Dagur - 18.01.1988, Page 1

Dagur - 18.01.1988, Page 1
Altt fyrir' Matvöruverslanir KEA: Vemlegur tekjumissir - vegna nyju söluskattslaganna Ný lög um söluskatt hafa þau áhrif að verulega dregur úr tekjum verslana og eru versl- unarmenn mjög óhressir með þessa niðurstöðu. Ástæður þessa eru þær að með auknum niðurgreiðslum á mjólkur- og kjötvörum er heildsöluverð þessara vara fært niður allt að 25% eða sem nemur sölu- skattinum. Álagningarprós- Loðna: enta verslana kemur því á lægra innkaupsverð sem þýðir að skerðing verður á sölulaun- um verslana í krónutölum. Hjá matvöruverslunum KEA á Akureyri er gert ráð fyrir að þessi tekjumissir nemi tæplega milljón krónum á ári, ein- göngu í sölu mjólkur, en alls mun sala á mjólkur- og kjöt- vörum vera um 45% af heild- arveltu hverrar matvöruversl- unar. Akureyrl: Mokveiði Mokveiði var á loðnumiðunum um helgina og mjög gott veður. Loðnan veiðist nú aust- ur af Langanesi og því hefur mestum hluta aflans verið landað á Austfjörðum. Á föstudag tilkynntu 23 skip samtals um 15.810 tonna afla, á laugardaginn voru þau 28 með 22.110 tonn og um miðjan dag í gær höfðu 7 skip tilkynnt um 4.800 tonn. Heildaraflinn frá ára- mótum er nú orðinn um 79 þús- und lestir og heildaraflinn á vertíðinni um 390 þúsund lestir. Aðal loðnumiðin eru nú um 100 mílur austur af Langanesi og því styst sigling á Austfjarða- hafnir. SR á Siglufirði og aðrar verksmiðjur á Norðurlandi hafa fengið minna en ef svo heldur fram sem horfir þá fer geymslu- rými þar eystra að fyllast og skip- in að sigla norður fyrir. ET Sala á mjólk vegur einna mest í tekjutapi matvöruverslana. Dæmi er um að meðalstór mat- vöruverslun KEA á Akureyri sem seldi samtals 12.500 lítra af mjólk og léttmjólk í nóvember sl. hafi nú 43.733 kr. í sölulaun af þessu magni eftir lagabreyting- una í stað 54.611 króna fyrir setn- ingu söluskattslaganna. Hjá umræddri verslun er tekjuskerð- ingin ca. 11.000 kr. miðað við einn mánuð þó aðeins sé hér um eina vörutegund að ræða. Nokkrir vöruflokkar koma svipað út fyrir verslunina. Þrátt fyrir að vínarpylsur hækki í verði um 15,6% þá fær verslunin 6,50 kr. minna fyrir að selja hvert kíló sem byggist á að heildsöluverð vörunnar lækkar og þar með krónutöluálagning verslunarinn- ar. Frekar er fjallað um áhrif sölu- skattslaganna á rekstur verslana í viðtali við Björn Baldursson, fulltrúa verslunarsviðs KEA á bls. 7 í blaðinu í dag. JÓH Þaö er auðvelt að ánetjast fíkniefnum og kannanir sýna að hver sem er, úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, getur orðið fórnariamb eiturlyfja. Það er enginn óhultur. Akureyri fer ekki varhluta af fíkniefnanotk- un en að sögn lögreglunnar hafa þeir vitneskju um fíkni- efnanotkun í bænum og á hverju ári þarf rannsóknarlög- reglan að hafa afskipti af fíkni- efnamálum. Talið er að fíkniefnaneysla á Akureyri fari sem betur fer enn aðeins fram í þröngum hópum, en betra er að byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. „Fíkniefni eru til staðar á Akureyri í dag, en við teljum þó að ástandið sé frekar gott, miðað við aðra staði,“ sagði Daníel Snorrason rannsóknarlögreglu- maður í samtalí við Dag. „Fíkniefnamál eru öðruvísi en flest önnur mál sem við fjöllum um, því í allflestum tilfellum kemur einhver sem misgert hefur verið við og kærir. í fíkniefna- ástand þó ekki slæmt miðað við aðra staði Sýnishorn af því sem rannsóknarlögreglan hefur lagt hald á af ólöglegum efnum og tólum. Þarna má sjá hass og pípu, hassplöntu, heróín, kókaín, amfetamín auk ýmissa „aðstoðar“ hiuta. Mynd: tlv málum þurfum við að leita uppi málin og hafa fyrir því að finna þau.