Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 1
Dagur 70 ára Dagur er 70 ára í dag, en fyrsta blaðið kom út 12. febrúar árið 1918. í tilefni dagsins fylgir blaðinu í dag sérstakt afmælis- rit. Meðal efnis má nefna ágrip af sögu Dags í 70 ár, viðtal við Erling Davíðsson, fyrrum rit- stjóra, grein um Jónas Jónsson frá Hriflu, kveðjur sem blaðinu hafa borist, sýnishorn af gömlum fréttum og auglýsingum, sem birst hafa í blaðinu, auk fjöl- margra mynda, gamalla og nýrra. VSf og VMSf: Fyrsti samninga- fundurinn í dag í dag klukkan 10.30 hefst fyrsti samningafundur VMSÍ og VSÍ eftir að VMSÍ lagði fram nýjar kröfur til langtímasamninga. Samningsaðilar eru ekki á eitt sáttir um ágæti kröfugerðar- innar eins og vera ber, fulltrú- ar VMSÍ segja þær raunhæfar á meðan fulltrúar VSÍ segja þær óhóflegar. Helstu kröfur VMSÍ eru þær að fá strax 2000 króna hækkun á öll laun. Á árinu hækki laun um 3% 1. maí, 1. ágúst, 1. október og 1. febrúar á næsta ári. Til leiðréttingar lægstu launa fara þeir fram á 4000 króna hækkun á laun undir 35000 kr., 3000 krónur undir 40000 kr., 2000 krónur undir 45000 kr. og 1000 króna hækkun á laun undir 50000 krónum. 1. október í haust hækki laun um 2000 krónur og farið er fram á starfsaldurshækkanir í fjórum þrepum eftir eitt til níu ár og fari hækkandi út samnings- tímabilið sem er til 15. febrúar. Eins og fram kemur í blaðinu í dag, telja vinnuveitendur ekki möguleika á að hækka laun eins mikið og farið er fram á. Björn Snæbjörnsson varaformaður Ein- ingar sagði í samtali við Dag, vinnuveitendur vera að sýna verkafólki lítilsvirðingu ineð því að segjast ekki geta greitt hærri laun. „Lágmarkslaun munu ein- göngu hækka upp í 31975 krónur og ef fyrirtækin eru svo illa stæð að þau geti ekki greitt þau laun, ættu þau bara að loka.“ VG Getu: fiskverkafólk vænst kjara- bóta í næstu samningum? „Stórfelldar launahækkanir núna eru út í hött“ - segir Hjörtur Eiríksson hjá VMSS Verkamannasamband íslands hefur nú lagt fram nýjar kröfur til kjarasamninga sem eru mið- í gær sendi stjórn hestamanna- félagsins Hrings á Dalvík stjórn Landssambands hesta- mannafélaga bréf þar sem til- kynnt er um úrsögn félagsins úr LH. Akvörðun um þetta var tekin á aðalfundi Hrings fyrr í vikunni. Landsamband hesta- mannafélaga var stofnað árið 1949 en Hringur er fyrsta fé- lagið í sögunni sem segir sig úr sambandinu. Eftir að stjórn LH samþykkti á síðasta ári að næsta landsmót skyldi haldið á Vindheimamelum í Skagafirði árið 1990 hafa þrjú félög í Eyjafirði þ.e. Funi, Léttir og Práinn hótað úrsögn en athygli vekur að Hringur lætur til aðar við samning til 15. febrú- ar á næsta ári. Dagur hafði samband við Hjört Eiríksson skarar skríða. Að sögn formanns LH hefur Hringur aldrei hótað formlega að segja sig úr lands- sambandinu. „Að svo komnu máli viljum við ekki gefa upp hverjar ástæður eru fyrir þessa.i úrsögn okkar. Tilkynning um þetta er á leið til stjórn LH og við viljum ekki ræða ástæður fyrir úrsögninni fyrr en hún er búin að fjalla um málið,“ sagði Þorsteinn H. Stefánsson, formaður hesta- mannafélagsins Hrings í gær. Fundur verður haldinn í stjórn LH fljótlega eftir að bréf Hrings berst til sambandsins. Leifur Kr. Jóhannesson, formaður LH sagð- ist ekki geta sagt neitt um þessa úrsögn Hringsmanna sem slíka hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélagana og innti hann álits á nýju kröfugerðinni. ‘ segir formaður LH en lýsti áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar mála. „Þetta kernur okkur á óvart. Ég hélt að það væri ekki nein lausn að kljúfa sambandið eins og menn virðast vinna markvisst að. Þetta eru sérkennileg vinnu- brögð í ljósi þess að samkvæmt lögum á stjórn LH að ákveða landsmótsstað og jafnvel eftir að ákvörðun okkar var lögð fyrir landsþing LH í haust var ákveðið að stjórnin hefði þetta vald áfram. Menn virðast ekki vilja vinna lýðræðislega og að mínu mati er verið að koma aftan að stjórn LH,“ sagði Leifur er hann var inntur álits á úrsögn Hrings og hótunum annarra eyfirskra félaga um úrsögn. JÓH Hann sagði að fulltrúar VSÍ hefðu miklar áhyggjur af þessum nýju kröfum. Ljóst væri að VMSÍ væri að fara fram á marga tugi prósenta launahækkanir. „Við teljum ekki á nokkurn hátt hægt að hækka laun svo mikið. Þjóð- félagið er ekki í stakk búið að taka á sig svona hækkanir. Allar útflutningsgreinarnar eru í tap- rekstri og segir sig sjálft í slíkri stöðu að ekki er hægt að taka á viðbótarkostnaðarhækkanir," sagði Hjörtur. Varðandi aðild ríkisstjórnarinnar sagðist hann telja eðlilegast að aðilar vinnu- markaðarins kæmu sér saman um hvernig skynsamlegast væri að bæta hag þeirra lægstlaunuðu og ríkið gerði síðan ráðstafanir til að bæta hag útflutningsgreinanna. Hann sagði margt spila inn í þessa erfiðu stöðu, t.d. þensluna á höfuðborgarsvæðinu sem væri allt of mikil. „Að ætla sér í þess- ari stöðu að semja um stórfelldar launahækkanir er út í hött. Það myndi eingöngu kalla á stórfellda verðbólgu.“ Hjörtur sagði að ef VMSÍ ætl- aði sér að standa á þessum kröf- um væri ljóst að stefndi í átök sem leiddi til óskaplega alvarlegs ástands. „Þjóðfélagið hefur ekki efni á verkföllum, hver sem á í hlut,“ sagði hann að lokum. VG Hriktir í undirstöðum Landssambands hestamannafélaga: Hestamannafélagiö Hringur ákveður úrsögn - „Komið aftan að stjórn landssambandsins,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.