Dagur - 05.01.1988, Blaðsíða 1
Kjóffot
Smokingföt
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
„Sjallamálið“:
„Ekkí sáttir
við úrskurðinn"
- segir Haraldur Blöndal,
lögfræðingur þrotabús Akurs hf.
„Já, dómnum verður áfrýjað
til Hæstaréttar. Ég geri ráð
fyrir því að það verði þingfest í
febrúar,“ sagði Haraldur
Blöndal lögfræðingur þrotabús
Akurs hf. Urskurður bæjar-
þings Akureyrar var þrotabúi
Akurs í óhag, bæði í aðalsök
og gagnsök, og var því gert að
greiöa Jóni Rafni Högnasyni
og Helga B. Helgasyni 650
þúsund krónur auk vaxta.
Hinu víðfeðma „Sjallamáli" er
því engan veginn lokið þótt Sjall-
inn liafi verið seldur á nauðung-
aruppboði þann 17. október
1986. Sem kunnugt er lögðu eig-
endur Bita sf. fram lögbanns-
beiðni á fyrirhugaða hlutafjár-
aukningu Akurs hf. en Akurs-
menn svöruðu með kröfu um
kyrrsetningu á eignum Bita-
rnanna og kröfðust að auki 40
milljóna króna skaðabóta.
„Þetta er
Bæjarþing Akureyrar sýknaði
eigendur Bita sf. af skaðabóta-
kröfunni. Eigendur Bita stefndu
þrotabúi Akurs vegna kyrrsetn-
ingarmálsins og unnu það mál;
kyrrsetningin var dæmd ólög-
mæt. Þar eð dómnum verður
áfrýjað til Hæstaréttar mun kyrr-
setningin hins vegar standa
áfram, eða þar til Hæstaréttar-
dómur liggur fyrir, nema um ann-
að verði samið.
Eftir að áfrýjunin hefur verið
þingfest fær lögfræðingur þrota-
búsins fjögurra mánaða frest til
að ganga frá skjölum en dómur
verður ekki upp kveðinn fyrr en
einhvern tíma á næsta ári, enda
tekur um 1 ár að fá mál í gegnum
Hæstarétt.
„Nei, við erum ekki sáttir við
úrskurðinn. Ef menn byrja á
slagsmálum þarf náttúrlega að
Ijúká þeim. Þeim er ekki lokið og
maður fer tæpast að áfrýja dómi
nema maður eigi möguleika á því
að vinna,“ sagði Haraldur. SS
í gær var í fyrsta skipti landað úr frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa, Slétthaki. Mynd: tlv
Sléttbakur EA:
180 tonn úr fyrstu veiðiferð
í gær hófst löndun afla úr
fyrstu veiðiferð frystitogarans
Sléttbaks og verður henni lok-
ið í dag. Afraksturinn af um
það bil mánaðar útiveru voru
um 180 tonn af flökum og heil-
frystum fiski að verðmæti um
24 milljónir króna. Afli upp úr
sjó er um 370 tonn. Mcstur
hluti aflans er þorskur en einn-
ig er nokkuð af öðrum tegund-
um.
Sléttbakur hélt upphaflega til
veiða 15. nóvember en kom inn
aftur vegna bilunar eftir þriggja
daga útiveru. Aftur var haldið til
veiða 23. nóvember og ekki kom-
ið til hafnar fyrr en á Þorláks-
messu. Aftur var haldið til veiða
27. desember og komið inn á
gamlársdag.
Að sögn Kristjáns Halldórs-
sonar skipstjóra gekk þessi fyrsta
veiðiferð vel fyrir sig, ekki var
nema um smávægilegar bilanir að
ræða. Fiskirí var hins vegar held-
ur dauft allan tímann.
Sléttbakur heldur aftur til
veiða í kvöld og er gert ráð fyrir
þriggja til fjögurra vikna túr. ET
Akureyri:
óþolandi
virðingar-
leysi“
Nauðungaruppboðum fækkar
í fyrsta sinn frá 1983
- segir Tryggvi Svein-
björnsson um
skemmdir vélsleða-
manna
Einhverjir vélsleðagarpar á
Akureyri hafa ekki kunnaö
sér læti þegar snjórinn loksins
lét sjá sig. Á lóð Sjálfsbjargar
norðan Hlíðarbrautar hafa
töluverðar skemmdir verið
unnar á trjáplöntum og söku-
dólgarnir eru augljóslega
ökumenn vélsleða.
