Dagur - 25.02.1988, Síða 8
8 - DAGUR - 25. febrúar 1988
í dagsins önn er ótrúlega
afslappandi að koma við á Bóka-
safni Suður-Þingeyinga á
Húsavík. Inni er vistlegt og
andrúmsloftið milli bókanna
og pottablómanna er notalegt.
Konurnar tvær sem vinna á
safninu taka á móti gestum
með Ijúfu viðmóti, tilbúnar að
ræða um bækur eða landsins
gang og nauðsynjar ef tóm
gefst til. Þær spyrja gjarnan
hvernig lesandanum hafi líkað
bókin sem hann er að skila og
þá gefst honum kostur á að
gera sig gáfulegan í framan og
segja sína meiningu. Elín
Kristjánsdóttir bókasafns-
fræðingur hefur starfað sem
forstöðumaður safnsins í rúm
fjögur ár. Dagur heimsótti
bókasafnið í síðustu viku og
spjallaði við starfsfólk og gesti,
fyrst var Elín beðin að segja í
stuttu máli frá sögu safnsins.
„Safnið er náttúrlega orðið
mjög gamalt að stofninum til en
ekki gott að segja hvort til er
mikið af upprunalegu bókunum.
Segja má að saga safnsins nái
alveg aftur til þess tíma þegar
Benedikt Jónsson frá Auðnum
stofnaði lestrarfélag með nokkr-
um framsæknum mönnum hér í
sýslu. Það var 1889 sem þeir
stofnuðu lestrarfélagið, þeir
keyptu tugi bóka á ári og smárn
saman myndaðist dálítið álitlegt
safn. Þetta voru mest erlendar
bækur. Þetta safn var flutt hingað
og sameinað Lestrarfélagi Húsa-
víkur og varð þá sýslusafn og hef-
ur verið hérna á Húsavík síðan.
Lestrarfélagið var stofnað 1885 en
ég veit ekki hversu mikill bóka-
kosturinn hefur verið.
Síðustu 14-15 árin hefur safnið
verið til húsa í Safnahúsinu, hér
fer vel um safnið, nóg pláss er
fyrir það ennþá og verður vonandi
um einhver ókomin ár. Við höf-
um miðhæðina í húsinu, um 375
fm en hin söfnin eru á efstu og
neðstu hæð.“
- Hvað með bókakost
safnsins?
„Það hafa verið skráð rúmlega
þrjátíu þúsund bindi frá upphafi,
hins vegar er talsvert af gjafabók-
um enn óskráð."
- Fer fólk vel með bækur?
„Ég mundi segja að það færi
frekar vel með bækur. Yngstu
lesendurnir eru kannski einna
harðhentastir, barnabækur ganga
tiltölulega fljótt úr sér.“
- Hvað þjónar safnið stóru
svæði?
„Þetta er miðsafn sem þýðir að
allir sýslubúar eiga að hafa
aðgang að því, á hinn bóginn er
það Húsavíkurkaupstaður sem
rekur safnið að stærstum hluta.
Sýslan greiðir ákveðna upphæð á
hvern íbúa en það er tiltölulega
lítill hluti miðað við hluta Húsa-
víkurkaupstaðar. Hreppasöfn eru
í flestum sveitum en þau eru mis-
munandi öflug. Fólk úr sumum
sveitum kemur talsvert, mest úr
sveitunum sem eru næst eins og
Tjörnesi, Reykjahverfi og Kinn.
í heildina er þó nokkuð um að
fólk úr sveitunum komi hérna.“
- Er mikil aðsókn að safninu?
„Hún er viðunandi, ef við mið-
um við fyrri ár er hún svipuð.
Útlán 1987 voru ívið fleiri en árið
á undan, aðsóknina sjálfa er ekki
svo gott að mæla þar sem við höf-
um ekki tölur yfir hana. Ef við
Safnahúsið á Húsavík.
Elín Kristjánsdóttir forstöðumaður:
miðum við útlánatölur á öðrum
söfnum á landinu og tökum með-
altal þá getum við sagt að meðal-
útlán á íbúa hér í bænum séu
rúmlega 9,80 bækur sem er ríf-
lega í meðallagi á landsvísu. 1987
lánuðum við út 24.230 bækur. Ég
er ánægð með útlánin og finnst
þau í sjálfu sér ekki lítil í 2.500
manna bæ miðað við staðsetning-
una á safninu því mér finnst
Safnahúsið vera svolítið út úr
aðalumferðinni. Þó að notendur
safnsins séu líka úr sveitunum
eru oft erfiðar samgöngur og
fólkið er ekki hér á hverjum degi.
