Dagur - 18.01.1988, Page 6

Dagur - 18.01.1988, Page 6
6 - DAGUfi - 18. janúarÍ988 »Karlakór Akureyrar tilkynnir hér með kórfélögum, að æfingar að loknu jólaleyfi hefjast mánudag 18. jan. nk. kl. 20.30. Getum bætt við söngmönnum í allar raddir. Ath. fyrirhuguð er róttæk breyting á lagavali (ný eða nýleg dægurlög m.a.) Leigjum einnig út sal til skemmtana- og funda- halda, hámarksfjöldi 90-100 manns. Uppl. gefa: Vignir Jónasson formaður h.s. 22992 v.s. 21400 og Atli Guðlaugsson stjórnandi h.s. 22582 v.s. 21460 Karlakór Akureyrar, sími 25002. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Glerárgata 34 1. hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Haraldur S. Gunnarsson, ferfram i dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Frostagata 3b, B-hl., Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Ákason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar '88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Egilsson hdl., Guðjón Stein- grímsson hrl. og Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Strandgata 19 e.h., Akureyri, talinn eigandi Ólafur Hilmarsson, fer fram í dómsal embættis- ins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar '88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs- son hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfogetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hraukbær, Glæsibæjarhreppi, þingl. eigandi Hlíð sf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar '88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Friðjón Örn Friðjónsson hdl. og Bún- aðarbanki íslands. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsyslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hólabraut 19 n.h., Akureyri, þingl. eigandi Frí- mann Jóhannsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar '88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hafnarstræti 88 1. hæð, s-hl., Akureyri, þingl. eigandi Stefán Sigurðsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. janúar '88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Bæjar- sjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Mannfjöldí á landinu: Höfuðborgarsvæðið hefur gífurlegt aðdráttarafl - Fólksfjölgun þar langt umfram meðaltal Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Islands var mann- fjöldi á landinu 1. desember 1987 247.024. Karlar voru 124.053 en konur aðeins færri eða 122.971. Á einu ári nemur fjölgunin 3.326 eða 1,36% og er það talsvert meiri fjölgun er verið hefur undanfarin ár. Síð- an 1967 hefur hún aðeins verið meiri árin 1972, 1974 og 1982. Árið 1985 fjölgaði um 0,68% og árin 1982-’85 um 1,07% á ári. Á síðasta ári varð aðflutningur umfram brottflutning meiri en nokkru sinni fyrr en um 800 fleiri fluttu til landsins en frá því. Tala fæddra er um 2.500 hærri en tala látinna og eru horfur á að barns- fæðingar hafi verið fleiri á síðasta ári en 1985 og 1986, en þá hafði þeim fækkað mikið frá fyrri árum. Ef fæðingartíðni á hverj- um aldri kvenna yrði til frambúð- ar hin sama og hún var árið 1987, yrðu ófæddar kynslóðir um 1% fámennari en kynslóð foreldr- anna. Á þessum áratug hefur það einkennt fólksfjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborg- arsvæðinu. Á hverju ári 1984-’86 fjölgaði fólki meira þar en sem nam heildarfjölgun landsmanna, svo að bein fækkun varð í öðrum landshlutum samanlögðum. Árið 1987 hefur fólki fjölgað um 3.161 á höfuðborgarsvæðinu, en um 165 á öðrum landsvæðum. En á Suðurnesjum fjölgaði um 270 og hefur því fólki utan þessara tveggja landsvæða fækkað um 105. Mannfjöldi óx um 2,3% á höfuðborgarsvæðinu árið 1987, um 1,9% á Suðurnesjum og um 0,7% á Norðurlandi eystra. Á Vesturlandi fækkaði um 0,2%, á Austurlandi um 0,3%, á Vest- fjörðum um 0,4%, á Suðurlandi um 0,5% og á Norðurlandi vestra um 0,6%. í Reykjavík fjölgaði fólki um 1.903 eða 2,1% og hefur hlut- fallsleg fjölgun ekki orðið meiri í Reykjavík síðan 1962 og bein fjölgun ekki meiri síðan 1957. Áðrir staðir sem geta státað af fólksfjölgun eru t.a.m. Garðabær (5,15), Mosfellshreppur (3,2%), Hafnarfjörður (2,8%), Kópavog- ur (2,4%), Njarðvík (4,6%), Grindavík (2,2%), Eyrarsveit (Grundarfjörður) (4,8%), Tálknafjörður (4,0%), Blönduós (3,1%), Dalvík (4,0%), Ólafs- fjörður (2,9%), Seyðisfjörður (2,2%) og Hveragerði (3,1%). Lítum okkur nær og skoðum þróunina á Norðurlandi. Á Norðurlandi vestra voru 10.610 manns búsettir í fyrra og skiptast þannig á milli staða, tölur frá 1986 eru í sviga: Sauðárkrókur 2.447 (2.424), Siglufjörður 1.887 (1.913), Vestur-Húnavatnssýsla 1.505 (1.567), Austur-Húna- vatnssýsla 2.618 (2.607) og Skaga- fjarðarsýsla 2.153 (2.179). Á Norðurlandi eystra voru íbúar alls 25.992 á síðasta ári og skiptast svo: Ólafsfjörður 1.180 (1.148), Dalvík 1.394 (1.342), Eyjafjarðarsýsla 2.643 (2.618), Akureyri 13.819 (13.761), Suður- Þingeyjarsýsla 2.808 (2.814), Húsavík 2.497 (2.467) og Norð- ur-Þingeyjarsýsla 1.581 (1.636). Mörgum kann að þykja þróun- in uggvænleg. Þegar suðvestur- hornið er skorið af hefur fækkað um 105 manns á landinu og það er raunar aðeins á Norðurlandi eystra sem einhver fjölgun hefur orðið, fyrir utan suðvesturhorn- ið, en á Norðurlandi eystra fjölg- aði íbúum um 172 á síðasta ári. Ef við lítum að lokum á síðast- liðin 10 ár sjáum við það svart á hvítu að landsbyggðin hefur stað- ið í stað varðandi mannfjölda en höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Fyrri talan er frá 1977 og seinni frá 1987: Höfuð- borgarsvæðið 118.912 - 137.743, Suðurnes 12.596 - 14.584, Vest- urland 14.106-14.894, Vestfirðir 10.180 - 10.175, Norðurland vestra 10.319 - 10.610, Norður- land eystra 24.794 - 25.992, Austurland 12.377 - 13.099 og Suðurland 19.186 - 19. 965. SS +3% -1%'-----1--------------1--------------L_------------1--------------1--------------1 Hlutdeild landssvæðanna í mannfjölda 1987, 20% á milli strika Mynd 1. Fjölgun og fækkun fólks eftir landssvæðum 1987. Breidd súlnanna sýnir hlutdeild hvers landssvæðis í inannijöldanum 1. desember 1987, t.d. sést að í Reykjavflc búa tæplega40% landsmanna og að utanHöfuðborgarsvæðis og Suðumesja búa um 40%, -Hæð súlnanna sýnir hlutfallslega fólksfjölgun frá 1. desember 1986 til 1. dcsember 1987. - Flatarmál hverrar súlu svarar til tölu einstaklinga sem fjölgaði um eða fækkaði á árinu. Mynd 2. Hlutdeild landssvæðanna í fólksfjölgun. 1977/82 1982/87 Til Sölu Sláturhús og frystihús á Svalbarðseyri við Eyjafjörð Nánari upplýsingar veitir bankastjóm Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.