„Þetta er óþolandi virðingar-
leysi. Plönturnar stóðu vel upp
úr snjónum og hafa ekki getað
farið fram hjá þeiin sem hér
hafa átt í hlut," sagði Tryggvi
Sveinbjörnsson framkvæmda-
stjóri Sjálfsbjargar í samtali við
Dag.
Runnar þessir voru settir nið-
ur fyrir afmæli Akureyrarkaup-
staðar síðastliðið sumar. Á
nokkrum stöðum hefur verið
ekið í gegnum beðin og sums
staðar eru komnar djúpar
slóðir. „Það er einkennilegt að
settar séu strangar reglur um
akstur fjórhjóla en svo komist
eigendur vélsleða óáreittir upp
með svona lagað," sagði
Tryggvi. ET
Fasteignum, seldum á nauð-
ungaruppboðum í umdæmi
bæjarfógetans á Akureyri og
Dalvík, hefur fækkað milli ára.
Árið 1987 voru níu fasteignir
seldar á nauðungaruppboðum
en sautján árið 1986, að sögn
Elíasar I. Elíassonar, bæjar-
fógeta.
Til samanburðar upplýsti
bæjarfógeti að fjöldi fasteigna,
sem hafa verið seldar nauðungar-
sölu frá árinu 1980, er sem hér
segir: Árið 1980 tvær eignir, 1981
átta, 1982 sjö, 1983 tvær, 1984
fjórtán, 1985 sextán, 1986 sautján
og árið 1987 níu eignir, eins og
áður sagði. Á síðasta ári fækkar
nauðungaruppboðum í fyrsta
sinn frá árinu 1983.
Arnar Sigfússon, skiptaráð-
andi hjá embættinu, hefur með
höndum uppboð lausafjármuna,
en í hverjum mánuði eru tugir
bifreiða auglýstar á nauðungar-
uppboðum, auk heimilisbúnaðar
af ýmsu tagi. Á síðasta ári komu
363 uppboðsbeiðnir á lausafé til
embættisins, þar af fóru fimmtán
uppboðssölur fram. Þar af eru
um tíu bílar en afgangurinn sjón-
varpstæki o.fl. Til samanburðar
voru uppboðsbeiðnir á lausafé
354 talsins árið 1986 en það ár
voru 24 uppboð raunverulega
- uppboð á lausafé dragast einnig saman
framkvæmd. Því hefur seldum
lausafjármunum einnig töluvert
fækkað milli ára.
Arnar sagði að sem betur fer
tækist flestum að bjarga sínum
málum áður en til uppboða komi
og því séu auglýstir hlutir alltaf
mun fleiri en þeir sem enda undir
hamrinum. EHB
Laun fóstra:
„ Lítisvirðing við
þeirra menntun“
- segir Sonja Sveinsdóttir
Meðan deila Akureyrarbæjar
og fóstra sem starfa hjá bæn-
um stendur sem hæst er rétt að
kanna ástandið á öðrum dag-
vistum í bænum. Á Krógabóli,
sem er foreldrarekin dagvist,
munu fóstrur og forstöðumað-
ur hafa sagt upp störfum. Þar
fá fóstrur laun samkvæmt sömu
samningum (STAK) og fóstrur
hjá Akureyrarbæ og þær bíða
því einnig eftir úrlausn.
Stekkur er dagvist fyrir börn
starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss-
ins. Þar fá fóstrur hliðstæð laun
og hjá bænum. Að sögn Sonju
Sveinsdóttur hættu allar fóstrur á
heimilinu sl. sumar nema for-
stöðumaðurinn og ítrekaðar
auglýsingar hafa ekki borið
árangur; fóstrur hafa ekki fengist
til starfa.
„Það er hægt að halda þessu
gangandi ennþá en það fer hjá
okkur eins og annars staðar að
forstöðumaðurinn gefst upp. Það
er mjög óheppilegt fyrir faglærð-
an aðila sem á að sinna stjórnun-
arstörfum að vera einn og svona
ástand varir aldrei nema vissan
tíma. Fólk gefst upp,“ sagði
Sonja.
Hún sagði að fóstrur litu á þau
laun sem í boði væru sem lítils-
virðingu við þeirra menntun og
því hefðu þær ekki svarað auglýs-
ingum. „Eg vona að þeir sem
peningamálunum ráða taki við
sér og sjái hve mikilvægt það er
fyrir þjóðfélagið eins og það er í
dag að foreldrar hafi gæslu fyrir
börn sín. Við byggjum á því að
fólk sé úti á vinnumarkaðinum en
það er ekki hægt nema fólk hafi
örugga gæslu fyrir börn sín,“
sagði Sonja. SS