Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dagur 70 ára í dag eru 70 ár liðin frá því að Dagur kom fyrst út en það var 12. febrúar árið 1918. Blaðið var í upphafi smátt í sniðum en með háleitar hugsjónir. Á forsíðu fyrsta tölu- blaðsins reit Ingimar Eydal, þáverandi rit- stjóri Dags, ávarp til lesenda og endaði það á þessa leið: „Þó að „Dagur“ sé nú lítill vexti, þegar hann hefur göngu sína, má þó vel svo fara að á honum sannist það fornkveðna: „Mjór er mikils vísir“.“ Þar reyndist Ingimar sann- spárri en nokkurn grunaði, en þeir voru margir sem spáðu Degi skammlífi strax í upphafi. Á þeim 70 árum sem liðin eru, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum og tækninni fleygt fram. Frá því Dagur var stofnaður hefur þjóðinni tekist að brjótast undan yfirráðum Dana, stofna lýðveldi og byggja upp velferðarsamfélag sem er fyllilega sambærilegt við það sem best gerist í heiminum. Dagur hefur einnig tekið margvíslegum breytingum á 70 ára ævi. Hann hefur breyst úr því að vera vikublað í smáu broti í það að vera eina dagblaðið utan höfuðborgarsvæð- isins. í því er sérstaða hans í fjölmiðlaheimi nútímans m.a. fólgin. Dagur hefur ætíð verið norðlenskt málgagn, opinn vettvangur til umræðna um svo að segja hvað sem er. Blaðið hefur leitast við að flytja fréttir af því sem er að gerast á Norðurlandi og lagt þeim málefnum lið sem til framfara hafa þótt horfa fyrir Norðurland og landsbyggðina alla. Á síðari árum hafa áherslur breyst og ný vandamál komio til sögunnar. Eftir að byggðaröskunar tók að gæta, hefur Dagur verið vettvangur þeirra sem berjast fyrir jafnvægi í byggð landsins. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf fyrir slíkan málsvara en einmitt nú, til mótvægis við þann einhliða málflutning sem oft einkennir fjölmiðlana syðra. Hlutverk Dags er fjölþætt og vandmeðfar- ið. Blaðið mun þó hér eftir sem hingað til leitast við að gegna því af heilindum í bar- áttunni fyrir fegurra og betra mannlífi í norð- lenskum byggðum og um land allt. Dagur sendir Norðlendingum og öðrum velunnurum sínum nær og fjær bestu kveðj- ur á þessum tímamótum í sögu blaðsins, með þökk fyrir ómetanlegan stuðning á liðn- um árum. BB. úr hugskotinu MÁT Erum við bestir? Pað er víst engum blöðum um það að fletta að við íslendingar erum bestir í handbolta, og eig- um bestu skákmennina, fyrir svo utan þessi aukaatriði sterk- ustu mennina og fallegasta kvenfólkið. Þetta er að minnsta kosti álit þjóðarsálarinnar. Og í vissum tilfellum þarf ekki einu sinni að grípa til höfðatöluregl- unnar sem oft hefur nú reynst haldgóð ekki síst þegar afsaka þarf hrakfarir. Þegar svo kemur að því að útskýra það af hverju við erum bestir, þá vandast málið veru- lega. Að sönnu getum við nokk- urn veginn útskýrt sterkustu mennina og fallegasta kvenfólk- ið með því hversu laust við mengun land okkar sé og því hversu heilbrigt líferni okkar sé, nokkuð sem við fengum meira að segja hrós fyrir hjá einhverjum forstjóra hjá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. Þótt hann hafi að vísu bætt við í hálfgerðum nöldurtón, að við ættum nokkuð langt í land með það að ná heilbrigði allra fyrir árið 2000, í viðtali á Bylgj- unni. Og við getum jafnvel út- skýrt færni okkar í handbolta með því að veturinn okkar sé svo harður að við verðum að stunda íþróttirnar innandyra lungann úr árinu. En það verð- ur þrautin þyngri þegar við ætl- um að útskýra skákhæfileika okkar. Ekki stafa þeir af heil- brigðu líferni, þar sem flestir mestu meistararnir á þessu sviði hafa annað hvort verið alkóhól- istar eða stórreykingamenn nema hvoru tveggja sé, saman- ber Aljekín sem kyað sjaldan hafa teflt ófullur... Og ekki er það endilega vegna mikillar inniveru, því að sumar miklar skákþjóðir svo sem Sovétmenn tefla mikið utandyra. Menn hafa bent á það að skákgáfa sé sérgáfa, jafnvel ættgeng, og kann það að vera skýring þar sem við íslendingar erum víst allir meira og minna skyldir. Alltént er skákgáfan ekki nein sönnun um almennar gáfur lög- fræðingastéttar okkar, þó svo flestir afreksmenn okkar á þessu sviði séu