Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 20.01.1988, Blaðsíða 3
20. janúar 1988 - DAGUR - 3 íslendingar erlendis: Fleiri konur en karlar búsettar í útlöndum í fréttatilkynningu frá Hag- stofu ísiands er getið um Islendinga með lögheimili er- lendis svo og íslenska ríkisborg- ara þar. í Ijós kemur aö alls voru 13.119 manns sem fæddir voru á íslandi búsettir erlendis 1. desember ’87 og þá voru 13.999 íslenskir ríkisborgarar úti í hinum stóra heimi. Þeir sem fara til útlanda til „Við leikum létta tónlist í þjóðlagastíl í anda tríóa eins og Ríó- tríósins. Við erum með tónlist sem er töluvert í anda þeirra síðastnefndu en leikum líka alltaf eitthvað nýtt og ferskt, t.d. frumsamin lög eftir okkur sjálfa,“ sagði Sigurður Þórisson í X-tríóinu. X-tríóið var stofnað síðasta haust af bræðrunum Sigurði og Gunnari Þórisspnum og Erlingi atvinnudvalar flytja að jafnaði lögheimili sitt til viðkomandi lands, en námsmenn halda yfir- leitt lögheimili sínu á íslandi. Þetta á þó ekki við þá sem liafa farið til náms á Norðurlöndum eftir að samningur milli Norður- landa um almannaskráningu kom til framkvæmda 1. október 1969. Tii þess að komast á almannaskrá í dvalarlandinu þurfa námsmenn Bergvinssyni. Sigurðurog Erling- ur leika á gítara og syngja en Gunnar er á bassanum - og syng- ur einnig með. „Þær undirtektir sem við höf- um fengið tjl þessa hafa verið mjög góðar. Fólki hlýtur að líka þessi tónlist því við erum bókaðir á mörg þorrablót og árshátíðir. Við erum þeir einu sem leika þessá ákveðnu tegund tónlistar hér á svæðinu,“ sagði Sigurður Þórisson. EHB héðan að leggja fram samnorrænt flutningsvottorð, en því fylgir brottfall af almannaskrá á Is- landi. Námsmenn á Norðulönd- um og skyldulið liafa því bæst í hóp þeirra sem teljast til „íslend- inga erlendis" samkvæmt þjóðskrá. Það skal upplýst að fyr- ir skólaárið 1986/87 sótti 1.321 námsmaður á Norðurlöndum um aðstoð hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Voru 833 í Dan- mörku, 245 í Noregi, 226 í Sví- þjóð og 17 í Finnlandi. í tölum sem vitnað er í hér á eftir vantar alla sem fluttust til útlanda 1952 eða fyrr og eru enn á lífi á viðmiðunardegi. Árið 1987 eru liðin 35 ár frá stofntíma þjóðskrár og hefur þá þessu fólki fækkað mikið, en miklu munar hér 1965. íslendingum erlendis fjölgar því hlutfallslega minna ár frá ári en þessar tölur sýna. Það er undir hælinn lagt hvort hingað berst vitneskja urn andlát íslendinga sem sest hafa að í útlöndum. Á það einkum við um þá sem tengjast fjölskyldubönd- um þar. Mun nokkurrar oftaln- ingar íslendinga erlendis gæta af þessum sökum. í tölu íslenskra ríkisborgara vantar trúlega allstóran hluta barna sem hafa fæðst erlendis, en hafa íslenskt ríkisfang að íslensk- um lögum. Á þctta sérstaklega við utan Norðurlanda og að ein- hverju leyti þar líka, en þaðan berst þó nokkuð af tilkynningum um fæðingu barna með íslensku ríkisfangi. Mannfjöldaskýrslur frá Svíjrjóð sýna að áratuginn 1976-85 fæddust þar 775 börn er töldust hafa íslenskan ríkisborg- ararétt eftir sænskum lögum. íslendingar missa íslenskt ríkisfang, ef þeir öðlast erlendan ríkisborgararétt vegna eigin umsóknar. Tilkynningar um breytt ríkisfang íslendinga eru sendar frá Danmörku og Noregi, en koma að jafnaði ekki annars staðar að. Munar trúlega all- nokkru til oftalningar, til dæmis í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Lítum þá á helstu lönd þar sem fólk sem fætt er á íslandi var búsett 1. desember síðastliðinn: Danmörk (3.015), Svíþjóð (2.911), Bandaríkin (2.820), Noregur (2.121) og Bretland (385). íslenskir n'kisborgarar eru fjölmennastir í eftirtöldum löndum: Svíþjóð (3.439), Dan- mörk (3.184), Bandaríkin (2.619), Noregur (2.192), Bret- land (436) og Kanada (389). Konur eru fleiri, í báðum flokk- unum, og þar er kannski skýring- in á því af hverju karlmenn eru fleiri en konur á íslandi. SS Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þau Guö- mundur Bjarnason og Valgerður Svcrrisdóttir, hafa ferðast um kjördæmið undanfarna daga og haldið viðtalsfundi. Þessi mynd var tekin á einum slík- um á Akureyri á mánudag. í kvöld verður viðtalsfundur með þingmönnun- um að Laugarborg í Eyjafirði og hefst hann kl. 20.30. Mynd: tlv Akureyri: X-tríóið er vinsælt X-tríóið leikur lög í þjóðlagastfl fyrir Norðlendinga. Knattspyrnufélag Akureyrar 60 ára afmælishátíð KA föstudaginn 29. janúar í Sjallanum Glæsilegur matseðill. Frábær skemmtiatriði. Borðhald hefst kl. 19.30. Verð kr. 2.500.- Samkvæmisklæðnaður. Miðasala og borðapantanir í KA-heimilinu dagana 21., 22. og 23. janúar frá kl. 17-19, sími 23482. Opið hús milli kl. 17 og 19 í KA-heimilinu föstudaginn 29. janúar. Einingabréf hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær fjárfesting. Á síðasta ári gáfu Einingabréf 1, eigendum sínum 13,3% vexti umfram verð- bólgu. Við bendum eigendum Spari- skírteina ríkissjóðs á að við tökum innleysanleg spariskírteini sem greiðslu fyrir ný spariskírteini eða önnur verðbréf. Með því að fjárfesta í Eininga- bréfum tryggðu þér hámarks- ávöxtun, lágmarksáhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf eru öryggissjóbur þinn og þinna um ókomin ár. Gengi Einingabréfa 20. janúar 1988 Einingabréf 1 ........................... 2.579 Einingabréf 2 ........................... 1.504 Einingabréf 3 .......................... 1.613 Lífeyrisbréf ............................ 1.297

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.