Dagur - 20.01.1988, Page 11

Dagur - 20.01.1988, Page 11
3o; janúar 1988 - ÐÁÖtlR -‘1<1 Minning: Jón Sigtryggsson Syðri-Neslöndum við Mývatn Fæddur 17. júlí 1903 - Dáinn 22. október 1987 Jón Sigtryggsson fæddist í Syðri- Neslöndum 17. júlí 1903. For- eldrar hans voru hjónin Sigtrygg- ur Porsteinsson og Sigríður Jóhannesdóttir, bæði frá Geit- eyjarströnd. Þau bjuggu í Syðri- Neslöndum frá 1902 til æviloka. Sigríður andaðist 1949 en Sig- tryggur 1952. Síðustu áratugina bjuggu börn þeirra, Jón og Sigur- veig, félagsbúi með þeim. Guð- rún dóttir þeirra bjó á 'A jarðar- innar ásamt manni sínum, Tóm- asi Sigurtryggvasyni, frá 1924 til 1951 er þau fluttu að Björk í Grímsnesi. Frá árinu 1952 bjuggu Jón og Sigurveig því ein á jörðinni. Fagurt er í Syðri-Neslöndum og óvíða nýtur fjallahringur Mývatnssveitar sín betur en þaðan. Nálægðin við vatn og vot- lendi hefur mikil áhrif á daglegt líf á Neslandatanggpum og fjöl- skrúðugt lífríkið lætur engan ósnortinn, sem þar dvelur. Vogar eru einn af nágrannabæjum Syðri-Neslanda, þó að Ytriflói skilji jarðirnar að, en í Vogum átti ég heima fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki gamall þegar fór að veita athygli vélarhljóði, sem kom frá stórum rennilegum báti, er ég sá fara um vatnið á mikilli ferð, a.m.k. ef miðað var við árabátana sem flestir notuð- ust við. Og ég komst fljótlega að því að þarna var hann Jón í Nes- löndum á ferðinni. Það var sérstakur ævintýra- ljómi yfir þessum báti og þessum manni. Þeir voru svo nátengdir, að í barnshuganum urðu þeir sem eitt, og þeir voru engu öðru líkir, sem ég þekkti. Síðar komst ég í nánari snertingu við bát og mann og ekki minnkaði ævintýraljóm- inn við það. Maður, sem sigldi slíku skipi, með stóra hópa af ókunnugu fólki, hlaut að vera sem kóngur í ríki sínu. Jón Sigtryggsson var fjölhæfur maður. Hann var ákaflega greið- vikinn og hjálpsamur, og nutu nágrannar hans og aðrir sveitung- ar oft góðs af því. Hann var fyrir- hyggjusamur og natinn bóndi, fór vel með búfénað sinn og ástund- aði slíka hirðusemi að einstakt mátti telja. Hann var liðtækur smiður og einkar verklaginn við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Jón var fljótur að koma fyrir sig orði og hafði oft spaugsyrði á hraðbergi. Hafa ýmis tilsvör hans orðið fleyg. Hann hafði yndi af tónlist og lék sjálfur dálítið á munnhörpu. Hann hafði áhuga á ýmsum félagsmálum og íþróttum og var ágætur skautahlaupari á yngri árum. Á málfundum tók hann stundum þátt í umræðum og sagði þá skoðanir sínar afdrátt- arlaust. Jón var góður veiðimað- ur, hann stundaði bæði silungs- veiði og skotveiðar og naut sam- vista við landið og náttúruna. Um áratugaskeið fór Jón fjöl- margar ferðir um Austurfjöll, í göngur, fjárleitir og girðinga- vinnu. í slíkum ferðum naut hann sín vel og var vinsæll ferða- félagi vegna ósérhlífni og hinnar léttu gamansemi. Jón í Neslöndum var áhuga- samur um tækninýjungar, en lagði jafnframt áherslu á að varð- veita margt það sem átti sér rætur í fortíðinni. Starfssaga hans öll er til vitnis um þetta, og byggingar og önnur mannvirki í Syðri-Nes- löndum bera einnig vott urn hið sama. Óvíða eða hvergi getur að líta nútíð og fortíð tléttað saman á slíkan hátt sem þar. Sem dæmi um áhuga Jóns á tækni nýrra tíma má nefna, að hann varð meðal fyrstu bænda hér um slóðir til að kaupa dráttarvél, og síðar varð hann einn hinna fyrstu sem keyptu vélsleða. Það segir líka sína sögu um framsýni Jóns og kjark, að 26 ára gamall, árið 1930, réðist hann í að kaupa vélbát frá Noregi, sem hann flutti upp að Mývatni og rak þar sem atvinnutæki í 47 ár. Með þessu framtaki markaði hann merkilegt spor í atvinnu- og sam- göngusögu Mývatnssveitar. Báts- ferðir Jóns leiddu til þess að hann kynntist og hafði samneyti við fjölda fólks. Meðal farþega sem hann flutti voru ýmsar þekktar persónur, jafnvel þjóðhöfðingj- ar. Ábyrgðin var oft mikil, sem hann tókst á hendur við þessa flutninga, en svo gætinn og gjör- hugull var hann, að aldrei hlekkt- ist honum á. Ánægðum og hrifnum ferða- löngum skilaði Jón í land, hverj- um hópnum á fætur öðrum, eftir velheppnaða ferð um vatnið, og þetta hefur án efa veitt honum mikla ánægju og lífsfyllingu. Útgerðin á bátnum