“ Daníel sagði að sá misskilning- ur væri útbreiddur, að fíkniefna- vandinn væri einvörðungu læknisfræðilegur, það væri al- gengt sjónarmið hjá unglingum að þeirra líkami komi engum við nema þeim. „En þegar fram í sækir og menn eru orðnir háðir efnunum, er oft ekki hægt að fjármagna neysluna nema á ólöglegan hátt. Algcngast er að menn grípi til þess að selja efnin, vændi er stundað, auk ýmiss kon- ar auðgunarbrota." Aðspurður sagði hann að fyrstu fíkniefnamálin á Akureyri hafi komið upp í byrjun áttunda áratugarins. Um og eftir 1983- 1984 fjölgaði þeim nokkuð. Dagur hafði einnig samband við Ólaf Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjón og sagði hann fulla ástæðu til að hvetja fólk til að vera á varðbergi og láta lög- regluna vita ef það hefur grun um notkun eða sölu fíkniefna. „Fíkniefnaheimurinn er harður heimur og ótrúlegasta fólk sem lendir í klóm citurlyfja,“ sagði hann. Ólafur vildi að fram kæmi, að fyllstu nafnleyndar er gætt, sé þess óskað þegar fólk færir lög- reglunni upplýsingar varðandi fíkniefni. VG Mikill fjöldi fólks heimsótti aðsetur Ríkisútvarpsins á Akureyri í gær, en þar var opið hús í tilefni norræns tækniárs. Mynd: TLV Þingmenn: - flestir eru þó á lélegu tímakaupi Laun þingmanna hafa stund- um verið í sviðsljósinu. Sýnist þar sitt hverjum og telja sumir að þingmenn vinni alls ekki fyrir kaupinu sínu. Aðrir telja að kaupið sé of lágt og hvetji ekki hæfa menn til að sækja í þetta starf. Ef reiknað væri tímakaup á vinnu íslenskra þingmanna yrði það ekki mjög hátt. Tökum sem dæmi vinn- una ti ni jólin, þá sátu þing- menn heilu og hálfu næturnar á þingfundum á litlu tíma- kaupi. En hver eru laun íslenskra þingmanna? Þau eru frá og með I. janúar 1988 127.071 kr. Þetta eru mun lægri laun en þingmenn á hinum Norðurlöndunum fá og töluvert lægri laun en háttsettir embættismenn í ríkisgeiranum fá. Til samanburðar má nefna að bankastjórar ríkisbankanna fá rúm 250 þúsund í laun, auk þess fá bankastjórar bíla frá bönkun- um til einkanotkunar. Þingmenn fá ckki greitt sér- staklega fyrir nefndastörf á veg- um Alþingis og eru þó sumir þingmenn í allt að sex nefndum. Þeir fá hins vegar greiddan allan útlagðan kostnað vegna emb- ættisins t.d. vegna síma og ferða- laga. Ef þeir fara til útlanda á vegum Alþingis, fá þeir greidda dagpeninga eins og aðrir opin- berir starfsmenn. Þingmenn geta þó hækkað töluvert í launum, ef þeir sitja í nefndunt og ráðum utan Alþing- is. Ef þingmaður situr t.d. í bankaráði, þá fær hann greiddar fyrir það tæpar 25 þúsund krónur. Formenn bankaráða fá þó helmingi meira en aðrir bankaráðsmenn. Þingmenn sitja líka í ráðum og nefndum ríkis- stofnana t.d. stjórn Trygginga- stofnunar ríkisins, stjórn Ríkis- spítalanna og stjórn Byggða- stofnunar. Segjunt t.d. að þing- maður sé formaður bankaráðs, þá fær hann þar tæp 50 þúsund ofan á launin sín. Ef sami þing- maður situr í stjórn Byggða- stofnunar, þá fær hann þar önnur 25 þúsund. Formenn nefnda fá yfirleitt helmingi meira en almennir nefndarmenn, þannig að formaður Byggðastofnunar fær því um 50 þúsund. Ef þing- ntenn eru formenn í t.d. tveimur stjórnum og sitja í einni nefnd, þá geta þeir haft allt að 125 þús- und fyrir nefndastörf, ofan á þinglaun sín. Þetta þýðir að við- komandi þingmaður getur haft um 250 þúsund í mánaðarlaun. Til samanburðar má geta þess að þetta er meira en forsætisráð- herra hefur í mánaðarlaun, en það er um 230 þúsund. AP „Fíkniefni em til staðar" Geta haft hærri laun en forsætisráðherra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.