Dagur - 25.02.1988, Síða 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 25. febrúar 1988 39. tölublað
venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
„Ekki gerlegt að
bíða öllu lengur“
- með ráðstafanir til bjargar
undirstöðuatvinnuvegunum, segir
Guðmundur Bjarnason
„Ríkisstjórnin hefur fjallaö um
efnahagsmálin undanfarna
daga, og efnahagsnefnd stjórn-
arinnar, sem í eru þrír ráðherr-
ar auk aðstoðarmanna, hefur
einnig fjallað um málin í víðu
samhengi og nauðsyn þess að
ríkisvaldið líti á stöðu atvinnu-
greinanna. Almennt séð er
verið að atliuga hvaða leiðir
eru tiltækar, en auðvitað verð-
ur að tengja þessi mál kjara-
samningagerð,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason, heilbrigð-
isráðherra, þegar hann var
spurður hvort í undirbúningi
væru ráðstafanir vegna erfiðrar
stöðu útflutningsatvinnuveg-
anna.
Guðmundur sagði, að með til-
liti til kjarasamningamála þá væri
Akureyrarbær:
Öskubíll,
snjótroðari
eða körfubíll
- 7 milljónir til ráð-
stöfunar til tækjakaupa
„Það eru sjö milljónir króna í
tækjakaupasjóði, og segja má
að valið standi fyrst og fremst
milli snjótroðara og öskubíls,
en auk þess verða einhver
smærri tæki keypt. En það
verður ekki keypt nema eitt
stórt tæki,“ sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri á Akur-
eyri.
Að sögn Sigfúsar er ljóst, að
mikil nauðsyn er á þessum tækj-
um og fleiri til bæjarins, en tak-
markað fjármagn gerir það að
verkum að ekki er hægt að kaupa
nema annað hvort, öskubíl eða
snjótroðara. „Ég set körfubíl í
þriðja sæti,“ sagði bæjarstjóri.
Stefán Stefánsson, bæjarverk-
fræðingur, sagði að sorpbíll
bæjarins væri kominn til ára
sinna og viðhald hans væri dýrt.
Nýr sorpbíll kostar um fimm
milljónir króna. „Það er fyllilega
kominn tími til að skipta um bíl
vegna þess að sá gamli gengur úr
sér og er orðinn dýr í viðhaldi,“
sagði Stefán.
Ivar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða, hefur lagt
ríka áherslu á nauðsyn þess að
kaupa nýjan og fullkominn snjó-
troðara vegna skíðasvæðisins, en
undanfarin ár hefur mikil upp-
bygging átt sér stað í Hlíðarfjalli.
Bæjarráð Akureyrar á eftir að
fjalla um hvaða tæki verður
keypt fyrir það takmarkaða
fjármagn, sem til ráðstöfunar er
samkvæmt fjárhagsáætlun til
tækjakaupa. EHB
mikilvægt að aðilar vinnumark-
aðarins vissu til hvaða aðgerða
ríkisvaldið kynni að grípa. Þetta
væri mikilvægt með tilliti til þess
að launþegar og vinnuveitendur
gætu miðað skuldbindingar sínar
í kjarasamningum við hugsanleg-
ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
„Það er skoðun mín að þetta
tvennt verði að fylgjast að, og
þess vegna hefur ríkisstjórnin
e.t.v. beðið nokkuð eftir samn-
ingsgerðinni. Ég álít að það sé
ekki gerlegt að bíða öllu lengur
því við getum ekki horft upp á
það að undirstöðuatvinnugrein-
arnar stöðvist og að fyrirtækin,
sem eru eru í þeim greinum loki
eða leggi upp laupana hvert af
öðru. Það er útilokað. En í mín-
um huga skiptir miklu máli að
gera ráðstafanir til að vernda
kaupmáttinn, einkum þeirra sem
lægst hafa launin.
Okkur er ljóst, að sjávarútveg-
ur og iðnaður eiga við geysilega
erfiðleika að glíma, og menn
benda réttilega á að til að lagfæra
þá stöðu Sé e.t.v. nauðsynlegt að
breyta gengi. En okkur er jafn-
framt ljóst að gengisbreyting er
ekki mikil lækning ein sér, hún
kemur fljótt í bakið á manni aftur
ef ekki er gripið til hliðarráðstaf-
ana. Gengisfellingu fylgir verð-
hækkun á öllum aðföngum og
hækkun á lánum þeirra fyrir-
tækja, sem skulda í erlendri
mynt, en það á við um mörg
fyrirtæki í útflutningsgreinum.
