Dagur - 18.01.1988, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 18. janúar 1988
íþróttir
„Hvert ert þú að fara Jói minn,“ gæti ívar Webster hugsað á þessari mynd þar sem hann reynir að stöðva Jóhann Sigurðsson Þórsara
í leiknum við Hauka á föstudagskvöld. Mynd: tlv
Úrvalsdeildin í körfubolta:
Haukarnir höfðu mikla
yfirburði gegn Þór
- sigruðu með 31 stigs mun, 104:73
Þórsarar áttu enga möguleika gegn
Haukum er liðin áttust við í úrvals-
deildinni í körfuknattleik á föstu-
dagskvöld í Höllinni á Akureyri.
Haukar náðu öruggri forystu strax í
upphafi leiksins og sigruðu örugg-
lega 104:73.
Þórsurum gekk iila að skora fyrstu
stigin og það var ekki fyrr eftir 2 mín.
að þeir komust á blað en þá höfðu
Haukarnir skorað 9 stig. Haukarnir
juku muninn síðan jafnt og þétt, um
miðjan hálfleikinn var staðan 34:16 og
skömmu síðar 53:20 en í hálfleik
leiddu Haukarnir 69:38.
Haukarnir léku ekki eins vel í síðari
hálfleik og féllu niður á sama plan og
Þórsararnir. Þeir höfðu þó yfirhönd-
ina allan tímann og sigur þeirra var
aldrei í hættu. Um miðjan síðari hálf-
leik var staðan 92:65 en þá kom mjög
slæmur kafli hjá báðum liðum og
Haukarnir skoruðu aðeins 7 stig á 7
mín. kafla en Þórsarar aðeins 4 stig.
Þegar flautað var til leiksloka var
munurinn 31 stig, 104:73 Haukum í
vil.
Henning Henningsson var lang
bestur í Haukaliðinu, barðist af mikl-
um krafti allan leikinn. Einnig lék
Tryggvi Jónsson vel og þá sérstaklega
í upphafi leiksins. Þá átti Ingimar
Jónsson ágæta spretti.
Þórsliðið átti ekki góðan dag að
þessu sinni og útlitið hjá liðinu er alls
ekki glæsilegt. Eiríkur Sigurðsson
barðist vel að vanda en varð að yfir-
gefa völlinn með 5 villur snemma í síð-
ari hálfleik. Þá var Jóhann Sigurðsson
með frískasta móti.
Stig Hauka: Henning Henningsson
25, Pálmar Sigurðsson 19, Tryggvi
Jónsson 18, ívar Webster 9. Ingimar
Jónsson 9, ívar Ásgrímsson 8, Sveinn
Steinsson 6, Hörður Pétursson 4,
Skarphéðinn Eiríksson 4 og Ólafur
Rafnsson 2.
Stig Þórs: Jóhann Sigurðsson 13,
Eiríkur Sigurðsson 12, Einar Karlsson
10, Björn Sveinsson 10, Guðmundur
Björnsson 9, Bjarni Össurarson 8,
Birgir Karlsson 5, Konráð Óskarsson
4 og Ágúst Guðmundsson 2.
Leikinn dæmdu þeir Jóhann Dagur
og Árni Freyr Sigurlaugsson og gerðu
það þokkalega.
Knattspyrna:
Theódór
til
Völsungs
Theódór Jóhannsson unglinga-
landsliðsmaður í knattspyrnu úr
Þrótti Reykjavík hefur ákveðið að
leika með Völsungi í 1. deildinni í
knattspyrnu næsta sumar.
Theódór er geysilega sterkur varn-
armaður og var fyrirliði Þróttar sl.
keppnistímabil. Hann kemur til með
að styrkja lið Völsungs mikið og mun
taka við stöðu Birgis Skúlasonar sem
leikur með Þór í sumar.
I-------------------------------
' Heimsbikarkeppnin í handkn;
Enn voru þac
sem höfðu
- sigruðu íslendinga 23:20 í leiknum un
íslendingar höfnuðu í fjórða
sæti á heimsbikarmótinu í
handknattleik sem lauk í Sví-
þjóð í gær. íslendingar léku
gegn Svíum um 3. sætið á mót-
inu og eins og svo oft áður,
voru það Svíar sem fögnuðu
sigri og tryggðu sér bronsverð-
launin. Leikurinn var mjög
sveiflukenndur framan af en
Svíar höfðu lengst af frum-
kvæðið og verður sigur þeirra
að teljast nokkuð sanngjarn.
Það voru danskir dómarar sem
dæmdu leikinn og voru þeir
Svíum, sem léku mjög fast í
vörninni, mjög hliðhollir.
