Dagur - 25.02.1988, Blaðsíða 9
25. febrúar 1988 - DAGUR - 9
i'ífúvc' "!
Heimsókn í Bókasajh
Sudur-Þingeyinga
Kári Steingrímsson:
„Skiptir ekki máli
hvað bók er gömul“
Kári Steingrímsson bóndi í
Pálmholti í Reykjadal var á
bókasafninu ásamt konu sinni
og var spurður hvort hann
kæmi þarna oft.
„Nei, það held ég ekki. Við
komum hérna þegar við eigum
leið í bæinn, hálfsmánaðarlega
eða eitthvað svoleiðis. Ætli að ég
lesi ekki að meðaltali tvær bækur
á viku.“
- Hvernig bækur lestu?
„Ég er næstum því alæta en
þetta er misjafnt, stundum les ég.
léttmeti og stundum annað. Lesa
ekki allir svoleiðis?“
- Ég gæti trúað því. Hvernig
finnst þér safnið hérna?
„Mér finnst of mikið af göml-
um bókum, svona sem aldrei
hreyfast að segja má og mér
finnst ég vera búinn að lesa mig í
gegnum flest sem mig langar að
lesa hérna.“
- Finnst þér þá að nýju bæk-
urnar vanti?
„Já, þær koma voðalega seint
og svo fá eintök að þær eru alltaf
í láni en þetta held ég að sé í öll-
um bókasöfnum. Annars skiptir
ekki máli hvað bók er gömul.
bækurnar eru ekkert betri þó að
þær séu nýjar.“
- Er ekki bókasafn á Laugum?
„Jú, það er bara opið tvisvar í
viku. Það er ágætt safn en að vísu
lítið. Við förum á safnið á Laug-
um en oftar hingað, sameinum
ferðina til Húsavíkur til að gera
það sem þarf að gera. Við förum
á bókasafnið á veturna en ekki á
sumrin því þá er enginn tími til
þess.“ IM
igrímsson.
iðslumaður á bókasafninu:
i ævint\rabæknr“
með bækurnar sem ég vel fyrir
það.“
- Þegar barn kemur, biður um
bók fyrir mömmu og þú þekkir
konuna ekki vel, er þá auðvelt að
velja lestrarefni og sjá hvernig
bækur viðkomandi vill lesa?
„Ekki ef fólkið hefur ekki
komið hingað og maður er beð-
inn í fyrsta skipti en þá reyni ég
að velja bók sem er ekki mikill
reyfari og ekki bara ástarsaga,
heldur þarna mitt á milli. Reyni
að velja bók sem ég hef lesið og
fundist mjög góð og fólk hefur
ekki kvartað yfir því sem ég hef
sent því.“
- Hvað með föstu viðskipta-
vinina, veistu alveg hvert hugur
þeirra stefnir?
„Mig grunar það svona
nokkuð. Sumir vilja ekki lesa
neitt nema eitthvert léttmeti aðrir
fara vítt og breitt og maður getur
svolítið séð það út hvernig bækur
fólk velur sér.“
- Hvað með börnin, hvernig
bækur velja þau?
„Þau spyrja dálítið eftir ævin-
týrabókum. Þau sækja auðvitað
dálítið í teiknimyndasögurnar en
ef þau biðja mann að ráðleggja
sér eitthvað þá eru þau að biðja
um ævintýrabækur."
- Hverjir eru skemmtilegustu
viðskiptavinirnir?
„Ég get ekki gert upp á milli
þeirra, bæði börn og fullorðnir
eru jafn ágæt.“ IM
Jóhannes Sigmundsson.
55
Jóhannes Sigmundsson:
Yfirieitt les
ég skáldsögura
Jóhannes Sigmundsson var að
skoða í bókahillurnar á safninu
þegar hann var spurður hvort
hann kæmi oft á bókasafnið.
„Nei, ég kem ekki oft hingað,
kannski einu sinni í mánuði ef
mig vantar eitthvað sérstakt. Ef
ég les í blöðum um bækur sem
mig langar til að lesa kem ég oft
til að athuga hvort ég finn þær
hérna. Yfirleitt les ég skáldsögur
en einnig annað efni.“
- Hvernig finnst þér safnið?
„Ég veit ekki um neitt sem
ekki er til hérna. Mig hefur aldrei
vantað bók sem ég hef ekki feng-
ið hér, þetta hlýtur að vera gott
safn.“
- Lestu mikið?
„Það er köflótt, stundum les ég
mikið og stundum ekki neitt í
langan tíma. Meðan ég var í skóla
las ég á sumrin og um jólin en
yfirleitt ekki meðan skólinn var.“
- Að hvaða bók ertu að leita í
dag?
„Ég var að leita að Hobbit en
hún var ekki inni, ég var búinn að
lofa að fá hana lánaða fyrir bróð-
ur minn.“ IM
Aslaug K. Georgsdóttir:
„Þjónustan
alveg ljómandi“
Magnús Gíslason:
„Þetta er
fínt safh“
Magnús Gíslason sat á bóka-
safninu, lét fara vel um sig með
teiknimyndasögu meðan hann
beið eftir fari heim í vonda veðr-
inu. Hann var spurður hvort
hann kæmi oft á bókasafnið.
„Ekki oft, en ég kem hérna
stundum. Það er þægilegt að vera
hérna. Ég kem til að skoða
íþróttablaðið og svo fæ ég bækur
lánaðar heim svona einu sinni í
mánuði.“
- Hvaða bækur hefur þú mest-
an áhuga á að lesa?
„Fótboltabækur og svo íþrótta-
blaðið.“
- Finnst þér þú þurfa að lesa
mikið fyrir skólann?
„Já, en ég fer aldrei á skóla-
safnið.“
- Hvað gerirðu í þínum tóm-
stundum?
„Ýmislegt, ég er í íþróttum og
fer á opið hús, stundum læri ég
en ég horfi ekki mikið á vídeó.“
- Finnst þér vanta einhverjar
bækur hérna sem þig langar til að
lesa?
„Já, bókina um Pele, ég er oft
búinn að spyrja um hana en hún
er ekki til hérna. En þetta er fínt
safn.“ IM
Magnús Gíslason.
Áslaug K. Georgsdóttir sem
var að velja sér bækur á safn-
inu sagði að sér fyndist bóka-
safnið Ijómandi gott og þangað
væri gaman að koma til að fá
bækur að láni.
„Ég kem stundum vikulega
hingað og les mikið. Ég les skáld-
sögur, ævisögur, unglingabækur
og flest sem að ég næ í.“
- Hvað lestu að jafnaði marg-
ar bækur á viku?
„Það er voða misjafnt, stund-
um enga og stundum tvær til
þrjár, það fer eftir því hvernig
þær eru.“
- Finnst þér úrvalið af bókum
og þjónustan hérna góð?
„Já, mér finnst það og þjónust-
an alveg ljómandi, hér eru indæl-
ar konur.“ IM
Áslaug K. Georgsdóttir.