Dagur - 17.02.1988, Side 2

Dagur - 17.02.1988, Side 2
2 - DAG.UR - (17» febrúar >1988 Vinnumarkaðurinn: Ovenju lítið atvinnu- leysi skráð í janúar Atvinnuleysi í janúar var mun minna en í sama mánuði undanfarin ár, en atvinnuleys- isdögum fjölgaði þó um 60% frá því í desember ’87, enda var þá hverfandi lítið atvinnu- leysi. (Jm 22.400 atvinnuleysis- dagar voru skráðir á landinu öllu sem jafngildir því að 1.000 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, eða 0,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Á undanförnum árum hefur töluvert atvinnuleysi verið í janúar, t.d. 2% í janúar '87 oj» 3,4% í sama mánuði '84. í Norrænt kvennaþing: Haldið í Noregi næsta sumar Dagana 30. júlí til 7. ágúst í sumar verður haldið norrænt kvennþing í Osló. Reiknað er með að þúsundir kvenna frá öllum Norðurlöndunum komi þar saman til að skiptast á skoðunum, hugmyndum og reynslu og setja sameiginlega fram kröfu um betra líf í fram- tíðinni. Ráðherranefnd Norðurlandaráðs ákvað í sam- vinnu við forsætisnefnd ráðsins að þingið skyldi haldið. Var ákveðið að fela kvennasam- tökum á Noröurlönduin undir- búning þingsins. Markmið undirhúningsnefnd- arinnar á Islandi var í upphafi það, að héöan færu 200 konur á þingiö. Ljóst er að sú tala hefur náðst og gott hetur þrátt fyrir að enn hefur frestur til að tilkynna þátttöku ekki runnið út. Dagskrá þingsins ræðst af framlagi þátttakenda, sem hafa frelsi til að standa fyrir vinnuháts- um, kynningum, málstofum, fyrirlestrum, söng, leiksýningum o.s.frv. Þær sem vilja vera með framlag á þinginu þurfa að til- kynna þaö fyrir 25. fehrúar. Fyrir þær sem áhuga hafa á að fara meö, hjóða Flugleiðir leigu- flug til Osló 29. júlí og til haka aftur 7. ágúst á krónur 11.500 fyr- ir utan flugvallarskatt. Hótel- herhergi hafa veriö tekin frá, auk þess sem leitað hefur verið eftir einkaheimilum fyrir konurnar. Til að styrkja konur sem ekki fá styrk annars staðar frá hefur ver- ið stofnaður ferðasjóöur með aðstoð telagsmálaráðherra. í fréttabréfi sem framkvæmda- nefnd þingsins á Islandi gefur út, er á baksíðu nokkrir „molar" í tengslum við undirbúning fyrir þingið. Þar segir m.a.: „Þrjár kynslóðir. Ung kona hefur skráð sig, móður sína og dóttur á þátttökulistann. Á Norræna kvennaþinginu verður ekkert kynslóðabil. Við erum yfir slíkt hafnar. Starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg er liætt að reykja og leggur nú 4 þúsund krónur fyrir mánað- arlega. Hún verður búin að safna 40 þúsund krónum 30.júlf n.k.“ VG Akureyri: Heilsugæsluganga í Kjarnaskógi Heilsugæslan á Akureyri stendur fyrir sannkallaðri heilsubótargöngu í Kjarna- Skipagata: Ekið á kyrr- stæðan bíl A tíniabilinu milli klukkan 9 og 12 fyrir hádegi í gær, var ekið á kyrrstæðan bíl á bíla- stæði noröan við hús Sam- vinnutrygginga, við Skipagötu á Akureyri. Sökudólgurinn livarf á braut og hefur ekki til- kynnt mistök sín. Bíllinn er grár, af gerðinni Daihatsu Gharade. með skrán- ingarnúmerið A-1386. Hann skemmdist nokkuð á hægri fram- Intrð og viröist sem þar hafi stuð- ari annars bíls rekist utan í. Bíll- inn stóð vestast í röð fjögurra bíla á stæöi norðan við húsvegg- mn. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þessa ákeyrslu, eru beðtiir að láta rannsóknarlög- regluna á Akureyri vita. ET skógi næstkomandi sunnudag. Gangan ber yfirskriftina „Heilsugæsluganga“ og er markmiðið með henni að hvetja fólk til hollrar útivcru, fótgangandi eða á gönguskíð- um. Gangan fer fram milli kl. 11 og 14 á sunnudaginn. Að sögn Magnúsar Ólafssonar heilsu- gæslulæknis verður þátttakend- um boðið upp á heilsubótar- drykki frá Mjólkursamlagi KEA, fyrir göngu eða meðan á henni stendur. „Hugmyndin er aö veita verð- laun og verða þau dregin úr núm- erum sem þátttakendur fá. Þetta er ekki keppnisganga, hér er að- eins verið að hvetja fólk til hollr- ar hreyfingar og útiveru," sagði Magnús. Heilsugæslugangan er háð veðri að nokkru leyti því henni