Dagur - 18.01.1988, Síða 16
Hafíð þið reynt
okkar þjónustu? cpediðmjroÍH^
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520.
Akureyri:
20-30 bílar
á haugana
- verði þeirra ekki vitjað
Það verður ekki mikil eftirsjá í sumum þessara bíla er þeir fara á haugana. Mynd: tlv
Þórshöfn:
Atyinnuleysi vegna afstöðu
Útgerðaifélags N.-Þing.
- segir Jóhann A. Jónsson
Meira en 20 númerslausir bflar
hafa verið fjarlægðir af götum
Fóstrur á Akureyri:
Nýtt
starfsheiti
tekið upp
Nú sér loks fyrir endann á
kjaradeiln fóstra og Akureyr-
arbæjar sem staðið hefur frá
áramótum. í dag kemur félags-
mátaráð bæjarins saman og
mun ráðið leggja til við kjara-
nefnd STAK, breytingu á
launaflokkakerfí fóstra, lykil-
inn að lausn deilunnar. Kjara-
nefnd kemur líklega saman á
morgun og tekur endanlega
ákvörðun.
Breytingin sem um ræðir er
samsvarandi því sem gert var fyr-
ir fóstrur á höfuðborgarsvæðinu.
í stað þess sem verið hefur til
þessa að stöðuheiti fóstra séu
þrjú, þá verður hið fjórða tekið
upp, flokkur deildarfóstra. Allar
almennar fóstrur sem nú starfa
hjá bænum verða því gerðar að
deildarfóstrum en yfirfóstrur og
forstöðumenn hækka sem því
nemur, um einn launaflokk.
Ákvörðun bæjarráðs um fasta
yfirvinnu fyrir forstöðumenn er
orðin að samkomulagi. ET
Á föstudagsmorguninn tók Bif-
reiðastöð Norðurlands hf.
formlega til starfa, en félagið
rekur Umferðarmiðstöðina á
Akureyri. Að sögn Gunnars
M. Guðmundssonar hjá Sér-
leyfisbílum Akureyrar sf.
markar opnunin þáttaskil í
sögu áætlunarferða á Norður-
landi og til Austurlands því nú
hafa allir sérleyfishafarnir
samastað í einni umferðarmið-
stöð, og gætu því samhæft
krafta sína til bættrar þjónustu
fyrir farþega.
Gunnar sagði að samstarf það
sem nú hefði litið dagsins ljós
milli sérleyfishafa hefði í raun átt
að hafa komið til sögunnar fyrir
mörgum árum, en af ýmsum
orsökum hefði ekki verið hægt að
koma þessu á fyrr. Þeir aðilar
sem sameina nú krafta sína í
þessu nýja hlutafélagi eru
Norðurleið hf., Sérleyfisbílar
Akureyrar sf., Björn Sigurðsson,
sérleyfishafi á Húsavík, Ævar
Klemenzson, sérleyfishafi á Dal-
vík og Akureyrarbær. Nýja fyrir-
tækið er til húsa í Hafnarstræti
82, þar sem Öndvegi sf. var áður.
„Það eru fleiri aðilar að hugsa
og opnum svæðum á Akureyri
af hálfu Heilbrigðiseftirlits
Eyjafjarðar og bíða nú eigenda
sinna í afgirtu porti. Verði
þeirra ekki vitjað fyrir 23.
janúar mun þeim verða hent
og er þá fullseint í rassinn grip-
ið að ætia sér að nálgast þá.
Að sögn Valdimars Brynjólfs-
sonar heilbrigðisfulltrúa vOru á
síðasta ári settir aðvörunarmiðar
á 2-300 númerslausa bíla sem
voru á götum eða opnum svæð-
um og eigendum þeirra gefinn
frestur til að ráða bót á þessu.
Flestir sinntu þessum tilmælum
en um 30 bíla þurfti að fjarlægja.
Nokkrir hafa vitjað bíla sinna
en Valdimar bjóst við að um 20
bílar færu á haugana, enda teldu
eigendur það varla svara kostn-
aði að leysa þá út, kannski ekki
síst eftir þá meðferð sem þeir
hljóta í portinu þar sem þeir eru
geymdir.
„Vandamálið hefur verið það
að þótt svæðið sé girt og læst þá
hafa menn laumast þarna inn að
næturlagi og stolið úr bílunum
öllu því nýtilegasta. Þetta er alls
ekki nógu góð aðstaða, best væri
að geyma bílana á svæði þar sem
er vakt,“ sagði Valdimar.
Umræddir bílar verða fluttir
upp á öskuhauga bæjarins þar
sem þeir verða urðaðir. Valdimar
sagði að þetta væri ekki besta
leiðin til að losna við þá en sú
skásta sem stæði til boða. SS
um að koma með okkur inn í
þennan rekstur á sviði ferðamála.
