Dagur - 24.11.1987, Page 7
24. nóvember 1987 - DAGUR - 7
Hvað varðar aðrar búgreinar, þá
má skipta þeim í tvo flokka. Annars
vegar eru greinar sem búa við of-
framleiðslu eins og t.d. alifuglarækt
og einnig svínarækt. Þessar greinar,
einkum alifuglaræktin, eru mjög
tæknivæddar og sjálfvirkni mikil.
Auk þess er framleiðslugeta í þeim
meiri en sem nemur núverandi fram-
leiðslu. Ekki er því líklegt að þær
veiti miklu meiri atvinnu en þær gera
nú þegar.
Sama má reyndar segja um ræktun
grænmetis, bæði ylrækt og aðra
grænmetis- og garðávaxtaræktun.
Hins vegar eru svo búgreinar sem
hafa vissa vaxtarmöguleika. Má þar
nefna ferðamannaþjónustu í sveit-
um, en ferðaþjónustubýli eru nú um
100. Loðdýrarækt hefur á undan-
förnum árum verið í örum vexti og á
næsta ári má reikna með að loðdýra-
bú verði hátt á þriðja hundrað.
Fiskeldi hefur á síðustu árum vax-
ið mjög fiskur um hrygg ef svo má að
orði komast, bæði seiðaeldi og mat-
fiskframleiðsla. Á þessu ári eru starf-
andi hér á landi nærri 60 fiskeldis-
stöðvar og sumir hafa haldið því
fram að bændur ættu að stunda
fiskeldi, en stórar stöðvar byggðar
fyrir erlent fjármagn ættu ekki rétt á
sér. Reynslan hefur sýnt að ekki er
ástæða til að einskorða sig við eina
gerð eða stærð eldisstöðva. Bæði ein-
yrkjastöðvar og tiltölulega stórar
stöðvar gegna nú mikilvægu hlut-
verki í atvinnulífi fjölmargra byggð-
arlaga. Sumar eru í eigu bænda og
bændafólks, en aðrar veita bændum
og þeirra fólki mikla og góða at-
vinnu. Hvort tveggja er að sjálfsögðu
til að efla atvinnulíf og styrkja búsetu
í viðkomandi byggðum.
Fleiri búgreinar mætti nefna s.s.
skógrækt sem virðist geta gefið þó
nokkra atvinnumöguleika og skilað
tekjum fyrr en margir hafa talið.
Aukin nýting hlunninda og þjónusta
ýmiss konar við ferðamenn veita
vissa möguleika og fleira mætti telja
upp.
Eyðibýlastefna
Sú stefna sem stjórnvöld fylgja í land-
búnaðarmálum og mörkuð var með
setningu búvörulaganna, hefur
stundum verið nefnd „eyðibýlastefn-
an“. Vafalaust er þessi nafngift til-
komin vegna þess að samdráttur í
búvöruframleiðslunni og aðlögun að
markaðsaðstæðum hefur verið mjög
áberandi í framkvæmd stefnunnar og
mörgu bændafólki finnst mjög að sér
þrengt og reyndar er enginn vafi á,
að ekki er svigrúm fyrir framleiðslu
allra þeirra bújarða sem nú er fram-
leitt á við óbreyttar aðstæður.
Endalaust má deila um hvort sá
aðlögunartími sem bændum er
boðinn, sé nægjanlega langur. Frá
sjónarhóli bænda er hér verið að gera
stórátak á skömmum tfma og ég hygg
að flest sanngjarnt fólk geti verið því
sammála. Til að létta ýmsum hópum
bænda breytinguna hefur í gegnum
Framleiðnisjóð landbúnaðarins verið
varið verulegum fjármunum til bú-
háttabreytinga, uppkaupa á fram-
leiðslurétti og til ýmissa annarra
hluta. Pað verkefni sem Framleiðni-
sjóði er ætlað er í senn umfangsmikið
og vandasamt og reikna verður með
að seint verði allir á eitt sáttir um
gjörðir sjóðsins. Ég held hins vegar
að þegar rætt er um fullvirðisrétt,
svæðabúmark, Framleiðnisjóð og
ýrnis önnur lykilatriði núverandi
landbúnaðarstefnu, þá megi ekki
gleyma því, að lítil! eða enginn
stuðningur fékkst fyrir því á sínum
tíma, að halda áfram með óbreytta
framleiðslustefnu og þær ráðstafanir
sem gripið hefur verið til eru af-
leiðingar stefnubreytingarinnar, en
ekki orsök.