Svíar skoruðu tvö fyrstu mörk-
in en Alfreð minnkaði muninn í
2:1. Svíar juku muninn í 4:1 og
5:2 en þá kom mjög góður kafli
hjá íslenska liðinu sem náði yfir-
höndinni. íslendingar skoruðu
fjögur mörk í röð og breyttu
stöðunni úr 2:5 í 6:5 og síðan 7:6.
En Adam var ekki lengi í paradís
og á næstu mínútum skoruðu
Svíarnir fimm mörk í röð og
breyttu stöðunni sér í hag á ný,
11:7. í hálfleik var staðan 12:9
Svíum í vil.
í síðari hálfleik leiddu Svíar
framan af með þetta tveimur til
þremur mörkum og um miðjan
hálfleikinn var staðan 16:13. Sví-
ar skoruðu þá tvö mörk í röð og
breyttu stöðunni í 18:13. íslend-
ingar náðu að minnka muninn í
tvö mörk, 17:19 en nær komust
þeir ekki. Þessi munur hélst fram
á lokasekúndurnar að Björn
Jilsen fyrirliði Svía jók muninn í
þrjú mörk, með marki úr víta-
kasti og úrslitin 23:20.
Svíar hafa oft reynst okkur erf-
iðir og í gær var engin breyting
þar á. Bræðurnir Björn og Per
Jilsen voru atkvæðamestir í
sænska liðinu en þeir Staffan Ols-
son og línumaðurinn Per Carlen
reyndust íslensku leikmönnunum
einnig erfiðir. Þá lék Mats Olsson
vel í sænska markinu.
íslenska liðið var nokkuð frá
sínu besta og það er eins og að
þeir sænsku nái alltaf að slá okk-
ar menn út af laginu. Alfreð
Gíslason var góður framan af en
kom lítið við sögu í síðari hálf-
leik. Sigurður Gunnarsson og
Heimsbikarkeppnin:
V.-Þjóðverjar
sigurvegarar
—sigruðu nágranna sína í austri í úrslitaleik
Það voru V.-Þjóðverjar sem
sigruðu, flestum á óvart, á
heimsbikarmótinu í hand-
knattlcik sem lauk í Svíþjóð í
gær. Þeir sigruðu nágranna
sína A.-Þjóðverja í skemmti-
legum úrslitaleik með 18
mörkum gegn 17.
A.-Þjóðverjar voru taldir mun
sigurstranglegri fyrirfram og
framan af leiknum benti fátt til
annars en sigurs þeirra. Þeir
höfðu yfirhöndina allan fyrri
hálfleikinn og leiddu í hálfleik
10:7.
V.-Þjóðverjar mættu tvíefldir
til síðari hálfleiks og þegar rúmar
10 mín. voru liðnar af hálfleikn-
um, fóru þeir í gang svo um mun-
aði. Á næstu mín. söxuðu þeir á
forskot A.-Þjóðverja og náðu
loks að jafna leikinn 15:15 og
komast yfir 17:15. A.-Þjóðverjar
náðu ekki að jafna leikinn og
urðu að játa sig sigraða. Úrslitin
18:17 og sigurgleði V.-Þjóðverja
mikil. Það var félagi Alfreðs
Gíslasonar hjá Essen, Stefan
Hacker sem var maðurinn á bak
við sigur liðs síns en hann varði
eins og berserkur í markinu.
Jafnt og skemmtilegt mót
Keppni á mótinu að þessu sinni
var ótrúlega jöfn og spennandi og
öll liðin unnu einn leik eða fleiri,
nema frændur okkar Danir sem
töpuðu öllum sínum leikjum. í
A-riðli urðu V.-Þjóðverjar og
Svíar jafnir að stigum en Þjóð-
verjarnir léku til úrslita, þar sem
þeir höfðu einu marki fleira í plús
en Svíarnir. Enn meira jafnræði
varð í B-riðli en þar urðu þrjú lið
jöfn með 4 stig, A.-Þjóðverjar,
íslendingar og Júgóslavar. A.-
Þjóðverjar höfðu einu marki
fleira en íslendingar í plús og
léku því til úrslita og íslendingar
léku um 3. sætið, þar sem þeir
höfðu betra markahlutfall en
Júgóslavar.
I úrslitakeppninni komu liðin í
A-riðli mun betur út. V.-Þjóð-
verjar, Svíar og Spánverjar unnu
sína leiki en aðeins Júgóslavar úr
B-riðli, náðu að vinna sinn leik.
Það er ljóst að handknattleiks-
keppnin á ólympíuleikunum á
eftir að verða gífurlega jöfn og
spennandi en liðin sem tóku þátt
í þessu móti í Svíþjóð, munu
mæta til leiks þar, að undanskild-
um V.-Þjóðverjum og Dönum.
Stefan Hacker lék frábærlega í
úrslitaleiknum gegn A.-Þjóðverjum.