Dagur - 18.01.1988, Síða 7
A8> ianvarJ 988 - <RA©JUB - 7
Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón-
varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur-
um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bil-
tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl-
ingartækjum.
ísetning á biltækjum.
wummm
Slmi (96) 23626 Vl-/ Glerírgotu 32 - Akurey'i
Lákfanga-
rmmömitm
París hf., sími 27744.
rætt við Björn Baldursson, fulltrúa verslunarsviðs KEA um áhrif nýju söluskattslaganna
Með nýjum lögum um tolla,
söluskatt og vörugjald hafa
orðið miklar breytingar á vöru-
verði sem mælst hafa mjög
misjafnlega fyrir. Sumar vörur
hafa hækkað verulega í verði
og aðrar hafa þegar lækkað
eða eiga eftir að lækka. Land-
búnaðarvörur þ.e.a.s. mjólk
og óunnið kindakjöt hafa ekki
hækkað í verði vegna hækk-
andi niðurgreiðslna en þessar
aðgerðir hafa komið illa niður
á verslunum og gera að verk-
um að verslanir tapa veruleg-
um tekjum. Björn Baldursson,
fulltrúi verslunarsviðs KEA
var inntur eftir áhrifum þess-
ara verðbreytinga fyrir versl-
unina sjálfa.
„Það er alveg ljóst að með
þessum nýju iögum um söluskatt
sem kemur á matvörur hefur orð-
ið veruleg skerðing á sölulaunum
verslana í krónutölu þar sem
álagningarprósenta kemur á
lægra innkaupsverð. f niður-
greiðslum á landbúnaðarafurðum
er verðið fært niður allt að 25%
sem nemur söluskattinum. Sala á
mjólkur- og kjötvörum getur
numiðu.þ.b. 45% af heildarveltu
venjulegrar matvöruverslunar og
er því krónutöluskerðing á sölu-
launum matvörverslana mikil.
Það má sérstaklega nefna
mjólkina í þessu sambandi. Ég
kannaði sölu á mjólk í meðal-
stórri kjörbúð okkar í nóvember
1987. Þar voru seldir samtals
12.500 lítrar af mjólk og létt-
mjólk og verslunin hafði í sölu-
laun af þessu 54.611 krónur. Nú
eftir gildistöku söluskattslaganna
hefur verslunin 43.733 kr. í sölu-
laun fyrir sama magn. Það þýðir
að verslunin hefur í skert sölu-
laun fyrir þessu einu vörutegund
kr. 11.000. Þessi umrædda versl-
un hefur 15% af markaðshlut-
deild okkar hér í bænum þannig
að skerðingin er um 75 þúsund
krónur á mánuði og á ársgrund-
velli skerðast sölulaun kjörbúða
KEA á Akureyri í mjólkinni
einni saman um ca. 900.000
krónur."
- Hvað með aðrar landbúnað-
arafurðir?
„Af öðrum landbúnaðarafurð-
um má nefna sem dæmi vínar-
pylsur. Þær hækka um 68 kr. á
kíló til neytenda sem svarar til
15,6% hækkunar. Neytandi spyr
kannski hvers vegna hækkar
þessi vara um 15,6%? Jú, svarið
er að í vínarpylsum eru fleiri teg-
undir kjöts og er það mismun-
andi mikið niðurgreitt. Hlutur
vinnslunnar er líka verulegur í
þessu verði og þegar búið er að
taka tillit til þessara þátta stendur
eftir 15,6% hækkun. En vegna
lækkunar á heildsöluverði fær
verslunin 6,50 kr. minna fyrir að
selja kílóið.
Svipaða sögu er að segja af
áleggi. Roast beef álegg hækkar
til neytenda um 98 kr. eða 10%.
Heildsöluverðið lækkar um 98
kr., en þess vegna fær verslunin
20,40 kr. minna fyrir að selja
hvert kíló þannig að það er
greinilega mikil tekjulækkun á
ferðinni fyrir matvöruverslanirn-
ar vegna þessara ráðstafana.“
- Hvað með vörur sem hækka
um 25% þ.e. sú prósenta leggst
ofan á fyrra verð?
„Já, dæmi um slíkar vörur er
t.d. fiskfars. Það hækkar um
25%, úr 307 kr. í 382 kr. Hér er
álagning verslunarinnar 51 kr. en
hlutur ríkisins í söluskatti er 76
kr. af þessari upphæð. Þetta sýnir
nokkuð vel að það er ríkið sem er
fyrst og fremst að hækka vöru-
verðið.