Ég tel ekki tímabært að greina
frá því hverjir þetta eru eða með
hvaða hætti samstarfið gæti orðið
en það tengist bættri og meiri
þjónustu fyrir ferðamenn, inn-
lenda sem erlenda. Þessi mál
munu skýrast nánar á næstu
vikum,“ sagði Gunnar M. Guð-
mundsson. EHB
„Það er furðulegt að Þórólfur
kannist ekki við það sam-
komulag sem hann hefur sjálf-
ur undirritað. Þá vii ég benda á
þá staðreynd að Stakfellinu var
breytt í óþökk margra íbúa hér
og um þær breytingar var ekki
einhugur. Einnig skal á það
minnt að Hraðfrystistöðin ósk-
aði eftir að kaupa hlut Kaup-
félags Langnesinga í útgerð-
inni en það var ekki
samþykkt,“ sagði Jóhann A.
Jónsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
hf.
Tilefni þessara ummæla
Jóhanns er frétt í Degi þ. 12.
janúar, þar sem Þórólfur Gísla-
son, stjórnarformaður Útgerðar-
félags Norður-Þingeyinga, skýrir
frá orsökum þess að ekki hafi
borist meiri afli til frystihússins
en raun ber vitni, og svarar þeirri
spurningu hvernig standi á því að
forsvarsmenn Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar telji að 500 tonn vanti
upp á að afla hafi verið skilað til
samræmis við fyrra samkomulag.
Jóhann telur margt athugavert
í málflutningi Þórólfs, t.d. það að
margnefnt samkomulag sé vissu-
lega til, en það sé undirritað af
Jóhanni A. Jónssyni og Daníel
Árnasyni f.h. Þórshafnarhrepps
og Þórólfi Gíslasyni, Ágústi
Guðröðarsyni og Sigtryggi Þor-
lákssyni f.h. útgerðarinnar. Auk
þess hafi Stefán Valgeirsson
skrifað undir því hann hafi staðið
að samningnum ásamt fleirum.
Tilgangur samkomulagsins, sem
hljóðaði upp á að útgerðin væri
skuldbundin til að landa 1250 t á
ári til fiskvinnslu, hafi verið að
Við gerð fjárhagsáætlunar
Akureyrarbæjar fyrir þetta ár
verða lagðar fram tillögur um
framtíðarskipan gatnamóta
Undirhlíðar og Hörgárbrautar.
Tvær tillögur verða á næstunni
lagðar fyrir skipulagsnefnd
bæjarins, þar sem annars vegar
er gert ráð fyrir umferðarljós-
um á gatnamótunum en hins
vegar að í þeirra stað komi
hringtorg.
Við gerð fjárhagsáætlunar síð-
asta árs lagði skipulagsnefnd
fram tillögur um umferðarljós á
gatnamótunum en henni var
hafnað í bæjarráði. í framhaldi af
umræðum þá kom upp hugmynd
um hringtorg.
Tillagan sem nú fer fyrir nefnd-
ina er svipuð hinni fyrri, munur-
inn er kannski helst sá að nýja til-
lagan byggir á raunverulegri
reynslu af nýju brúnni yfir Glerá,
tryggja atvinnu í byggðarlaginu.
„Hlutur fiskvinnslunnar hefur
sífellt verið skorinn meira niður.
Skip eins og Stakfellið á að leika
sér að því að skila 3-4000 tonn-
um aflans í ísfisk en síðan eru okk-
ur aðeins skömmtuð 1250 tonn og
ekki einu sinni staðið við það.
Sannleikurinn er sá að afstaða
meirihlutans í útgerðinni stuðlar
nú að atvinnuleysi á Þórshöfn.
Okkur hafa aðeins borist 15 tonn
það sem af er árinu," sagði Jó-
hann A. Jónsson að lokum.
í stað áætlana áður. Að sögn
Gunnars Jóhannessonar deildar-
tæknifræðings á gatnadeild sýndi
nýleg talning á umferð yfir brúna
að áætlanir um hana voru nálægt
lagi. Umferðarþunginn er um
2500-3000 bílar á sólarhring.
Samanburður á umferð á
umræddum gatnamótum fyrir og
eftir tilkomu brúarinnar sýnir að
umferðarþunginn þar hefur ekki
breyst en „straumar“ hafa hins
vegar breyst.
Breyting á gatnamótunum er
aðkallandi ef lokun Höfðahlíðar
við Hörgárbraut, sem gert er ráð
fyrir í skipulagi, kemur til fram-
kvæmda.
Nú er unnið að gerð kostnað-
aráætlana fyrir tillögurnar tvær.
Kostnaður við umferðarljós
ræðst nokkuð af því hvaða tolla-
breytingar verða á ljósabúnaði,
en Gunnar sagðist frekar reikna
með að sú leið væri dýrari. ET
Bifreiðastöð Nurðurlands er tekin til starfa. Á myndinni eru f.v.: Gunnar M.
Guðmundssun framkvæmdastjóri Sérleyfisbifreiða Akureyrar, Þurvarður
Guðjónssun framkvæmdastjuri Nurðurleiöar ug Þurleifur Þór Jónssnn
starfsmaður atvinnumálanefndar. Mynd: tlv
Umferðarmiðstöðin á Akureyri:
Bætt þjónusta
sérleyfishafa
EHB
Gatnamót Undirhlíðar og Hörgárbrautar:
Umferðaiijós
eða hríngtorg?