Dagur - 05.01.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1988, Blaðsíða 7
Búnaðurínn samanstendur af neyðarhnappi og móttökuboxi sem tengt er við stjórnstöð. tilvika var um neyðartilfelli að ræða. Oft var um óvarkárni að ræða, fólk rak hnappinn í eða studdi óvart á hann, en mikið var um að gamalt fólk hafði dottið og legið hjálparvana og einnig var nokkuð um útköll vegna hjarta- kasta eða brjóstverkja. „I ljósi þessarar tilraunar ákvað tryggingaráð að ganga til samninga við Securitas. í niður- stöðunum segir m.a. að flestir þátttakendur segja hnappinn gefa sér aukna öryggistilfinningu og hjálpi sér mikið við að búa heima. Þeir einstaklingar sem í byrjun kvörtuðu og töldu hann ekki eiga erindi inn á sitt heimili skiptu um skoðun. Peir einstakl- ingar sem þurftu að nota hnapp- inn eru undantekningalaust mjög ánægðir með viðbrögð við útköll- um,“ sagði Árni og bætti við því að nú væru um eða yfir 200 hnappar tengdir í Reykjavík. Við snerum okkur næst að Akureyri í spjalli okkar. Securitas hefur rekið vaktþjónustu á Akur- eyri í 4-5 ár en ekki haft stjórnstöð, en stjórnstöð er for- senda fyrir því að hægt sé að setja upp neyðarhnappa, eins og fram hefur komið. Neyðarhnappar verða vonandi settir upp á Akureyri á vordögum - Eru neyðarhnapparnir þá ekki væntanlegir til Akureyrar? „Ja, málin hafa verið rædd við nokkra bæjarráðsmenn og það er ljóst að verulegur áhugi er á því að geta komið upp slíkri þjón- ustu en það segir sig sjálft að býsna umfangsmikið mannahald þarf að vera í kringum stjórnstöð. Við verðum að sjá hvað kemur út úr þessum umræð- um sem eru að fara í gang í bænum. Við teljum það æskilegt að bærinn komi inn í þetta dæmi til að flýta þróuninni, en þegar við erum að tala um að bærinn komi inn í þetta erum við að tala um að hann greiði beint ákveðið hlutfall af rekstrarkostnaði stjórnstöðvarinnar. Við höfum allan þennan tæknibúnað tiltæk- an til að hrinda þessu í framkvæmd, við höfum útistand- andi vakt sem við gætum nýtt í sambandi við þessa þjónustu og við erum líka tilbúnir að leggja til húsnæði. Frá því ákvörðun hefur verið tekin þarf ekki að líða nema mánuður þar til kerfið verður komið í gang.“ - Teljið þið brýnt að koma þessari þjónustu á sem fyrst? „Já. Það hefur töluvert verið hringt hingað vegna þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu. Fólk hefur verið að spyrjast fyrir um þessa þjónustu og við erum sannfærðir um að þörfin er brýn. Draumur okkar er sá að hér verði komið Securifon kerfi á vordögum. Það fer náttúr- lega eftir því hver viðbrögðin vera hjá bænum. Ef við förum að standa einir að kostnaðinum þá sér hver heilvita maður að það gengur ekki upp. En það sem ávinnst, það er spurning hvort hægt sé að meta það í beinhörð- um peningum, að gefa fólki möguleika á að búa lengur heima, losna við hræðslutilfinn- ingu og létta þrýstinginn á stofn- anir í bænum en menn þurfa að bíða í áraraðir eftir því að kom- ast inn á þessar stofnanir. Þegar maður hugsar um ávinninginn verður tilkostnaðurinn sáralítill. Margir hafa spurt mig um skilyrðin fyrir því að fá að tengj- ast þessu kerfi, eða hverjir fá nið- urgreiðslur frá Tryggingastofnun. Þetta fólk hefur sagt að það skipti ekki öllu máli þótt það falli ekki undir þann flokk, fjölskyldan myndi þá sameinast um að greiða kostnaðinn af þessu öryggistæki og vita þá af ættingja sfnum öruggum. Við sjáum í rauninni þróunina þannig að þessi ákvæði verði verulega rýmkuð.