Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 17.02.1988, Blaðsíða 9
 17. febrúar 1988 - DAGUR - 9 >*>.»> ’<0 nokkru síðar var sú eign seld og félagið flutti að Laufásvegi 25. Húsnæðið var mikil lyftistöng fyrir starfsemina og efldist félags- starfið til muna. Friðrik Karlsson fyrrverandi formaður sagði að ekki hefðu allir verið sammála í byrjun að leggja í svona miklar fjárhagslegar skuldbindingar sent húsnæðiskaup væru: „En það er einmitt styrkur Húnvetninga að vera ekki alltaf sammála. Hressi- legt rifrildi ýtir á metnað og meiri framkvæmdir. Það hefur komið Húnvetningafélaginu vel og því stendur félagið eins vel og raun ber vitni.“ Árið 1983 seldi félagið eign sína við Laufásveg og keypti í staðinn húsnæði við Skeifuna 17. Par Itefur verið innréttaður mjög smekklegur salur og fer nú mest allt starf á vegum Húnvetninga- félagsins fram þar. Þegar hins vegar stærri samkomur, eins og t.d. árshátíðir, fara fram, þá þarf að leigja stærri sali úti í bæ. Öflugt starf fer nú fram á veg- um Húnvetningafélagsins. Briddsdeildin kemur saman einu sinni í viku og er þá venjulega spilað á 18 borðum. Félagsvist er spiluð á laugardögum og er þá líka margt um manninn. Skák- deildin starfar af krafti og nýlega lauk innanfélagsmóti Húnvetn- ingafélagsins. Þar varð hlutskarp- astur Páll Hannesson og hlaut hann veglegan bikar að launum sem verslunin Ólympía gaf til keppninnar, en eigendur Ólympíu eru Hjörtur Jónsson frá Saurbæ í Vatnsdal og sonur hans Sigurður. í ráði er að tefla við önnur átt- hagaféiög, eins og gert var síðast- liðinn vetur. Ritnefnd starfar á vegum félagsins og stendur fyrir öflugri útgáfustarfsemi. Þar má t.d. nefna að á hverju ári kemur út ársrit og þar að auki stendur nefndin fyrir annarri útgáfu- starfsemi. Baldur Pálmason hef- ur verið fenginn til að rita sögu félagsins í afmælisrit þess, en í ritnefnd eiga sæti Páll Daníels- son, Grímur Jósafatsson og Ásta Þórðardóttir. Húnvetningafélagið stendur fyrir ýmsurn uppákomum, þar má t.d. nefna vetrarfagnað, árs- hátíð og sumarfagnað og venju- lega eru þessar skemmtanir rnjög Friðrik Karlsson fyrrverandi formaður ræðir við Gunnar Guðmundsson frá Auðunnarstöðum í Víðidal og konu hans Hallfríði Guðmundsdóttur. Einnig sést í Guðmund Magnússon. hátíðisdm Jón ísberg sýslumaður. Pálrni Jónsson frá Akri og kona hans Helga Sigfúsdóttir. Jóhann Kaldur torm. siðgæðisnefndar, Björn Jónsson frá Fossi í Hrútafirði og Einar Þorláksson frá Rlönduósi. Aðalsteinn Helgason, Páll Daníelsson og Pétur Ólason. Páll Axelsson, Ólafur Kárdal, Sigríður Halldórsdóttir og Helga Stefánsdótt- ir Kárdal. vel sóttar. Á vorin er eldri félags- mönnum ávallt boðið til kaffi- drykkju í Domus Medica og mæta þar venjulega urn 300 manns, Endurreisn Borgarvirkis og skógrækt En starfsemi félagsins er ekki bara bundin við Stór-Reykjavík- ursvæðið. Félagið stóð fyrir endurbyggingu Borgarvirkisins í Víðidal. Er það eina mannvirki sinnar tegundar á Islandi. Byggðasafnið á Reykjum var stofnað að undirlagi Húnvetn- ingafélagsins og er enn starfandi byggðasafnsnefnd á vegum félagsins og er Guðrún Svein- björnsdóttir formaður þeirrar nefndar. Árið 1951 gaf Kristján Vigfús- son bóndi í Vatnsdalshólum Húnvetningafélaginu landspildu sunnanundir Þórdísarhól að Þór- dísarlæk, til skógræktar. Féiagið tók til óspilltra málanna og það starf hefur skilað þeim árangri að þarna eru nú 8-10 metra aspir og 5 metra hátt birki. Þessi staður er vinsæll áningastaður ferðamanna og má nærri liggja að fleiri hundr- uð manns sæki þennan stað á hverju sumri. Eins og gefur að skilja hefur verið misjafn kraftur í starfsemi félagsins í gegnum árin. Eftir að núverandi formaður Aðalsteinn Helgason tók við hefur hlaupið nýr eldmóður í starfsemi félags- ins og eru um 500 manns skráðir félagar. í stjórn með Aðalsteini sitja Gunnar S. Sigurðsson varaformaður, Jóna Guðmunds- dóttir ritari, Reynir Jóhannesson gjaldkeri, Halldór Jóhannesson, Pálfríður Benjamínsdóttir og Árni Jóhannesson. Ýmislegt er á prjónunum hjá stjórninni og má m.a. nefna að uppi eru hugmynd- ir unt að kaupa herbergi til hliðar við félagssalinn og þar með stækka aðstöðu félagsins. Mundi þetta auka notagildi salarins til muna. Þetta tekst þó einungis með dyggri hjálp félagsntanna og er Aðalsteinn formaður vongóð- ur um að sem flestir félagsntenn veiti þessu máli stuðning. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.