Dagur - 18.01.1988, Qupperneq 2
? - Pl líNAn ~ flíior iRÍmci ftl-
2 - DAGUR - 18. janúar 1988
Hjá fyrirtækinu eru malaðar
tvær tegundir af korni og af þeim
fást margar afurðir. Þar má telja
fjórar tegundir af hveiti, í mis-
munandi bakstur, tvær tegundir
af heilhveiti, rúgmjöl, sigtimjöl
og hálfsigtimjöl.
Kornax er einnig umboðsaðili
fyrir blöndur, t.d. fyrir snittu-
brauð en aðeins þarf að bæta í
blönduna vatni áður en hún er
hnoðuð upp og bökuð.
I október sl. var byrjað að
pakka rúgmjöli í neytendaum-
búðir og fljótlega eftir það hveiti.
Það eru fleiri staðir úti á landi
en Akureyri sem njóta þjónustu
- Eilítil athugasemd
Fyrir skömmu sögðum við frá
slökkvibfl I óupphituðu hús-
næði við Fosshól. Þetta mun
ekki vera ails kostar rétt, bíll-
inn var í alls engu húsnæði.
Hins vegar er nú búið að setja
ofna í húsið þannig að bíllinn
kemst vonandi í hlýjuna á
næstunni.
Framkvæmdasamir menn í
Ljósavatns-, Háls- og Bárðdæla-
hreppi hafa unnið mikið sjálf-
boðaliðastarf við að koma á fót
slökkviliði hreppanna. Þeir fengu
bráðabirgðaaðstöðu í húsnæði
við Fosshól þar sem þeir hafa
unnið við endurbætur, sett upp
rafmagnstöflu, ofna og fleira.
Fyrst var settur upp einn raf-
magnsofn, en það reyndist ekki
nóg í gaddinum á dögunum.
Nýverið var tveimur ofnum bætt
við og eftir að slökkviliðið hefur
fengið búninga og annan búnað
mun bíllinn verða settur inn og
allt gert klárt fyrir útkall.
í vor er síðan fyrirhugað að
byggja hús á Stórutjörnum þar
sem slökkvilið hreppanna mun fá
framtíðaraðstöðu. SS
Eyjafjarðarbraut - Kjarnaskógur:
Nýr vegur á
fjárhagsáætlun?
Meöal þeirra áætlana sem
lagðar verða fyrir við gerð
fjárhagsáætlunar Akureyrar-
bæjar eru tillögur um nýjan
veg frá Eyjafjarðarbraut við
Brunná, upp að Heilsuhælinu í
Kjarnaskógi og útivistarsvæð-
inu þar.
Forhönnun hins nýja vegar er
lokið og er nú unnið að gerð
magnútreikninga. Gert er ráð
fyrir að vegurinn tengist Eyja-
fjarðarbraut við Brunná, á svip-
uðum stað og núverandi vegur,
liggi þaðan til norðvesturs upp
að heilsuhælinu og frá því til suð-
vesturs í átt að núverandi bíla-
stæðum í skóginum. Þar mun
hann tengjast núverandi vegi.
Lengd hins nýja vegar verður um
750 metrar. ET
Útvegsbankinn tekur
upp Hraðþjónustu
- biðröðum sagt stríð á hendur
Útvegsbankinn tók nú um ára-
mótin upp nýtt afgreiðsluform
fyrir viðskiptavini sína sem
ætlað er til að auðvelda og
flýta fyrir afgreiðslu í bankan-
um og ekki síst að draga úr
biðröðum á mestu álagstímum
bankaafgreiðslunnar. Þjónusta
þessi nefnist Hraðþjónusta
Útvegsbankans. Eins og ef-
laust flestir vita sem þurfa á
þjónustu bankanna að halda
geta biðraðir á álagstímum oft
orðið langar og tafir miklar.
Útvegsbankinn ætlar því að
gera tilraun til þess að stytta
álagstímana með Hraðþjónust-
unni.
Hraðþjónusta Útvegsbankans
felst í því að viðskiptavinir bank-
ans geta gengið frá greiðslu-
beiðnum og öðrum greiðslunót-
um, s.s. gíróseðlum, heima hjá
sér, á vinnustað eða í bankanum.
Þeir láta síðan nóturnar í sérstakt
Hraðþjónustuumslag og skila því
í Útvegsbankann.
Hraðþjónustan er leið, eftir
sérstökum reglum, til þess að
komast hjá biðtíma í bankaaf-
greiðslu, auðvelda þjónustu og
forðast biðraðir. Má segja að
starfsfólk Útvegsbankans hafi
þannig sagt biðröðum stríð á
hendur. Töf í afgreiðslu er versti
óvinur viðskiptavina bankanna
og það er þess vegna sem starfsfólk
Útvegsbankans hefur tekið hönd-
um saman um Hraðþjónustuna í
þeirri von að hún eigi eftir að
stuðla að breytingu í afgreiðslu-
háttum bankans.
„Fólk er að byrja að átta sig á
þessari þjónustu. Þessi þjónusta
er ætluð fyrir okkar viðskiptavini
fyrst og fremst. Til að komast í
þetta þjónustukerfi þarf að fylla
út eyðublað þar sem reiknings-
eigandi samþykkir að reikningur-
inn sé skuldfærður fyrir hvers
konar greiðslum t.d. reikningum,
víxlum og fleiru. Þetta er ókeypis
þjónusta sem okkar viðskiptavin-
ir geta notfært sér,“ sagði Aðal-
heiður Alfreðsdóttir, skrifstofu-
stjóri í Útvegsbankanum á Akur-
eyri.