Um þessi mál hefur ríkisstjórnin
fjallað á fundum undanfarið,"
sagði Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðisráðherra, að lokum.
EHB
Togarinn Mánaberg frá Ólafsfirði hefur nú verið tekinn upp í slipp á Akureyri. Verið er að lagfæra skemmdir sem
urðu á síðu skipsins er það rakst á ísjaka fyrir skömmu. Mynd: tlv
Húsnæðisvandi Háskólans:
Framkvæmdum flýtt við VMA?
Skipuð hefur verið þriggja
manna nefnd til að fjalla um
málefni Iláskólans á Akureyri,
í nánum tengslum við málefni
Verkmenntaskólans. Nefndina
skipa Guðrún Hilmisdóttir
sem skipuð er af menntamála-
ráðherra, Arndís Steinþórs-
dóttir skipuð af fjármálaráð-
herra og Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri.
Hlutverk nefndarinnar er ann-
ars vegar að gera áætlun um
húsnæðisþörf Háskólans á Akur-
- til að losa um „stíflu
eyri og gera tillögur um það
hvernig þeirri þörf verði fullnægt,
meðal annars með h'iðsjón af
mögulegum byggingarhraða Verk-
menntaskólans og hins vegar að
semja um not af því húsnæði sem
Háskólinn á Akureyri nýtir nú í
gamla iðnskólahúsinu og í íþrótta-
höllinni á Akureyri. Nefndin hef-
ur haldið einn fund og leitað
gagna hjá forráðamönnum skól-
anna og þær Guðrún og Arndís
hafa fundað með ráðherrunum
tveimur. í næstu viku verður svo
annar nefndarfundur haldinn.
„Það er verið að athuga hvort á
einhvern hátt er hægt að flýta
framkvæmdum við Verkmennta-
skólann til þess að leysa hús-
næðisvanda Háskólans, í stað
þess að velja einhverja bráða-
birgðaleið. Það er útlit fyrir að
Háskólinn þurfi á húsnæðinu við
Þórunnarstræti að halda, fyrr
heldur en Verkmenntaskólinn
getur losað það. Spurningin er
hvernig hægt er að leysa þessa
stíflu," sagði Sigfús Jónsson í
samtali við Dag.
ET
Áframhaldandi starfræksla Hraðfrystihússins á Hofsósi tryggð:
Byggðasjóður lánar fyrir-
tækinu allt að 18 milljónir
UnAiia imié - aÉnaax . ^^; « w
„Maður veit í raun ekkert
hvað næstu dagar bera í
skauti sér,“ sagði Hólmgeir
Einarsson verkstjóri í frysti-
húsinu á Hofsósi í samtali við
Dag í fyrradag. „Nú er hvert
augnablik ógnþrungið. Lögð
hafa verið inn erindi á hinum
og þessum stöðum og búið að
ganga frá öllum pappírum.
Nú er bara beðið eftir
svörum,“ sagði Ófeigur
Gestsson sveitarstjóri sem
staddur var á fundi á
Hvammstanga.
Að óbreyttu hefðu um 50
starfsmenn Hraðfrystihússins á
Hofsósi misst atvinnu sína á
morgun. Svo væntanlega mun
ákvörðun stjórnar Byggðasjóðs
á fundi sínum í gærmorgun létta
spennunni af mörgum Hofsós-
ingnum og fólki í nágrenninu
sem byggir afkomu sína á vinnu
í þorpinu. Sjóðurinn ákvað að
veita frystihúsinu allt að 18
milljón króna lán. Lánið er veitt
vegna þeirrar fjárhagslegu
endurskipulagningar sem átt
hefur sér stað á rekstri frysti-
hússins.
Ekki náðist í forráðamenn
HFH í gær en vegna orða þeirra
um að fyrirtækið þyrfti á skuld-
breytingu 15-20 milljóna að
halda, er greinilegt að með
þessari lánveitingu er áfram-
haldandi starfræksla hússins
tryggð. Svo framarlega sem
rekstrarskilyrði frystingarinnar
verði ekki til langframa í því
fari sem þau er nú í.
„Við lítum svo á að þetta
dugi. Þetta er ekki nein skamm-
tímalausn að okkar hálfu,“
sagði Guðmundur Malmquist
framkvæmdastjóri Byggðastofn-
unar eftir fundinn í gær. -þá