Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 12. febrúar 1988
Þá kom hún að vörmu spori...
„Ef við förum að líta á okkur sem minnimáttar í þessu samstarfi og draga okkur út úr því, þá fyrst verðum við
ÚtkjálkaþjÓð.“ Myndir: Gísli Tryggvason.
an heimiliskennara, sem móðir
þeirra er, og hún las með þeim
dönsku, ensku, þýsku, frönsku
og latínu. Ágætt stúdentspróf
hennar og kennaramenntun
komu þvt að góðum notum í
fyrravetur og allir luku þeir ágæt-
um prófum.
Ég held að ég megi segja að
börnin hafi aðlagast vel og það er
öllum hollt að kynnast öðrum
þjóðum. Það á að geta aukið
skilning og umburðarlyndi en ef
til viil er það það sem vantar
hvað mest í samskiptum þjóða og
einstaklinga."
Nú segir sagan að íslenskir
stúdentar í Kaupmannahöfn
drekki Hof (Carlsberg) þangað
til þeir hafa náð danska „skroll-
inu“ og geta sagt Grön (Tuborg).
Sjálfur talar Tryggvi norsku þeg-
ar hann talar við Dani.
Talar þú norsku vegna þess að
þér gengur illa að ná danska
„skrollinu“ eða ertu bara að
framfylgja þessari stefnu sem þú
nefndir áðan með þrjú jafnrétthá
Norðurlandamál?
„Það er nú eiginlega hvorugt.
Ég notaði norsku daglega í fjögur
ár og því þótti mér auðveldast og
eðlilegast að nota hana hér
áfram. Enda eru þessi þrjú mál
eins og ég hef áður sagt jafn
rétthá. Þetta veldur hins vegar
oft erfiðleikum hér í Danmörku
og ekki síst í Kaupmannahöfn,
því að sumir Danir eiga erfitt
með að skilja bæði norsku og
sænsku og afar algengt er að
Danir villist á þessum málum.
Ég hef hins vegar af og til reynt
að æfa mig á dönskunni og stund-
um þurft að grípa til hennar.
Þetta hefur hins vegar gengið
misvel. I kuldunum í fyrravetur
þurfti ég að bíða lengi eftir lest á
Österport og þegar biðin var orð-
in löng þá fór ég í veitingasalinn
og bað um Grön. Þegar stúlkan
skildi ekki það sem ég sagði þá
bað ég um Tuborg og þá kom
hún að vörmu spori með tvær
flöskúr af Grön.“
Rannsóknarstarf
fái hagnað af bjórnum
- Talið berst nú auðvitað að
„Bjórnum“, með stórum staf, og
„Bjórmálinu“, heima á fslandi.
Hver er afstaða þín til „Bjórsins"
1 og hefur hún eitthvað breyst í
Danmerkurdvölinni?
„Ég hef lengi verið á báðum
áttum. Ég hef hins vegar sagt að
ef rannsóknarstarf á íslandi
fengi allan hagnað af sölu á
áfengum bjór, þá væri ég því
fylgjandi að hún verði leyfð, en
að öðrum kosti ekki.
Ég held auk þess að drykkju-
menning íslendinga geti naumast
orðið verri en hún er og ég held
að við verðum að taka þessa
áhættu. En jafnframt því sem
þessi áhætta yrði tekin ætti að
efla með mönnum það viðhorf að
aldrei megi láta sjá á sér vín.
Þaö er enginn vafi á því að
bjórdrykkju fylgja mörg vanda-
mál og skuggahliðarnar eru ægi-
legar. Við höfum hins vegar enn
sem komið er samhæfðara þjóð-
félag á íslandi en í nokkru öðru
Evrópulandi. Svörtustu hliðar
bjórdrykkjunnar er að finna hjá
þeim sem eru verst settir, ein-
stæðingum, utangarðsfólki og
þeim sem beðið hafa skipbrot.
Það er ekki hægt að yfirfæra allt
frá Danmörku og Þýskalandi til
íslands en það er ekki sjálfgert að
fara að selja áfengan bjór á ís-
landi. Ég skil vel þá þingmenn
sem eru á báðum áttum í þessu
máli, því þeim er vandi á
höndum.
Sumir hafa sagt að þetta sé
spurning um mannréttindi og má
vera að það megi orða þetta svo.
