Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 6
Þeir eru margir íslendingarnir sem
búsettir eru erlendis við nám og
störf. Fyrir Akureyringa, sem van-
ir eru stórhríðum, ófœrð ogfrost-
um og óttastfátt meira en snjólaus
jól, hlýtur það að vera skrítin til-
ftnning að halda græn jól. Sú varð
einmitt raunin með síðustu jól í
Kaupmannahöfn.
Síðastliðið sumar var Dönum
erfitt, haustið var milt og veturinn
virðist ætla að verða einstaklega
mildur. Snjór hefur ekki sést nema
í einn dag, og sjálfir tala Danir um
að veturinn hafi að þessu sinni
borið upp á sunnudegi. Það sem af
er vetri hefur veðráttan einkennst
af rigningu og súld og þannig er
veðrið einmitt þegar ég renni við í
Brúðardalinn, til fundar við við-
mælanda minn.
Brúðardalurinn heitir í raun-
inni Brudedalen. Gatan er í
Stavnsholt-hverfinu í einni af
nyrstu „kommúnum" Stór-Kaup-
mannahafnarsvæðisins, Farum.
Við hús númer 18 stendur renni-
legur Peugeot skutbíll með blárri
númersplötu, diplómatanúmer.
Sá sem ætlunin er að heimsækja
er þó ekki sendiherra og ekki
starfsmaður ser.diráðsins heldur
deildarstjóri í skrifstofu Norrænu
ráðherranefndarinnar í Nýhöfn-
inni við Kóngsins nýja torg í
Kaupmannahöfn. Maðurinn heit-
ir Tryggvi Gíslason. Akureyring-
ar þekkja hann flestir sem
Tryggva skólameistara. Tryggvi
gegndi um fjórtán ára skeið starfi
skólameistara Menntaskólans á
Akureyri en var einnig áberandi
á öðrum vígstöðvum, sem bæjar-
fulltrúi og fulltrúi í ýmsum nefnd-
um og ráðum á vegum Akureyr-
arbæjar og fleiri aðila. Lítið hef-
ur hins vegar af honum heyrst hér
nyrðra undanfarin tvö ár eða svo
enda býr hann nú hér í Brúðar-
dalnum ásamt konu og þremur af
sex börnum.
Langur aðdragandi
Tryggvi segir að aðdragandann
að veru sinni þar ytra megi rekja
allt til háskólaára sinna þegar
hann hafði samskipti við stúdenta
frá Norðurlöndum og kynntist
norrænu menningarsamstarfi.
Einnig telur hann fjögurra ára
búsetu sína í Björgvin hafa sitt að
segja, en þar var hann lektor við
háskólann frá 1968 til 1972.
„Hugmynd mín á þessum árum
var í rauninni sú að gerast mál-
vísindamaður. Ég kenndi nor-
ræna málfræði og íslensku við
skólann og vann þar að ýmsum
verkéfnum. Meðal annars kann-
aði ég tíðni orða í íslensku blaða-
máli árið 1970 og ef til.vill átti
það verkefni að verða doktorsrit-
gerð. Þegar þess var síðan farið á
leit við mig að sækja um starf
skólameistara við Menntaskól-
ann á Akureyri 1972, var aðeins
liðinn helmingur þess tíma sem.
ég hugðist vera þar ytra. Um-
skiptin urðu því nokkuð snögg og
mér fannst ég ekki hafa lokið
þeim verkefnum sem ég var að
vinna að,“ segir Tryggvi.
Þegar svo skrifstofa norrænu
ráðherranefndarinnar var endur-
skipulögð vorið 1986 var auglýst
eftir deildarstjóra í menningar-
og skólamáladeild skrifstofunn-
ar. Útþráin og þessi gömlu kynni
af Norðurlöndunum urðu með
öðru til þess að Tryggvi sótti um
starfið.
Mörg járn í eldinum
„Umsækjendur voru rhargir og
ég bjóst ekki við að hreppa
hnossið en vogun vinnur vogun
tapar og í nóvember 1985 var ég
ráðinn og átti að hefja störf vorið
1986. Hér dvaldist ég svo í apríl
og maí til að kynna mér starfið,
fór til Akureyrar í júní til að
brautskrá stúdenta og hóf svo
störf að fullu 1. júlí í þessari nýju
skrifstofu.“
- Líturðu þá á þetta starf sem
undirbúning frekara starfs að
þessum verkefnum sem þú
nefndir áðan, doktorsritgerð eða
öðru?
„Já, í rauninni hef ég aldrei
sleppt höndunum af því verkefni
að fullu. Ég á í tölvu eina milljón
orða úr íslensku blaðamáli frá
árinu 1970. Pví verkefni held ég
nú varla áfram, m.a. vegna þess
að aðrir hafa unnið svipuð verk
og vegna hins að úrtakið er að
sjálfsögðu orðið gamalt.
En ég er með fleiri járn í eldin-
um og hef ekki gefið upp alla von
um að geta unnið að einhvers
konar fræðistörfum. Raunar var
það von mín þegar ég kom til
Akureyrar 1972 að geta haldið
áfram þessum fræðistörfum en
vegna anna af ýmsu tagi varð
minna úr þessu en ég ætlaði.“
- Tryggvi vinnur nú meðal
annars að smíði svokallaðrar
orðsifjabókar fyrir skóla og
almenning, þar sem gerð er grein
fyrir uppruna íslenskra orða.
