vor. Par er nú barnaskólinn til Grenivík: Vantar sundlaug og íþróttahús „Við höfum áhuga á að hefja sundlaugarbyggingu næsta vor, einnig þyrfti að lengja við- legukantinn við höfnina. Þegar sundlaugin kemur í gagnið verður farið að huga að bygg- ingu íþróttahúss fyrir Greni- víkurskóla,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Að sögn Guðnýjar eru hug- myndir um íþróttahús fyrir skól- ann ekki nýtilkomnar en íþrótta- kennsla hefur til þessa farið fram í samkomusal á neðri hæð skóla- hússins. Salurinn er nokkuð góð- ur en þar er þó svo lágt til lofts að erfitt er að stunda boltaíþróttir. „Sundlaugin okkar er frá árinu 1944, í svonefndu Gljúfrárgili. Hún er að segja má ónýt og ef hún eyðileggst missuin við alla sundaðstöðu. Þessi sundlaug er þó töluvert notuð á sumrin en við gerum okkur von um nýja laug sem fyrst,“ sagði Guðný Sverris- dóttir. EHB húsa eftir að hafa verið hér á Þor- bjargarstöðum í mörg ár. Skólinn er einn af fáum sjö mánaða skól- um sem enn eru við lýði. Kennsla hófst í byrjun október og stunda 7 börn nám í vetur. Annars hefur verið fremur fámennt í hreppnum í haust þar sem margir voru að vinna á slát- urhúsinu. Tíðin kom því mörgum vel og hafa bændur undanfarið hamast við að koma skarnanum á túnin. Bændur hafa ekkert róið upp á síðkastið. Nýi grjótgarðurinn í Selvíkinni sem gerður var í vor fékk sína eldskírn í norðan- áhlaupinu í haust. Er ekki hægt að segja annað en hann hafi stað- ið sig vel, því þetta var með versta brimi sem gerir. Sjórinn gekk yfir brimvörnina og færði til grjót svo að aðeins skolaði úr kjarnanum. Tjónið var metið á 300 þúsund, en við redduðum þessu sjálfir og vorum að því 2 daga með vagna og gröfu. Skjólið í Selvíkinni er enn ekki svo gott að bátar séu þar öruggir að vetr- inum, en við stefnum að því að lengja garðinn um 50-60 metra og sveigja hann til norðvesturs. Þá verður hér komin lífhöfn. ÞI/-þá Jólaskreytingar eru mikilvægur þáttur jólaundirbúnings. Hjá KEA hafa þau Haraldur Magnússon og Rannveig Vernharðsdóttir veg og vanda af þeim skreytingum sem gleðja augu viðskiptavina KEA í jólamánuðinum. Harald- ur hefur starfað við slíkar skreytingar á vegum KEA á þriðja áratug fyrir hver jól. Mynd: TLV Safnaðarheimilið: Verkið sein- legra en reiknað var með „Þetta átti að vera búið fyrir löngu, en verkið var sein- legra en reiknað var með og lítill mannskapur hefur fengist til vinnu,“ sagði Jónas Sigur- björnsson hjá Norðurverki hf., en fyrirtækið sér um byggingu safnaðarheimilis Akureyrar- kirkju. Að sögn Jónasar var upphaf- lega ætlunin að helluleggja og ganga frá lóð en menn gerðu sér þó fljótlega grein fyrir að slíkt væri ekki framkvæmanlegt með góðu móti í frosti. Slík verk yrðu því að bíða vorsins. Næsta verk á dagskrá er að setja glugga í húsið en þeir eru úr áli og verið er að smíða þá hjá Gluggasmiðjunni hf. í Reykja- vík. Nú er verið að einangra hús- ið að utan og síðan verður jarð- vegi mokað upp að því en safnað- arheimilið er mestallt neðanjarð- ar. „Vegna þess að húsið er allt neðanjarðar verður að vanda vel til hlutanna og þetta er seinlegra en við aðrar byggingar. Við verð- um við þetta eitthvað áfram,“ sagði Jónas Sigurbjörnsson. EHB Tónlistarskólinn á Akureyri: Reglugerö fýrir skólann bíður afgreiðslu bæjarstjórnarinnar Tónlistarskólanefnd hefur gengið frá tillögu að reglugerð fyrir Tónlistarskólann á Akur- eyri en á síðasta bæjarstjórn- arfundi var málinu vísað til seinni umræðu. Reglugerðina unnu þeir Jón Hlöðver Áskels- son, Freyr Ófeigsson og Bene- dikt Sigurðarson, í samráði við skólafulltrúa og bæjarlög- mann. Aðspurður sagði Jón Hlöðver að ef reglugerðin yrði samþykkt myndi hún hafa