Dagur - 17.02.1988, Síða 16

Dagur - 17.02.1988, Síða 16
Akureyri, miðvikudagur 17. febrúar 1988 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgargisting á Hótel Húsavík Hötel ________ Húsavik sími 41220. Dregið í áskrifendagetraun Dags: „Hlýtur að ganga í 1jölskyldunni“ - segir eiginkona vinningshafa janúarmánaðar „Þetta var sannarlega ánægju- legur vinningur. Eg reiknaði varla með að vinna þótt ég Stjórnsýslumiðstöð: Býðst hús- næði á mörg- um stöðum - fulltrúar væntanlegir norður í vikunni Nú í vikunni eru fulltrúar Byggðastufnunar væntanlegir norður til Akureyrar til við- ræðna við þá aðila sem hafa lýst sig reiðubúna að lcigja eða selja stofnuninni húsnæði und- ir væntanlega stjórnsýslumið- stöð. „Okkur býðst húsnæði á mörg- um stöðum," sagði Bjarni Ein- arsson aðstoðarforstjóri Byggða- stofnunar í samtali við Dag, en hann og Benedikt Bogason full- trúi framkvæmdastjóra munu skoða möguleikana og gefa stjórninni skýrslu áður en ákvörðun verður tekin. Meðal þess húsnæðis sem í boði er, er skrifstofuhúsnæði Sjafnar við Glerárgötu. Sjafnar- menn vilja hins vegar selja frekar en leigja, en hugmyndin var að húsnæði yrði tekið á leigu áður en byggt verður yfir stjórnsýslu- miðstöðina. Annar staður við Glerárgötuna er inni í myndinni svo og pláss í gamla Sjafnarhús- inu við Kaupvangsstræti svo eitthvað sé nefnt. „Við eru bjartsýnir á þessa stofnun og við þurfum því ansi stórt húsnæði. Eg held að það dugi ekki minna en 400 fermetr- ar," sagði Bjarni. Byggðastofnun vinnur að undirbúningi málsins í samvinnu við hagsýslustofnun en að sögn Bjarna hafa fjölmargar stofnanir lýst yfir áhuga á þátt- töku. Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns stjórnsýslumið- stöðvar rennur út í dag og er gert ráð fyrir að starfsemin fari í gang á þessu ári. ET tæki þátt í þessu,“ sagði Andri Páll Sveinsson, húsasmiður á Akureyri, en hann var svo heppinn að vinna Kanaríeyja- ferð fyrir tvo í áskrifendaget- raun Dags. Dregið var í áskrifendaget- rauninni í gær, og kom nafn Andra Páls þá upp. Andri er húsvörður í Glerárskóla, en auk þess starfrækir hann rammagerö á heimili sínu að Langholti 13. „Petta hlýtur að ganga í fjöl- skyldunni," sagði kona Andra, Guðrún Sigurðardóttir, þegar hún fékk fréttirnar, en bróður- sonur hennar, Sævar Árnason, var fyrsti vinningshafi áskrifenda- getraunar Dags, en hann vann vönduð hljómtæki frá Vöruhúsi KEA í desember. Andri og Guðrún eru að von- um ánægð með vinninginn, og munu þau dvelja í þrjár vikur á Kanaríeyjum næsta sumar. Þau hafa verið tryggir áskrifendur Dags allt frá árinu 1960. EHB Andri Páll brosti breitt þegar honum var tilkynnt um vinninginn, Kanarí- eviaferð fyrir tvo. Þau hiónin hafa verið áskrifendur að Degi frá 1960. Mynd: EHB Eyjafjörður: Lokaáfangi Leiruvegar lagður á árinu Tilboð í lokaáfanga fram- kvæmdanna við Leiruveg voru opnuð snemma í desember, og fékk Halldór Baldursson á Akureyri verkið. Um er að ræða lagningu á þriggja kíló- metra löngum vegi um Kaup- angssveit, frá Leifsstaðavegi suður að Þórustöðum. Sigurður Oddsson, umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðar ríkis- ins á Akureyrij sagði að Halldór Baldursson hefði boðið í verkið sem svaraði 82% af kostnaðar- áætlun, og var samið við hann á grundvelli þess tilboðs. Um er aö ræða fyllingar upp á 36.000 rúm- metra, 7.700 rúmmetra burðarlag og skeringar upp á um 2.000 rúm- metra, en með skeringum er átt við rúmtak jarðvegs, sem fluttur er burtu við að vegur er lagður gegnum hóla og hæðir. Halldór Baldursson á að skila verkinu 15. ágúst nk., en fram- kvæmdir hafa ekki hafist enn vegna veðurs. EHB Hlíð og Skjaldarvík: Afgreiðslu fjárha áætlunar fresta Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt að fresta afgreiðslu á fjárhags- áætlun