Dagur


Dagur - 20.01.1988, Qupperneq 16

Dagur - 20.01.1988, Qupperneq 16
Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavik Hótel ________ Husavik sími 41220. Oft miklar birgðar á herðum bréfbera: Dagskammtur hvers bréfbera fer í 60 kíló Starf bréfbera hefur á seinni tímum orðið eitt af erfiðari störfum innan póstþjónustunn- ar enda hafa birgðar bréfber- anna aukist með vaxandi notk- un póstþjónustunnar. Á Akur- eyri sinna 13 manns póstburði og þegar álag er mikið getur magn hvers og eins á dag farið upp í 60 kíló sem borið er út í einni ferð. Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri sagði að þegar bréfberar þyrftu að bera út svo mikið magn væri reynt að aðstoða þá með akstri en nokkrir notuðu þó sína eigin bíla við vinnuna. Gísli sagði að póstburð- urinn væri mun erfiðari yfir vetrartímann og því fengju bréf- berarnir greitt 10% álag yfir vetrarmánuðina. Gísli sagði að þrátt fyrir að starf bréfberanna sé erfitt hafi sumir enst í starfinu árum saman. „Þegar við ráðum nýja bréfbera þá gerum við fólki grein fyrir að þetta sé erfitt starf þó að það eigi frekar við um vetrartím- ann. Janúarmánuður er annatími í póstburði enda sá mánuðurþegar bankar þurfa að senda frá sér hvað mest af bréfum. Gísli segir að slíkur póstur auk ýmissa happ- drætta og dreifibréfa hafi í seinni tíð aukist mjög og þessi aukning kemur best í ljós hjá bréfberun- um. JÓH Dalvík: Viðar hf. afhendir sio nyjar ibuðir Nýlega voru á Dalvík aflientar 7 íbúðir af 10 í nýju fjölbýlis- húsi sem byggingarfyrirtækið Viöar hf. hefur nýlega lokið við. íbúðirnar voru afhentar tilbúnar undir tréverk en hinar þrjár sem eftir eru eiga að afhendast fullbúnar 1. apríl. Bygging hússins sem er þrjár hæðir hófst í júlí á síðasta ári og að sögn Hilmars Daníelssonar annars eiganda fyrirtækisins hafa framkvæmdir gengið vel. í hús- inu eru tveggja og þriggja her- bergja íbúðir. íbúðum en Hilmar sagðist þegar vera búinn að fá óformlegar umsóknir. ET Guðrún Gísladóttir póstur með þunga byrði. Mynd: TLV „Fóstrudeilan“ leyst en: 30 fóstmr vantar til starfa hjá Akureyrarbæ Húsnæðisskortur hefur verið talsverður á Dalvík og nefndi Hilmar sem dæmi þar um, að þegar flutt var inn í þessar nýju íbúðir hafi engar íbúðir losnað í staðinn. Kaupendur þeirra sem allir eru ungt fólk, hefur til þessa búið hjá fjölskyldum sínum eða leigt herbergi. Hilmar sagði að enn vantaði húsnæði á Dalvík og í apríl hefst bygging annars fjöl- býlishúss sem einnig verður með 10 íbúðum. Ekki hafa verið gerð- ir samningar um sölu á þeim Þó að lausn „fóstrudeilunnar“ á Akureyri liggi fyrir, og tekist hafi að koma í veg fyrir lokun dagvista, þá er staða fóstru- mála hjá Akureyrarbæ ekki góð. Að sögn Sigríðar M. Jóhannsdóttur dagvistarfull- trúa þá vantar nú um 30 fóstrur til starfa hjá bænum, miðað við að þær sex sem sagt hafa upp dragi uppsagnir sínar til baka. í dag birtast í blöðum auglýs- Nýja fjölbýlishúsið á Dalvík. ingar frá dagvistarfulltrúa þar sem auglýst er eftir fóstrum og forstöðumönnum við Dagvistir Akureyrar. Á Akureyri eru nú um 17 fóstrumenntaðar konur sem ýmist eru komnar í önnur störf eða eru heimavinnandi. Sjö þeirra eru við kennslu, ein á Sól- borg og tvær í Þjálfunarskóla ríkisins. Sigríður sagðist bæði vera að reyna að ná til þessara kvenna og fóstra á Reykjavíkur- svæðinu. Sigríður sagði að ef hver deild ætti að hafa yfir að ráða deildar- fóstru og almennri fóstru þá vant- aði nú í bæinn 30 fóstrur. Hún sagðist vona að þær sem sagt hefðu upp myndu draga uppsagn- ir sínar til baka. Sigríður sagðist engu þora að spá um undirtektir fóstra í Reykjavík en sagðist stefna að „veiðiferð" í Fóstruskóla íslands eins og Siglfirðingar fóru á sínum tíma. Ef fást eiga fóstrur annars stað- ar að af landinu þá hangir fleira á spýtunni en þeirra eigið starf því ef þær eru með fjölskyldu þá þarf að útvega mönnunum vinnu líka. Á síðasta ári var greiddur flutn- ingskostnaður fyrir fóstrur til Akureyrar og sagðist Sigríður vonast til að slíkt yrði gert núna líka. ET Sláturhús KEA: Söluaukning - í nautakjöti Mikil söluaukning varð hjá sláturhúsi KEA á Akureyri í nautakjöti á árinu 1987 miðað við árið á undan. Á árinu 1986 seldust um 220 tonn af nauta- kjöti en á síðasta ári jókst sal- an um 140 tonn þ.e. í 360 tonn. Að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra var á nýliðnu ári slátrað um það bil 2160 stórgrip- um í sláturhúsinu en á árinu 1986 var slátrað nokkuð færri gripum eða 1960. Óli sagði að ljóst væri að sala í nautakjöti hafi aukist um 140 tonn milli ára en sala yfir árið hafi ver- ið nokkuð jöfn. Sala á mánuði sé á bilinu frá 20 til 40 tonn en minnst sé salan í janúarmánuði. Óli sagði að þrátt fyrir aukna slátrun nautgripa á síðasta ári sé birgðastaðan nú við áramót mun betri en hafi verið um síðustu áramót. JÓH Ellimóðir siökkviliðsmenn: „Ástandið er alvarlegt“ - segir Sigfús Jónsson „Þetta er alveg rétt. Ástandið hjá slökkviliðinu er að verða alvarlegt en það hefði mátt koma í veg fyrir það með því að bregðast rétt við fyrir 4-6 árum. Þá var ljóst hvert stefndi en það hefur ekki tekist að stýra slökkviliðsmönnum í önnur störf hjá bænum. Það vantar meiri miðstýringu í starfsmannaráðningar,“ sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri. Bæjaryfirvöld hafa verið sökuð um að nota slökkvilið Akureyrar sem athvarf fyrir starfsmenn sem komnir eru á. miðjan aldur, en meirihluti slökkviliðsmanna er um og yfir fimmtugt. Framtíðar- sýn Gunnlaugs Búa Sveinssonar í föstudagsblaði Dags var líka nöturleg: Slökkviliðsmenn í hjólastólum eða með hækjur. Sigfús Jónsson tekur undir þá skoðun Gunnlaugs Búa að eðli- leg endurnýjun hafi ekki átt sér stað. Mannaráðningar hjá bæn- um liafi hins vegar verið undir nefndum og ráðum komnar og bæjarstjórn ekki getað sniðgeng- ið vilja þeirra þótt hún hafi viljað greiða götu þeirra bæjarstarfs- manna sem sótt hafa um til- færslu. „Mín skoðun er sú að bæjar- starfsmenn ættu að vera á nokk- urs konar biðlista, en ekki þurfa að sækja um á móti öðrum þegar stöður losna hjá bænum. Þegar heppilegar stöður losna eiga þeir síðan að geta fengið þær, án aug- lýsingar, eins og í hverju öðru fyrirtæki," sagði Sigfús. Hann sagði að nauðsynlegt væri að laga það kerfi sem gildir varðandi starfsmannaráðningar. Fyrr væri lítið hægt að gera og slökkviliðsmenn héldu áfram að eldast. Hann var þó bjartsýnn á að með stjórnkerfisbreytingun- um yrði auðveldara að færa starfsmenn til innan bæjarkerfis- ins og standa á nútímalegri hátt að ráðningu starfsmanna. SS Viðurkenndu sök sína í 10 málum I síðustu viku var brotist inn í Sælkerahúsið á Sauðárkróki og stolið þaðan 20 flöskum af áfengi. Við rannsókn þess máls upplýstust níu önnur mál sem tveir menn eru valdir að. Er annar rúmlega tvítugur og hinn undir tvítugt. Er hér um að ræða 2 bílþjófn- aði og skemmdir á bílunum, stuld á dráttarvél og ölvunarakstur í kjölfar þeirra afbrota. Einnig innbrot og þjófnaði s.s á verkfær- urn og dekkjum. Verknaðirnir voru framdir á Sauðárkróki og í héraðinu, en einnig lá slóð þeirra félaga alla leið suður í Keflavík þar sem þeir brutust inn í nýbyggingu og stálu verkfærum. Mestur hluti þýfisins er komið í leitirnar og er það í fórum lög- reglu. -þá

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.