mikla þýðingu í för með sér fyrir skólann. „Reyndar er verið að staðfesta ýmislegt sem er fyrir hendi en jafnframt er verið að draga ákveðna línu um hlutverk skólans. En við vitum ekki hvers konar löggjöf verður ráðandi fyr- ir skólana næsta ár og í reglu- gerðinni er vitnað í þau lög sem gilda í dag,“ sagði Jóii Hlöðver. Sem kunnugt er standa fyrir dyrum breytingar á lögum um rekstur tónlistarskóla en tillaga verkaskiptanefnar gerir ráð fyrir að sveitarfélögin standi ein undir skuldbindingum hins opinbera við almenna tónlistarskóla. Ekki er búist við að sú tillaga fari átakalaust í gegnum þingið. Mörgum þykir vænt um þessa verslun - segir Júlíus Guðmundsson verslunarstjóri í Hafnarstræti 20 Miklar breytingar hafa orðið á innréttingum og búnaði versl- unar KEA að Hafnarstræti 20 á Akureyri. Yerslunin er í því sögufræga húsi „Höepfner“ en þar hefur verið rekin verslun um áratugaskeið. KEA á allt húsið en verslunin er á fyrstu hæð. Á annarri hæð hússins eru íbúðir. Von bráðar verður sú breyting á opnunartíma verslunarinnar að hún verður höfð opin í hádeginu. Júlíus Guðmundsson tók við verslunarstjórastöðu í Hafnar- stræti 20 um síðustu áramót. Að sögn Júlíusar voru þau Baldvin Ólafsson og Helga Hallgríms- dóttir, sem unnu um áratuga- skeið í versluninni en hættu um sl. áramót, mjög vinsæl af við- skiptavinum sínum og þótti mörgum að vonum sjónarsviptir af þeim. Baldvin og Helga létu af störfum vegna aldurs. Þó væru fastir og gamalgrónir viðskipta- vinir farnir að sætta sig við breyt- inguna en mörgum í hverfinu þætti vænt um þessa verslun. Breytingarnar á versluninni eru miklar frá því sem áður var. Skipt hefur verið um nærri allar hillur, settar upp nýjar frysti- og kæligeymslur og flestar aðrar inn- réttingar endurnýjaðar miðað við nútímaþarfir. Ekki er annað að sjá en viðskiptavinir kunni vel við þessar breytingar. í versluninni er opið kjötborð en slíkt er aðeins í tveimur öðrum verslunum KEA; við Sunnuhlíð og Hrísalund. Júlíus sagðist vera ánægður með viðskiptin en þau mættu þó aukast meira og hann vildi sjá fleiri íbúa Innbæjarins í verslun- inni. Þar væri gott vöruúrval og allt árið væru í gangi tilboðsverð á ýmsum vörutegundum. Þessa dagana er t.d. jólatilboð á bök- unarvörum sem stendur til jóla og auk þess er tilboðsverð á niðursuðuvörum frá K. Jónssyni & Co. vegna afmælis þess fyrir- tækis. EHB Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri. Tillögur tónlistarskólanefndar taka mið af þessum óvissuþáttum eins og fram kemur í lok 11. greinar, en hún hljóðar svo: „Kostnaður af rekstri skólans greiðist úr bæjarsjóði. Skrifstofa Akureyrarbæjar annast greiðslu launa og rekstrarreikninga svo og bókhald Tónlistarskólans á Akureyri. Rekstur skólans skal kosta með fjárveitingum á fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar, skólagjöldum nemenda og úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum.“ Bæjarstjórn Akureyrar mun væntanlega afgreiða reglugerðina á næsta fundi en á síðasta fundi urðu nokkrar umræður um hana og bæjarfulltrúar hnutu um nokkur atriði, t.d. í áðurnefndri 11. grein. SS Ólafsfjörður: Símaklefi við hafnarsvæðið? Á fundi Hafnarnefndar Ólafs- fjarðar í lok október var m.a. rætt um uppsetningu á pen- ingasíma við Ólafsfjarðarhöfn. Rætt var um málið og ákveðið að fela hafnarstjóra að kanna málið frekar. Björn Valur Gíslason sem sæti á í hafnarnefnd vakti fyrst athygli á nauðsyn þess að fá peningasíma við höfnina. Hér væri á ferðinni kærkomið tæki fyrir ýmsa aðkomumenn og einnig veitti það aukið öryggi. Sem áður segir fól nefndin hafnarstjóra að kanna þetta mál. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.