Það er rökrétt að gera ráð fyrir að
bændum við hefðbundinn búskap
muni fækka, enda hefur það verið að
gerast undanfarna áratugi. Aðrar bú-
greinar og önnur atvinnustarfsemi
mun vega nokkuð á móti þessari
fækkun. Það hefur t.d. færst nokkuð
í vöxt, að stofnuð hafi verið fyrirtæki
í sveitum sem selja sínar vörur eða
þjónustu til næsta þéttbýlis eða til
annarra markaða, en veita íbúum
sveitarinnar launavinnu. Með bætt-
um samgöngum opnast líka mögu-
leikar fyrir fólk sem vill búa á jörðum
sínum en sækja launavinnu í þétt-
býli.
Hins vegar er ekki víst að ný at-
vinnutækifæri leggist til þar sem-önn-
ur hverfa, þannig að byggðaröskun
mun að öllum líkindum verða meiri
en það sem einungis stafar af sjálfum
samdrættinum.
Hversu mikil mun fólksfækkun
verða í sveitum og hverjar munu
verða afleiðingar hennar? Þetta eru
að sjálfsögðu brennandi spurningar,
en það vill oft verða svo, að þegar
stórt er spurt, verður fátt um svör.
Þó að ekki liggi fyrir nákvæmar tölur
þá má fullyrða að nýjar búgreinar
eins og loðdýrarækt, fiskeldi, ferða-
mannaþjónusta og aðrar nýbúgreinar
gefi a.m.k. 5-600 ársverk nú þegar og
enginn vafi er á að þau muni verða
fleiri í náinni framtíð. Mjög erfitt, ef
ekki ógerlegt er að segja fyrir um
hversu mikil fólksfækkun verði í
sveitum landsins í næstu framtíð,
hvað þá ef litið er lengra fram í
tímann. Sömuleiðis er erfitt að segja
til um hvar fækkunin verður mest.
Ýmsir telja t.d. að landsvæði eins og
sumar byggðir við ísafjarðardjúp og
á Ströndum verði einna fyrstar til að
fara í eyði. Þessi svæði eiga það þó
sameiginlegt að þar eru byggingar
víða nýlegri en annars staðar og
þetta er t.d. þáttur sem gæti vegið
þungt og gert herslumuninn fyrir
áframhaldandi byggð á þessum
svæðum. Þarna gætir að sjálfsögðu
áhrifa byggðaáætlana.
Sjálfsagt er þó rétt að gera ráð fyr-
ir að þróunin verði mjög misjöfn og
að í sumum sveitum og jafnvel heil-
um héruðum mun lítið sem ekki
fækka, meðan önnur fara nálega eða
jafnvel alveg í eyði. Það má þó ekki
líta á það sem einhverja meiriháttar
þjóðarógæfu þó að sveit fari í eyði.
Slíkt hefur gerst áður og lífið gengið
sinn vanagang. Ýmis byggðarlög
víða um land hafa verið að veslast
upp í mörg ár og eru við það að fara
í eyði. Ekki vegna þess að möguleik-
ar til sæmilegrar lífsafkomu séu ekki
fyrir hendi, heldur vegna þess að að-
stæður og mat fólks hafa breyst.
Breiðafjarðareyjar eru ágætt dæmi
um þetta og þó að ýmsir muni sakna
byggðarinnar í eyjunum, þá virðist
þetta áður eitthvert besta búsetu-
svæði landsins ekki freista lengur,
a.m.k. ekki til fastrar búsetu.
Hér er að sjálfsögðu ekki um neina
eyðibýlastefnu að ræða, heldur eðli-
lega og óumflýjanlega þróun. Ef far-
ið er um vegi landsins má sjá rústir
fjölmargra bændabýla frá veginum
og sjálfsagt enn fleiri ef farið er fram
til dala og út til nesja. Breytingar á
búsetu manna hafa því orðið áður í
íslandssögunni, en þjóðin hefur
e.t.v. aldrei verið eins vel í stakk
búin til að bregðast við þeim og ein-
mitt nú.
Breyttir tímar
Það er ljóst að tímarnir hafa breyst
og mennirnir með. Það sem var eftir-
sóknarvert í gær er það ekki í dag, en
það gæti orðið það í einni eða ann-
arri mynd á morgun. Verðmætamat
fólks breytist með aukinni menntun
og framförum á flestum sviðum.
Hvaða húnvetnskur bóndi hefði t.d.
trúað því ef honum hefði verið sagt
fyrir 50 árum, jafnvel aðeins 10-15
úrum að bújarðir eins og Grímstunga
í Vatnsdal, Þingeyrar í Þingi og
Hjaltabakki í Torfalækjarhreppi
yrðu allar í eyði á því herrans ári
1987. Þetta er þó tilfellið og því valda
ýmsar ástæður og hreint ekki víst að
þessar stórjarðir byggist aftur í
náinni framtíð.