Ég vil líka benda á að í gengis-
fellingum á undangengnum árum
var í mörg skipti notuð svokölluð
krónutöluregla þ.e. eftir gengis-
fellingu krónunnar voru verslanir
skyldaðar til að lækka álagningu
vöru sem svaraði gengisfelling-
unni. Á sama hátt hefði kannski
verið sanngjarnt að hækka álagn-
inguna núna til að krónutöluhlut-
ur verslunar héldist. Hér er ekki
verið að biðja um meiri tekjur
heldur er aðeins verið að biðja
um að tekjur verslunar séu ekki
skertar verulega eins og nú hefur
átt sér stað.“
- Nýju tollalögin gera ráð fyrir
að ýmis sérvara lækki í verði. Er
þessi lækkun komin til fram-
kvæmda?
„Já, það er rétt að ýmis sérvara
á að lækka í verði. Sumar raf-
tækjavörur eiga að lækka í verði,
aðrar reyndar hækka í verði en
þó lækka vörur eins og t.d. borð-
búnaður, gólfteppi og dúkar,
bifreiðahjólbarðar og ýmislegt
fleira.
Ég vil benda á að verslanir
hafa lækkað sína vöru í samræmi
við lögin að einhverju eða öllu
leyti. Þær eru náttúrlega að taka
þessar lækkanir úr eigin vasa og
eru þar af leiðandi að skerða
sölutekjur sínar. Allt þetta stefn-
ir í þá átt að verslanirnar eru að
skerða álagninguna en ekki auka
hana eins og svo mikið er rætt um
að verði. Það getur tekið verslun-
ina langan tíma að vinna upp
20% lækkun á einum vöruflokki.
Ég vil líka benda á að umsetning
verslana í sérvörum er hæg. Hún
þykir góð ef hún er t.d. fjórum
sinnum á ári þannig að það er
ekki hægt að segja að nýjar vörur
komi í búðina strax næsta dag
eftir lækkun."
- Nú virðist vera sem fólk
treysti því ekki til fulls að boðað-
ar lækkanir á ýmsunt vörum komi
til framkvæmda. Getur fólk
treyst því að þessir vöruflokkar
lækki í verði?
„Já, ég sé enga ástæðu til ann-
ars en að þessu megi treysta,
a.m.k. hvað okkur varðar. Við
notum fasta álagningu og í sjálfu
sér ætlurn við ekki að breyta því
en ég vil benda á að með þessum
aðgerðunt hefur löggjafinn lækk-
að álagninguna í krónutölur.
Heildsöluverð hefur lækkað og
kemur til með að lækka á ýmsum
sérvörum og það leiðir af sér að
færri krónur koma inn sem sölu-
laun verslana. Hins vegar hafa
engir kostnaðarliðir lækkað og
nefni ég þá sérstaklega stærstu
liðina, laun og fjármagnskostn-
að. Þarna skapast verulegt mis-
ræmi sem erfitt er að sjá hvernig
á að brúa.
Því miður held ég að þetta sé
meira högg fyrir landsbyggðar-
verslunina og mér er til efs að
framleiðendur landbúnaðarvara
raunverulega vilji þetta. Þær
búðir sem mest eiga í vök að
verjast eru úti á landi og þar sem
landbúnaðarþátturinn vegur svo
þungt í rekstri matvöruverslunar
þá er ljóst að þetta á eftir að veit-
ast þessum verslunum erfitt,"
segir Björn Baldursson. JÓH
Leikfanga-
Umbuðaprentun Umbúðaprentun
Umbúðaprentun Umbúðaprentun
Umbúðaprentun • Umbúðaprentun
Umbúðaprentun Umbúðaprentun
Umbúðaprentun • Umbúðaprentun
Umbúðaprentun Umbúðaprentun
Umbúðaprentun Umbúðaprentun
Umbúðaprentun • Umbúðaprentun
Umbúðaprentun ■ Umbúðaprentun
Umbúðaprentun ■ Umbúðaprentun
Umbúðaprentun ■ Umbúðaprentun
Umbúðaprentun Umbúðaprentun
Dagsprent
Strandgötu 31 • © 24222
„Matvöruverslanirverða fyrir
verulegri tekjuskerðingu“
„Með nýjum lögum um söluskatt hefur orðið veruleg skerðing í sölulaunum
verslana."