Dagur - 25.02.1988, Blaðsíða 10
19 - QAGUa - ?§úfeþj-M^r 1988
Hljómsveit
framtíöarinnar
- Þórarinn Stefánsson skrifar um tónleika
Kammerhijómsveitar Akureyrar
tónlist
Stjórnandinn, Sidncy Sutcliff, er maðurinn á bak við góða frammistööu hljómsveitarinnar, að mati Þórarins. Mynd-
in var tekin á tónleikunum á sunnudaginn. Mynd: rpb
Fyrstu tónleikar Kammerhljóm-
sveitar Akureyrar á þessu starfs-
ári voru haldnir í Akureyrar-
kirkju síðast liðinn sunnudag.
Mikill fjöldi áheyrenda sótti tón-
leikána og sýndi þar með í verki,
áhuga sinn á því að hér skuli
starfa hljómsveit atvinnumanna
til eflingar menningarlífi bæjar-
ins. Hins vegar kom það berlega í
ljós að okkur sárvantar húsnæði
sem hentar hljómsveit sem þess-
ari. Þótt svo að hljómburður
kirkjunnar sé bæði mikill og
góður, þá er rýmið sem er ætlað
fyrir flytjendurna ansi lítið. Það
er líka umhugsunarefni að hér á
Akureyri er einn af bestu flyglum
landsins en hvergi boðlegt hús-
næði fyrir hann. Þessi húsnæðis-
vandræði leiða því til þeirrar
sorglegu staðreyndar að flutning-
ur píanókonserta er illmöguleg-
ur. Nýja bíó hefur nú staðið autt
í nokkur ár og það hvíslaði því að
mér lítill söngfugl að til stæði að
breyta því í verslunarhúsnæði.
Þar með færi fyrir lítið eitt ákjós-
anlegasta húsið á Akureyri sem
nota mætti undir tónlist. Hvernig
væri nú að tónlistarfólk og tón-
listaráhugafólk í samvinnu við
Akureyrarbæ keypti Nýja bíó.
Þar með væri komið framtíðar-
hús fyrir tónlist á Akureyri og
það á besta stað í bænum. Þá
stæöi húsnæðisskortur ekki leng-
ur í vegi fyrir eðlilegri þróun
tónlistarlífs hér í bæ.
Annars er nú rétt að snúa sér
að tilefni þessara skrifa, og
umfjöllun um tónlistarhús bíður
betri tíma. Undirritaður er nú
kannski ekki rétti maðurinn til að
fjalla um flutninginn á gagnrýn-
inn hátt því á síðustu stundu var
hann fenginn til að taka stöðu í
hljómsveitinni vegna forfalla.
Fyrst á efnisskránni var Seren-
aða fyrir strengjasveit op. 20 eftir
Edward Elgar. Verkið samdi
hann árið 1892 og í því má glöggt
heyra dæmi um hinn sérstæða stíl
sem Elgar tileinkaði sér síðari
æviár sín, Bretar kalla þennan
stíl „Elgarian“. Örlítill taugatitr-
ingur var í hljóðfæraleikurunum í
upphafi verksins en það lagaðist
fljótt og tónninn var gefinn að
því sem koma skyldi.
Blásarakvintett Reykjavíkur
kom í heimsókn og lék tvö verk.
Fyrst Sumartónlist fyrir tréblás-
arakvintett eftir Samuel Barber
og svo Sinfóníu fyrir fjóra ein-
leikara og hljómsveit KV 297b
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Blásarakvintettinn er skipaður
þeim Joseph Ognibene, Bernard
Wilkinson, Hafsteini Guðmunds-
syni, Einari Jóhannssyni og Daða
Kolbeinssyni, þeir Joseph, Haf-
steinn og Daði léku líka með
hljómsveitinni í öðrum verkum. í
stuttu máli þá var flutningur
þeirra á verkunum báðum
frábær, þarna er á ferðinni kvint-
ett á heimsmælikvarða og leikur
þeirra smitaði óneitanlega út frá
sér. Stjórnandinn, Sydney
Sutcliff, hljálpaði svo til með því
að veita ákveðið frelsi sem gerði
samspil hljómsveitar og ein-
leikara mjög náið og áhrifamikið.
Eftir hlé voru flutt þrjú verk.
