Dagur - 25.02.1988, Qupperneq 4
4 - RAGWR ~
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Flugstöð
Leife Eiríkssonar
Enn eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi kostnað
við dýrustu byggingu íslandssögunnar, Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Tvær ítarlegar skýrslur hafa verið lagðar
fram um framkvæmdirnar og þeim ber ekki saman í
öllum atriðum. Steingrímur Hermannsson utanríkis-
ráðherra hefur lýst því yfir að hann hyggist fá umsögn
óháðs aðila um kostnaðinn við Leifsstöð til þess að
taka af öll tvímæli. Sú ákvörðun er rétt, enda á
almenningur kröfu á að vita allar staðreyndir málsins.
Um það er ekki deilt hvort framkvæmdir við flugstöð-
ina hafi farið fram úr áætlun, heldur hversu mikið og
jafnframt hvort hinn mikli umframkostnaður sé eðli-
legur.
í raun er fátt jákvætt hægt að segja um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Með henni höfum við reyndar komið
okkur upp glæsilegu hliði inn í landið okkar, ef svo má
að orði komast. En þar með eru kostirnir upp taldir.
Gallarnir eru mun fleiri og alvarlegri. Hæst ber þar að
flugstöðin varð þjóðinni miklu dýrkeyptari en nokkurn
óraði fyrir í upphafi. Einnig má fullyrða að hægt hefði
verið að komast hjá miklum hluta þess kostnaðar ef
skynsamlega hefði verið að verki staðið.
Byggingarsaga flugstöðvarinnar er vörðuð mistök-
um frá upphafi og nánast allar áætlanir fóru úr
böndum. Spurningin um hver beri ábyrgðina er áleit-
in. Segja má að svarið við þeirri spurningu sé þríþætt.
Ljóst er að leggja varð út í verulegan aukakostnað
vegna endurhönnunar en ýmsir augljósir hönnunar-
gallar komu fram á byggingartímanum. Eðli málsins
samkvæmt bera hönnuðurnir ábyrgð á þeim mistök-
um. Byggingarnefnd flugstöðvarinnar hefur sætt
gangrýni fyrir að skorta heildaryfirsýn yfir fram-
kvæmdirnar og vissulega á hún mikla sök á því hvern-
ig fór. En hin pólitíska ábyrgð liggur tvímælalaust hjá
þeim aðila sem hafði yfirumsjón framkvæmdanna með
höndum, þ.e. fyrrverandi utnaríksiráðherra, Matthías
Á. Mathiesen. Ljóst er að hann samþykkti ýmsar við-
bótarframkvæmdir, sem kostuðu verulegt fjármagn,
án þess að leita samþykkis fjárveitingarvaldsins, sem
honum þó bar að gera. Þá hefur fyrrverandi utanríkis-
ráðherra einnig verið gagnrýndur fyrir að gefa bygg-
ingarnefnd flugstöðvarinnar of frjálsar hendur við
framkvæmdirnar. Sú gagnrýni er einnig á rökum reist.
Fyrir síðustu kosningar eignuðu sjálfstæðismenn
sér allan heiðurinn af nýju flugstöðinni og hömruðu á
því í auglýsingum að tilurð hennar væri fyrst og fremst
þeim að þakka. Þáverandi utanríkisráðherra lagði líka
mikla áherslu á að hún yrði formlega vígð fyrir kosn-
ingar. Ekki er víst að sjálfstæðismenn hreyki sér jafn-
mikið af flugstöðinni fyrir næstu kosningar. Trúlega
vona þeir að þjóðin verði búin að gleyma flugstöðv-
arævintýrinu þá.
Það er brýnt að leitað verði svara við áleitnum
spurningum varðandi kostnaðinn við flugstöðina.
Þjóðin vill ekki fleiri svona ævintýri. Hún vill ekki að
sagan endurtaki sig, því stjórnvöld eins og aðrir eiga
að geta lært af mistökunum. Síðast en ekki síst krefst
þjóðin þess að stjórnmálamenn jafnt sem aðrir axli þá
ábyrgð sem þeir hafa verið kjörnir til að bera. BB.
tt
Öskudagshátíðahöldin voru
með lengra móti hjá börnun-
um á Sauðárkróki að þessu
sinni. Því grímuballið sem
síðustu ár hefur verið á
öskudag var nú haldið dag-
inn fyrir öskudaginn.
Ballið var tvískipt, fyrir
yngri krakka grunnskólans
um miðjan daginn og fyrir þá
eldri um kvöldið. Vart þarf
að taka fram að margir
skrautlegir búningar sáust
þarna og er greinilegt að þó
nokkur vinna liggur á bak
við förðun og annað tilstand.
Enda slík iðja ágætlega til
þess fallin að losa sköpunar-
gleði úr hömlu.
Það var eins með krakk-
ana á Króknum eins og
krakka annars staðar, að þau
voru á þeytingi um bæinn all-
an öskudaginn og voru ólöt
við að syngja í búðunum.
- Já, öskudagurinn er
greinilega skemmtilegur
dagur. Myndirnar voru tekn-
ar á grímuballinu hjá yngri
krökkunum. -þá
Ingólfur var prúömannlega búinn að hætti höfðingja.
Hörkutól stíga ei dans. Heldur stunda skylmingar og aðrar viðlíka hetjudáðir.
Stelpurnar voru hins vegar iðnar við dans og söng.