Margir þættir hafa áhrif á ákvarð-
anir fólks um búsetu. Meðal þessara
þátta eru góðar og öruggar samgöng-
ur, heilbrigðisþj ónusta, möguleikar
til skólagöngu, önnur félagsleg þjón-
usta, möguleikar á að sinna félags-
legum þörfum og síðast en ekki síst
möguleikar á atvinnu og lífsafkomu
við hæfi.
Landbúnaðurinn og
byggðastefnan
Landbúnaðurinn hefur löngum verið
spyrtur við svokallaða byggðastefnu,
jafnvel svo að ýmsir hafa ekki séð
ástæðu til að skilja þar á milli. Víst
gegnir landbúnaðurinn mikilvægu
hlutverki í tilveru, vexti og viðgangi
fjölmargra byggðarlaga. Það hlut-
verk er í senn atvinnulegs- og félags-
legs eðlis.
En byggðastefna er ekki sérmál
dreifbýlis. Hún er málefni allrar
byggðar í landinu, fjölmennrar og
fámennrar, hvar svo sem hún er og
hvernig sem hún er. Flestum er það
löngu ljóst að fólk sættir sig ekki við
það eitt, að nóg sé að gera, helst of
mikið, og að laun séu sæmileg. Fólk
vill ekki lengur búa í verstöð, án þess
að hafa í raunverulega möguleika til
að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi.
Það vill hafa möguleika á að móta
meira tilveru sína en áður var.
Það er því liðin tíð að landbúnað-
urinn leiki einhvern einleik í byggða-
þróun og afkomu dreifbýlis. Það
koma aðrir þættir til og ég tel að eitt
það mikilvægasta sé aukin valddreif-
ing í þjóðfélaginu, aukin dreifing
opinberrar starfsemi um landið og
þar með raunverulegir möguleikar
bæði einstaklinga og byggðarlaga til
að skapa sér þá tilveru og þann lífs-
takt sem þau sjálf kjósa. Möguleikar
fyrir fólk sem aflað hefur sér ýmiss
konar menntunar að nýta hana í því
umhverfi sem það sjálft vill vera í.
Byggðastefna byggist ekki lengur á
einstökum atvinnugreinum og er
heldur ekki fyrir einstaka landshluta,
heldur á hún að vera sú slagæð sem
flytur næringu og kraft um allan
þjóðarltkamann til þess að öflugt og
fagurt mannlíf geti sem víðast þrifist
f þessu landi.
8. nóvember 1987.
Tæplega 200 manns sátu byggðamálaráðstefnuna á Selfossi um síðustu helgi.
Hér sést yfir hluta ráðstefnusalarins.
Bílasalan Stórholt
Hjalteyrargötu 2, Akureyri
Símar 23300 ~ 25484 ~ 22213.
Toyota Corolla árg. 85.
Ek. 30 þús. km.
Toyota Cressida turbo, dísel árg. '86.
Ek. 108 þús. km. Skipti á ódýrari.
Toyota Celica GTI árg. '87.
Ek. 15 þús. km. Verð 820 þús.
Skipti á ódýrari.
MMC Galant GL1600, árg. '86.
Ek. 19 þús. km. Verð 570 þús.
Ford Bronco XLT m/öllu árg. '86.
Ek. 26 þús. km. Verð 1.150 þús.
Pontiac Trans AM m/öllu árg. '84.
Ek. 50 þús. Verð 940 þús.
Skipti á ódýrari.
Fiat Uno 605 árg. '86. Ek. 14 þús. km.
Verð 330 þús. Góð kjör.
Saab 900 árg. '82 m/öllu.
Subaru station 4WD árg. '86.
Ek. 33 þús. km. Verð 640 þús.
MMC Tredia 4WD árg. '86.
Ek. 31 þús. km. Verð 600 þús.
Skipti á ódýrari.
626 2,0 GLX m/öllu árg. '87.
Ek. 12 þús. km. Verð 680 þús.
Skipti á ódýrari.
Toyota Tercel 4WD árg. '65.
Ek. 52 þús. km. Verð 470 þús.
Volvo 244 GL m/öllu árg. '87.
Góðir bílar á
góðum kjörum
Fiat 127 árg. '82. Verð 120.000
Mazda 323 árg. '79. Verð 100.000
Mazda 626 árg. '83. Verð 350.000
Lancer 1400 árg. '80. Verð 180.000
Volvo 245 station'78. Verð 220.000
Opel Record árg. '84. Verð 480.000
Volvo 244 árg. '79. Verð 260.000
Golf C árg. '84. Verð 320.000
Galant árg. '79. Verð 130.000
Mazda 323 árg.'82. Verð 230.000
Mazda 626 árg. '80. Verð 200.000
Öll skipti skoðuð
Eigum mikið a! góðum bílum
í alis konar skiptum
TOYOTA SÖLUUMBOD
Bílasalan Stórholt
Hjalteyrargötu 2, Akureyri
Símar 23300 - 25484 - 22213.