verður frestað ef norðangarri og stórhríð bresta á, en í sæmileg- asta veðri á gangan að geta farið fram og er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bregða sér í Kjarnaskóg á sunnudaginn og njóta útiverunnar. SS nýliðnum janúarmánuði lá fisk- vinnsla víða niöri en það kemur ekki að fullu fram í skráðu atvinnuleysi því mörg fiskvinnslu- fyrirtæki hafa ekki sagt upp fast- ráðningarsamningum og starfs- fólkið því enn á launaskrá. Á Norðurlandi eystra voru 238 manns á atvinnuleysisskrá í janúar '88 á móti 408 í janúar '87. í desember '87 voru liins vegar 143 á skrá og má greina þessa aukningu milli desember og janúar á öllum stöðum í fjórö- ungnum nema einum: Olafs- fjörður 58 (11), Daivík 43 (22), Akureyri 57 (49), Húsavík og S.- Þing. 54 (47), Arskógshreppur 4 (4), Kópasker 6 (3), Raufarhöfn 7 (2) og Þórshöfn 9 (5). Svigatöl- ur tákna fjölda atvinnulausra í desember. Lítum þá á Noröurland vestra. Þar voru aðeins 96 á skrá í janúar á móti 288 í janúar '87. í desem- ber voru 82 á skrá þannig að atvinnuleysi hefur aukist dálítið eins og sjá má víðast hvar, nema hvað dæmið hefur snúist við á Sauðárkróki: Sauðárkrókur 34 (42), Siglufjörður 4 (3), Drangs- nes 4 (0), Hólmavík 7 (2), Hvammstangi 19 (11), Blönduós 13 (10), Skagaströnd 13 (12) og Hofsós 3 (0). SS Sólskuggar. Mynd: TLV Undirbúningur starfs- fræðslu fyrir bændur Á aðalfundi Stéttarsambands bænda sl. haust var stjórn þess falið að finna leiðir til að fjár- magna kostnað við endur- inenntun bænda til að auð- velda þeim búháttabreytingu. í bókun aðalfundar segir að efnt verði til námskeiða og fé veitt til að auðvelda bændum að sækja þau m.a. með því að efla afleysingaþjónustu. Fjármagn verði ekki veitt úr sjóðum landbúnaðarins til þeirra sem leggja fyrir sig nýjar búgreinar nema þeir afli sér menntunar í viðkomandi grein. Ennfremur Valgerdur. Guðmundur. Norðurland eystra: Guðmundur og Valgerður með almenna stjórnmálafundi Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, eru þessa dagana á ferð um Norðurlandskjördæmi eystra og munu halda þar nokkra almenna stjórnmálafundi. Sá fyrsti verður í félagsheimil- inu á Þórshöfn í kvöld, miðviku- dagskvöld. Annað kvöld verður fundur í félagsheimilinu á Rauf- arhöfn og á föstudagskvöld verð- ur haldinn fundur í fundarsal K.N.Þ. á Kópaskeri. Fundirnir hefjast allir kl. 21.00. Rætt verður vítt og breitt um stöðu landsmála auk þess sem sérstaklega verður fjallað um heilbrigðismál. Fundirnir eru öll- um opnir. segir að Búfræðslunefnd verði falið að skipuleggja og standa fyrir slíkri fræðslu og Stéttar- sambandið skuli eiga fulltrúa í nefndinni. Búfræðslunefnd hefur frá í nóvembermánuði sl. í samvinnu við bændaskólanna á Hólum og Hvanneyri og Stéttarsamband bænda, unnið að undirbúningi þess að koma á námskeiðum til endurmenntunar starfandi bænda og til kennslu fyrir þá sem áforma búrekstur í nýgreinum. í drögum sem unnin hafa verið í þessu skyni er stefnt að því að efna til námskeiða fyrir byrjend- ur í loðdýrarækt svo og fyrir byrj- endur í loðkanínurækt. Einnig er stefnt að námskeiðum í ferða- þjónustu, nýtingu veiðivatna, búháttabreytingum, hagfræði, tölvunotkun, kartöflurækt, heim- ilisgarðrækt, skjólbeltagerð, skógrækt. jarðrækt, fóðrun mjólkurkúa, málmsuðu, skipu- lagi félagskerfis bænda o.fl. Þegar undirbúningi verður lok- ið munu námskeiðin verða kynnt. Hluta námskeiðanna er áformað að skipta á milli bænda- skólanna en nokkur verða haldin á þeim báðum. Stefnt er að því að flest námskeiðin verði haldin einu sinni á ári eða oftar ef þörf krefur. Búfræðslunefnd og aðrir sem um málið hafa fjallað eru sam- mála um að nauðsynlegt sé að veita þeim fjarhagslega fyrir- greiðslu sem námskeið vilja sækja og þurfa að hverfa á meðan frá búrekstri. Nefndin hefur ósk- að eftir því að stjórn Framleiðni- sjóðs veiti fjárhagslega fyrir- greiðslu vegna áformaðs nám- skeiðshalds. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.