Dagur - 24.11.1987, Side 16

Dagur - 24.11.1987, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 24. nóvember 1987 SIEMENS Helluborð og ofnar Hrærivelar Brauðristar Hárþurkur og burstar Straujárn Eggjasjóðarar Handþeytarar Grænmetiskvarnir HF. Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 600 Akureyri • Sími 27788 Opiö á laugardögum frá kl. 10-12. Loðnuveiði: Metveiði á föstudag Geysilega góð loðnuveiði var á miðunum á föstudag og til- kynntu þá 33 skip samtals um 25.720 tonna afla. Að sögn Astráðs Ingvarssonar hjá loðnunefnd er þetta sennilega mesta veiði á einum degi frá upphafí. Bræla var á loðnumiðunum norður af Vestfjörðum nær alla síðustu viku en á föstudag var komið veiðiveður með þessum ágæta árangri. Alls voru 34 skip á veiðum, 33 þeirra tilkynntu um afla á föstudag og var þar í flest- um tilfellum um að ræða full- fermi. Síðasta skipið tilkynnti svo afla á laugardag. Á Siglufirði var á föstudag landað 5.790 tonnum, 1.520 í Krossanesi, 570 á Ólafsfirði, 520 á Raufarhöfn og 1.220 á Þórshöfn. Um helgina viðraði ekki til veiða en í gærmorgun fóru svo skipin á veiðar að nýju. ET Hafa litla trú á gengisfellingu Háværar raddir hafa undanfar- ið krafíst gengisfellingar krón- unnar gagnvart Bandaríkja- dollar vegna slæmra áhrifa núverandi gengisskráningar fyrir útflutningsgreinar iðnað- arins. Dagur Ieitaði álits þriggja manna í verslunarstétt um viðhorf til gengisfellingar. Ellert Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Þórshamars hf., sagðist hafa orðið var við ótta við gengisfellingu. „Maður getur ekki annað en verið hræddur við Húnavatnssýslur: Mjög mikil hálka er á veg- um í Húnavatnssýslum. Þrátt fyrir töluvert skemmt- anahald, þá var helgin róleg hjá lögreglunni. Hjá lögreglunni á Blönduósi fengum við þær upplýsingar, að þrátt fyrir töluvert „út- stáelsi" á Húnvetningum um helgina, þá hefðu engin öhöpp orðið og helgin með rólegra móti. Lögreglan vill vara veg- farendur, bæði gangandi og akandi við mjög mikilli hálku á vegum og hvetur fólk til að fara varlega. Eins og flestum er kúnnugt þá er þjóðvegurinn í gegnum sýslurnar svo til aiveg lagður varanlegu slitlagi. pbv gengisfellingu þegar stórjaxlar í útgerð og fiskvinnslu tala í sífellu um það í fjölmiðlum að gengið sé rangt skráð,“ sagði Ellert. Þegar hann var spuröur um áhrif geng- isfellingar á bifreiðainnflutning svaraði Ellert á þá leið að líklega myndi t.d. 10% gengisfelling draga talsvert úr sölu nýrra bíla fyrst í stað, einkum vegna þess að aðflutningsgjöld hafa þegar hækkað á árinu. „Ég álít pers- ónulega að ríkisstjórnin haldi sér við fastgengisstefnuna svo fram- arlega sem dollarinn falli ekki niður úr öllu valdi og þeir neyðist til að fella gengið,“ sagði Ellert að lokuin. „Ég tel fullvíst að ekki verði gengisfelling en það má túlka gengismálin á margan hátt. Við höfum t.d. dæmi um hratt gengis- sig en það má ganga mikið á til að gengið verði fellt því nú er óró- leiki innan Verkamannsam- bandsins og gengisfelling ofan á það veldur sprengingu," sagði Hólmgeir Valdemarsson, hjá Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar. „Gengisfelling bjargar engu,“ sagði Birkir Skarphéðinsson, for- maður Kaupmannasamtaka Akureyrar. „Vcrulegt gengissig hefur orðið á Evrópugjaldmiðlum undanfarið og það jafngildir gengisfellingu undir öðru nafni. Þetta hækkar óhjákvæmilega vöruverð frá þessum löndum en gengisfelling ein og sér hefur slæm áhrif á allt viðskiptalífið." EHB mwm Það verður talsvert verk að flytja þennan myndarlega köst úr stað. Mynd: kk Hverá brennu? Milli Hlíðarbrautar og Glerár, gegnt Vistheimilinu Sólborg, er þessa dagana í smíðum bál- köstur sem virðist ætla að verða hinn myndarlegasti. Ekki hefur verið veitt leyfí fyr- ir áramótabrennu á þessum stað, sem tilheyrir einu af trjá- ræktarsvæðum bæjarins, og myndi hún að sögn Arna Stein- ars Jóhannssonar garðyrkju- stjóra eyðileggja einhverjar þúsundir trjáplantna. Svæðið milli Glerár og Hlíð- arbrautar var á ári trésins 1980 skipulagt sem trjáræktarsvæði og undanfarin ár hefur á hverju ári verið plantað þar 2-5000 plöntum. Hiti, olía og síðast en ekki síst traðk sem fylgir ára- mótabrennu mun því valda mikl- um spjöllum. Ekki hefur tekist að hafa uppi á forsvarsmönnum brennusmíðinnar og því eru við- komandi beðnir að hafa samband við Árna eða lögregluna. „Við erum