Sleipni í hátt á fimmta áratug er það sem ég tel bera hæst á lífsferli Jóns Sig- tryggssonar og mun þessa vafa- laust verða lengi minnst. Samstarf þeirra systkinanna, Jóns og Sigurveigar, var mjög gott. Hlið við hlið hafa þau unnið að búi sínu og búið sér snoturt heimili, þar sem margir hafa not- ið gestrisni þeirra. Og mikill styrkur hefur Jóni áreiðanlega verið að systur sinni, einkum síð- ari árin, eftir að heilsa hans fór að gefa sig, en þá var það sjón hans sem bilaði. Tengsl þeirra Jóns og Veigu við náttúruna hafa verið náin, enda er lífríkið umhverfis Syðri-Neslönd ekkert venjulegt. Varla er ofsögum af því sagt, að varpfuglarnir hafi orðið vinir þeirra og það er e.t.v. ekki svo merkilegt þegar þess er gætt, hversu ríka áherslu þau hafa lagt á að viðhalda náttúru- farinu á jörð sinni í sem bestu jafnvægi. Jón var líka athugull náttúruskoðari og í hinum fjöl- mörgu ferðum um Mývatn öðlað- ist hann mikla þekkingu á vatn- inu, botni þess og botngróðri. Fegurð Mývatnssveitar hreif Jón, eins og marga fleiri. Hann unni sveitinni, þar sem hann kaus að lifa,og starfa. Ég efa ekki að hann hafi verið sammála Jóni Þorsteinssyni, skáldi á Arnar- vatni, er hann lýsir sveitinni svo: „Fyrir landi eru eyjar, iðjagrænar, njólum skrýddar, þúsund blada blómum prýddar, þar sem bóndi hraustur heyjar, hér er fagurt undir bú, stólpi lands er sveitin sú. “ Jón í Neslöndum hefur nú ýtt frá landi í síðasta sinn og er lagð- ur upp í siglinguna miklu á vit ókunnra stranda. Enginn þarf að efast um, að sú sigling verður far- sæl sem hinar fyrri. Blessuð sé minning hans. Jón Illugason. Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar - vikuna 15/1-22/1 1988 Sæti Áöur Vikur Lag Flytjandi 1. (3) 4 China in your hand T’pau 2. (1) 7 Tears on the ballroom floor Cry/no/more 3. (4) 2 Always on my mind Pet Shop Boys 4. (13) 2 Need you tonight Inxs 5, (6) 2 Rauðurbíll Geiri Sæm 6. (N) 1 True devotion Samantha Fox 7. (5) 6 Little lies Fleetwood Mac 8. (14) 2 Manstu Bubbi Mortens 9. (17) 3 Everlasting love Sandra 10. (7) 2 Wonderful life Black 11. (2) 5 Aldrei fór ég suður Bubbi Mortens 12. 0) 5 Cant take my eyes of you ... Kim Ross 13. (11) 3 Come back and stay Bad boys blue 14. (10) 8 Can't stand (loosing you) .... Fate 15. (8) 7 Járnkarlinn Bjartmar Guölaugs og Eiríkur F 16. (12) 3 Ástar-bréf (Merkt-x) Model 17. (16) 6 So emotional Withney Houston 18. (23) 3 Púla Greifarnir 19. (24) 2 Horfðu á björtu hliðarnar Sverrir Stormsker 20. (15) 8 Rent Pet Shop Boys 21. (18) 10 Pump up the volume M/A/R/R/S 22. (N) 1 Thedrum Roger Chapman 23. (20) 6 Týnda kynslóðin Bjartmar Guölaugsson 24. (N) 1 Madonna (on the radio) The Flyers 25. (21) 9 Loner Gary Moore Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22, i símum 27710 og 27711. Listínn er spilaður á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23. Auk þess sem ný lög eru kynnt. Vertu með. Snjótönn til sölu Vatnsleysustrandarhreppur vill selja ónotaöa snjó- tönn á góöu veröi (ca. 300-350 þúsund kr.) Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 92-46541. Áður auglýst þorrablót Arnarneshreppsbúa er halda átti þann 23. janúar verður frestað til 20. febrúar. Nánar auglýst síðar. Nefndin. TRÉSMIÐJAN ÞÓR HF. Vantar laghenta smiði á verkstæði Upplýsingar veitir Halldór M. Rafnsson í síma 23082 milli kl. 8.00 og 16.00. M YNDLISTASKOLIN N Á AKUREYRI NÁMSKEIÐ Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 18. maí. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Ein.u sinni í viku. 2 fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeiö. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Myndlistadeild. Tvisvar í viku. Augiýsingagerð. Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Máiun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-17.00. Skólastjóri. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSA HULDRÚN JÓNSDÓTTIR, Skriðulandi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laugardaginn 16. janúar sl. Útförin fer fram að Möðruvöllum, Hörgárdal.laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Friðrik Olgeirsson, Halldóra Friðriksdóttir, Krlstján Guðmundsson og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.