“ Árni sagðist sjá margs konar ávinning af því að setja upp stjórnstöð á Akureyri. Til dæmis væru nokkur fyrirtæki tengd með Robofon kerfi við stjórnstöðina í Reykjavík og þá myndu þau að sjálfsögðu verða flutt í stjórn- stöðina á Akureyri. „Þá væri einnig hægt að færa einhverjar af þeim tengingum sem eru á lög- reglustöðinni á Akureyri inn í stjórnstöð hjá okkur. Síðan skap- ast möguleiki fyrir alls kyns við- vörunarkerfi sem ekki hafa verið fyrir hendi hér.“ - Ég held að fólk ætti nú að vera orðið margs vísara um neyð- arhnappana, en eitthvað að lok- um Árni? „Ég hef trú á því að þetta sé töluverður hópur sem bíður eftir því að neyðarhnapparnir verði settir upp og ég vona bara að úr rætist sem allra fyrst.“ SS „Við erum að spara þjóðfélaginu stór útgjöld við rekstur elliheimila og sjúkrahúsa.“ 5. janúar 1988 - DAGUR - 7 Vinningstölur 2. janúar Heildarvinningsupphæð kr. 11.920.864.- 1. vinningur kr. 7.320.845.- Skiptist á milli 7 vinningshafa kr. 1.045.835.- 2. vinningur kr. 1.378.240.- Skiptist á milli 548 vinningshafa kr. 2.360,- 3. vinningur kr. 3.221.779.- Skiptist á milli 18.623 vinningshafa sem fá 173.- kr. hver. *mÉBÉ532 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Stundaskrár vorannar verða afhentar gegn greiðsfu skóla- og efnisgjalda á Eyrarlandsholti mið- vikudaginn 6. janúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í dagskóla fimmtudaginn 7. janúar. Kennarafundur verður haldinn miðvikudaginn 6. janúar kl. 09.00 árdegis. Skólameistari. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skráningu fyrir vorönn í öldungadeild lýkur föstudaginn 8. janúar. Innritunargjald er kr. 4.800. Kennsla hefst mánudaginn 18. janúar og verða stundaskrár afhentar á sal skólans á Eyrarlandsholti kl. 18.00 þann dag. Innritun á sjókokkanámskeið lýkur einnig föstu- daginn 8. janúar. Skólameistari. Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar - Vinsælustu lög ársins 1987 Topplög ársins 1987 Vikur Sæti Lag Flytjandi V.át. Frá-til álista 1. Járnkarlinn .. Bjartmar Guðl. og Eiríkur Fjalar 4 13/11-11/12 5 2. Bad Michael Jackson 3 19/09-17/10 12 3. Never gonna give you op . Rick Astley 2 17/10-30/10 7 4. Pump up the volume M/A/R/R/S 1 30/10-0611 8 5. Inn í eilífðina .. Karl Örvarss. og Ólöf Valsd. 1 06/11-13/11 5 6. Truefaith New Order 1 7 Lög sem lengst hafa verið á lista Sæti Lag Flytjandi Frá-til Vikur á lista 1. Causing a commotion Madonna 19/09-04/12 11 2. Loner Gary Moore 19/09-27/11 7+3= =10 3. Voyagevoyage 19/09-27/11 10 4. Toy boy 19/09-27/11 10 5. I don‘t wanna be a hero ... .. Jhonny hates jazz 19/09-20/11 9 6. Tomorrow ... The communards 19/09-20/11 9 Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar óskar' hlustendum sínum svo sem Norðlend- ingum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu 1987. Vinsældalistinn er valinn á föstudagskvöldum milli kl. 20 og 22 í símum 27710 og 27711. Listinn er síðan spilaður á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23, auk þess sem ný lög eru kynnt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.