Aðalheiður sagði að hægt væri
að koma umslögum til bankans
allan daginn og ekkert ætti að
vera því til fyrirstöðu að umslög-
in væru sett í næturhólf bankans
og gætu þannig nýst viðskiptavin-
um bankans jafnt að nóttu sem
degi.
Allar nánari upplýsingar um
reglur Hraðþjónustunnar fást í
afgreiðslum Útvegsbankans. Þar
er einnig hægt að fá upplýsingar
um notkun Hraðþjónustunnar og
á hvern hátt hún komi viðkom-
andi viðskiptavini að sem bestum
notum.
Hraðþjónusta Útvegsbankans
hefur verið tekin upp í öllum
afgreiðslum bankans. JÓH
Slökkvibíll við Fosshól
Hinn nýi hvcitibíll fyrirtækisins Kornax.
Mynd: TLV
Hveitibíll:
Flytur ósekkjað
kom til bakara
Burt með biðraðirnar - allir reikningar í eitt umslag. Mynd: tlv
Bæjarráð Akureyrar:
Samþykkt
gjöf til KA
Bæjarráð Akureyrar ákvað á
fundi sínum þann 7. janúar síð-
astliðinn að Knattspyrnufélagi
Akureyrar skuli færðar að gjöf
kr. 100.000 í tilefni af 60 ára
afmæli félagsins.
Knattspyrnufélag Akureyrar
átti 60 ára afmæli þann 8. janúar
sem kunnugt er. Þann dag var
haldin fjölskylduskemmtun og
hátíðarfundur stjórnar KA en
mikil afmælishátíð verður haldin
í Sjallanum þann 29. þessa mán-
aðar. JÓH
Afmæli íþrótta-
mannvirkja
Tvö íþróttamannvirki á vegum
Akureyrarbæjar áttu afmæli á
dögunum og var að sjálfsögðu
haldin örlítil afmælisveisla.
Þessi mannvirki eru skíðalyft-
an í Hlíðarfjalli, sem varð 20 ára
þann 2. desember sl.
Þrem dögum seinna, eða 5.
desember voru svo fimm ár liðin
síðan íþróttahöllin var formlega
tekin í notkun.
Megi þau enn vaxa og dafna.
VG
Til Akureyrar kemur nú reglu-
lega dálítið sérstakur bíll
a.m.k. í útliti. Þetta er flutn-
ingabíll frá fyrirtækinu Kornax
í Reykjavík og er bifreiðin hér
þeirra erinda að losa hveiti til
Brauðgerðar Kristjáns Jóns-
sonar. Kornið er flutt laust en
með bifreiðinni er hægt að
flytja fleiri en eina tegund í
einu því honum er skipt í hólf.
Að sögn forráðamanna
Kornax, eru þeir fyrstir á íslandi
til að mala korn, þeir eru með til-
rauna- og rannsóknastofur og
hafa bryddað upp á ýmsum
nýjungum.
fyrirtækisins t.d. Blönduós og
Búðardalur og að sögn líkar þessi
þjónusta mjög vel. VG
Bifreiðaeign:
Eyfirðingar undir
landsmeðaltali
Fjöldi bifreiða á landinu er nú
134.469 samkvæmt tölum frá
Bifreiðaeftirliti ríkisins. Þessi
tala nær yfir skráðar fólksbif-
reiðir, vörubifreiðir og bifhjól
um síðustu áramót. Fjölgun
milli ára er 7.498 stykki af
þessum farkostum, eða um
16%.
Nýskráningar á síðasta ári voru
23.502 á móti 16.102 árið 1986.
18.478 bifreiðir voru fluttar inn
nýjar en 4.952 notaðar. Á árinu
voru afskráðar 15.932 bifreiðir
sem er mun meira en árið áður,
þá voru afskráningar 6.017.
Þarna ræður bifreiðaskatturinn
mestu, fólk hefur drifið í því að
taka gömlu bílana af skrá.
Að meðaltali eru 543 bifreiðir
á hverja 1.000 íbúa á landinu og
eru þá allir landsmenn taldir
með, burtséð frá því hvort þeir
hafa bílpróf eður ei. Langflestir
bílar eru á R-númerum, 51.878,
þá á G-númerum, 15.431 og bílar
á A-númerum eru í þriðja sæti,
alls 9.407.
Ef litið er á fjölda bifreiða í
einstaka umdæmum kemur í ljós
að flestar bifreiðir á íbúa eru í
Rangárvallasýslu, eða 652 bílar
með L-númer á hverja 1.000.
Dalasýsla (D) kemur næst með
645 bíla, þá Mýra- og Borgar-
fjarðarsýsla (M) með 622, Húna-
vatnssýslur (H) og Skaftafells-
sýslur (Z) með 600 og önnur
númer yfir meðaltali eru K, R, S,
U, X, Y, Þ og Ö/J.
Bílar á A-númerum eru hins
vegar nokkuð undir meðaltali,
eða 527 á 1.000 íbúa. Bifreiða-
eignin er hlutfallslega minnst í
Vestmannaeyjum, 378, Ólafs-
firðingar eru með 417 bíla, Sigl-
firðingar 418 og Akurnesingar
450 á hverja þúsund íbúa. SS