Því finnst mér ekki svo lítið að
við skulum lána út 109 bækur á
dag.
Það er alveg greinilegt að það
hefur enn dregið úr lestri á
barnabókum, hann virðist
minnka ár frá ári. Hér vantar
nærri því allan gagnfræðaskól-
ann, einn og einn nemandi kem-
ur en þegar á heildina er litið
finnst mér vanta þann hóp.
Krakkarnir eru mjög mikið í
íþróttum og hafa fleiri áhugamál,
mikið er að gera í skólanum og
þau horfa sum mikið á sjónvarp
og vídeómyndir og hafa margt
annað að gera en lesa bækur.
Á síðasta ári seldum við mun
færri árskort en árið áður sem
hlýtur að þýða að mun færri lesa
meira. Það virðist sem jafnmikið
eða meira sé lesið af skáldsögum
en áður og mér finnst fólk lesa
meira af nýjum bókum eftir
íslenska höfunda. Fólk fylgist
mjög vel með útgáfunni fyrir jól-
in og hefur mikinn áhuga fyrir
nýjum bókum. Fólk kemur ekki
aðeins til að ná sér í einhverja
afþreyingu heldur til að fá sér
ákveðnar bækur.“
- Lest þú mikið sjálf og hvern-
ig bækur helst?
„Ég les allt mögulegt, ekki
neina ákveðna tegund bóka en ég
reyni að lesa sem mest af því sem
Elín Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur.
kemur út á hverju ári af íslensk-
um höfundum. Ég les nýjar
íslenskar skáldsögur og nýja
erlenda höfunda líka og ákveðn-
ar athyglisverðar bækur, ég les
minna af ævisögum og er ekki
nógu dugleg við að lesa ljóð.“
- Er ekki stundum svolítil
freisting að vinna hérna og hafa
allar þessar bækur undir
höndum?
„Það getur verið að það sé eins
og með súkkulaðið fyrir þá sem
vinna í sælgætisverksmiðjum að
maður verði ónæmur eða fái nóg.
Ég held að maður venjist þessu
og hætti að láta það freista sín.
Ég reyni að lesa þegar ég hef
tíma en læt þetta ekki stjórna
mér. Mér finnst mjög gaman að
vera innan um bækurnar, eins og
núna þegar maður situr innan um
mörg hundruð nýja bókatitla. Það
er líka gaman að geta gert fólki
til hæfis þegar það fær bækur sem
það er ánægt með.“ IM
Kári Steii
Helen Hannesdóttir.
Helen Hannesdóttir, afgre
„Bömín biðja um
Helen Hannesdóttir er búin að
vinna við afgreiðslu á bóka-
safninu í fjórtán ár, byrjaði að
vinna þar nokkrum mánuðum
eftir að að safnið var flutt í
Safnahúsið.
„Mér fannst þetta afskaplega
spennandi og skemmtilegt. Ég
hafði ekki mikið vit á bókum, las
bækur en vissi aldrei eftir hvaða
höfunda þær voru en nú veit ég
það. Mér hefur líkað mjög vel
hérna, bæði samskiptin við fólkið
og að vera innan um bækurnar.
Vinnutíminn er góður, þrisvar í
viku er bókasafnið opið frá kl.
15-19 en á þriðjudögum og mið-
vikudögum er opið frá 15-18. Á
sumrin er opið þrjá daga í viku,
mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga.“
- Ertu farin að lesa meira síð-
an þú fórst að vinna hérna?
„Ég las mjög mikið fyrst eftir
að ég kom hingað en svo hef ég
lesið minna seinni árin, þó alltaf
eitthvað, ég verð að kynna mér
bækurnar.“
- Spyr fólk þig mikið um
bækurnar?
„Já, það gerir það og þótt maður
lesi ekki heila bók þá lítur maður
í hana til að geta eitthvað sagt.“
- Ertu oft beðin að velja bæk-
ur handa fólki?
„Já og það hefur gengið áæt-
lega. Ég spyr hvað það vilji helst
lesa og mér finnst fólkið ánægt