Dagur - 25.02.1988, Qupperneq 16
Verður Lífeyrissjóður
Ólafsfjarðar stofnaður?
- óánægja í Ólafsfirði með tregðu lífeyrissjóða
til að ávaxta fé í heimabyggð
Þorsteinn Þorvaldsson, spari-
sjóðsstjóri og bæjarfulltrúi í
Olafsfirði, vakti máls í bæjar-
stjórn Ólafsfjarðar á miklu
tjármagnsstreymi úr bænum til
höfuðborgarsvæðisins. Ræddi
hann um kosti þess, að Ólafs-
firðingar stofnuðu sinn eigin
lífeyrissjóð, eins og dæmi væru
til í sjávarplássum annars stað-
ar á landinu.
f máli Þorsteins kom fram, að
Ólafsfirðingar greiddu yfir sextíu
milljónir króna í iðgjöld til lífeyr-
issjóða árlega. Þetta fé streymdi
mestallt frá Ólafsfirði og því væri
vert að athuga hvort ekki væri
hentugt að stofna lífeyrissjóð á
staðnum, sem myndi binda fjár-
magn þetta í Ólafsfirði.
Sigurður Björnsson, bæjarfull-
trúi, lagði fram tillögu um að
skipuð yrði nefnd til að kanna all-
Frumvarp um breytingar á hafnalögum:
Gjaldskrár hafna
gefnar frjálsar
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp samgönguráðherra um
breytingar á hafnalögum.
Samkvæmt núgildandi lögum
eru breytingar á gjaldskrám
hafna háðar samþykki ráðu-
neytis en í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að þessar ákvarðanir
verði í höndum eigenda hafn-
anna, sveitarfélaganna. Sam-
kvæmt frumvarpinu eiga ný
lög að taka gildi 1. ágúst en
þau eru liður í breyttri verka-
skiptingu ríkis og sveitarfé-
Iaga.
Skinnaiðnaður SÍS:
Fólk vantar
til starfa
„Hér eru nokkur störf laus í
blautsal skinnaiðnaðar, og við
getum bætt við fólki nú
þegar,“ sagði Reynir Sveins-
son, starfsmannastjóri Skinna-
iðnaðar SIS á Akureyri.
Undanfarið hefur verið auglýst
eftir fólki til starfa í skinnaiðnaði,
og eru ennþá nokkur störf
laus. Reynir sagði, að um góða
tekjumöguleika væri að ræða í
þessum störfum, bæði hefðbund-
inn bónus og gæðabónus. EHB
Hafnasamband sveitarfélaga
hefur undanfarin ár lagt fram til-
lögur um samræmda gjaldskrá
fyrir hafnir á landinu en endanleg
gildistaka hennar verið háð sam-
þykki samgönguráðuneytis. Ef
hið nýja frumvarp verður að lög-
um er eigendum hafnanna gefnar
frjálsar hendur í þessum efnum.
Frumvarpið hefur verið til fyrri
umræðu í efri deild Alþingis en
þaðan var því vísað til samgöngu-
nefndar og annarrar umræðu.
„Ég er ekki alveg búinn að sjá
að fara eigi með þessi mál eins og
smásöluverslun. Samkeppni milli
hafna getur ekki falist í öðru en
undirboðum og þar gætu stærri
hafnirnar leikið þær minni grátt,"
sagði Guðmundur Sigurbjörns-
son hafnarstjóri á Akureyri, en
hann á sæti í stjórn hafnasam-
bands sveitarfélaga. Guðmundur
sagðist telja heppilegt að hafnirn-
ar hefðu eftir sem áður samráð
um gerð gjaldskrár og ákvarðanir
yrðu teknar á ársfundi hafna-
sambandsins.
Á síðasta ársfundi hafnasam-
bandsins var lagt til að aflagjöld
yrðu hækkuð úr 0,85% af verð-
mæti landaðs afla í 1,5%.
Aðspurður um hvaða breytingar
ný lög myndu hafa sagðist hann
telja líklegt að þær hafnir sem
hafa stærstan hluta tekna sinna af
aflagjöldum, myndu þá frekai
hækka þau. ET
Stokkfiskur Reykjadal:
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
leigir húsið af Byggðastofnun
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hef-
ur tekið Fiskverkunarhús
Stokkfisks í Reykjadal á leigu
af Byggðastofnun, sem keypti
húsið á uppboði 15. febrúar sl.
Fimmtán manns úr Reykjadal
vinna við að þurrka þorskhausa
fyrir Nígeríumarkað í húsinu. Að
sögn Hallgríms Valdimarssonar
verkstjóra hjá fiskiðjusamlaginu
er þokkalegt útlit með þessa
vinnslu og ágætur markaður fyrir
afurðirnar. Óákveðið er hversu
lengi fiskverkunarhúsið verður
leigt fiskiðjusamlaginu. IM
ar hliðar þessa máls, og hvort
grundvöllur væri fyrir stofnun líf-
eyrissjóðs Ólafsfirðinga. Tillagan
var samþykkt samhljóða. í
nefndinni sitja, auk Þorsteins,
þeir Gísli Friðfinnsson, Guð-
björn Arngrímsson og Ágúst Sig-
urlaugsson.