Nú geta þeir sem hafa fé keypt
bjór á íslandi, þeir sem geta ferð-
ast og þeir sem geta greitt það
sem upp er sett. Þetta er auðvitað
ekki réttlátt.
Sala áfengs öls á hins vegar
fyrst um sinn bara að vera tilraun
og þó að bjórinn verði leyfður í
fimm eða tíu ár þá má afnema
söluna aftur ef þetta breytir
áfengisneyslu íslendinga sýnilega
til hins verra. Meginmálið er að
breyta drykkjumenningunni til
hins betra og ég held að málefna-
leg umræða geti gert það. Raunar
finnst mér margt ungt fólk í dag
drekka vín skynsamlegar en jafn-
aldrar mínir gerðu fyrir 30
árum.“
Komum aftur til
Akureyrar
- Danir og íslendingar hafa
löngum eldað grátt silfur saman,
að minnsta kosti á yfirborðinu. í
íþróttum þykir fátt skemmtilegra
en að bera sigurorð af Dönum þó
að þær séu ekki margar greinarn-
ar þar sem við getum talist ofjarl-
ar þeirra. En hvernig er að búa
hjá Dönum?
„Danir eru góð þjóð að vera
með, ef maður leyfir sér að al-
hæfa. Þeir líkjast meira Evrópu-
búum á meginlandinu en Norð-
mönnum, Svíum, Finnum og
íslendingum. Þeir eru glaðlynd-
ari og gamansemi þeirra er við
brugðið. Danskur „húmor“ er
ekki bara sögusögn.
Annað sem mér finnst áber-
andi er hvað danskt verslunarfólk
og fólk sem vinnur þjónustustörf
er vel menntað og hvað hér mætir
manni allt annað viðmót í versl-
unum en á íslandi. Það skortir
verulega á menntun verslunar-
fólks á íslandi og þetta tengist
atriðinu sem ég nefndi áðan með
bætta starfsmenntun. Það mætti
segja mörg ófögur dæmi um
menntun verslunarfólks á ís-
landi.
Til gamans má hins vegar geta
þess að Verslunafólk á Akureyri
hefur lengi notið góðs af danskri
verslunarmenntun því dönsku
verslanirnar menntuðu marga þá
verslunarmenn sem enn eru við
störf á Akureyri. Af þessu eimir
enn.“
- Allt frá því Tryggvi hélt utan
með fjölskyldu sína, hafa sprott-
ið upp vangaveltur bæjarbúa um
það hvort þau muni nokkurn
tíma snúa aftur frá heimsborginni
Kaupmannahöfn til höfuðstaðar
Norðurlands. Sögusagnir um að
fjölskyldan settist að til frambúð-
ar á danskri grund fengu byr und-
ir báða vængi eftir að húsið að
Þórunnarstræti 81 var selt í
haust. Vorið 1990 er fjögurra ára
ráðningartíma Tryggva við skrif-
stofu Norrænu ráðherranefndar-
innar lokið. Hvað tekur þá við?
„Við Margrét erum ákveðin í
því að koma til Akureyrar aftur á
haustdögum 1990. Okkur hefur
liðið vel á Akureyri, þar eigum
við bæði verk að vinna og þar
setjumst við að aftur. Ég hef
fjögurra ára orlof frá starfi skóla-
meistara og og þangað ætla ég að
hverfa aftur. Ég þykist eiga
margt óunnið við Menntaskólann
á Akureyri," segir Tryggvi. BD
Dagur á stórafmæli í dag.
Veistu hve blaðið er gamalt?
Gréta Mörk:
Nei, en þetta er gamalt blað. Ég
ætla að giska á að hann sé 30
ára.
Sigurjón Gunnlaugsson:
Nei, þarna fórstu nú alveg með
mig. Eg veit það ekki þó að ég sé
nú búinn að kaupa Dag í mörg
ár. Ja, ætli hann sé ekki 60 ára,
hann er nokkuð gamall í það
minnsta.
Halldór Áskelsson:
Ja, það hljóta að vera þó nokkr-
ir tugir. Ætli maður skjóti ekki á
að hann sé 60 ára.
nn Hjartarson:
að veit ég ekki. Á ég að
’ Ja, hann gæti verið 70