tilbúnir að aðstoða við flutning efnisins á nýjan stað,“ sagði Árni. Guðmundur Guðlaugsson bæjarverkfræðing- ur hefur fyrir sitt leyti leyft að brennan verði flutt í malarnám bæjarins norðan Rangárvaila. ET Ólafsfjörður: Viöurkennir sölu á um 100 áfengisflöskum Sprúttsölumálið á Ólafsfírði sem Dagur skýrði frá á fimmtu- dag er nú að mestu leyti upplýst. Ungur heimamaður hefur játað að hafa á tæpu ári tekið við og selt talsvert magn af áfengi frá skipverja um borð í Hofsjökli. Að sögn Barða Þórhallssonar bæjarfógeta á Ólafsfirði hefur maðurinn játað að hafa farið um borð og keypt áfengi í nánast hverri viðkomu skipsins á Ólafs- firði. Hann kveðst hafa keypt fyr- ir ýmsa aðila, vinnufélaga og fleiri og þá farið með þeirra pen- inga um borð til kaupanna. Mað- urinn hefur ekki fengist til að gefa upp nöfn þessara viðskipta- vina sinna enda teljast þeir að sögn Barða ekki vera samsekir honum í málinu. Lögreglan hefur um nokkurt skeið fylgst með manni þessum. Einhverja hugmynd hafði hann urn þetta því í yfirheyrslum kom fram að hætt var við viðskipti í síðustu viðkomu skipsins. Þá komst upp um smygl skipverja á ísafirði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa selt rúmlega 100 vodkaflösk- ur en að sögn Barða leikur grun- ur á að um mu meira magn sé að Stéttarsamband bænda: Varar við álagningu söluskatts á búvörur Stéttarsamband bænda hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem varað er við að umræðan um söluskatt á mat- væli einskorðist við matar- reikning neytenda. Samkvæmt tillögum fjármálaráðherra er fyrirhugað að taka upp að nýju álagningu söluskatts á land- búnaðarafurðir en söluskattur var afnuminn af mjólkurvörum skömmu eftir 1970 og af kjöt- vörum árið 1978. í tilkynningu Stéttarsambands- ins segir að samkvæmt þeim útreikningum sem hagfræðingur Stéttarsambandsins hafi gert verði hugsanlegur samdráttur í sölu landbúnaðarafurða 1988: 14% á smjöri, 12,6% á kinda- kjöti, 15,5% á nautakjöti, svo dæmi séu tekin. Hugsanlegur samdráttur í búskap samkvæmt útreikningum Stéttarsambandsins verður 65 kúabú og 244 sauðfjárbú eða alls 422 ársverk en til samanburðar er heildarfjöldi ársverka í landbún- aði á landinu öllu um 8500 talsins. Hugsanlegur kostnaður við útflutning umframbirgðanna vegna söluminnkunar er talinn verða tæpur hálfur milljarður króna á ári. Þau atriði sem Stéttarsamband bænda leggur áherslu á í sam- bandi við álagningu söluskatts á búvörur er að samkeppnisað- staða búvöru gagnvart innflutn- ingi stórversni auk þess sem stór- aukin hætta sé á framhjásölu og svartamarkaðsbraski með heima- slátraðar og heimaunnar vörur. Þá telur Stéttarsambandið að áhrif söluskattsins yrðu líka veru- leg á sölu kjúklinga, eggja, hrossakjöts og garðávaxta. Stétt- arsambandið hefur ekki reiknað þau áhrif vegna skorts á upplýs- ingum um samhendi slíkra breyt- inga hérlendis. í niðurstöðum skýrslu hag- fræðings Stéttarsambandsins seg- ir að ljóst sé að fleiri þættir en verðið eitt hafi áhrif á eftirspurn eftir matvælum þeim sem hér hafa verið nefnd. Hinsvegar sé ljóst að áhrif verðsins séu yfir- gnæfandi og ekki verði fram hjá þeim gengið. Því telur Stéttar- sambandið rétt að álagning sölu- skatts á matvæii verði rædd frá öllum hliðum þegar málið verður endanlega afgreitt. JÓH ræða. Hann sagði að unnið yrði að málinu frekar næstu daga en þegar reynt hefði verið til þrautar þá yrði það sem ríkissaksóknara til meðferðar. ET Eyjafjörður: Minna leitað eftir erlendu vinnuafli Svo virðist sem ásóknin í erlent vinnuafl á Eyjafjarðarsvæðinu fari hraðminnkandi. Að sögn Björns Snæbjörnssonar, varaformanns Einingar á Akureyri, hefur umsóknum til Útlendingaeftirlitsins í Reykjavík vegna erlends vinnuafls snarfækkað. í haust höfðu ýmsir atvinnu- rekendur, einkum í fiskiðinaði, orð á því að þörf væri á að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli því mikið vantaði upp á að frysti- húsin væru fullmönnuð. Á tveim- ur stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu; Grenivík og Grímsey, voru ráðn- ir nokkrir útlendingar. Björn Snæbjörnsson sagði að skýringin á minnkandi eftirspurn eftir erlendu vinnuafli lægi aðal- lega í tvennu; minnkandi þenslu og lélegum aflabrögðum vegna erfiðra gæfta. Því væri ekki nema eðlilegt að eftirspurnin drægist eitthvað saman. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.