Dagur - 08.03.1988, Side 7
8. ftöfte 3W8 8
Leikfélag Akureyrar frum-
sýndi síðastliðið föstudags-
kvöld leikrit Arthurs Miller
„Horft af brúnni“. Leikritinu
var almennt vel tekið af frum-
sýningargestum, enda er um
að ræða stórbrotna uppfærslu
eins og segir í leikdómi Stefáns
Sæmundssonar sem birtist í
blaðinu í gær.
Hvort leikritið hefur komið
róti á tilfinningar áhorfandans
skal ósagt látið en eitt er víst að í
hléi höfðu áhorfendur um nóg^að
tala. Á meðfylgjandi myndum
má sjá mörg kunnugleg andlit úr
hópi frumsýningargesta en lík-
lega er réttast að láta myndirnar
tala sínu máli og láta lesendum
eftir að geta í eyðurnar varðandi
afstöðu til leikritsins og áhrif
þess.
.„Tráust leikstjórn... stórkost-
legur... afar traust... mikil til-
þrif... endurspegla hæfileika
þeirra... leikmyndin er lista-
smíð,“ segir m.a. í leikdómi Stef-
áns. Er ekki rétt að fara og sjá
þetta verk? ET
TÓNLEIKAR
í AKUREYRARKIRKJU
Fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30, stendur
Kirkjukór Akureyrarkirkju fyrir tónleikum
ásamt einsöngvurum og kammersveit.
Á efnisskránni verða: Stabat Mater eftir Pergolesi og
Kantata eftir Georg Philipp Telemann.
Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson bassi, Margrét Bóas-
dóttir sópran og Þuríður Baldursdóttir alt.
Konsertmeistari: Lilja Hjaltadóttir.
Stjörnandi og organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
★ Aðgöngumiðar við innganginn ★
KIRKJUKÓR AKUREYRARKIRKJU
Hádegisverðarfundur um
horfur í efnahagsmálum
Ólafur ísleifsson, efnahagsráðgjafi
ríkisstjórnarinnar, ræðir horfur í efna-
hagsmálum.
Hann ræðir m.a. um stefnu ríkisstjórn-
arinnar og síðustu aðgerðir í efnahags-
málum, stöðu útflutningsatvinnuveg-
anna, vænta verðbólgu og fleiri atriði
sem hafa áhrif á gang efnahagsmála.
Fundurinn verður á miðvikudag 9. mars nk.
að Hótel KEA og hefst kl. 12.
Þátttaka tilkynnist til Kaupþings Norðurlands hf. í
síma (96)-24700.
Hjukrunar-
fræðingar
Norðurlandsdeild eystri innan H.F.Í.
Fundur og leikhúsferð til Húsavíkur mánudaginn 14. mars.
Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni (öndvegi)
kl. 16.30 stundvíslega. Fundað verður á Hótel Húsavík og
matur á eftir. Síðustu forvöð til að koma að tillögum sem
senda á fyrir fulltrúafundinn í vor. Um kvöldið kl. 20.30
verður farið á leiksýningu Leikfélags Húsavikur á „Gísl“.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 9. mars.
Nánari upplýsingar veita: Barbara: sími 24894, Rósa: sími
22995 og Þóra: sími 23234.
's_____________________________________________________________/
Tilboö
Buxur — skyrtur — peysur
30-50% afsláttur
2. hæð
V__________________________J