„Islendinga vantar sárlega
orðabækur og það er ólíku saman
að jafna, orðabókagerð íslend-
inga og Dana. Danir eru ein-
hverjir dugmestu orðabókasmið-
ir á Norðurlöndum og eiga mikið
„...mest aðkallandi að bæta kjör
kennara.“
af góðnm orðabókum. Þessi dvöl
mín hérna er meðal annars ætluð
til þess að kynnast svolítið
danskri orðabókagerð,“ segir
Tryggvi. Það er greinilegt að mál-
vísindastörf eru honum hugleikin
enda tók Tryggvi meistarapróf í
málvísindum við Háskóla
íslands. Annað verkefni sem
Tryggvi hugsar sér að vinna er að
vísu ekki málvísindarit en fjrllar
eiginlega um notkun máls og
orða.
„Ég hef lengi verið með í smíð-
um bók sem á að innihalda
myndhverf orðtök, málshætti og
fleyg orð. Það eru þá ekki síst
íslensk rit frá miðöldum og allt til
okkar daga sem ég leita fanga í.
Þarna á að vera unnt að finna
svar við því hvað orðtökin
merkja og hver mælti hin fleygu
orð.“
- Tryggvi er áhugamaður um
sögu og ekki síst sögu Norður-
landa. Meðal þess sem hann hef-
ur í fórum sínum nú er eins konar
verkáætlun að bók sem fjalla á
um sögustaði íslendinga erlendis.
„Örlygur Hálfdánarson bóka-
útgefandi hefur farið þess á leit
við mig að ég tæki saman þessa
bók, eins konar leiðarlýsingu
íslendinga erlendis eða leiðarvís-
an. Bók þessi verður byggð á
frásögnum af ferðum íslendinga
um Norðurlönd á fyrri tíð í
„...þurfum aö fá fasta stefnu í skóla-
málum.“
íslendingasögum, Heimskringlu
og víðar en einnig á ferðum
íslendinga allt fram um síðustu
aldamót.
Ég er byrjaður að huga að leið-
arvísan fyrir Danmörku og þetta
er forvitnilegt verkefni sem ef til
vill getur hjálpað íslendingum
sem vilja fara í fótspor fyrri
manna, skoða sögustaði og kynn-
ast nýju þjóðum.“
Margþætt samstarf
En frá áhugamálunum og auka-
störfunum að aðalstarfinu.
Tryggvi er sem fyrr segir deildar-
stjóri í skóla- og menningarmála-
deild skrifstofu Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Norræna ráð-
herranefndin er eins konar stjórn
Norðurlandanna. Þar sitja ráð-
herrar fimm Norðurlanda og
skrifstofunni má því líkja við
stjórnarráð. Deildir „stjórnar-
ráðsins“, „ráðuneytin“ eru fimm
talsins.
„Norrænt samstarf er mjög
margþætt, bæði samstarf opin-
berra aðila, félagasamtaka og
einstaklinga. Til að skýra betur
hvað þetta opinbera samstarf
ríkisstjórnanna snýst um þá má
nefna að norrænu húsin á Islandi
og í Færeyjum og norrænu stofn-
anirnar á Grænlandi og Álands-
eyjum falla undir þessa deild sem
ég veiti forstöðu. Auk þessa er
ein af þessum stofnunum Nor-
ræna listmiðstöðin í Sveaborg við
Helsingfors og Norrænu mál-
stöðvarnar í Ósló og Helsingfors,
Þá má nefna Norrænu samastofn-
unina í Kautokeino í Noregi og
Norrænu lýðfræðslustofnunina í
Kungálv í Svíþjóð. Allt eru þetta
stofnanir sem tengjast þessu sam-
starfi.
Ég held að segja megi að eitt
mikilsverðasta samstarf Norður-
landanna sé tengt tungumálasam-
starfinu. Þrjú mál eru notuð í
þessu samstarfi og talin jafnrétt-
há, danska, norska og sænska. í
rauninni eru hins vegar níu
tungumál töluð á Norðurlöndun-
um auk fjölmargra mállýskna og
til þess að svona samstarf geti
gengið verða þeir sem ekki tala
þessi þrjú mál að læra eitthvert
þeirra. Þetta málasamstarf er eitt
af höfuðverkefnum norrænu ráð-
herranefndarinnar og í rauninni
er það undirstaðan að öllu nor-
rænu samstarfi."
- Hvernig gengur þetta mála-
samstarf?
„Það gengur satt að segja mis-
vel og það eru margar blikur á
lofti því miður. Finnar vilja
gjarnan tala ensku og það sama
gildir um marga íslendinga sem
sumir hverjir vilja nota ensku í
norrænu samstarfi. Danir eiga
erfitt með að skilja marga Svía,
og vilja það ef til vill ekki, og
Finnar sem þó eru sænskumæl-
andi eiga erfitt með að skilja
dönsku. Þannig að þetta samstarf
er hreint ekki auðvelt. Það byggir
hins vegar á þessum norræna
menningararfi og þar eru tungu-
málin einn mikilsverðasti þáttur-
inn.“