Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 11
12. féferúar’i'9'8'8 — tJAGÚR — 11 Hallfreður Örgumleiðason: Lj ósabekkjabrú n i r strákl- ingar í sundskýlum" þessíim afmælispistli lokið og vona bara að Dagur bjóði mér í afmælið. Annað mál verður eflaust í deiglunni á Akureyri um helgina, nefnilega fegurðarsamkeppni karla. Heyr á endemi! Ég tek þessa keppni sem persónulega móðgun og raunar ntóðgun við karlkynið eins og það leggur sig. Aldrei hef ég haft nokkuð við kroppasýningar kvenna að athuga, enda eru þær kynverur og lifa og hrærast sem slíkar. Það er hins vegar hneisa að karlmenn skuli láta hafa sig út í slíkt og get ég ómögulega viðurkennt að sminkaðir, gulbrúnir, kolgeit- karlmenn séu af sama stofni og ég- Vissulega gæti verið gaman að sjá þennan skandal. Eins og allir vita fer fegurðarsamkeppni kvenna frant á þann hátt að fyrst koma þær fram íklæddar aðskornum sundbolum og háhæl- uðurn skóm og síðan dilla þær sér í kynæsandi kvöldkjólum. Þessi kvenkarlafegurðarsamkeppni á víst að fara frarn á hliðstæðan hátt. Þá munu þeir fyrst koma fram í sundfatnaði og mikið rosa- lega held ég að það verði fyndið að sjá ljósabekkjabrúna strákl- ingana í hvítum sundskýlum, svörtum sokkum og lakkskónt. Ég lifi ekki þá hugsun til enda. Auðvitað verða þeir að vera í spariskónum við sundskýlurnar, alveg eins og kvenfólkið í spari- skóm og sundbol, og þá eru svörtu sokkarnir ómissandi til að kóróna hlálegheitin. Blessaðir stráklingarnir. Fjórir þeirra koma frá Akureyri og þrír frá suðvesturhorninu. Mér skilst að ekki hafi verið valið í þessa keppni þannig að þessir drengir hafa látið skrá sig sjálfviljugir, handvissir um eigið ágæti, en þeirra á meðal er einn alkunnur dillibossi að sunnan. Já, ég ætla sko sannarlega að mæta á staðinn og upplifa herligheitin. Kannski gantast ég dálítið, ef þannig ligg- ur á mér, svipti mig klæðum og slæst í hópinn á nærbuxunum og tek þátt í keppninni sem leyni- vopn Akureyringa. Þá held ég að það færi kliður um salinn, maður lifandi! Jæja, ég veit að það er ekki fallegt að láta svona og samræm- ist ekki því untburðarlyndi sem ég segist alltaf vera þekktur fyrir. Samt skil ég ekki tilganginn með þessu brölti. Sjö, sjálfselsk strákrassgöt geta varla haft neitt til brunns að bera sem réttlætir það að einhver þeirra verði krýndur Herra ísland. Þetta er auðvitað mín persónulega skoð- un og það kæmi mér ekki á óvart ef einhver mótmælti harðlega. Sérstaklega virðist kvenfólk upp- numið af þessari keppni, enda fellur hún örugglega vel að þeirra jafnréttiskjaftæði sem auðvitað getur aldrei gengið upp því kynin eru eins ólík og hægt er að hugsa sér. Karlmenn eiga að vera karl- menn og konur eiga að vera kyn- verur, eiginkonur og rnæður. Þetta er tilgangur lífsins. Æ, komiði nú sæl og blessuð öll sömul. í dag er stór dagur, a.m.k. fyrir Dag. Dagur á víst 70 ára afmæli í dag og óska ég hon- um innilega til hamingju með afmælið. Ekki er annað hægt að segja en að Dagur beri aldurinn vel og raunar finnst mér hann hafa yngst til muna á síðustu árum. Vissulega er hann öllu feit- ari en hér áður fyrr og stundum virtist hann orðinn dálítið ráð- villtur í ellinni. Dagur hefur þó sýnt það og sannað að hugsun hans er enn skýr, hann á auðvelt með að tjá sig og ná athygli fólks- ins og hann er aðeins rúmliggj- andi um helgar, annars fer hann á fætur eldsnemma á morgnanna. Já, árla morguns hefur Dagur fótaferð og flýtir sér út til að miðla fólkinu af visku sinni og fjöri. Yfirleitt er honum tekið opnum örmum, en hann getur verið umdeildur, og eflaust hafa einhverjir stundum sitthvað við málflutning hans að athuga. Sem betur fer hefur Dagur samt stórt hjarta og þar rúmast hinar marg- víslegustu skoðanir. Læt ég nú Hallfreður fer hörðum orðum um fegurðarsamkeppni karla en vonandi, hans vegna, mætir Jón Páll ekki til leiks. Hann gæti launað Freði lambið gráa. Framleiðum Netadreka í staðlaðri stærð, þyngd 30 kg án keðju, eða smíðum eftir ósk- um viðskiptavinarins. 1 lrinlýsingar í síma 23000. Vélsmiðjan Atli Strandgötu 61 PENINGUM STRAX TÍMAMÓT í REKSTRI FYRIRTÆKJA Tölur á blaði geta gefið upplýsingar um góða afkomu og trygga stöðu fyrirtækja, en þær koma að takmörkuðum notum sem rekstrarfjármagn. Vanskil, erfið innheimta o. fl. kostar bæði tíma og fé og geta skipt sköpum um afkomu fyrirtækjanna. Kröfukaupadeild KAUPÞINGS hf. kaupir og/eða innheimtir: — Reikninga — Víxla — Euro-Visa afborgunarsamninga — Euro-Visa sölunótur og greiðir handhafa skuldaviðurkenningar andvirðið samdægurs. ,JH KROFU *? ? KAUPÞING M KAUPA NORÐURLANDS HF 1H| Ráðhústorg 5 Akureyri 3EILD nAUI’ÞINCS hf Sími 96-24700 Bolholti 4 ■ slmi: 68 90 80 Afsöl og sölutilkynningar Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviðskipta a atgreiðsiu Oags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.