Fyrst Serenaða eða Kvöldtónlist
fyrir blásara op. 7 sem Richard
Strauss samdi árið 1881 og hafði
að fyrirmynd Blásaraserenöður
Mozarts. Þetta er eitt af
æskuverkum Strauss, en strax á
unglingsárum hafði hann mótað
sinn eigin stíl sem greinilega
kemur fram í verkinu.
Árið 1960 samdi Peter Maxwell
Davies tónlist við fimm myndir
eftir svissneska málarann Paul
Klee: 1. Krossfarinn, 2. Austur-
lenskur garður, 3. Tístvélin, 4.
Steindur glerdýrlingur, 5. Til
gríska fjallsins Parnassum.
Kammersveitin lék þetta verk
með miklum ágætum enda marg-
ir flytjendanna að leika verkið í
annað sinn, það var áður flutt af
Áhugamannahljómsveitinni svo-
kölluðu fyrir nokkrum árum.
Tónleikarnir enduðu svo á líf-
legum flutningi Kammersveitar-
innar á Pulcinella-svítunni sem
Stravinsky samdi að ósk vinar
síns, ballettmeistarans Diaghilev.
Tónlistin er samin við samnefnd-
an ballett sem var frumfluttur í
París árið 1920. Svítan, eins og
við heyrðum hana á tónleikunum
samanstendur af átta köflum úr
ballettinum.
Stjórnandinn Sydney Sutcliff
er maðurinn á bak við þessa góðu
frammistöðu hljómsveitarinnar.
Hann nálgaðist stjórnendahlut-
verkið á nokkuð annan hátt en
menn eiga að venjast. Hann er
sjálfur hljóðfæraleikari og tekur
kannski þess vegna meira tillit til
skoðana einstakra hljómsveitar-
meðlima en gengur og gerist með
aðra hljómsveitarstjóra. Sumir
áttuðu sig ekki á þessu og vissu
stundum ekki alveg hvernig þeir
áttu að spila, kannski óvanir því
að hugsa sjálfstætt. Útkoman
varð samt stórskemmtilegur og
einstaklega lifandi tónlistarflutn-
ingur og ég trúi því að þeir sem
tóku þátt í þessum tónleikum og
fengu tækifæri til að vinna með
Sutcliff séu reynslunni ríkari.
Áheyrendur sýndu þakklæti
sitt með dynjandi lófataki og
héldu ánægðir heim á leið.
Þ. Stef.
r
Freyvangsleikhúsið
Freyvangsleikhúsið
auglysir:
Mýs og menn
Höf. John Steinbeck.
Leikstj.: Skúli Gautason.
Frumsýning:
Föstudaginn 26. febrúar kl. 20.30.
2. sýning:
Sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 24936.
Leikfálag Öngulsstaðahrepps.
U.M.F. Árroðinn.
-
TIL SÖLU
Skoda 130 GL, árg. ’86.
Skoda 120 LS, árg. ’86.
Skoda 120 L, árg. '86.
Skoda 120 LS, árg. ’85.
Skálafell, simi 22255.
Laus staða
Staða lektors í almennri bókmenntafræði við heimspeki-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars nk.
Menntamálaráðuneytið, 19. febrúar 1988.
AKUREYRARB/ÍR
Qfl| Strætisvagnar
sSM Akureyrar
Frá og með þriðjud. 1. mars verður hætt að aka
leið 6, Glerárhverfi - Brekka, um Hlíðarbraut.
Farþegum í Glerárhverfi er bent á leiðir 3 og
4, og farþegum á Brekkunni er bent á leiðir 1
og 2.
Skólavagn kl. 7.50 í Glerárhverfi verður áfram á
sama tíma og verið hefur.
Nánari upplýsingar í síma 24929.
Forstöðumaður.
Tilsölu
Yamaha vélsleði ET 340, árg. ’83
og Chevrolet Monza, sjálfskipt, árg. ’86.
Véladeild KEA
Óseyri 2, símar: 21400 og 22997.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1988
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru
orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16.
mars.
Fjármálaráðuneytið, 22. febrúar 1988.
Leikfélag Skriðuhrepps sýnir
Blessað bamalán
eftir Kjartan Ragnarsson.
Leikstjóri: Pétur Eggerts.
Frumsýning föstud. 26. febrúar kl. 21.00.
2. sýning sunnudag 28. febrúar kl. 21.00.
3. sýning þriðjudag 1. mars kl. 21.00.
Sýnt verður að Melum, Hörgárdal.
U.M.F. Skr.