Dagur - 08.03.1988, Side 9
8. mars 1988 - DAGUR - 9
t>að lá heldur ekki ljóst fyrir
hvernig tryggja hefði átt slíka
sátt, því samkvæmt ykkar skiln-
ingi er stjórn óbundin af sam-
þykktum fyrri stjórna. Þið hefð-
uð því þurft að sitja fram yfir
landsmót 1990 til að tryggja að sú
sætt yrði ekki rofin, en við skul-
um nú vona hestamennskunnar
vegna að sú verði ekki raunin.
Sáttargjörð á
fundi í Varmahlíð
Þá er það þetta samningsboð sem
þú minnist á, sem felst í því að
skipa milliþinganefnd sem skili
áliti til næsta ársþings. L.J. virð-
ist vera búinn að gleyma því að á
síðasta ári var starfandi nefnd um
þetta sama mál. Hún skilaði áliti
löngu fyrir ársþing og þar voru
m.a. lagðar fram þessar sömu
hugmyndir, gerðar af Jónasi Vig-
fússyni frá Hestamannafélaginu
Funa í Eyjafirði. Hvaða af-
greiðslu fengu þær? Það var ekki
einu sinni rætt um þær. Að hugsa
sér að fara að setja á stofn nefnd
sem hafi það eitt hlutverk að tala
um mál sem afgreitt var frá lands-
þingi fyrir fáeinum vikum og að
við frestum ákvörðun okkar um
heilt ár er hreint og beint fráleitt.
En hver er raunverulegur sáttar-
hugur L.H.? Hefur ekki komið
fram á stjórnarfundi að fara
norður til að ræða við Eyfirðinga
áður en í óefni væri komið? Hver
voru viðbrögðin? Engin. Stjórn
L.H. ber skylda til á hverjum
tíma að virða rétt sinna félags-
manna og reyna allt sem í hennar
valdi stendur til að leysa deilumál
þau sem upp kunna að koma.
inanna svo allir geti sameinast á ný undir merki réttlætis og drengskapar, hestamennskunni til heilla,“ segir m.a. í grein Jóns
Það gerði stjórn L.H. 1980. Þá
var uppi deila og hún leysti það
mál farsællega með sáttargjörð á
títtnefndum Varmahlíðarfundi. í
ársskýrslu L.H. 1980 gerir stjórn
samtakanna ýtarlega grein fyrir
gangi þess máls og því samkomu-
lagi sem náðist eftir að haldinn
hafði verið fundur á Akureyri
daginn áður. Afgreiðsla þessa
máls frá hendi núverandi meirih-
luta stjórnar L.H. er hnefahögg
framan í þá menn sem þá voru
við stjórn sambandsins. Hefur
fyrrv. form. samtakanna, Albert
Jóhannsson, marglýst því yfir að
sú sáttargjörð var gerð af heilum
hug og ekki ætlast til að henni
yrði kastað fyrir borð í þágu
stundarhagsmuna einstakra
félaga.
Álit milliþinga-
nefndar L.H.
Og ekki er ein báran stök. I Degi
25. febr. kemur L.J. enn fram
með fullyrðingu þess efnis að ég
hafi farið með rangt mál í DV 19.
febr. sl. Leyfi ég mér að vitna í
álit milliþinganefndar L.H. um
fyrirkomulag fjórðungs- og
landsmóta sem lagt var fram á sl.
ársþingi.
„Einn nefndarmanna Jónas
Vigfússon lagði fram hugmyndir í
nefndinni um breytt fyrirkomu-
lag fjórðungs- og landsmóta.
Önnur tillagan hljóðar upp á, að
leggja fjórðungsmótin niður og
taka þess í stað upp héraðssýn-
ingar kynbótahrossa og að lands-
mótum verði skipt í landsmót
kynbótahrossa annars vegar og
hins vegar landsmót gæðinga og
verði mótin haldin til skiptis ann-
að hvert ár. Hin tillagan fjallar
um að ef héraðssýningar þættu
ekki aðgengilegur kostur, mætti
hugsa sér að sleppa aðalhéraðs-
sýningum, en hafa þær með svip-
uðu sniði ognúer og halda fjórð-
ungsmótum áfram á Vestur- og
Austurlandi. TiIIagan felur það í
sér, að landsmót yrðu annað
hvert ár á Suður- og Norður-
landi, en fjórðungsmót til skiptis
á Vestur- og Austurlandi milli
landsmóta. Hér er um allróttæk-
lón Jónsson verkamaður taki púls slagæðar þjóðfélagsins.
dæma á eftir lesendabréfum frá
fólki af landsbyggðinni vegna
þessa máls, er svo að sjá sem
„meinsemdin" breiði úr sér út um
landið.
Svo er að sjá sem gegndarlaus
áróður Grænfriðunga um friðun
sjávarspendýra, hafi ruglað
landsmenn svo í ríminu, að þeir
hafi hreinlega týnt áttum. Sú
skoðun virðist vera orðin ansi
útbreidd, að það sé allt í lagi að
skjóta beljur, hesta, kindur,
fugla og jafnvel í einstaka tilfell-
um fólk, en algjörlega sé forboð-
ið að stugga við selum, hvöjum
og nú seinast ísbjörnum.