dvalarheimilanna. Áslaug Einarsdóttir, formaður öldrunarráðs, sagði að við blasti 35 milljóna króna halla- rekstur dvalarheimilanna í fyrra, og þyrfti að endurskoða rekstur þeirra áður en fjár- hagsáætlun yrði samþykkt. Cecil Haraldsson, framkvæmda- stjóri dvalarheimilanna Hlíðar og Skjaldarvíkur, sagði að sam- kvæmt frumvarpi til fjárhagsáætl- unar bæjarins væri gert ráð fyrir miklum hallarekstri dvalarheim- ilanna, að óbreyttum aðstæðum. Með því að fresta afgreiðslu á rekstraráætlun dvalarheimilanna væri verið að gera tvennt. í fyrsta lagi fer nú fram nákvæm úttekt á rekstri dvalar- heimilanna. í öðru lagi er verið að Ieita eftir viðurkenningu ríkis- valdsins á því, að í rauninni fer fram viðamikill rekstur sjúkra- deilda við dvalarheimilin, en það var ekki upphaflegt hlutverk þeirra að reka slíkar deildir. „Við þurfum á rekstrarúttekt að halda, m.a. til að sýna fram á hversu mikinn kostnað við berum af sjúklingum, og hversu mikið vinnuálagið er hérna. Frestunin er gerð vegna þess, að við bíðum nú eftir niðurstöðum úttektarinn- ar á rekstrinum, og einnig til að bíða eftir viðbrögðum ríkisvalds- ins við umsóknum okkar. Ef rík- ið ákveður að greiða okkur t.d. fyrir 15 sjúklinga í viðbót við það sem nú er gert þá gjörbreytir það tekjuhlið rekstraráætlunarinnar. Meðan staðan er þannig þá er ekki ástæða til að samþykkja rekstraráætlun með miklum halla," sagði Cecil Haraldsson. EHB Grásleppuhrogn lækkuð í verði Atvinnumálanefnd Akureyrar: Tillögur um fjármögnun og stjómun Iðnþróunarfélagsins Um áramótin rann út samning- ur eignaraöila að Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar um fjár- mögnun þess. Á fundi atvinnu- málanefndar Akureyrar 9. febrúar síðastliöinn gerði Sig- fús Jónsson bæjarstjóri og stjórnarformaður IE grein fyr- ir málefnum félagsins og lagði fram tillögur um framtíðarfjár- mögnun þess. Eignaraðilum félagsins hefur verið skrifað bréf þar sem þeir eru beðnir um að taka ákvörðun um áframhaldandi aðild og tillög- ur um fjármögnun. Fyrrnefndur samningur gerði ráð fyrir því að framlag sveitarfélaga væri að hálfu talið sem hlutafé en að hálfu sem rekstrarfé. Framlag annarra aðila var allt skoðað sem hlutafé. Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að á aðalfundin- um í vor verði lögð fram tillaga um breytingar á samkomulaginu, þannig að eftirleiðis verði allt framlag skoðað sem hlutafé. Þá leggur nefndin til að fjölgað verði í stjórn félagsins úr fimm í sjö. ET - reynt að tryggja Á fundi fulltrúa grásleppu- vciðimanna með umboðs- mönnum kaupenda grásleppu- hrogna hér á landi í síðustu viku var ákveðið að lækka verð á grásleppuhrognum. Er lágmarksviðmiðunarverð á hrognunum nú 1100 þýsk mörk í stað 1200 í fyrra. Ástæður fyrir þessari lækkun eru tilgreindar í frétt frá Lands- sambandi smábátaeigenda þær; að veiði hafi á síðasta ári verið 40% uinfram heimsmarkað, en þó beri að geta þess að engar birgðir hafi verið fyrir. Birgðir hjá niðurlagningarverksmiðjum í landinu, sem keyptu um 15 þús- und tunnur á síðustu vertíð, eru nú um 9-10 þúsund tunnur. sölu hrogna í vor Kaupendur og umboðsmenn telja raunhæft að hægt verði að selja um 12 þúsund tunnur á komandi vertíð, en til að tryggja enn frekar þá sölu verði verð frá síðustu vertíð að lækka. Helstu keppinautarnir, Kanadamenn, hafa aukið veiðar sínar jafnt og þétt sl. 3 ár, úr tæpum 9 þúsund tunnum 1984 í 27-28 þúsund á síð- asta ári. Ekkert bendir til að veiðar þeirra fari minnkandi. f framhaldi af þessu áliti kaup- enda og umboðsmanna, vill stjórn Landssambands smábáta- eigenda beina þeim tilmælum til grásleppuveiðimanna, að hefja ekki veiðar fyrr en þeir hafi tryggt sölu á þeim hrognum sem þeir koma til með að afla. -þá

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.