„Það, sem okkur svíður sárast,
er hversu erfitt er að fá lífeyris-
sjóðina til að festa fé sitt hér
heima í byggðarlaginu. Þá er það
einnig umhugsunarefni hversu
lítið situr eftir í heimabyggð mið-
að við skerf okkar til þjóðarfram-
leiðslu.
Hvað lífeyrissjóðinn varðar þá
er það mál aðeins í athugun, en
spurningin er sú hvort ekki borg-
ar sig fyrir lítið byggðarlag eins
og Ólafsfjörð að vera utan hús-
næðislánakerfisins,“ sagði Ólaf-
ur, og átti þá við að ef stofnaður
yrði sérstakur lífeyrissjóður þá
gæti hann allt eins lánað til
íbúðabygginga. Þó kæmi spurn-
ingin um vexti inn í myndina, því
vextir af opinberum húsnæðislán-
um væru niðurgreiddir. Ólafs-
firðingar fóru þess á leit við
Lífeyrissjóð sjómanna að þeir
ávöxtuðu greiðslur Ólafsfirðinga
í Ólafsfirði en það var ekki
samþykkt. EHB
Lögregluþjónar sitja sveittir við að læra nýju umferðarlögin.
Lögregluþjónar
á námskeiði
- í nýju umferðarlögunum
Lögregluþjónar á Akureyri
sækja námskeið í nýju
umferðarlögunum, sem taka
gildi 1. mars n.k., þessa dag-
ana. Að mörgu er að hyggja
varðandi framkvæmd hinna
ýmsu ákvæða umferðarlaga,
sem eru breytt frá fyrri
lögum, og er því mikilvægt
fyrir lögregluþjóna að þekkja
vel til breytinganna.
Þeir Ólafur Ásgeirsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn, og
Ólafur Ólafsson, fulltrúi hjá
embætti bæjarfógeta, kynna
lögreglumönnum nýju lögin.
Árni Magnússon, varðstjóri,
sagði að eitt af því sem lögregl-
Hér er líkan af útilistaverkinu sem Jón Gunnar Árnason myndhöggvari er að
vinna fyrir Akureyrarbæ. Verkið verður 9 metra hátt og líkist skútu. Það
verður staðsett við suðurenda göngugötunnar. Mynd: tlv
an þyrfti að taka á eftir 1. mars
væri notkun öryggisbelta og
Ijósa bifreiða, en eins og kunn-
ugt er þá verður heimilt að beita
sektum gagnvart þeim öku-
mönnum, sem gerast brotlegir
við þessi ákvæði.
í Ijósi þessarar sektarheimild-
ar verður lögreglan og lögreglu-
stjóri að ákveða, hvernig brugð-
ist verði við ef ökumenn brjóta
þessi ákvæði, þ.e.a.s. hvort
áminning verði látin nægja
fyrstu dagana eftir 1. mars eða
hvort strax verður farið að sekta
þá ökumenn sem ekki spenna
beltin eða aka með slökkt öku-
ljós þó að deginum sé. EHB
Bygging íbúða
fyrir aldraða:
Híbýli hf.
bauð lægst
í fyrradag voru opnuð tilboð í
byggingu 30 íbúða fyrir aldr-
aða við Víðilund á Akureyri.
Híbýli hf. reyndist vera með
lægsta tilboðið, 92% af kostn-
aðaráætlun. Húsinu á að skila
fullbúnu með lóð og bílastæð-
um sumarið 1989.
Kostnaðaráætlun fyrir húsið
hljóðaði upp á um 119,4 milljón-
ir. Hæsta tilboðið kom frá Fjölni
sf., 117.982 þúsund, eða 98,8%
af kostnaðaráætlun. Aðalgeir
Finnsson hf. bauð 114.392
þúsund, 95,8%. SJS verktakar
buðu 112.467 þúsund eða 94,2%
af kostnaðaráætlun og loks bauð
Híbýli 110.892 þúsund sem eru
92,9% af áætlun.
Næstu daga verður farið yfir
tilboðin og síðan gengið til samn-
inga við einhvern af aðilunum
fjórum. Verkið ætti síðan að geta
hafist í byrjun apríl en því á að
ljúka 15. júní 1989.
Fyrst um sinn verður búið í 29
af íbúðunum 30, en ein verður
nýtt sem þjónustukjarni þangað
til eiginlegur þjónustukjarni
verður tilbúinn, líklega á árinu
1991. Um er að ræða bæði ein-
staklingsíbúðir og tveggja manna
íbúðir og er stærð þeirra 55-85
fermetrar auk 32 fermetra sam-
eignar. ET