Af þessu er ekki hægt að álykta
annað en að fólk hafi slitnað úr
tengslum við veruleikann og upp-
runa sinn um leiö. Er ekki ansi
rnikil mótsögn í því að við íslend-
ingar sem frá alda öðli höfum lif-
að af því sem landið og hafið í
kringunt það gefur, skulum nú
vera farnir að vinna með aðal-
samkeppnisaðila okkar. Því sjáv-
arspendýrin éta slík ógn af fiski,
að ef þessir dýrastofnar verða
friðaðir og lífkeðja náttúrunnar
þannig rofin, þýðir það ekkert
annað en stórkostlega skerðingu
á fiskistofnum okkar.
Tvö menningarsamfélög
Það virðist nefnilega vera þannig
að stór hluti fólks sé algjörlega
búinn að gleyma því á hverju við
lifum. Kannski að sumu leyti
ekki nema von þegar þróunin
undanfarin ár hefur verið þannig
að allt sogast suður. Þar sem
þjónustuatvinnuvegirnir ríkja í
svo yfirgnæfandi mæli á atvinnu-
markaðinum að framleiðslu-
greinarnar hverfa algjörlega í
skuggann. Svo mjög að fólk fær
það á tilfinninguna að það lifi
hvert á öðru. „Sumir halda jafn-
vel að maturinn verði til í kjör-
ar breytingar að ræða á núver-
andi skipulagi mótahalds og telur
nefndin ekki rétt að gera tillögur
um slíkar breytingar án undan-
genginnar umræðu í hesta-
mannafélögunum og á Lands-
þingi hestamanna. Tillögur Jón-
asar fylgja hér með. “
Tillögurnar fengu
ekki afgreiðslu
Hvað segir þetta okkur. Það segir
mér það að nefndarmenn treystu
sér ekki til að standa að þessum
tillögum Jónasar heldur eru þær
látnar fylgja með og síðan
afgreiddar með þögninni. Hvort
menn kalla það klofning eða ekki
geta menn deilt um. Þessar tillög-
ur komu fram en fengu enga
afgreiðslu og nú viljið þið túlka
þær sem eitthvert samningsboð af
ykkar hálfu! Málið snýst einfald-
lega ekki um fjölda landsmóta.
Það að halda því fram að þetta sé
raunhæfur samningsgrundvöllur
er einungis til að slá ryki í augu
þeirra sem lítið þekkja til mál-
anna, enda hefur það margoft
komið fram að bæði L.J. og K.Á.
eru fylgjandi tveimur og jafnvel
einum landsmótsstað, þannig að
hver rnaður getur séð heilindin í
þessu.
Það er ekki rétt sem L.J. held-
ur fram að það hlakki í nefndum
Jóni yfir þessum málalokum.
Mér er miklu fremur harmur í
huga. Harnrur vegna þeirrar
ógæfu sem dunið hefur yfir sam-
tök hestamanna í vali á forystu-
mönnum. En farsóttir ganga yfir
og vonandi birtir fljótt til hjá
samtökum hestamanna svo allir
geti sameinast á ný undir merki
réttlætis og drengskapar, hesta-
mennskunni til heilla.
Jón Ólafur Sigfússon.
(Pað skal tekið fram að þessi grein
er persónulegt framlag mitt til þess-
ara mála, einungis til að svara þeim
ásökunum sem L.J. hefur sett fram
á hendur mér. Finnst mér tíma mín-
um betur varið til annars en stunda
blaðaskriftir um mál sem ckki verð-
ur útkljáð á síðum blaða oghefekki
í hyggju að ræða þetta mál frckar
opinberlega.)
búðunum.“ Svo djúpt hefur mað-
ur heyrt fólk taka í árinni þegar
þetta „rótarslit" fólksins á Stór-
Reykjavíkursvæðinu hefur borið
á góma.
Svo er alltaf verið að tala um
að við séum svo rík. Við eigum
þennan mikla og fræga menning-
ararf, og þekkjum svo vel upp-
runa okkar og tilveru alla. Við
getum svo sannarlega verið stolt
af öfum okkar og ömmum sem
með þrautseigju og seiglu náðu
að sigrast á öllum erfiðleikum. Á
þeim tímum þegar enginn komst
hjá misblíðri sambúð við móður
náttúru, hvort heldur var til lands
eða sjávar.
En er það kannski að verða svo
nú, að hér í landinu búi tvö
menningarsamfélög? Annað sem
finnur sjálfa lífæðina slá og hefur
tilfinningu fyrir grundvelli sam-
félagsins, framleiðsluatvinnu-
vegunum. Og hitt sem heldur að
maturinn verði til í kjörbúðun-
um.
Með þetta í huga finnst manni
allt tal um menningararf íslensku
þjóðarinnar, eina íslenska þjóð í
menningarlegu tilliti og annað
slíkt, hljóma sem hjóm eitt.
Þórhallur Ásmundsson.