Dagur - 08.03.1988, Side 3
8. mars 1988 - DAGUR v
Blönduós:
Nökkvi landar
82,3 tonnum
- mesta aflaverðmæti
úr veiðiferð
Tryggingafélögin:
Síðastlidið sunnudagskvöld
kom rækjutogarinn Nökkvi til
heimahafnar á Blönduósi með
verðmætasta afla sem hann
hefur komið með að landi til
þessa. Eftir 19 daga veiðiferð
var 82,3 tonnum af rækju land-
að úr skipinu.
Af aflanum voru 45,7 tonn
fullunnin rækja, en það er besta
rækjan sem er unnin um borð.
Smærri rækjunni er landað til
vinnslu í fiskiðjunni Særúnu.
Aætlað aflaverðmæti er liðlega
11,3 milljónir króna og er það
mesta aflaverðmæti sem Nökkvi
hefur landað úr einni veiðiferð
hingað til.
Næsta veiðiferð á undan var
einnig mjög góð, en þá var verð-
mæti aflans rúmar 8 milljónir
króna.
Hásetahlutur eftir ferðina var
212 þúsund krónur.
Vegna mjög hagstæðrar veðr-
áttu var nú unnt að landa í
heimahöfn og greidd hafnar-
gjöld, að þessu sinni, voru 96.500
krónur sem runnu til heimahafn-
ar skipsins. fh
Hraðskákmót
Sparísjóðs
Svarfdæla
1988
Hraðskákmót Sparisjóðs Svarf-
dæla á Dalvík 1988 verður haldið
í Víkurröst á Dalvík laugardag-
inn 12. mars n.k. og hefst kl. 14.
Tefldar verða 13 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartími
er 5 mínútur. Heildarupphæð
veðlauna er kr. 40.000 og skiptist
þannig:
1. verðlaun kr. 12.000.-
2. verðlaun kr. 10.000,-
3. verðlaun kr. 8.000.-
4. verðlaun kr. 6.000,-
5. verðlaun kr. 4.000,-
Mótið er opið öllum sem hafa
1700 skákstig og þar yfir.
Þátttökugjald er kr. 300 og eru
veitingar innifaldar í því.
Pátttökutilkynningar óskast
sendar til Ingimars Jónssonar
skrifstofu Dalvíkurbæjar (sími
61370).
Húsavík:
Maraþonsund
hjá Völsungum
um helgina
Um næstu helgi efnir Sund-
deild Völsungs til maraþon-
sunds í Sundlaug Húsavíkur.
Sundið hefst kl. 16:00 á laugar-
dag og á að standa yfir í sól-
arhring, stefnt er að því að
synda 300 km.
í fyrra var efnt til sams konar
maraþonsunds og var það aðal-
tekjulind sunddeildarinnar á
árinu. Nú er verið að ganga í hús
og safna áheitum hjá fyrirtækjum
og einstaklingum vegna sundsins
um helgina. Tekjum af maraþon-
sundinu verður varið til rekstrar
sunddeildarinnar, til að fá þjálf-
ara til leiðsagnar bæði fyrir þjálf-
ara deildarinnar og sundmenn og
til að styrja börn og unglinga til
þátttöku á sundmótum. IM
Rúm greiðslukjör
- á iðgjöldum bifreiðatrygginga
Tryggingafélögin á Akureyri
bjóða upp á ýmsa greiðsluskil-
mála vegnr tryggingaiðgjalda
af bifreiðum nú eins og undan-
farin ár. Hjá tryggingafélögun-
um fengust þær upplýsingar að
líklega yrði meira um að fólk
greiddi iðgjöld sín með víxlum
eða skuldabréfum til að dreifa
greiðslum á lengri tíma í kjöl-
far hækkunar iðgjaldanna.
Hjá Sjóvátryggingafélagi
íslands fengust þær upplýsingar
að fólk gæti skipt greiðslum niður
á víxla. Algengt væri að greiðsl-
um væri skipt á 4-6 víxla, allt eftir
efnum og ástæðum hvers og eins.
Hjá Samvinnutryggingum er
um tvennt að ræða. víxil, sem
mögulegt er að framlengja, eða
skuldabréf sem dreifir greiðslum
á lengra tímabil, og eru vextir þá
greiddir eftir á. Einnig er sá
möguleiki fyrir hendi að skiþta
greiðslum með mánaðarlegum
raðgreiðslum Vísa.
Almennar tryggingar hf.
bjóða upp á sveigjanlegt greiðslu-
form í ýmsum myndum, og hægt
er að semja um að skipta greiðsl-
um með víxlum, raðgreiðslum
Vísa eða Euro. Hjá þeim fengust
þær upplýsingar að algengt væri
að fólk greiddi hluta tryggingar-
iðgjalds beint, t.d. 1/3, og skipti
síðan eftirstöðvum á lengri tíma.
Brunabótafélag íslands býður
viðskiptamönnum sínum upp á
víxla, skuldabréf eða raðgreiðsl-
ur Vísa, eftir þörfum hvers og
eins. Ekki er óalgengt að fólk
greiði tryggingar sínar á 4-6 mán-
uðum hjá B.I. EHB
.VAMHELA'
29. JANÚAR 1988 VAR STÓR DAGUR í SÖGU SLYSAVARNA Á ÍSLANDI,
ÞANN DA(j) VARÐ SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLAMDS 60 ÁRA.
MARKMIÐ FÉLAGSINS ER VERNDÚíTMANNSLÍFA OG MEÐ SAMSTILLTU ÁTAKI
GEGN SLYSUM OG AFLE|ÐINGUM ÞEIRRA MÁ NÁ VERULEGUM ÁRANGRI f PEIRRI
BARÁTTU EN TIL ÞESS ÞARF FÉLAGIÐ ÞINN STUÐNÍNG.
É-----1-------*------VINNINGAR:---7— ------------— \
ÍBÚÐARVINNINGUR AÐ VERÐMÆTI 2.000.000,00 KR. )
TVEIR TOYOTA LANDCRUIESER 4WD AÐ VERÐMÆTI KR: 1.129.000,00 HVER
NÍTJÁN TOYOTA COROLLA BIFREIÐAR AÐ VERÐMÆTI KR. 456.080,00 HVER.
ÐREGIÐ VERÐUR ÞANN 12. APRÍL 1988,_- C_i
~ -V-V" >U \
mMm
-
, • t ' • v J ngn, '
r ifeAi -* * *