þaðan komnir. Þess ber þó að geta að lögfræð- ingar á íslandi hafa ósköp sjaid- an tækifæri til að sýna gáfur sínar. Hér er engin þörf fyrir neinn Matlock eða Perry Mason til að bjarga glæponum eða hreinsa saklausa, einfaldlega vegna réttarkerfisins, enda bjarga nú flestir glæponar sér með því að gerast alkar, og hin- ir saídausu ná oftast um síðir rétti sínum. En hvert sem eðli skákgáfunnar nú er, þá er hún vissulega fyrir hendi með þjóð- inni í ríkum mæli, og sennilega er einfaldlega skýringin á því sú að við eigum svo marga afreks- menn á þessu sviði, að áhuginn er mikill og almennur, vökvað- ur af geðshræringartárum þeim sem fljóta þegar strákarnir okk- ar eru að keppa, og þessi áhugi, og það stolt sem honum fylgir er mjög nauðsynlegt lítilli þjóð í hverfulum heimi. Hugskotið mun nú taka sér nokkra hvíld, og leita sér and- legrar næringar og upplyftingar á Spánarströndum, þar sem flamencoinn ómar við ljóð Garcia Lorca og þar sem All- ambra gnæfir við þjóðsögum þrungna himna. En vonandi hittir það aðdáendur sína að nýju hresst og endurnært. Skákin á nú hug íslendinga allan. Það þarf víst varla að taka það fram hvert augu íslensku þjóð- arinnar hafa beinst hinar síð- ustu vikur. Ekki var það tii Isafjarðar þar sem mönnum tókst að semja, eða í Garða- strætið þar sem það mistókst. Ekki einu sinni til leikhússins við Austurvöll, þar sem þó verða daglega uppákomur sem eru allrar athygli verðrar. Nei þau hafa öll beinst að krumma- skuði einu vestur í Kanada. Krummaskuði sem er ekki stærra en Reykjavík, og varla nokkur maður hafði heyrt á náfn nefnt áður, hvað þá barið augum. Og ástæðan. Jú í sal einum í þessum bæ sátu tveir menn með lítið borð sem skipt var í sextíu og fjóra reiti á milli sín, og færðu með nokkru milli- bili helmingi færri menn til og frá eftir þessum reitum. Tak- markið. Að komast áfram eitt skref nær því að fá að takast á við Sovétmann einn að nafni Kasparov. Skák og handbolti Það er ansi fróðlegt að velta svolítið vöngum yfir þróun hinnar stoltu, skákóðu þjóðar- sálar íslendinga þann tíma sem einvígi þeirra Jóhanns og Kort- snojs stóð þarna vesturfrá. í þann mund er Jóhann lagði af stað í sinn frækilega vesturvík- ing hafa sennilega flestir klapp- að góðlátlega á koll hans í hug- anurppg sagt sem syQ „þú átt nú enga möguleika gegn þessum reyndasta einvígisskákmanni heims, þú nærð ef til vill einu jafntefli, slíkt er heiður“. Menn gleymdu því auðvitað, að Jóhann var tvívegis búinn að tefla við Kortsnoj án þess að tapa. En viti menn. Jóhann kom á óvart og „rúllaði" gamla manninum upp strax í fyrstu skákinni. Sá gamli hefur hugs- anlega vanmetið andstæðinginn hafa líklega flestir hugsað, það er skýringin. En svo vann Jó- hann aftur, og þjóðin varð Reynir Antonsson skrifar skákóð með það sama. Þá kom bakslag, þegar allt átti að vera klappað og klárt, og að sjálf- sögðu varð þjóðarsálin hnípin og döpur. Hún tók þó fljótt gleði sína aftur er til úrslita dró, ekki síst þegar hún komst að því að þetta bakslag sem í tafl- mennsku Jóhanns kom í fimmtu og sérstaklega sjöttu skákinni, var ekki um að kenna lélegri taflmennsku hans, haldur dynt- um karlfausksins hans Kortsnojs. Þegar maður hugsar um það skákæði sem gripið hefur um sig á íslandi í kjölfar einvígisins í Kanada leiðir maður ósjálfrátt hugann að handboltaæði því sem um sig greip þegar íslend- ingar kepptu í A úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta, eftir að hafa slamp- ast til að vinna sér rétt til þess á Ólympíuleikum, mestan part vegna fjarveru svo til allrar austurblokkarinnar. Þá var nú sagt að við ættum ekki mikið erindi þangað, og sá söngur magnaðist eftir hið háðulega tap gegn Suður-Kóreu. En viti menn. Strákarnir áttu nokkra stórleiki og þjóðin varð hand- boltaóð með það saman. Svo rammt kvað að þessu æði, að jafnvel mátti heyra virðulegar eldri frúr skrafa og skeggræða um sókn og vörn í handbolta eins og þær einar hefðu á því vit, og hið sama hefur vafalaust einnig verið upp á teningnum varðandi skákina á síðustu dögum. m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.